Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eiríkur Eiríksson, háseti á Dísarfelli, ætlar ótrauður aftur á sjóinn Sjómennska er alltaf lífshætta Morgunblaðið/Kristinn AFTUR á sjóinn þegar skipspláss fæst, segir Eiríkur Eiríks- son, einn skipverjanna sem voru á Dísarfelli. „NEI, það er ekkert því til fyrir- stöðu að fara aftur á sjóinn - nema ef vera skyldi skipspláss - en það er víst í gerjun hjá útgerð- inni,“ sagði Eiríkur Eiríksson, einn skipverja á Dísarfelli, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ei- ríkur hefur verið til sjós frá árinu 1961 og byijaði að sigla hjá Skipadeild SÍS árið 1964 og hélt síðan áfram hjá Samskipum. „Ég er alinn upp á Þingeyri og þar var enginn maður með mönnum nema hann væri á sjón- um. Þeir sem unnu á skrifstofum í landi voru bara hálfgerðir aum- ingjar með flibba og það var nú ekki alltaf borin mikil virðing fyrir þeim. Fyrstu árin var ég á fiskibáti sem reri frá Ólafsvík en 3. febrúar 1964 réðst ég til Skipadeildar SÍS,“ sagði Eiríkur en hann féllst á að spjalla við Morgunblaðið nú eftir að sjópróf- um er lokið. Hann fór reyndar líka í Samvinnuskólann, sagðist hafa ætlað að leggja fyrir sig verslunarstörf en sjónin hafi eig- inlega komið í veg fyrir það og því farið á sjóinn og kunnað því vel. Hann hefur verið bátsmaður í aldarfjórðung, siglt um því sem næst öll heimsins höf og var nú síðast háseti á Dísarfellinu í nokkra mánuði. En hvað tekur þá við? „Það hefur verið nóg að gera fram að þessu, ýmis fundahöld og slíkt og við erum á launum í mánuð meðan verið er að athuga málið svo það er nú nógur tími,“ segir Eíríkur en hann býr einn og segist því ekki þurfa að æsa sig neitt í vinnu í hvelli. Því má skjóta hér inn að Ólafur forstjóri Ólafsson tjáði Morgunblaðinu að stefnt væri að því að ráða alla skipshöfn Dísarfells á skip sem fyrirtækið fengi á næstu vikum. Aftur að Eiríki og nú er hann spurður hvort mikið hafi breyst á farskipunum þessa rúmu þijá áratugi sem hann hefur verið í siglingum? „Gámarnir voru bylting. Stoppin í landi styttust en oft voru þau tveir til Ijórir dagar og jafnvel vika. Glansinn er nú eigin- lega farinn af þessu því menn geta ekki lengur skoðað sig um í erlendum borgum, skemmt sér eða látið sér líða vel! Þetta er orðið eins og Grandi-Vogar, nokkrir klukkutímar í höfn, losað og lestað og haldið áfram um leið. Enda er nú svo komið að miklu færri sækja í stýrimanna- skólann og stöður fyrir yfirmenn eru líka orðnar fáar svo menn verða bara að sækja í annað.“ Trúði ekki að skipið færi niður - Hvaða áhrif hefur svona reynsla á þig? „Ég veit í sjálfu sér ekki hvort hún breytir miklu, ég finn það ekki. Sjómennska er alltaf lífs- háski, við erum alltaf í hættu en auðvitað fór þetta heldur lengra nú en maður er sáttur við. En það er samt svo einkennilegt að maður trúði því eiginlega ekki að skipið gæti farið niður. Þetta eru stór og sterkleg skip, dælur og alls konar búnaður eru fyrir hendi til að laga hlutina ef eitt- hvað fer úrskeiðis en svo stönd- um við allt í einu þarna á lunning- unni í flotbúningunum og sjáum gámana fara í sjóinn. Gúmbjörg- unarbáturinn er farinn, bak- borðsbjörgunarbáturinn er brot- inn og stjórnborðsbáturinn á hvolfi. Við vissum að Dettifoss var einhvers staðar í grennd en ekki hvort hann gæti gert nokkuð en þyrlan á leiðinni svo það var ekki um annað að ræða en fara í sjóinn.“ Eiríkur sagði að kennt væri í Slysavarnaskólanum að menn reyndu að læsa sig saman þegar í sjóinn væri komið: „Með því styrkja menn hver annan en menn tíndust inn í hópinn smám saman þótt ekki næðu allir þang- að. En það sem menn gera sér ekki grein fyrir er hversu erfitt getur verið að komast af skipinu, að koma sér um skipið í miklum halla getur verið nánast ógjörn- ingur.“ Eitthvað var að gerast Eiríkur segir að mikið eftirlit sé jafnan með farmi á siglingum, farið sé um lestar og þilfar tvisv- ar á sólarhring og frystigámar athugaðir, kannað hvort nokkuð hafí losnað og vélaverðir kanni hvort dæla þurfi út vatni. „Skipið var áreiðanlega farið að leka mjög mikið. Við vorum ræstir klukkan nímlega tvö og ég hafði þá fund- ið að ég kýldist upp við þilið í kojunni svo eitthvað var að ger- ast. Við fórum því allir upp og eftir það þekkja menn söguna,“ sagði Eiríkur Eiríksson að lokum. Háskóli íslands Kynning á rannsókn- um í raun- vísindum og verkfræði HÁSKÓLI íslands mun standa fyrir kynningu á rannsóknum í raunvísindadeild, verkfræðideild, á Raunvísindastofnun, Líffræði- stofnun og Verkfræðistofnun á morgun, sunnudag, og af því til- efni verður viðamikil dagskrá í Háskólabíói og í Tæknigarði, VR II og VR III. Auk þess verða Endurmenntun- arstofnun og Rannsóknaþjónusta Háskóla íslands með sérstaka kynningu í Tæknigarði. Hátíðardagskrá í Háskólabíói Hátíðardagskrá hefst í Háskóla- bíói kl. 13, þar sem Sveinbjörn Björnsson, rektor HÍ, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, munu flytja ávörp. Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna mun flytja píanókonsert eftir F. Meldelssohn og Háskólakórinn mun syngja. Þá mun Björn Bjarnason mennta- málaráðherra afhenda verðlaun í stærðfræði- og eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema. Almenningi gefst kostur á að kynna sér ýmis rannsóknarverk- efni í áðurnefndum byggingum háskólans til kl. 17, en frá 14.30 til 16.30 munu verða fluttir fyrir- lestrar í verkfræði í stofu V-157 í VR II en í stofu V-158 verða fluttir fyrirlestrar í raunvísindum. FASTEIGN ER FRAMTÍD /j SlMI 568 77 68 FASTEIGNA ii j Ymiðlun Sudurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, ^ll fax 568 7072 m\W Sverrir Kristjánsson JSZ lögg. fasteignasali II Þór Þorgeirsson, sölum. Kristín Benediktsdóttir, ritari, Krisjana Lind, ritari VESTURBÆR-SKJÓLIN Nýtt í einkasölu mjög vandað og gott ca 212 fm einbýli, hæð og ris með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Innb. bílskúr. 4-5 svefnherb. Góð lokuð útiaðstaða. Upphitað plan. Verð 18,9 m. GRETTISGATA Vorum að fá í sölu járnvarið einbýlishús á þessum eftirsótta og rólega stað. Húsið er ca 100 fm og er kjallari, hæð og ris. 5-6 svefnherbergi. Hús með sál. Skipti koma til greina. Verð 7,5 m. OPIÐ í DAG FRÁ KL. 12:00-14:00 rrn ■j-irn rrn 1070 lárusþ.valrimarsson,FRAMKVÆMOAsuáRi ÖUl I luU'UUL lu/U JÓHflNNÞÚRBARSON,HRL.LOGGILTURFASTEIBNASALI. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Einbýlishús við Hrauntungu, Kóp. Mjög gott steinhús, 141,2 fm auk geymslu m.m. Góður bílskúr 33,6 fm. Ræktuð lóð með heitum potti. Tilboð óskast. Lækkað verð - frábær kjör Góð sólrík 3ja herb. íb. á 2. hæð, 81,9 fm, skammt frá sundlaug vest- bæjar. Góð geymsla I kj. Ágæt nýstandsett sameign. Nánar á skrif- stofunni. Lítil íbúð á góðu verði Nokkuð endurbætt 2ja herb. íb., um 50 fm á 1. hæð við Hraunbæ. Nýstands. sameign. Langtímalán. Tilboð óskast. Vesturborgin - lyftuhús - hagkv. skipti Stór og góð 4ra herb. ib. á 4. hæð. Tvennar svalir. Frábært útsýni. Gott lán fylgir. Margskonar skipti möguleg. Nánar á skrifstofunni. Vegna sölu að undanförnu óskast stór og góð 4ra herb. íb. I lyftuhúsi, helst á Nesinu eða I vesturborg- inni, með bilageymslu. Rétt eign staðgreidd. Þjónustuíbúð fyrir aldraða, 2ja-3ja herb. Rétt eign verður borguð út. 2ja-5 herb. íbúðir, sérhæðir og einbýii óskast í borginni og nágr. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. • • • Opið í dag kl. 10-14. Verslunarhúsnæði óskast við Laugaveg/nágrenni. Margt kemur til greina. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Morgunblaðið/Kristinn ÁHÖFN björgunarþyrlunnar og öðrum sem komu við sögu björgunaraðgerðanna var þakkað. Ben- óný Ásgrímsson flugstjóri tekur við viðurkenningu hjá Friðbirni Pálssyni. Hjá þeim stendur Ólafur Ólafsson forstjóri Samskipa. Mimist þeirra sem fórust og björgunarmönnum þakkað AHOFN og forráðamenn Samskipa heiðruðu í gær áhöfnina á TF-LIF, björgunarþyrlu Landhelgisgæslunn- ar, fyrir björgun skipshafnar Dísar- fells síðastliðinn sunnudagsmorgun. Jafnframt var minnst þeirra sem fórust, Oskars Svavars Guðjónsson- ar og Páls Garðars Andréssonar. Auk þess var stjórn Landhelgisgæsl- unnar færður skjöldur til minningar um björgunina og Slysavarnaskóli sjómanna fékk fjóra flotbúninga að gjöf frá Samskipum. I upphafi athafnarinnar minntist Ólafur Ólafsson forstjóri Samskipa skipveijanna sem fórust og sagði þá báða hafa þjónað fyrirtækinu vel og dyggilega. Þá las séra Pálmi Matthíasson úr Ritningunni og flutti minningar- og huggunarorð og séra Ægir Sigurgeirsson flutti bæn. í ávarpi sínu sagði Ólafur Ólafs- son að mínúturnar hefðu liðið hægt þegar beðið var fregna af afdrifum skipverja Dísarfells eftir að vitað var að skipið var sokkið og þar til TF- LIF var komin á vettvang. Ljóst væri að áhöfn þyrlunnar hefði unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður og þakkaði hann áhöfn, starfsmönnum í stjórnstöð og stjórnendum Land- helgisgæslunnar. Sagði hann áhöfn og forráðamenn skipafélagsins vilja tjá starfsmönnum Landhelgisgæsl- unnar sérstakar þakkir sínar með því að afhenda starfsmannafélagi Gæslunnar kr. 500 þúsund að gjöf. Benóný Ásgrímsson flugstjóri tók við gjöfínni. Sonur annars skipveijans sem fórst, Friðbjöm Pálsson, afhenti gjöfina og sömuleiðis afhenti hann Hafsteini Hafsteinssyni forstjóra Landhelgisgæslunnar skjöld til minn- ingar um björgunina. Friðbjörn hefur verið sjómaður á mörgum skipum Samskipa og sigldi oft með föður sínum. Slysavarnaskóla sjómanna var einnig afhent gjafabréf fyrir fjórum flotbúningum sem nota má við björg- unaræfingar og tók Hilmar Snorra- son skólastjóri við gjöfinni. Samheldnin skiptir máli Ólafur Ólafsson sagði að sam- heldni skipshafnarinnar hefði skipt öllu máli er þeir biðu svo lengi í sjón- um, hún hefði brugðist rétt við sem skipti miklu máli frammi fyrir erfið- um aðstæðum, braki og gámum úr skipinu. Skipveijarnir sem fórust verða jarðsungnir á þriðjudag og miðviku- dag í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.