Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 29 JHtffgtniMiifrffe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMIÐ VIÐ ELKEM ÞAÐ ER FAGNAÐAREFNI, að ákveðið hefur verið að bæta þriðja ofninum við í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Það mun auka framleiðslugetu hennar úr 70 þúsund tonnum á ári í 110 þúsund tonn. Stækkunin þykir einkar hagkvæm og mun styrkja mjög rekstrar- grundvöllinn og þar með starfsöryggi. Um 30 manns munu fá framtíðarstörf eftir stækkunina og enn fleiri við sjálfar framkvæmdirnar. Stækkunin er einnig mjög jákvæð fyrir Landsvirkjun vegna aukinnar orkusölu, en ákveðið hefur verið að hrinda í framkvæmd fyrri áætlun um Sult- artangavirkjun og verða tvær 60MW vélasamstæður tekn- ar þar í notkun haustið 1999 um svipað leyti og þriðji ofninn. Áhrif stækkunarinnar eru verulegur ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild og munu auka enn þann hagvöxt, sem spáð er á næstu árum. Samningar íslenzka ríkisins og norska fyrirtækisins Elkem um stækkunina höfðu siglt í strand og um tíma var útiit fyrir, að ekkert yrði af stækkuninni, þrátt fyrir augljósa hagkvæmni. Ágreiningurinn var um verðmæti hlutaíjárins og vildi ríkið fá nokkru hærra verð en Elkem var tilbúið að greiða. Samkomulag var þó um það, að Elkem eignaðist meirihluta í fyrirtækinu. Samkomulagið, sem tókst um miðja vikuna, felur í sér, að Elkem eignast 51% hlutafjár, en hlutur ríkisins lækkar úr 55% í 38,5% og hlutur Sumitomo lækkar úr 15% í 10,5%. Elkem greið- ir 932,5 milljónir í nýtt hlutafé, sem verður notað til að stækka verksmiðjuna, en kostnaður er áætlaður 2,7 millj- arðar. Það sem á vantar verður tekið að láni. Þá er sam- ið um, að íslenzka jánblendifélagið hf. verði opið hlutafé- lag og verður hlutafé ríkisins selt í áföngum og fyrstu bréfin sett á almennan markað síðar á þessu ári. Elkem hefur forgangsrétt á kaupum á 9% af hlutafé ríkisins og Sumitomo á 3% á föstu verði til 12. júlí 1999 verði ákveð- ið að bæta fjórða bræðsluofninum við. Erlendu fyrirtækj- unum verður óheimilt að kaupa bréf á almennum markaði fyrstu 9 mánuðina. Sérstök ástæða er til að fagna því, að samkomulag hefur náðst og að ríkið dregur sig út úr þeim áhættu- rekstri, sem framleiðsla á járnblendi er, enda vandséð að það geti talizt hlutverk þess að standa að slíkri fram- leiðslu. Þá er ánægjulegt, að stjórnvöld hafa séð til þess, að fyrirtækið verði opið íslenzkum fjárfestum. Það mun styrkja þróun verðbréfamarkaðarins hér á landi. LÍFTÆKNIVAXTAR- BRODDURIÐNAÐAR LÍFEFNAFRÆÐIN og svokölluð líftækni hefur tekið stórstígum framförum undanfarinn áratug og hafa rannsóknir á lífrænum hvötum (ensímum), sem m.a. eru unnir úr sjávarfangi, lofað góðu. íslendingar hafa staðið framarlega í þessum rannsóknum einkum á hita- og kulda- kærum örverum og nú hefur nýlega verið gerður samning- ur um framleiðslu hvata, sem notaðir eru í lyf sem flýta fyrir að sár grói. Frá því var skýrt í Morgunblaðinu nú í vikunni að brezka fyrirtækið Phairson Medical hefði gert samning við Jón Braga Bjarnason, prófessor í lífefnafræði, um vinnslu hvatanna og að hagnaður af þessari vinnslu gæti numið milljarðatugum. Allt að 10% hagnaðarins gætu komið í íslenzkar hendur vegna þessa samnings. í samtali við Jón Braga sagði hann, að hagnaðurinn af þessum rannsóknum yrði í hlutfalli við fjárfestingar á þessu sviði og vildu ís- lendingar hafa eitthvað upp úr þessu, yrðu þeir að leggja fé til rannsóknanna. En á meðan ríkið leggur aðeins um 200 milljónir króna í rannsóknarstyrki á ári, sagði Jón Bragi, mun ekkert gerast. Morgunblaðið hefur áður fjallað um þessi mál og þá einkum í sambandi við störf Sigmundar Guðbjarnasonar, prófessors og fyrrum rektors Háskóla íslands. í Líftækni- húsinu á Keldum og víðar fara fram merkar rannsóknir á sviði líftækni, en sérstakt líftækniátak hófst hér upp úr árinu 1984. Hvatar, sem unnt er að vinna með aðferð- um líftækni, eru gífurlega verðmæt vara, sem getur styrkt stoðir íslenzks efnahagslífs til mikilla muna. Því ættu stjórnvöld að styðja og hlúa að þeim líftækniiðnaði, sem til er í landinu. Landsbankinn semur um kaup og kauprétt á helmingshlut Brunabótar í Vátryggingafélagi Islands LANDSBANKI íslands til- kynnti í gær um að hann hefði samið við Eignar- haldsfélag Brunabótafélags íslands um kaup og kauprétt á eign- arhlut þess í Vátryggingafélagi ís- lands (VÍS) og Líftiyggingafélagi ís- lands (LÍFÍS). Eignarhaldsfélagið á 44,2% eignarhlut í VÍS og 44,4% eign- arhlut í LÍFÍS, en vegna eignarhluta hvors félags í hinu er í reynd um að ræða kaup á 50% eignarhlut í hvoru félagi. Þar með hafa tvö af stærstu fyr- irtækjum landsins á sviði banka- og tryggingastarfsemi tengst nánum böndum. Heildareignir Landsbankans nema um 110 milljörðum króna og eigið fé bankans er 6^6 milljarðar. Heildareignir VÍS og LIFÍS eru hins vegar rúmir 15 milljarðar króna. Samningurinn er gerður með fyrir- vara um samþykki fulltrúaráðs Eign- arhaldsfélagsins. Þá eiga aðrir hlut- hafar í VÍS og LÍFÍS eftir að greina frá því hvort þeir falli frá forkaups- rétti sínum, en þar er um að ræða Eignarhaldsfélagið Samvinnutrygg- ingar, Olíufélagið, Samvinnusjóð Is- lands, Samvinnulífeyrissjóðinn. Bank- aráð Landsbankans hefur hins vegar einróma og fyrirvaralaust samþykkt kaupin, að því er fram kom á blaða- mannafundi í gær um þetta mál. Kaupverð hlutabréfanna er sam- tals 3,4 milljarðar króna og eru þetta því ein stærstu einstöku viðskipti með hlutabréf sem átt hafa sér stað hér- lendis, ef ekki þau stærstu. Kaupin fara fram í áföngum og var í gær gengið fá kaupum á 12% bréfanna. Á næsta ári verður gengið frá kaup- um á 60% bréfanna og á árinu 1999 verður loks gengið frá kaupum á eft- irstöðvunum eða 28% bréfanna. Bankinn fær þó full yfírráð yfír eign- arhlutnum strax í upphafi og verður væntanlega með fjóra menn í stjóm VÍS. Hins vegar er kveðið á um að bankinn geti afsalað sér kaupréttin- um til þriðja aðila ef hann kýs svo, en hann ber eftir sem áður ábyrgð á kaupverðinu. Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í upphafí blaðamannafundarins telja að samningur bankans og Brunabótar markaði mikil tímamót í allri starf- semi Landsbankans og væri í raun upphafíð að mikilli endurskipulagn- ingu fjármálamarkaðarins hér á landi. Sýndu áhuga á Alþjóða líftryggingafélaginu Landsbankinn hefur allt frá árinu 1993 kannað möguleika á því að hasla sér völl í tryggingastarfsemi og mun fulltrúi bankans t.d. hafa kynnt sér sérstaklega trygginga- starfsemi á vegum Deutsche Bank í Þýskalandi á því ári. í framhaldi af því hóf bankinn að fylgjast grannt með þróuninni í þessum efnum í nágrannalöndunum, þar sem bankar hafa í vaxandi mæli haslað sér völl á tryggingamarkaðnum. Það vakti lengst af fyrir Landsbankanum að hefja starfsemi á sínum vegum á sviði líftrygginga, lífeyristrygginga og annarra tengdra trygginga. Kjartan Gunnarsson skýrði frá því að fyrir fjórum árum hefði Lands- bankinn átt í viðræðum við ónefnt tryggingafélag um möguleika þess að gerast aðili að líftryggingastarf- semi þess félags. Þá hefði bankinn átt í viðræðum um möguleg kaup á Alþjóða líftryggingafélaginu og sam- skipti ennfremur átt sér stað við erlend tryggingafélög. „Síðan voru í gangi viðræður við Líftryggingafé- lag Islands um sambærilega hluti sem leiddu til þeirrar niðurstöðu sem nú er orðin,“ sagði hann. Fjölgum eggjunum í körfunni Kjartan sagði að viðræður um kaupin á eignarhlutnum í VÍS hefðu hafist á föstudag í síðustu viku og þær hefðu gengið hratt og vel. „Kveikjan að þessu er mikill áhugi bankans á að verða öflugur þátttak- andi í lífeyristryggingum og öllu sem þær snertir. Þar er uppspretta lang- tímasparnaðarins í þessu þjóðfélagi eins og annarsstaðar og það er bönk- um auðvitað mjög nauðsynlegt að Morgunblaðið/Kristinn SAMNINGAR um kaup Landsbankans á eignarhlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins í VÍS voru undirritaðir af Hilmari Pálssoni, forstjóra Eignarhaldsfélagsins, Björgvini Vilmundarssyni, Halldóri Guðbjamasyni og Sverri Hermannssyni bankasljórum. Fyrir enda borðs- ins er Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans. Markar tímamót á fj ármagnsmarkaði eiga hlutdeild að því. Við sjáum þar fram á ýmsa samstarfsmöguleika,“ sagði Kjartan. „Okkur er það ljóst að þróunin hér á landi hlýtur að verða sú sama og hvarvetna annars staðar að fjöl- breytni þessarar þjónustu er alltaf að vaxa samhliða því sem skilin á milli þessara fyrirtækja breytast og minnka. Sparisjóðirnir keyptu Al- þjóða líftryggingafélagið fyrir nokkrum mánuðum. Vátrygginga- félagið keypti Fjárfestingarfélagið Skandia fyrir nokkrum mánuðum. Vátryggingafélögin eru öll í meiri- háttar útlánastarfsemi. Við sjáum fram á það að með þessu fjölgum við eggjunum í körfunni, aukum fjöl- breytnina í þjónustunni og við sjáum ekki annað en þetta eigi eftir að styrkja bankaþáttinn." Kjartan var spurður hvort bankinn hefði bolmagn til að greiða fyrir bréf- in og sagði svo vera á þessu tíma- Kaup Landsbankans á helmingi hlutafjár í VÍS markar upphaf að mikilli endurskipulagn- ingu á fjármagnsmarkaði, að mati forráða- manna bankans. VÍS og Landsbankinn hyggjast til dæmis efna til náins samstarfs á sviði líf- og lífeyristrygginga. Kristinn Bríem kynnti sér þau sjónarmið sem búa að baki þessum miklu kaupum. bili. Þá var ennfremur vikið að þeirri fyrirgreiðslu ríkissjóðs sem bankinn þurfti á að halda fyrir nokkrum árum. „Bankinn þurfti fyrirgreiðslu í því formi að bæta eiginfjárstöðu sína. Hann þurfti að leita til Alþing- is vegna þess að um ríkisviðskipta- bankana gilda lög sem eru þannig að þeir geta ekki tekið víkjandi lán öðruvísi en þingið samþykki það. Síðan fékk bankinn lán hjá ríkissjóði sem hann mun endurgreiða og hefur þegar endurgreitt hluta þessarar fyr- irgreiðslu. Hagur hans hefur sem betur fer farið stöðugt batnandi og fyrirsjáanlegt er að svo mun verða áfram ef stöðugleiki verður áfram í efnahagslífinu. Við teljum auk þess að þessi kaup séu mjög arðvænleg fjárfesting og gerum ráð fyrir því að hafa mjög umtalsverðar tekjur af þessari ráðstöfun." Kjartan bætti því við í samtali við Morgunblaðið að kaupin myndu ekki hafa nein áhrif á eiginfjárhlutfalj bankans skv. alþjóðlegum reglum. í því sambandi væri reiknað með því að bankinn yrði gerður að hlutafé- lagi um áramótin. Þá fengi hann frjálsar hendur með að taka víkjandi lán og losnaði við að greiða ríkis- ábyrgðargjald sem yki tekjumar. Á þessu ári myndi væntanlega ljúka greiðslum vegna lífeyrisskuldbind- inga sem hefðu numið 250-300 milljónum á ári mörg undanfarin ár. Loks hefði afskriftarþörfin farið lækkandi ár frá ári. Talsmenn annarra tryggingafélaga um ný viðhorf á markaðinum Breytir markaðnum Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að þessi tíðindi hafi komið sér á óvart. „Reyndar er þetta þróun sem hefur átt sér stað erlendis að bankar hafi eignasttryggingafé- lög og öfugt. Það var því ekki óhugsandi að þetta gerðist hér- lendis og það á eftir að koma i ljós hve mikil áhrif þetta hefur á samkeppnina og starfsemina á tryggingamarkaðnum. Það er þó ástæða til að búast við því að þetta hafi breytingar í f ör með sér á markaðinn," sagði Gunnar. Hann sagði að ekki væri ljóst hvernig innkoma Landsbankans hefði áhrif á sölustarfsemi vá- Það gæti þó haft breyt- ingar í för með sér og harðari samkeppni. „Samkeppnin færist á annað plan. Tryggingafélögin hér á markaðnum hafa hingað til byggt upp sitt eigið kerfi umboðs- mennsku um allt land. Þarna gæti bankinn samnýtt það og beitt um leið sínu afli. Það er erfitt að vega og meta það hvaða áhrif þetta gæti haft svona fyrirfram,“ sagði Gunnar. Hann segir að sú spurning vakni einnig hvernig aðrir bankar bregðist við og hvort þetta kalli á aðrar breytingar á markaðnum. Breytir engu Ágúst Karlsson, forstjóri Trygg- ingar hf., kveðst ekki sjá í fjjótu bragði að kaup Landsbanka Is- lands á eignarhluta Brunabóta- félagsins í VÍS breyti í nokkru tryggingastarfseminni í landinu. „Samkeppnin harðnar ekki og markaðurinn stækkar ekki. En sú spurning vaknar hvort þessi sam- steypa, Brunabótafélagið og VÍS séu ekki með þessu að finna sér leið inn í Landsbankann til þess að standa betur að vígi þegar bankinn verður einkavæddur og boðinn til sölu. Með því væri þessi risi að koma klónum í forkaups- rétt að bankanum. Ég lít mun frek- ar á málið frá þessari hlið en þeirri að þetta hafi mikil áhrif á trygg- ingamarkaðinn. Það skiptir ekki öllu máli hver á tryggingafélögin. Þau verða rekin áfram eins og þau hafa verið rekin til þessa. Ég sé enga breytingu á því,“ sagði Ágúst. Agúst segir að Landsbankinn ' sé ríkisbanki og á framfæri þjóð- arinnar. Hann standist ekki allar skyldur sem gerðar eru til hans. Ágúst telur að eftir kaupin á Skandía liggi verðmæti helmings hlutar VÍS á bilinu 3,6-5 milljarð- ar króna. „Það er spurning um greiðslu- getu bankans og þess vegna fékk hann á sínum tíma 2.250 milljónir króna í víkjandi lán og um 2 millj- arða að auki í eiginfjárframlag. Það var gert vegna þess að hann stóðst ekki þá staðla sem hann átti að standast. Nú allt í einu getur bankinn greitt á bilinu 3,6-5 milljarða króna fyrir hlut eignar- haldsfélags Brunabótafélagsins í VÍS. Hvernig getur bankasijórn og bankaráð Landsbankans sam- þykkt slíkan samning um leið og bankinn er undir náð Alþingis kominn og eigenda hans, sem er þjóðin?“ sagði Ágúst. Einar Sveinsson forstjóri Sjó- vár-Almennra vildi í gærkvöldi ekki tjá sig um málið. Þá var ennfremur vikið að því frumvarpi sem nú liggur fyrir Al- þingi um að breyta ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélög. Kjartan Gunnarsson benti í því sambandi á að í því frumvarpi væri þegar heim- ild til að selja 35% hlutafjár í bönk- unum. „Ekkert liggur auðvitað fyrir um það hvort það verður afgreitt frá þingi með þessum hætti, en við ger- um ráð fyrir því að það fari að ein- hveiju leyti fram í samræmi við stefnu stjórnvalda. Þá er það auðvit- að eðlilegt verkefni stjórnenda Landsbankans að þessi eign ríkisins sé sem verðmætust og sem best verð fáist fyrir hana. Ég held t.d. að þessi ákvörðun sé tvímælalaust til þess fallin að auka verðmæti á væntan- legu hlutafé í Landsbankanum.“ Fyrirætlanir um að opna VÍS Og Sverrir Hermannsson, banka- stjóri, bætti því við að hann fyrir sitt leyti hefði tekið dræmt undir þennan gjörning, ef hann hefði ekki séð að ákveðið hefði verið að einka- væða Landsbanka íslands. „Ég er ekki maður sem vill stuðla að aukn- um ríkisafskiptum. Það er forsendan af minni hálfu.“ Spurður um það hvort bankinn ætlaði sér að eignast hreinan meiri- hluta í VÍS sagði Kjartan að ekkert lægi fyrir um það á þessu stigi. „Vátryggingafélagið er lokað hluta- félag. Það hafa verið fyrirætlanir í hópi hluthafa um að félagið yrði opið félag á markaði. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en Landsbankinn muni taka þátt í því að breyta því þannig og væntanlega muni hann þá vilja halda sínum 50% eignarhlut. Bankinn ætlar hins vegar ekki að eignast allt Vátryggingafélagið." Hilmar Pálsson, forstjóri Eignar- haldsfélags Brunabótafélagsins, seg- ir að leitað hafi verið til félagsins varðandi sölu á eignarhlut þess í VÍS. „Stjórn félagsins tók þessa ákvörðun með fyrirvara um sam- þykki fulltrúaráðs félagsins. Við vor- um með alla okkar eign í þessu eina félagi. Með því að losa um hana getum við fært arðsemi af okkar eign nær umhverfi sveitarfélaga. Við munum leggja nánari áætlun um þetta fyrir þing fulltrúaráðsins sem haldið verður 4. apríl og ræða málin þar. Hér er hins vegar ekki um nein slit á félaginu að ræða og það mun starfa áfrarn." „Mikil tækifæri til að gera betur“ „Ég býð þennan nýja hluthafa velkominn til samstarfs og sé í því mikil tækifæri," sagði Axel Gíslason, forstjóri Vátryggingafélags íslands í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum innan VÍS og Líftryggingafé- lagsins unnið að því að styrkja sam- keppnisstöðu okkar á innlendum markaði, ekki aðeins gagnvart öðr- um fjármálastofnunum innanlands, heldur ekki síður gagnvart erlendum aðilum. Kaup okkar á Skandia-félög- unum, sérstaklega á Fjárvangi, voru liður í því. Með því að VÍS og Lands- bankinn taki höndum saman um að veita þjónustu á sviði líf- og lífeyris- trygginga skapast mikil tækifæri til að gera betur.“ Varðandi það hvemig samstarfið komi út í þjónustu við viðskiptavini, sagði Axel að t.d. yrði Líftrygginga- félag Islands vettvangur fyrir sam- eiginlegar lífeyristryggingar og líf- tryggingar sem yrðu boðnar bæði viðskiptavinum VIS og Landsbank- ans. „Með því að reka sameiginlega eitt öflugt líftryggingafélag teljum við okkur geta lækkað kostnað. Við- skiptavinir munu njóta þess í góðum kjörum auk þess sem þeir þurfa ekki að efast um það traust sem á bak við stendur.“ Axel Gíslason lagði áherslu á að með þessu móti væru tvö íslensk fyrir- tæki að styrkja samkeppnisstöðu ís- lendinga í samkeppni um langtíma- sparifé sem við blasti nú þegar frá útlöndum. Meginuppspretta áhættufjár fyrir atvinnulífíð væri í lífeyrissparnaðarkerfinu og þeim mun þrengra um framboð á slíku fé ef það væri ekki á íslenskum höndum. Þetta sé því þjóðfélagslegt hagsmunamál. Viðbrög'ð forustumanna stj órnmálaflokkanna Styrkir stöðu bankans í breyttu starfsumhverfi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa fylgst með undirbúningi að kaupum Landsbankans á eignarhluta Brunabótafé- lagsins í VÍS og LIFÍS úr fjar- lægð á undan- förnum dögum. Hann kveðst hafa greint öðr- um ráðherrum frá framgangi málsins á ríkisstjórnarfundi í gær. Hins vegar komi ríkisstjómin ekk- ert nálægt þessari ákvörðun, sem sé eingöngu ákvörðun bankans. „Þarna er um mikla umbreytingu og stefnubreytingu að ræða í þess- • um málum á viðskiptasviðinu í land- inu, einkum vegna þess að banka- starfsemin tengist fyrirtækjarekstri á þessu sviði meira en áður hefur gerst,“ segir Davíð. „Það var veitt heimild til slíkra hluta í bankalöggjöfinni og menn eru að notfæra sér þá heimild. Tryggingafélögin hafa að undan- förnu farið inn á svið bankanna með aukinni lánastarfsemi, til að mynda í sambandi við bílakaup og fleira þess háttar. Ég tel að það sé til góðs að renna fleiri stoðum undir starfsemi banka á borð við Landsbankann. Mér sýnist að bank- inn muni frekar styrkja sína stöðu með þessum kaupum og verða þeg- ar fram í sækir eftirsóknarverðari eign fyrir þá sem vildu leggja pen- inga í bankann í auknu hlutafé eða þegar fram í sækir að eignast hlut í honum með öðrum hætti,“ segir Davíð Oddsson. Betur í stakk búnir gagnvart erlendri samkeppni Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segist ekki hafa lagt mat á fjárhagslega hlið þessara kaupa. „Þetta ætti hins vegar ekki að koma neinum á óvart miðað við þá þró- un sem er að verða hér á íjár- málamarkaði. Skilin á milli bankastarfsemi, vátryggingastarfsemi og margvís- legrar fjármálaþjónustu er að verða æ minni og því er eðlilegt að menn leiti eftir stærri og hagkvæmari heildum til að geta tekist betur á við erlenda samkeppni. Við erum orðnir hluti af miklu stærra fjár- málakerfi en við vorum fyrir nokkr- um árum og er það afleiðing af samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið og ýmissi annarri þró- un. Mér sýnist því að þetta sé eðli- leg afleiðing af því,“ segir Halldór. Halldór segir að þessi viðskipti hafi engin áhrif á breytingu Lands- bankans í hlutafélag. „En það ætti frekar að reka á eftir þeirri breyt- ingu, vegna þess að bankinn verður að hafa sveigjanleika til að geta tekist á við nýja tíma,“ segir hann. Af hinu góða Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, segir að við fyrstu sýn virðist Landsbankinn styrkja stöðu sína með þessum kaupum. „Mér sýnist Lands- bankinn vera að bregðast við því sem við blasir, að hlutverk bank- anna, eins og við höfum þekkt þá í gegnum tíðina, hefur breyst verulega. Ég tel að Landsbankinn sé fyrst og fremst að styrkja stöðu sína og við fyrstu sýn finnst mér þetta vera af hinu góða,“ segir hún. Hækkar væntanlega verðmæti bankans „Landsbankinn gerir þetta til að styrkja sig sem fjármálastofnun, það er af hinu góða. Það veitir ekki af að eiga sterkar og öflug- ar fjármála- stofnanir,“ segir Sighvatur Björg- vinsson, formað- ur Alþýðuflokks- ins. „Þetta hækk- ar væntanlega verulega verð- mæti bankans í því mati sem nú þarf að fara fram eftir að bankanum hefur verið breytt í hlutafélag,“ segir hann. „Þetta mun vafalaust styrkja Landsbankann. Okkur veitir ekki af því að styrkja okkar litlu banka, vegna þess að þvert ofan í það sem margir halda, að þeir séu stór og öflug fyrirtæki, þá er það ekki svo. íslensku bankarnir eru því miður of litlir og of veikburða," segir Sig- hvatur ennfremur. Ekki fengust viðbrögð forystu- kvenna Kvennalistans í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.