Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER 1997 21 ERLENT i i i ► i ) ) ) ) ) ) í I í j > Dregið úr áhrifum áróðurs- meistara London. The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað upp- stokkun í upplýsingaþjónustu rík- issljórnarinnar til að tryggja að aðferðir áróðurmeistara ríkis- stjórnarinnar sem komu honum til valda, grafi ekki undan stjórninni. Að sögn blaðafull- trúa hans hefur forsætisráð- herrann áhyggj- ur af því að „slúður“ ónefndra heim- ildarmanna í ráðuneytum kunni að beina athyglinni frá þeim skilaboðum sem sljórnin vilji koma á framfæri. Áhyggjur Blairs endurspeglast í yfirlýsingu Robins Butler, ritara stjórnarinnar, sem lýsti áhyggj- um sínum vegna þess að upplýs- ingafulltrúar sem starfað hefðu lengi á vegum sljórnarinnar, hefðu verið látnir víkja. Hvatti Butler til þess að fengnir yrðu til starfa „hlutlausir" upplýsinga- fulltrúar. Butler neitar því að ríkisstjórn- in hafi komið áróðursmeisturum sínum fyrir í ráðuneytum en leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa á sinum snærum upplýs- ingafulltrúa sem megi treysta. UNIVER ITP KOS n mpw M Reuters 0| N ámsmenn mótmæla í Kosovo UM 3.000 námsmenn af albönsk- um ættum efndu til mótmæla í Pristina, höfuðstað Kosovo-hér- aðs í Serbíu, í gær til að krefjast þess að kennt yrði á albönsku í skólum héraðsins. Vopnaðir lög- reglumenn voru á varðbergi vegna mótmælafundarins en reyndu ekki að hindra hann. Námsmenn hættu mótmælunum án þess að til átaka kæmi þegar yfirmaður lögreglusveitanna fyr- irskipaði þeim það. Talsmenn tjái sig opinberlega Knis.i>ii/r\ Blair er afar annt um að upp- lýsingaþjónustu stjórnarinnar takist að endurvinna það traust sem margir telja liana hafa glat- að. Hyggst forsætisráðherrann taka að mestu fyrir áhrif áróð- ursmeistara Verkamannafiokks- ins með því að koma á fót hópi talsmanna sem hafa leyfi til að tjá sig opinberlega um stefnu stjórnarinnar. Þá vill Blair að þeir embættismenn, sem hinir pólitísku ráðgjafar stjórnarinnar ruddu úr veginum við stjórnar- skiptin, axli aukna ábyrgð. Blaðafulltrúi Blairs segir hann hafa áhyggjur af því að blaða- greinar, byggðar á ónafngreind- um heimildarmönnum, grafi und- an valdi hans. Á hverjum degi lesi forsætisráðherrann greinar í blöðum um sig og stjórn sína, sem eigi ekki við nein rök að styðjast. Það sem Blair þykir verst er að enginn virðist lengur leggja trún- að á mál talsmanna hans þegar þeir reyna að bera til baka fréttir sem skaða ríkisstjórnina. Því leggur hann áherslu á að starfsemi upplýsingafulltrúa stjórnarinnar verði miðstýrt svo að enginn vafi leiki á því hvaðan upplýsingar komi og að þær séu áreiðanlegar. ALLT UM AUGLÝSINGAR OG AUGLÝSINGASTOFUR Á HEIMASlÐU SÍA, SAMBANDS (SLENSKRA AUGLÝSINGASTOFA www.sia.is HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.