Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ STÚLKA með slæðu, 1964-68, túss og krít. HIN heilaga fjölskykla, 1955, krít og túss. Við brjóst gyðjnnnar MYNPLIST E n g 1 a li o r g MÁLVERK/MYNDRISS JÓNS ENGILBERTS Opið daglega frá 14-18. Til 9. nóv- ember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er vel til fallið að efna til sýningar á einu og öðru úr fórum málarans Jóns Engilberts, er til stendur að selja húsið, og afkom- endur listamannsins, Birgitta, Gull- dropinn og hennar fólk á förum. Það hafa verið hengdar upp myndir frá ýmsum tímum, aðallega myndriss, á veggi og ganga vinnu- rýmisins, aðskiljanlegustu gerðir af teikningum, sem Jón setti iðulega lit í eins og gengur og nefnist þá blönd- uð tækni. Einnig eru þar hreinar teikningar, þar á meðal nokkrar sem hafa sennilega ekki verið sýnd- ar áður, eins og tússmynd af Þor- valdi Skúlasyni, svo og fyrirsætum ásamt nokkrum rissum af munúðar- fullum róðum, femme fatale. Þá er þar frumteikning í fullri stærð af stúlkunni í myndinni „Vorgleði" í eigu Búnaðarbankans. Þannig átti róðan unga að vera í myndinni, en bankastjóm neitaði að taka við skiliríinu nema málarinn klæddi hana í kjól! Hvað þetta fólk sá hneykslanlegt í blásaklausri nekt- inni er mér hulið og gott að slíkir voru ekki uppi á endurreisnartíma- bilinu, né neinu tímabili seinna, er Rembrandt, Rubens og Goya mál- uðu sína yndisfögru kroppa. Þegar slíkar sýningar eru settar upp telst það viðburður hvarvetna, hvort heldur listamaðurinn er lífs eða lið- inn og nefna norrænir þetta „raritet“, fágæti, og er réttnefni. Iðulega slær innilegur púls á slík- um framkvæmdum og slíkt kann hinn almenni sýningargestur vel að meta. Auðvitað geta menn ekki gert sömu kröfu til slíkra sýninga og hnitmiðaðra samantekta, en þær upplýsa ýmislegt sem annars kemur ekki fram, nálgunin stórum meiri. Rýninum er enn í minni er þetta hús reis og fólkið flutti í það. Var sem hamar risi úr jörðu í nágrenni þar sem áður voru mýrar og gróin tún, anganvangur allt um kring. Stórbúið Sunnuhvoll fyrir ofan og í suðri bar hið reisulega býli Klambra efst á hólnum við fjarlægðirnar, á stóra túninu sem trúlega dró nafn af því, en kargaþýfð Norðurmýrin breiddi úr sér fyrir framan. Það eru margar minningar bundnar við ferstrendan hamarinn, sem sett hefur svip sinn á götuna allt frá því hann var byggður á stríðsárunum. Teiknaður af Gunn- laugi Halldórssyni arkitekt, sem trúr hagnýtisstefnunni í húsagerð- arlist, funkisstílnum, hannaði það yzt sem innst með þarfir málara í huga. Þarna hefur Jóni Engilberts liðið vel og liðið illa við brjóst list- gyðjunnar, en hlutskipti hans, eins og flestra framsækinna íslenzkra myndlistarmanna á þessum árum, var að berjast með hnúum og hnef- um fyrir lífi sínu. Mikilvægast var þó að hann gat að mestu gengið að verki án hliðarstarfa þótt Handíða- og myndlistarskólinn nyti tíma- bundið starfskrafta hans. Um leið og ég vek sérstaka at- hygli á þessari sýningu og einstæðu tækifæri til að nálgast myndir lista- mannsins í því umhverfi sem þær JÓN Engilberts í ham á vinnu- stofu sinni á árum áður. flestar urðu til í, er mér mjög í mun að koma nokkrum atriðum að. Hús, sem reist eru sérstaklega fyrir listamenn og á stundum með styrkjum frá hinu opinbera, eiga helzt að þjóna hlutverki sínu áfram þegar sá er byggði það fellur frá og fjölskyldan flytur burt. Um þetta eru ósjaldan sérstök og mörkuð ákvæði í samningum við borgaryfir- völd, er veita listamönnum i staðinn ýmsar tilslakanir á almennum gjöldum. Þannig er hugað að fram- tíðinni og komið í veg fyrir að skap- andi frumkvæði listamanna verði að verzlunarvöru kaupahéðna á mark- aðstorgum. Dæmin eru lýsandi í höfuðborgum allra Norðurlanda, svo og sunnar í álfunni. Hér erum við aftarlega á merinni eins og raunar í flestu sem varðar lang- tímaáætlanir, og tökum alltof oft fyrirhyggjulausar ákvarðanir með hrikalegum afleiðingum sem við blasa, en fæstir virðast læra af. Að mínu viti ber borginni siðferð- isleg skylda til að tryggja það að hús eins og Englaborg verði áfram í eigu myndlistarmanns, sem geti þá betur einbeitt sér að listsköpun sinni. Nóg er til af íslenzkum list- málurum sem búa við afleitar vinnuaðstæður og vegna brauð- stritsins ná rétt að skjótast dags daglega á málarastofur sínar. Einnig má hugsa sér húsnæðið sem heiðursbústað fyrir íslenzkan myndlistarmann, málara, teiknara eða grafíker. Þetta er hús sem byggt var fýrir íslenzkan málara og í þessu húsi eiga framsæknir íslenzkir málarar að fá tækifæri til að sinna sköpunar- þörf sinni, helzt á fullu. Þannig átti einnig að vera um hús Ásmundar Sveinssonar á Freyjugötu, sem hefði bezt þjónað hlutverki sínu sem bústaður myndhöggvara og mjög vel glerlistarmanns, sem einnig vinnur með rýmið og „loftskurð“, eins og skáldið á blaðinu nefnir það svo fagurlega. Öll önnur starfsemi í þessum húsum grómar minningu þeirra eldhuga sem þau reistu af litlum efnum en fyrirferðarmiklum hugsjónum. Nánar verður vikið að þessum atriðum á öðrum vettvangi, en hér ber öðru fremur að þakka fyrir sig og taka ofan fyrir framtaki ættingjanna og minna á lífmikla sýningu sem í gangi er. Vafalítið síðasta tækifærið til að líta myndir listamannsins í húsinu, í öllu falli meðan andi hans svífur enn yfír og er nær áþreifanlegur. Bragi Ásgeirsson Dómaraklúður Sýningum lýkur í SÝNINGARSÖLUM Nor- ræna hússins stendur yfir sýn- ingin tarGET. Sýningin er opin kl. 14-18. I anddyri stendur yfir sýn- ing á auglýsingaspjöldum sem birtust í Rafskinnu á árunum 1935-1957. Sýningin er opin alla daga kl. 9-18, nema sunnudaga frá kl. 12-18. Sýningunum lýkur sunnu- daginn 2. nóvember. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Umhverfis fegurðina er sýn- ing sem staðið hefur yfir und- anfarið í Gerðarsafni. Þar eru sýnd málverk eftir Eggert Pét- ursson, Helga Þorgils Frið- jónsson og Kristinn G. Harðar- son. Sýningin er opin daglega frá kl. 12-18, nema mánudaga og henni lýkur sunnudaginn 2. nóvember kl. 18. KviKMYrvnn; Laugarásbfó HEAD ABOVE WATER ★% Leikstjóri Jim Wilson. Handritshöf- undar Geir Eriksen. Erik Ildahl, Theresa Marie. Kvikmyndatökustjöri Richard Bowen. Tdnlist Christopher Young. Aðalleikendur Harvey Keitel, Cameron Diaz, Craig Sheffer, Billy Zane. 90 mfn. Bandarísk. Fine Line Features 1997. ÞAÐ fer ekki framhjá þeim sem stunda kvikmyndasýningar að það sem helst amar að hjá myndasmið- um Hollywood er hugmyndaleysi. Alltof oft lýsir það sér í slökum handritum í að öðru leyti ágætlega gerðum myndum. Framleiðendur leita því gjaman hófanna í evrópsk- um myndum, (gjarnan öðrum en breskum), þar sem oft glittir í góð- an söguþráð, auk þess sem Banda- ríkjamenn eru lítt hrifnir af textuð- um eða talsettum, erlendum mynd- um. Að reyna að gera eitthvað bita- stætt úr norskri meðalmynd hefur þó reynst handritalæknum kvik- myndaborgarinnar um megn, Head Above Water verður aldrei eitt né neitt, hvorki krimmi né gaman- mynd. Ameríska útgáfan gerist á eyju undan Mainefylki þar sem George dómari slappar af ásamt Nathalie, ungri og fagurri eiginkonu sinni. Hafði karlinn farið vægt í sakimar er hann dæmdi hana fyrir dópát og smáglæpi og hlotið ást hennar fyrir. Úti í túnfætinum hírist svo húskarl- inn Lance (Craig Sheffer), aldavin- ur frúarinnar. Einn góðan veðurdag rær hann til fiskjar ásamt dómaran- um og ber þá óvæntan gest að garði húsfreyju. Sá er Kent (Billy Zane), gamall elskhugi hennar og sukkfé- lagi. Að morgni þegar dómarinn og Lance koma úr róðri vaknar frúin upp við vondan draum því hún finn- ur Kent dauðan í svefnherberginu. Upphefst nú margslungin fram- vinda mála þar sem Nathalie getur engum treyst og ekkert er sem það sýnist. Því miður hefur Theresu Marie ekki tekist að vekja þessa norskætt- uðu, svörtu gamanmynd til lífsins. Afleiðingin er sú að hún nær sér aldrei á flug og virkar löng og til- þrifalítil þrátt fyrir stuttan sýning- artíma. Sem er nánast hennar eini kostur. Ágætir leikarar fara með aðalhlutverkin tvö. Keitel er því miður greinilega engin gamanleik- ari og á afleitan dag í illa skrifuðu hlutverki dómarans og skilar því mjög ótrúverðuglega. Hin stór- glæsilega og efnilega Cameron Diaz (sem stal senunni ásamt Rupert Everett í Brúðkaupi besta vinar míns) á einnig í vandræðum í ámóta kauðslegri rullu eiginkonunnar. Það kemur hins vegar ekki á óvart að Sheffer og Zane eru slakir. Klúð- ursleg mynd í flesta staði sem rembist við að vera fyndin en er það ekki og persónunar grunnar og veikburða. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur 9SETJIÐ súrefnisgrímuna fyrst á yður... er eftir Andrés Ragnarsson sálfræðing. I kynningu segir m.a.: „Þrennt vakir íyrir höf- undi með því að skrifa þessa bók. I fyrsta lagi að skrifa hagnýta bók sem auðveld- ar fjölskyldum að líta í eigin barm við aðstæður sem þær völdu sér ekki sjálfar. I því augnamiði setur hann fram flókið og sárt ferli á að- gengilegan hátt. Höfundurinn, sem er faðir fjölfatlaðs drengs, lýsir af hreinskilni og næmi hvernig foreldr- ar fatlaðra barna leiðast út í að hafa þarfir þeirra svo í fyrirrúmi að um meðvirkni verður að ræða líkt og hjá aðstandendum áfengissjúklinga. I öðru lagi grandskoðar höfundur- inn samskipti foreldra og fagfólks í ljósi sinnar eign reynslu og annarra foreldra. I þriðja lagi hefur Andrés Ragnarsson með þessari bók bætt úr brýnni þörf á kennsluefni fyrir þær starfsstéttir sem sinna málefn- um fatlaðra og fjölskyldum þeirra.“ Bókin Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður ... er sögð eiga við fólk, sem í einkalífi sínu og starfi tengist fótluðum og langveikum börnum, og alla þá sem láta sig varða mannlegar tilfinningar og samskipti. Ingvar Guðnason sálfræðingur myndskreytir bókina og Stefán Hreiðarsson, bamalæknir og for- stöðumaður Greiningar- og ráðgjaf- arstövðar ríkisins, ritar formálsorð. Bókin er 133 blaðsíður og kostar 1.980 kr. Útlitshönnun og umbrot annaðist Ormstunga. Bókin er prentuð í Steinholti og Flatey sá um bókband. Útgefandi er Ormstunga. • UNDIR laufþaki er ljóðabók eftir Maríu Kristínu Einarsdóttur. Hún fékk snemma áhuga á ljóðlist en lagði í fyrstu rækt við saumaskap og handavinnu alls konar. Sömuleiðis var tónlistin ofar- lega á blaði. Hún hóf hefðbundið söngnám og lauk 8. stigs prófi 1990 frá Nýja tónlist- arskólanum í Reylqavík. Á síð- ari árum hefur myndlistin einnig knúið dyra hjá Maríu, en hún hefur valið að mála á silki eins og mynd- irnar í bókinni bera með sér. Tók hún þátt í samsýningu með öðrum listakonum 1991. Ljóð Maríu hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins og hafa einnig verið lesin í útvarpi og víðar. Undir laufþaki er fyrsta ljóða- bók Mar- íu „og þar má glöggt fínna ást henn- ar á landinu og öllu sem lif- ir og grær“, segh- í kynningu. Útgefandi er Bjarki. Bók- in er 99 síður, prentuð í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. •KÓNGAR í ríki sínu og prinsessan Petra eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur hefur verið endurútgefin. Þetta er sjálfstætt framhald af bókinni Kóngar í ríki sínu, sem var endurútgefin á sl. ári, en báðar þessar bækur höfðu lengi verið ófáanlegar. I kynningu segir: „Bækurnar draga upp hlýlega mynd af lífi tveggja 10 ára stráka sem búa í litlu sjávarþorpi, þar sem flestir þekkjast og hjálpast að þegar vanda ber að höndum. Og það er alltaf mikið um að vera hjá þeim Lalla og Jóa. Undarleg stelpa flytur í dularfullt hús og vinirnir ráða ekki við forvitnina og laumast inn í húsið.“ Útgefandi er KRASS. Báðar bækurnar eru myndskreyttar af Brian Pilkington. Hrafnhildur Valgarðsddttir Andrés Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.