Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 23 List tilfinninganna Barítonsöngvarínn Keith Reed, sigurvegarí TónVakans 1997, verður gestur Sinfóníu- hljómsveitar íslands á tónleikum hennar í Háskólabíói í kvöld. Orrí Páll Ormarsson ræddi við söngvarann sem starfar sem söng- kennarí á Egilsstöðum. LISTIR Morgunblaðið/Kristinn KEITH Reed: Maðurinn sem ætlaði að verða ruðningshetja en kennir nú söng á Egilsstöðum. Eng- inn má sköpum renna! AÁRI hveiju fær Sinfó- níuhljómsveit íslands til liðs við sig einleikara og einsöngvara víðsvegar að úr heiminum, frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi, Þýska- landi og Norðurlöndunum, svo dæmi séu tekin. Fáir hafa á hinn bóginn komið frá Egilsstöðum, þar sem gestur kvöldsins, baríton- söngvarinn Keith Reed, býr og starfar, en hann bar nýverið sigur úr býtum í TónVaka-keppni Ríkis- útvarpsins. Það er reyndar engin nýlunda að landsbyggðarmaður verði hlutskarpastur í þeirri keppni, því sigurvegari síðasta árs, píanóleikarinn Miklos Dalmáy, er búsettur á Flúðum. Þótt Fljótsdælingum þyki þeir eflaust eiga mikið í Keith er hann ekki borinn og barnfæddur á Hér- aði, heldur í Kaliforníu. í æsku lagði hann meiri stund á íþróttir en söng enda var hann staðráðinn í að gerast atvinnumaður í ruðn- ingi, sem sumir kjósa að kalia amerískan fótbolta. Á efri ungl- ingsárum varð hann aftur á móti fyrir slæmum bakmeiðslum sem gerðu það að verkum að draumur- inn var úti. „Þá sneri ég mér með semingi að tónlistarnámi, þar sem fýrsta verkefni mitt var að „læra að ganga“, þar sem ég þótti ekki .jganga eins og tónlistarmaður". Eg held að það hafi ekki borið árangur! í fyrstu átti ég erfitt með að einbeita mér að tónlistinni, enda blasti sú bygging háskólans þar sem félagar mínir úr ruðningnum voru í tímum, við mér út um gluggann. Smám saman jókst þó áhuginn og þegar upp var staðið hafði ég lokið námi í kórstjórn." Að en ekki frá Eftir háskólapróf starfaði Keith um tíma við kennslu, auk þess að vinna að kynningarmálum fyrir ljósvakamiðla. Kveður hann þá reynslu hafa komið í góðar þarfir. Hugur hans stóð þó til frekara náms og svo fór að hann innritað- ist í háskólann í Bloomington í Indiana — sem söngnemi. „Þá hafði ég komist að þeirri niður- Dagskrá Rit- listarhópsins í Gerðar- safni RITLISTARHÓPUR Kópavogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs. Að þessu sinni mun Guðný Yr Jóns- dóttir kynna Sigfús Daðason skáld. Hún segir frá æviferli hans, les úr síðustu bók Sigúsar, Og hugleiða steina. Að lokum mun Guðný spila sýnishorn af upplestri Sigfúsar á eigin verkum frá árunum 1985- 1995, sem varðveitt hefur verið í segulbandasafni RÚV. Dagskráin stendur frá kl. 17-18 í dag, fimmtudag. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. stöðu að það ætti betur við mig að snúa að áheyrendum en frá þeim,“ segir hann og skellir uppúr. Það er óhætt að segja að fram- tíð Keiths hafi ráðist í Blooming- ton, ekki einungis hvað atvinnu varðar, heldur kynntist hann kon- unni sinni þar líka, Ástu B. Schram hinni íslensku, sem var um þær mundir að kynna sér áhrif tónlistar á fatlað fólk í tengslum við nám sitt í félagsráðgjöf. „Eftir þau kynni gat ég ekki hugsað mér að sleppa af henni takinu, þannig að eftir masterspróf árið 1989 ákvað ég að koma til íslands. Tilgangur ferðarinnar var reyndar fyrst og fremst að hitta tengdaforeldrana í Reykjavík því draumurinn var að komast á samning við óperuhús í Þýskalandi." En dvölin dróst á langinn — nánast fyrir tilviljun. Þannig var að Keith hafði fengið aðstöðu í Söngskólanum í Reykjavík til að æfa og byggja sig upp fyrir átökin í Þýskalandi og þar stóð hann einn góðan veðurdag, sisona, og söng fyrir sjálfan sig þegar hurðinni var allt í einu svipt upp, eða því sem næst. Var þar kominn Garðar Cort- es skólastjóri Söngskólans og óperustjóri. „Hver ert þú?“ ku hann hafa spurt óðamála. „Keith Reed.“ „Hvaðan kemurðu?" „Frá Kaliforn- íu.“ ,,Þú verður að koma til starfa hjá Islensku óperunni!“ Keith segir það hafa orðið sér til happs að um þetta leyti hafi Kristinn Sigmundsson, helsti barít- onsöngvari íslensku óperunnar, verið farinn til starfa á erlendri grundu. Skarð hans þurfti því að fylla. Og skyldi engan undra að Keith kæmi til álita, því að söng- hæfileikunum frátöldum er hann síst minni maður vexti. Allt um það. Frá Detmold til Egilsstaða Keith og Ásta bjuggu í þijú ár í Reykjavík og söng hann á þeim tíma fjölmörg hlutverk í íslensku óperunni. En löngunin til að freista gæfunnar í Þýskalandi dvínaði ekki og sumarið 1992 flutti fjöl- skyldan búferlum til Detmold, þar sem Keith fékk fastráðningu við óperuhúsið. „Ég lærði mikið á dvölinni í Þýskalandi. Því er aftur á móti ekki að leyna að ég felldi mig aldr- ei við stefnu hússins, sem lagði ávallt meiri áherslu á umgjörð sýninganna, svið, förðun og bún- inga, en listina sjálfa — sönginn. Allt var gert til að vekja umtal og sumar sýningarnar voru meira að segja svo klúrar að ég gat ekki leyft börnunum mínum að sjá þær — hálfbert fólk á víð og dreif um sviðið. Ég er ekki að gera lít- ið úr óperusýningum af þessu tagi, þær eiga bara ekki við mig.“ Eftir fjögurra vetra vist í Det- mold, vorið 1996, ákvað fjölskyld- an, sem fór ört stækkandi, því að söðla um og fyrir valinu urðu Egilsstaðir, þar sem Keith var boðið starf söngkennara. Þangað flutti fjölskyldan, Keith, Ásta og börnin fimm, um haustið. Söngvarinn segir að viðbrigðin hafi verið mikil. „Egilsstaðir eru ákaflega rólegur bær — þar er enginn að flýta sér. Þetta lífs- mynstur á vel við okkur hjónin og við höfum notið þess út í ystu æsar að veija frístundum okkar saman og með börnunum. Áður hittumst við svo dögum skipti bara á hlaupum. Það er ólýsanleg tilfinning að vera laus við allt stressið úr borgarlífinu og á þessu augnabliki get ég ekki hugsað mér að skipta á starfinu mínu fyrir austan og nokkru öðru starfi!" En Keith er ekki einungis ánægðari í einkalífinu, heldur jafnfamt í starfi. „Söngkennsla er afskaplega gefandi starf. Ég er með 24 nemendur á aldrinum 15-70 ára, sem segir sennilega meira en flest orð um það hversu almennur áhuginn er. Það hefur lengi verið blómlegt sönglíf á Austfjörðum, þótt kennslan sem slík hafi ef til vill ekki verið tekin föstum tökum.“ Og viðbrögðin við störfum hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur komið að máli við mig á götu úti til að spyija mig hvað sé að ger- ast með þennan og hinn sem eru í tímum hjá mér. Svar mitt er ávallt hið sama: „Hann/hún er að læra söng!“ Tónlistin, sérstaklega söngurinn, er nefnilega list tilfinn- inganna og ef fólk opnar sig ekki í gegnum hann þá gerir það það sennilega aldrei, að minnsta kosti ekki í gegnum skák eða brids. Þess vegna legg ég áherslu á það við nemendur mína að það séu ekki bara raddböndin sem skipti máli, þeir verði að hafa einhveiju að miðla — eitthvað að segja. Það syngja margir vel en eru engu að síður „galtómir“!“ Söngurinn sem blóm Keith gerir meira en að kenna eystra því á liðnu ári stofnaði hann Kammerkór Austurlands sem sam- anstendur af nemendum hans. Verður næsta verkefni kórsins að flytja Messías eftir Hándel fyrir jólin. Sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Keith stjórnar kórnum sjálfur. „Það er ánægjulegt að geta miðlað af reynslu sinni með þessum hætti líka en í stuttu máli má segja að markmið mitt sé að sýna fólki á Austfjörðum hve jákvæð áhrif söngurinn getur haft á samfélagið. Hann er nefnilega ekki bara tóm- stundagaman, ekki bara það sem fólk gerir — heldur það sem fólk er. Söngurinn er blóm sem spring- Nýjar bækur • ÞAÐ var rosalegt - Skáldið og skógarbóndinn Hákon Aðal- steinsson er eftir Sigurdór Sigur- dórsson blaðamann. Hákon er í hópi þekktustu sögu- manna og hagyrðinga landsins. Frásagnarlist hans kemur vel fram í þessari bók, sem er sambland af æviminningum frá stormasamri ævi og sögum af samferðafólki, m.a. sögur af Jökuldælingum. Einnig segir hann frá fjalla- ogjöklaferð- um. „Þá er I bókinni fjöldi af hnyttn- um vísum, sem hafa til að bera þann beitta húmor sem greinir á milli venjulegs hagyrðings og snill- ings,“ segir í kynningu. Hákon er náttúrubarn og þekkir öræfi íslands. Hann segir frá upp- vaxtarárunum í Hrafnkelsdal, lífi og starfi fólks á þessum afskekkta stað, frá fjalla- og jöklaferðum, bæði sem lögreglu- og björgunar- ur út — rétt eins og Austfirðingar eru að upplifa." Er framtíðina ber á góma kveðst Keith hafa fundið sinn starfsvett- vang — nú sé bara að halda áfram á sömu braut. Og ef að líkum læt- ur munu íslendingar njóta starfs- krafta hans um ókomna tíð því „þótt ég sé Bandaríkjamaður, sam- kvæmt vegabréfinu, er ég íslend- ingur í hjarta mér. Hér á ég heima!“ Keith mun syngja verk eftir Wagner, Mozart og Jón Þórarins- son á tónleikunum í kvöld en að auki eru á efnisskránni hljómsveit- arverk eftir tvö fyrrnefndu tón- skáldin. Hljómsveitarstjóri verður Bretinn Andrew Massey. Námskeið í Nýja tónlist- arskólanum KEITH Reed mun nýta dvöl sína syðra til fleiri góðra verka en að syngja með Sinfóníu- hljómsveit Islands en á morg- un, föstudag, mun hann halda námskeið með Master Class- sniði fyrir söngnemendur Nýja tónlistarskólans á sal skólans, Grensásvegi 3. Áheyrendur eru boðnir velkomnir. Kveðst hann hafa áhuga á að gera þetta annað slagið í framtíðinni enda sé tilbreytingin af hinu góða. Eins segir hann vel koma til greina að bjóða sunnlenskum tónlistarnemum austur, einkum til tónleikahalds, þar sem tækifæri til þess séu af skomum skammti á höfuð- borgarsvæðinu. Hákon Sigurdór Aðalsteinsson Sigurdórsson sveitarmaður og fararstjóri ferða- manna. Hann er í hópi þeirra sem hafa þurft að takast á við áfengis- vandamál og lýsir hvernig honum tókst að sigrast á Bakkusi. Þá má ekki gleyma hreindýraveiðisögun- um. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er248 blaðsíður, prýdd fjölda litmynda og svarthvítra mynda. Kápugerð: Halldór Þorsteinsson, Oddi hf. Prentvinnsla: Oddi hf. Verð: 3.580 kr. HLUTI Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.