Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUND ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 B 3 Orn Arnarson segist hafa lært mikið í heimsmeistarakeppninni í Perth Reuters ÖRN Arnarson hefur keppni (stóra myndin) i 200 metra baksundi í heimsmeistara- keppninni í Perth. Á mynd- inni fyrir ofan er hann kom- inn í mark. Ánægður með sætið en ekki tímann ORN Arnarson var nokkuð frá sínu besta í 200 metra baksundi í heimsmeistarakeppninni í sundi í Perth í Astralíu í fyrra- dag. Hann synti á 2.05,61, sem var 20. besti tími keppninnar, en á best 2.03,43 frá því á Evr- ópumótinu í Sevilla á Spáni á liðnu sumri. „Eg er ánægður með sætið en ekki tímann,“ sagði Örn við Morgunblaðið. „Hins vegar er mótið í heild mikil reynsla fyrir framtíðina og ég vejt frekar við hveiju má búast á Olympíuleik- unum í Sydney 2000.“ Hafþór Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í sundi, sagði við Morgunblaðið að fyrri 100 metr- arnir hefðu verið góðir. „Hann synti þá eins og um hafði verið rætt, var á 29,46 eftir 50 metra og 1.00,76 eftir 100 metra. Við höfðum rætt sérstaklega um þriðju 50 metrana - að hann yrði að halda hraðanum - en hann missti flugið og náði sér ekki upp aftur. En ekki þýðir að grenja. Hann á nóg eftir. Eg held að veikindin um jólin hafí setið í honum og eins er erfítt að halda einbeitingunni í svona marga daga, en hann setur þetta allt inn á reynslubankann. Mótið var gott og í heildina var þetta ómetanleg reynsla." Örn sagði svekkjandi að hafa verið þó nokkuð frá sínu besta. „Eg missti 6 kíló í veikindunum og þetta hefúr verið streð síðan. Annað sem ég hef Iært er að á mótum á ég það til að vera ekk- ert taugaóstyrkur en greinilega þarf að byggja upp ákveðið stress. En það verður að taka þessu eins og hverju öðru. Nú fæ ég góðan tima til að einbeita mér að æfingum heima og ég ætti að verða mjög sterkur á Evrópumóti unglinga í Belgíu í ágúst.“ Hafþór sagði að reynslan væri aðalatriðið. „Örn hefur stöðugt verið að bæta sig. Hann var frábær á Evrópumótinu í ágúst sem leið og bætti sig aftur í október, en hann getur ekki endalaust bætt sig. Ég sagði áð- ur en við fórum að stefnan væri ekki sett á stórafrek heldur fyrst og fremst á það að læra að vera innan um þessar stór- stjörnur, kynnast umhverfinu. Það tókst vel og ég er mjög ánægður.“ Bandaríski ólympíumeístarinn Amy Van Dyken sigraði í 50 m skriðsundi kvenna Við spyvjum ekki um tíma heldur verðlaun ÁHORFENDUR á síðasta degi heimsmeistarakeppninnar í sundi í Perth í Ástralíu fóru ánægðir heim enda ástæða til að gleðjast - sundmenn Ástralíu þökkuðu fyrir sig og sigruðu í þremur greinum á sunnudag, þar á meðal í 4x100 metra fjórsundi sem Banda- ríkjamenn hafa einokað síðan HM hófst 1973. Iichael Klim, sem hafði sigrað í þremur greinum, gerði gæfumuninn í fjórsundinu en hann synti þriðja sprett og náði forystu fyrir Ástralíu í fyrsta sinn. Eftir flugsundið tók Chris Fydler við og kom fyrstur á skriðsundinu í mark. „Þetta var ætlunin - ég ætlaði að ná forystunni og hann átti síðan að tryggja okkur sigurinn," sagði Klim um úrslitasundið. „Áhorfendur studdu okkur vel og andrúmsloftið var frábært." Susie O’Neill gaf heimamönnum tóninn þegar hún sigraði í 200 metra flugsundi, en Petria Thomas, landa hennar, var í öðru sæti á eftir henni rétt eins og á Ólympíuleikunum í Atlanta. Bandaríska stúlkan Misty Hym- an, sem var með besta tímann í und- anrásum, byrjaði eins og venjulega, synti í kafi liðlega hálfa laugina. Hún var fyrst eftir 100 metra, Thomas var þá önnur og O’Neill þriðja. Sú síðastnefnda var fyrst eft- ir síðasta snúninginn og endasprett- ur hennar var ótrúlegur en tíminn var 2.7,93 mín. Thomas var á 2.09,08 og Hyman á 2.09,98. Grant Hackett missti naumlega af gullverðlaununum í 400 metra skrið- sundi þegar Ian Thorpe, sem er 15 ára, fór fram úr honum á síðustu stundu en Ástralinn hélt sínu striki í 1.500 metra skriðsundi og sigraði með glæsibrag. Þessi 17 ára strákur synti undir 15 mínútum í fyrsta sinn og bætti persónulegt met sitt um 10 sekúndur. Tíminn var 14.61,70, sem er þriðji besti tími sem náðst hefur í greininni. „í 400 metra sundinu lét ég Ian Thorpe hafa mig og ég hafði það í huga - reyndi það sem ég gat án þess að ofkeyra mig,“ sagði sig- urvegarinn. ítalski Evrópumeistar- inn Emiliano Brembilla var í öðru sæti á 15.00,59 og Ástralinn Daniel Kowalski, sem var í öðru sæti á HM 1994 og Ólympíuleikunum 1996, fékk bronsið, synti á 15.03,94. Bandaríkjamenn náðu besta ár- angri sínum síðan á HM í Berlín 1978, sigruðu í 14 sundgreinum og þar af tveimur á sunnudag, en alls sigruðu þeir í 17 greinum í Perth. Lenny Krayzelburg fylgdi sigrin- um eftir í 100 metra baksundi og fagnaði líka sigri í 200 metra sund- inu, synti á 1.58,84. Hann náði for- ystunni á síðustu 50 metrunum eftir að Þjóðverjinn Ralf Braun hafði far- ið fyrir köppunum á góðum hraða. Ólympíumeistarinn Amy Van Dy- ken virtist eiga í erfiðleikum með að ná rétta taktinum í 50 metra skrið- sundinu en rétti úr kútnum síðustu 25 metrana og sigraði á 25,15. Þýska stúlkan Sandra Völker var í öðru sæti á 25,32 og Shan Ying frá Kina synti á 25,36. „Ég vissi ekki að þetta yrði mitt sund en á miðri leið fór ég að hugsa í þá veru og sagði við mig sjálfa, ég á þetta, ég á þetta, ég á þetta,“ sagði stúlkan sem er 24 ára en hún fékk bronsverðlaunin á HM 1994. „Tíminn var ekki frábær en á þessum mótum spyrjum við ekki um tíma heldur verðlaun og ég fékk gull.“ Klim maður mótsins Astralinn Michael Klim var kjör- inn besti sundmaður heims- meistarakeppninnar í Perth og fékk sérstök verðlaun frá Alþjóðasund- sambandinu fyrir afrekið. Þessi tví- tugi piltur vann til fernra gullverð- launa, tvennra silfui-verðlauna og bronsverðlauna. ,A-ð synda svona alla vikuna er eins og að draumur verði að veruleika,“ sagði krúnurak- aði pilturinn. „Hefði einhver sagt mér í vikubyrjun að svona yrði þetta hefði ég hlegið að viðkom- andi.“ Kínverska liðið vann til sjö verð- launa eins og Klim en aðeins lið Bandaiíkjanna og lið Ástralíu fengu fleiri verðlaun en strákurinn, sem æfir með Alexander Popov í Canberra undir stjórn Gennadis Touretskys. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir en ég lít ekki á mig sem einn af þeim bestu og mun aldrei gera.“ Hann sigraði í 200 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi og var í sigursveitum í tveimur greinum. Hann fékk líka silfur í boðsundi eins og í 100 metra skrið- sundinu en brons í 50 metra skriði - grein sem hann æfir ekki. „Þetta er toppurinn á ferlinum og ég vildi að þetta væri ekki búið. Það var frábært að sigra í 200 metra skriði því það var fyrsti sigur minn í heimsmeistarakeppni en flugið var líka skemmtilegt vegna þess að ég setti heimsmet í greininni í fyrra og vildi sýna að það hefði ekld verið tilviljun. Ég elska boðsundið því þar réð árangur liðsheildarinnar úrslitum." Don Talbot, landsliðsþjálfari Ástralíu, sagði að Klim væri besti sundmaður heims en hann ætti eftir að verða betri. „Ég dái Michael Klim mikið. Hann er fullkominn sundmaður. Hann gerir það sem honum er sagt að gera, hræðist ekki erfiði og er tilbúinn að gera allt sem þarf til að hjálpa liðinu. Hann er sá besti en hefur enn ekki sýnt sitt besta.“ Klim var efstur á styrkleikalist- anum í 200 metra skriðsundi fyrir Ólympíuleikana í Atlanta en stóð ekki undir væntingum og komst ekki í úrslit. Nú er ljóst að miklar væntingar eru gerðar til hans fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. „Ég veit að líf mitt á eftir að breyt- ast. Almenningur ætlast til þess að ég geri þetta [sigri] í hvert sinn sem ég keppi. Markmiðið hjá mér er að sigra í Sydney en ég á ekki von á að geta endurtekið það sem ég gerði hérna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.