Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 B 7 SKÍÐI SKÍÐI ftSSÉÉÉ íéááÉ$$É mm Árangur Kristins Björnssonar í vetur hann á staðnum og báðu um viðtöl í Kitzbiihel. Pulltrúi FILA-fatnað- arfyrirtækisins festi á hann stærra og betra auglýsingarmerki og fulltrúi Rossignol passaði að ekkert skyggði á skíðamerkið hans. Kristinn sagði að fjöl- miðlaumstang ætti ekki sérstak- lega vel við sig. „En það er þó í lagi á meðan vel gengur. Það verð- ur verra þegar fjölmiðlarnir verða neikvæðir." HM = Heimsbikarmót EM = Evrópubikarmót HM Dagur Keppnisstaður, land 22. nóv. 97 Park City, Utah, Bandaríkjunum Sæti 2 FlS-stig 0,56 Lauk ekki EM 13. des.97 Obereggen, Austurríki 3 8,28 HM 15. des.97 Sestriere, Ítalíu - Hætti í fyrri umferð EM 21.des.97 Kreischberg, Austurríki - Hætti í fyrri umferð HM 4. jan. 98 Kranjska Gora, Slóveníu - Dæmdur úr leik í seinni umferð EM 6. jan. 98 Kranjska Gora, Slóveníu 4 5,95 HM 8. jan. 98 Schladming, Austurriki - Dæmdur úr leik i fyrri umferð EM 9. jan. 98 Donnersbachwald-Riesneralm, Austurríki 1 2,67 EM 10. jan. 98 Donnersbachwald-Riesneralm, Austurríki - Hætti í fyrri umferð HM 18. jan. 98 Veysonnaz, Sviss 2 0,51 KRISTINN Bjömsson á fullri ferð í brautinnl í Veysonnaz í Sviss á sunnudaginn. Reuters Kristinn Björnsson endurtók leikinn frá Park City og tryggði sér silfur í Veysonnaz í Sviss Þetta er harður heimur og það keyrðu margir góðir út úr brautinni í fyrri umferð," sagði Kristinn Bjömsson skíðakappi þegar hann var spurður hvernig honum leið þegar Alberto Tomba keyrði út úr seinni umferð í heims- bikarakeppninni Veysonnaz í Sviss á sunnudag. Kristinn var í þriðja sæti áður en Tomba keyrði út. Það var fræðilegur möguleiki að hann myndi sigra keppnina ef Austur- ríkismaðurinn Thomas Stangassin- ger, sem var með besta tímann eftir fyrri umferð, færi sömu leið og Tomba. En svo fór ekki. Kristinn endurtók leikinn frá í Park City og varð annar í heimsbikarkeppninni í svigi í Veysonnaz á sunnu- dag með tímann 1:38.91. Stangassinger sigraði með tímann 1:38.12 Hver reyndur skíða- kappinn á fætur öðrum keyrði út úr snarbrattri brautinni í fyrri umferð. Stangassinger sagðist hafa farið varlegar í neðri hlutanum af því að svo mörgum varð á í messunni þar. Kristinn kom í mark / „Eg var rólegri fyrir síðari umferðina. Vissi þá að ég gæti þetta. Pað er líklega st.yrkleikamerki,“ sag;ði Kristinn Björnsson •• m.a. í viðtali við Onnu Bjarnadóttur sem fylgdist með svigkeppninni frá endamark- inu í Veysonnaz á sunnudag. með 5. besta tímann, eða 48.99 sek- úndur. „Brautin er mjög erfið,“ sagði hann. „Hún er brött, sérstak- lega uppi, glerhörð, ójöfn og hliðin eru lögð mjög þétt. Ég keyri best á svona brautum svo hún átti mjög vel við mig.“ Kristinn sagðist hafa verið dálít- ið kvíðinn fyrir fyrri umferð. Hann var með rásnúmer 29. „Ég var ró- legri fyrir þá seinni. Ég vissi þá að ég gæti þetta. Ég keyri yfirleitt út í fyrri umferð ef ég kemst ekki í mark. Það er líklega styrkleika- merki.“ Það voru fleiri beygjur í seinni ferðinni en brautin var jafn brött og ójöfn sem áður. Svisslend- ingamir sprautuðu vatni á hana á laugardagskvöld svo að hún var eins og hrjúfur klaki. „Hristingur- inn í brautinni var svo mikill að það var hálfgert basl að komast niður hana,“ sagði Kristinn. „Ég gat til dæmis ekki dæmt um það í fyrri umferð hvort ég væri á góðri ferð eða ekki. En ég vissi að ég væri það þegar ég heyrði hróp áhorf- endanna þegar millitíminn kom í ljós. Seinni ferðin var ekki fullkom- in ferð, ég keyrði þá betur uppi eins og í fyrri ferðinni. Það var snjóblinda niðri. Ég stefndi á að ná einu af efstu 10 sætunum og er auðvitað mjög ánægður með enn betri árangur." Fjölmiðlaumstang á ekki vel við Kristin Frábær frammistaða Kristins var ekki fyrr komin í ljós en ítalska sjónvarpið og World Ski Report höfðu við hann viðtöl. Norskir fréttamenn töluðu við Tilbúinn í slag þeirra bestu KRISTINN var mikið í sviðljósinu eftir svigið í Veysonnaz á sunnudag. „Það voru margir erlendir fréttamenn sem vildu ná tali af mér. Ég fékk þó öðruvísi spurningar en eftir mótið í Park City í nóvember. Nú var ekki verið að spyrja mig svo mikið út í uppruna minn og ísland eins og í Park City. Ég er orðinn nafn í heimsbikarnum. Flestir vildu fá að vita hvaða væntingar ég gerði um árangur á Ólympíuleikunum í Nagano. Ég sagði þeim að ég væri ekki farinn að hugsa um Ólympíuleikana enn. Það væru fyrst og fremst heimsbikarmótin sem ég væri að einbeita mér að um þessar mundir,“ sagði Kristinn. Hann sagði slæmt að ekki skyldi hafa verið hægt að keppa í sviginu í Veysonnaz í gær vegna þess að hann hefði Vaiur B. verið svo vel ein- Jónatansson beittur fyrir það. skrifar „Ég finn að ég er til- búinn í slag þeirra bestu. Á góðum degi er allt hægt. Það þarf oft heppni til að ná góðum árangri og eins er það líka oft óheppni að sleppa hliði eða krækja. Ég er í mjög góðri æfingu og hlakka mikið til mótsins í Kitzbiihel um næstu helgi - get varla beðið. Von- andi verður svigið, sem aflýst var í Veysonnaz, flutt til Kitzbiihel svo að ég fái tvö mót fyrir ÓL. Það er mik- ilvægt að ég standi mig vel í Kitz- buhel því það getur skipt miklu máli varðandi rásnúmer á Ólympíuleik- unum. Ef mér tekst vel upp ætti ég að eiga mögleika á því að komast í fyrsta ráshóp í Nagano og að því stefni ég.“ Kristinn fór í morgun frá Vey- sonnaz í Sviss til Kitzbuhel í Austur- ríld. Þar ætlar hann að æfa fram að sviginu á sunnudag. „Ég keppi lík- lega í einu fis-móti á fimmtudag til að hita upp íyrir sunnudaginn. I því móti keppa flestir sem taka þátt í sviginu á sunnudag. Þetta mót fer fram nokkra kílómetra frá Kitzb'hel og hefur alltaf verið mjög sterkt. Ég hef keppt áður í Kitzbtihel og ég held að brekkan þar henti mér vel. Það er ávallt mikil stemmning í kring- um mótin þar, enda keppt í bruni og svigi. Svo verða þetta líka síðustu mótin fyrir Ólymp- íuleika og það er viss spenna sem fylgir þeim.“ - Hver er þáttur þjálfarans Christi- ans Leitners í ár- angri þínurn? „Hann á mikinn þátt í velgengni minni, það er eng- inn spurning. Hann hefur lagað nokkur smáatriði hjá mér í vetur enda vel að sér í fræðunum. Þó held ég að þær góðu aðstæður sem við æfðum við í haust hafi skilað mestu. Leitner hefur mjög góð sambönd í Austurríki og fær alltaf toppað- stæður til æfinga. Hann var kannski ekki þekktur þjálfari, en nú er litið upp til hans. Áusturrískir fjölmiðla- menn hafa mikið rætt við hann um árangur minn og vilja eigna sér hann að hluta.“ - Er ekki mikilvægt að þú fáir áfram að vera undir handleiðslu Leitners? „Jú, það hlýtur að vera. Ég vona svo sannarlega að hann verði áfram. Samningur hans við SKÍ rennur út í vor en Skíðasambandsmenn ætla að ræða við hann um áframhaldið strax eftir Ólympíuleikana. Ég held að það sé vilji beggja að halda þessu samstarfi áfram með Finnum. Það hefur gengið mjög vel.“ - Hvemig verður æfingum þínum háttað fram að keppni á Ólympíu- leikum? „Ég reikna með að fara með ís- lenska Ólympíuliðinu til Nagano 4. febrúar, en hefði þó viljað vera hér í Evrópu lengur til að æfa, enda keppi ég ekki fyrr en í kringum 20. febrúar í Nagano og veit ekki hvemig aðstæður er þar til æfinga. Finnamir og Leitner þjálfari fara sama dag og íslenska liðið til Naga- no þannig að ég æfi með þeim þar eins og hingað til. Leitner er þjálf- arinn minn.“ Morgunblaðið/V alur B. Jónatansson CHRISTIAN Leitner þjálfari ásamt Kristni Björnssyni. Leitner hefur lagfært ýmis smá- atriði í tækni Kristins með góðum árangri. Æfði með Kjetil-Andre Ámodt FOLK ■ THOMAS Stangassinger vann sjöunda heimsbikarmótið á ferlin- um í Veysonnaz á sunnudaginn. Þetta var jafnframt annar sigur hans í svigi í vetur. Hann er 32 ára og hefur verið keppandi í heimsbik- amum í 12 ár. Hann á Ólympíu- meistaratitilinn í svigi að verja í Nagano. „Ég er íþróttamaður sem vill annaðhvort allt eða ekkert," sagði Stangassinger eftir sigurinn á sunnudag. Hann vildi ekki tjá sig um möguleikana á að verja titilinn í Nagano. Sagðist ætla að einbeita sér að heimsbikarmótunum fram að ÓL. ■ ALBERTO Tomba náði ekki að vinna í heimsbikarnum í 50. sinn eins og hann stefhdi að í Veysonnaz á sunnudaginn. Það leit reyndar vel út hjá honum eftir fyrri umferðina því þá var hann með næst besta brautartímann. Hann fór síðan út úr eftir nokkur hlið í síðari umferð. ■ TOMBA var óánægður með gengi sitt og vildi kenna lélegri braut um það. „Brautin var slæm. í henni var mikið af svellbungum og það var eins og bestu skíðamenn- imir gætu hreinlega ekki staðið á skíðunum." ■ HERMANN Maier, sem hefur afgerandi forystu í heildarstiga- keppni heimsbikarsins, sigraði í tví- keppni, þ.e.a.s. samanlögðum ár- angri úr bmninu á fóstudag og sviginu á sunnudag. Þetta var í fyrsta sinn sem hann keppir í svigi heimsbikarsins og sýndi að hann er einnig vel liðtækur þar eins og í hraðagreinunum. Hann endaði f 10. sæti í sviginu. ■ KIMINOBU Kimura frá Japan náði þriðja sætinu í sviginu á sunnudag og var það í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í heimsbikarnum. Hann er helsta von Japana á Ólympfuleikunum í Nagano og þessi árangur ætti að auka vonir þeirra um góðan árang- ur. ■ KATJA Seizinger frá Þýska- landi, sem hefur haft mikla yfir- burði í bmni og risasvigi í vetur, varð að játa sig sigraða í báðum greinum í Altenmarkt í Austurríki á sunnudaginn. Landa hennar, Renate Götschl, sigraði í bruninu og Martina Ertl í risasvigi. Þrátt fyrir það hefur Seizinger ömgga forystu í stigakeppninni. ■ HAUKUR Arnórsson úr Ár- manni varð í 7. sæti á hollenska meistaramótinu í svigi sem fram fór í Flachau sl. þriðjudag. Hann fékk fyrir árangur sinn 22,13 fis- stig, sem er besti árangur hans í greininni. ■ ARNÓR Gunnarsson frá Ísafírði keppti einnig á hollenska meistara- mótinu en sleppti hliði og var dæm- ur úr leik. Hann keppti í fis-móti f Adelboden f Sviss á föstudag og náði 10. sæti og fékk fyrir það 29 fis-stig. ■ BJÖRGVIN Björgvinsson frá Dalvík keppti í stórsvigi í Funesda- len í Svíþjóð á sunnudaginn. Hann varð í 8. sæti og fékk fyrir það 31 fis-stig, sem er besti árangur hans. Á sunnudag keppti hann á öðra móti í sömu grein og varð í 16. sæti og hlaut 34 fis-stig. Sveinn Brynj- ólfsson, ólympíufari frá Dalvfk, varð í 16. sæti í sama móti á sunnu- dag og hlaut 43 fis-stig. Hvers vegna er Krístinn svona góð- ur í hörðu skíðafæri? Kristinn Bjömsson hefur sýnt og sannað að hann er bestur þegar skíðafæri í svigbrautunum er sem harðast, nánast 0j;r eins og svell. Hvers Vai B. vegna er hann svona Jónatansson góður við slíkar að- stæður? Hann ræður yfir mikill tækni við að beita skíðunum rétt við slíkar að- stæður. Eins og segir á skíðamáli: hann er með „gott hné“ og „góða mjöðm“. Það er að segja hann nær að beita þyngdaraflinu rétt þannig að pressan á skíðin verður mikil og því nær hann mjög góðum skurði á innri kant skíðanna - sker snjóinn vel. Tímasetningar hans í hverri beygju em góðar. Hann er alltaf til- búinn þegar kemur að næstu beygju vegna þess hve snöggur hann er. Þess vegna nær hann góð- um hraða í miklum bratta. Hann er léttari og liprari en flestir þeir sem hann er að etja kappi við og það hef- ur hann nýtt sér. Kristinn er með rétta hugarfarið og það skiptir miklu máli. Hann hef- ur mikið keppnisskap og keyrir alltaf eins hratt og hann getur. Hann hefur oft sagt: .Annaðhvort allt eða ekkert." Það á vel við og lýsir honum best. Hann er jákvæð- ur og þó svo að það gangi ekki alltaf upp hjá honum er hann ekki að kenna ytri aðstæðum um, heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Hann veit hvað þarf til að vera á meðal þeirra bestu, enda er hann kominn á þann stall og þar ætlar hans sér að vera. Austurríski þjálfarinn Christian Leitner á einnig mikinn þátt í vel- gengni Kristins. Hann hefur lag- fært ýmis tæknileg smáatriði og er mjög skipulagður í allri sinni vinnu. Hann er vel kynntur í austurrísku Ölpunum og hefur Kristinn og finnska landsliðið notið góðs af því. Þjálfarinn hefur kappkostað að æfa alltaf við bestu aðstæður hverju sinni. Eins spilar það inn í að Krist- inn hefur ekki þurft að hafa áhyggj- ur af undirbúningi skíðanna fyrir æfingar eða keppni. Finninn Samu- el, aðstoðarmaður finnska landsliðs- ins, hefur alfarið séð um skíðin hans, brýnt þau og smurt. Þetta þurfti Kristinn að gera sjálfur fyrir einu ári síðan. í vetur hefur hann því betur getað einbeitt sér að æf- ingunum en áður. KRISTINN æfði með Norðmanninum Kjetil-Andre Ámodt milli jóla og nýárs. Kristinn var þá við æfingar í Geilo í Noregi og þar var Ámodt einnig að æfa. Þjálfari Ámodts kom að máli við Kristin og bauð honum að vera með. „Þjálfarinn hefði líklega ekki boðið mér að vera með fyrir ári,“ sagði Krist- inn og hló. Hann sagði að eftir að hann náði öðm sæti í Park City hefði viðmót norsku skíðamannanna gagnvart sér breyst. „Þeir eru viðkunnanlegri en áð- ur og ávallt fyrstir til að óska mér til hamingju þegar vel gengur." Srautin hentaði mér vel Aftur saman á palli KRISTINN Björnsson var í ann- að sinn á verðlaunapalli heims- bikarsins í Veysonnaz í Sviss á sunnudaginn. í fyrra skiptið, i lok nóvember í Park City, var hann einnig með Austurríkis- manninum Thomasi Stangassin- ger ólympíumeistara á verð- launapallinum eins og á sunnu- dag. Stangassinger hefur unnið tvö heimsbikarmót í vetur og hefur Kristinn verið í öðru sæti í þeim báðum. Þriðji skíðamaður- inn á verðlaunapallinum á sunnudag var Kiminobu Kimura, sem Japanir binda miklar vonir við á ÓL í Nagano. 1,5 milljónir í verðlaun PENINGAVERÐLAUN em veitt fyrir þrjú efstu sætin í heimsbikam- um. Fyrir annað sætið í Park City fékk Kristinn 750 þúsund krónur og svipaða upphæð fyrir annað sætið á sunnudag. Hann hefur því fengið 1,5 milljónir í vasann fyrir þessi tvö mót. Auk þess fær hann ýmsar bónus- greiðslur, þar á meðal frá framleið- anda Rosignoll-skíðanna, sem hann notar. Svigkeppni aflýst í gær ÞAÐ byrjaði að snjóa í Veysonnaz á sunnudagskvöld og í gærmorgun var allt á kafi í snjó. Mótshaldarar heims- bikarmótsins í svigi urðu því að aflýsa keppninni. Kristinn Björnsson, sem var með rásnúmer 29 í sviginu á sunnudag, átti að vera með rásnúmer 20 í gær og liafði því færst fram um níu sæti vegna frammistöðu sinnar á sunnudag. Þetta er í annað sinn sem fresta þarf mótinu því þetta svig átti upphaflega að vera í Madonna di Campiglio fyrir jólin. Stirður í baki KRISTINN var kominn upp í íjall um áttaleytið í gærmorgun. „Við áttum í erfiðleikum með að komast upp eftir, það var svo mikill snjór,“ sagði hann. Keppninni var aflýst klukkan níu og Kristinn fór þá aftur á hótelið. Hann tók það rólega fyrir framan sjónvarp- ið og gerði nokkrar teygjuæfingar. „Ég er stirður í baki og það er ágætt að fá smátfma til að jafna sig,“ sagði hann. Næsta mót í Kitzbuhel NÆSTA heimsbikarmót í svigi verður í Kitzbúhel í Austurríki næsta sunnu- dag og verður Kristinn þar á meðal keppenda. Það er sfðasta mótið fyrir Ólympíuleikana í Nagano. Kristinn sagði að hann hefði stefnt að því í haust að ná einu af efstu rásnúmerun- um fyrir ólympíuleika og það hefur honum tekist. Vill fresta för til Nagano ÍSLENSKA landsliðið á skíðum fer til Japans 4. febrúar frá Kaupmanna- höfn. Kristinn vildi helst fá að fara eitthvað seinna. „Maður veit ekki hvernig æfingaaðstaðan er þama. Mér skilst að það sé frekar lítill snjór,“ sagði hann. „Helst vildi ég fá að fara rúmri viku fyrir keppni og nota tím- ann til að æfa hér í Olpunum eða í Noregi þangað til.“ Finnarnir, sem Kristinn æfír með, fara jafn snemma til Japan og íslendingarnir. „Ég þyrfti að fínna einhverja aðra til að æfa með ef ég fæ leyfi til að fara seinna," sagði hann. Þess má geta að svigið á Ólymp- íuleikunum er ekki á dagskrá fyrr en 21. febrúar. Arnór út úr í fyrri umferð ARNÓR Gunnarsson frá ísafirði átti að vera með rásnúmer 65 í heimsbik- arnum í svigi í Veysonnaz í gær. Hann var með rásnúmer 71 á sunnudag en keyrði út úr í fyrri umferð. „Ég fór illa af stað en var kominn með góðan takt þegar ég krækti,“ sagði hann. „Brautin var enn góð þegar ég fór nið- ur, það sá ekki á henni. Það er auðvit- að Ieiðinlegt að geta ekki keppt í dag [í gær] en það er svo hrikalega mikill snjór að það væri vonlaust að reyna að halda keppnina." Arnór og Haukur keppa í Schönried ARNÓR og Haukur Arnórsson úr Ár- manni taka þátt í Evrópubikarmóti í svigi í Schönried í Sviss í dag, þriðju- dag. Þeir halda þaðan til Kitzbuehl á morgun. Haukur verður með í heims- bikarmótinu í svigi á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.