Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 B 9 KNATTSPYRNA Landsliðsþjálfari Frakklands segir riðilinn erfiðan Verðum að sýna stöðugleika í hveijum leik MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Þorkell LINDA Stefánsdóttir og Kristín Blöndal berjast um knöttinn, Tara Williams og Erla Þorsteinsdóttir eru við öllu búnar. Williams sá um Keflavík KR hefur fjögurra stiga for- ystu í 1. deild kvenna í körfuknattleik eftir þrettán umferðir. KR lagði Keflavík 69:64 í uppgjöri efstu liðanna í Hagaskólanum á sunnudags- kvöldið í skemmtilegum og spennandi leik. Nýr erlendur leikmaður KR, Tara Williams, fór á kostum í sókninni og gerði 33 stig. KR hóf leikinn mun betur og komst í 6:0 áður en Keflvíking- um tókst að skora stig, en það tókst eftir tvær og Skúli U. hálfa mínútu. Strax Svemsson skrifar { upphafi var ljóst að Tara Wilhams er snjall körfuknatt- leiksmaður því hún skoraði 12 af fyrstu 16 stigum KR og þó svo hún sé augljóslega ekki í mikilli æfingu er hún gríðarlega sterk undir körf- unni, þar sem hún hefur aldrei leik- ið áður! Hún leikur nefnilega venjulega bakvörð eða framherja, alls ekki miðherja, en nýttist svo sannarlega vel þar. Barátta miðherjanna Það má eiginlega segja að fyrri hálfleikur hafi verið barátta mið- herjanna, Williams hjá KR og Erlu Þorsteinsdóttur hjá Keflavík, og stóð sú síðarnefnda þeirri fyrr- nefndu ekkert að baki. Keflavík komst yfir um miðjan hálfleikinn en KR náði forystunni á ný og hélt henni allt þar til rétt áð- ur en klukka tímavarðar gall því þá gerði Kristín Blöndal þriggja stiga körfu og gestirnir voru einu stigi yfir í leikhléi. Lið Keflavíkur var ekki eins lengi í gang eftir hlé og það var í upphafi leiks og eftir fimm mínútna leik var staðan orðin 38:47, Kefla- vík hafði gert tíu stig gegn tveimur stigum heimamanna. En þrjár af lykilmanneskjum liðsins vom í villuvandræðum; Erla fékk fjórðu villuna eftii- þriggja mínútna leik í síðari hálfleik og þær Jenny Boucek og Anna María Sveinsdótt- ir eftir átta mínútna leik, eins og reyndar Guðbjörg Norðfjörð hjá KR. Þegar staðan var 55:46 fyrir Keflavík tóku heimamenn hlé og réðu ráðum sínum og gafst það vel. KR beitti pressuvörn með þeim ár- angi-i að liðið gerði 21 stig, Willi- ams þar af 15, á meðan gestirnir náðu aðeins að gera fjögur. Staðan orðin 63:59 fyrir KR og þijár mín- útur til leiksloka. Lokasekúndurn- ar voru æsispennandi, en staðan var 67:64 er 40 sekúndur voru eft- ir. Tilraunir Keflavíkurstúlkna til að skora þriggja stiga körfu mistókust og KR fór með sigur af hólmi. Eins og áður segir var Tara Williams gríðarlega sterk og verð- ur gaman að sjá til hennar þegar hún er komin í æfingu þannig að hún geti leikið á fullu allan leikinn. A sunnudaginn einbeitti hún sér að sóknarleiknum og hafði sig lítið í frammi í vöminni. KR, sem lék án Kristínar Magnúsdóttur sem er meidd, barðist vel allan tímann. Kristín Jónsdóttir var mjög dugleg eins og Linda Stefánsdóttir. Helga Þoi-valdsdóttir átti einnig góðan leik, en hefði mátt hitta betur. Guð- björg skaut varla að körfunni og er það óvenjuleg sjón. Sigrún Skarp- héðinsdóttir og Sóley Sigurþórs- dóttir stóðu fyrir sínu þegar þær komu inn á. Misstu niður gott forskot Það er ekki á hvexjum degi sem stúlkurnar úr Keflavík missa nið- ur níu stiga forystu í síðai'i hálf- leik, en einhvei’n tíma verður allt fyrst. Keflavík hefur leikið betur en á sunnudaginn. Erla Þorsteins- dóttir var frábær í fyrri hálfleik, Boucek lék vel svo og Anna María, og Kristín Blöndal átti ágæta spretti. FRAKKAR, gestgjafar Heims— meistarakeppninnar í knatt- spyrnu, eru í riðli með Rúss- landi, Úkraínu, íslandi, Armen- íu og Andorra í riðlakeppni Evrópukeppninnar en dregið var í Ghent í Belgíu í fyrradag. Keppni hefst í haust en úrslit- in verða í Hollandi og Belgíu 10. júní til 2. júlí 2000. Aime Jacquet, landsliðsþjálfari Fi-akka, sem hættir væntan- lega með liðið eftir HM, sagði að riðillinn væri strembinn og erfitt yrði fyrir Frakka að komast áfram. „Rússland er að koma upp aftur með miklum krafti og Ukraína rétt missti af Heimsmeistai'akeppninni. Þetta er erfiður riðill fyrir okkur og til að komast áfram verðum við að vera sterkir og sýna stöðugleika í hverjum leik. Létt hjá Þjóðverjum Evrópumeistarar Þjóðverja eru í riðli með Tyrkjum, Finnum, Norð- ur-írum og Moldóvum og virðast eiga frekar greiða leið í úrslitin. „Ég er mjög ánægður með riðil- inn og ég er sannfærður um að þýskh' áhangendur eru líka ánægðir með di'áttinn. Auðvitað er ekkert öi'uggt en ég er kátur með þetta.“ Wolfgang Niersbach, talsmaður þýska knattspyrnusambandsins, tók í sama streng. „Þetta er eins og að vei'a heima að heiman," sagði hann um Noi'ður-Ix-a en Þjóðverjar voru í æfingabúðum í Norður-ír- landi fyrir EM á Englandi og vora í í-iðli með Noi’ður-íram í und- ankeppni HM, gei'ðu 1:1 jafntefli í Numberg og unnu 3:1 í Belfast. „Þó Vestur-Þýskaland hafi tapað tvisvar íyrir Norðui'-írlandi í riðlakeppn- inni 1984 erum við bjartsýnh'.“ Richard Möller Nielsen, lands- liðsþjálfari Finnlands, sagði að þeg- ar Finnar mættu Þjóðverjum gætu þeir síðarnefndu verið heimsmeist- arai'. „Auðvitað eru þeir sigur- stranglegastir í í'iðlinum en sagan sýnir að þeir sigurstranglegustu sigra ekki alltaf." Fastir liðir eins og venjulega England og Pólland era saman í riðli í sjötta sinn á liðnum 24 áram - undankeppni HM 1974, 1990, 1994 og 1998 og undankeppni EM 1992 - en þjóðimar eru í 5. í'iðli ásamt Lúxemborg, Svíþjóð og Búlgaríu. „Við rötum vissulega til Póllands," sagði Glenn Hoddle, landsliðsþjálfai-i Englands, „en Pól- land er eitt þiiggja landa sem við vildum ekki mæta. Hin era Portú- gal og Frakkland. Þetta er einn erf- iðasti riðillinn og ég held að Búlgar- ía verði erfiðasti mótherjinn." Janusz Wojcik, landsliðsþjálfari Póllands, sagðist ekki óttast Eng- lendinga. „Ég er ekki hræddur við Englendinga. Þegar ég þjálfaði ungmennaliðið sigruðum við Eng- land og margir leikmennii’nir era nú í a-liðinu.“ Balkaniöndin saman Júgóslavía, Króatía og Makedón- ía eru saman í í-iðli en landslið þjóð- anna hafa ekki mæst síðan stríðið í fyiTum Júgóslavíu hófst en leik- menn frá þessum þjóðum vora uppistaðan í landsliði Júgóslavíu á — Riðlarnir Riðill 1 Ítalía, Hvíta Rússland, Wal- es, Swiss, Danmörk. Riðill 2 Noregur, Slóvenía, Lettland, Georgía, Grikkland, Albanía. Riðill 3 Þýskaland, Moldóva, N-ír- land, Finnland, Tyrkland. Riðill 4 Rússland, Armenía, fsland, Úkraína, Frakkland, And- orra. Riðill 5 England, Lúxemboi'g, Pól- land, Svíþjóð, Búlgaría. Riðill 6 Spánn, San Marínó, Kýpur, Israel, Austurríki. Riðill 7 Rúmenía, Liechtenstein, Ungverjaland, Slóvakía, Portúgal, Azerbaijan. Riðill 8 Júgóslavía, Malta, Makedón- ía, Irland, Króatía. Riðill 9 Skotland, Færeyjar, Bosnía, Litháen, Tékkland, Eistland. árum áður. „Gott er að vera á með- al vina,“ sagði Miroslav Blazevic, þjálfari Króatíu. „Ég held að við eigum góða möguleika á að komast áfi-am og að sjálfsögðu munu leik- irnir einkennast af nágrannaslag.“ Malta og írland era með þeim í riðli. Slobodan Santi-ac, þjálfari Jú- góslavíu, sagði dráttinn ekki vanda- mál. „Leikmenn þjóðanna koma all- ir úr sama knattspyrnuskólanum og þekkjast mjög vel, betur en nokkrir aðrir leikmenn í heiminum. Króatar og Júgóslavar spila með stórliðum á Italíu og Spáni og þar er ekkert vandamál, leikmennii’nir eru vinh' og ég er sannfærður um að leikirnir verða baráttumiklir og skemmtilegir." Cesare Maldini, landsliðsþjálfari Ítalíu, var varkár en Italía er í riðli með Danmörku, Sviss, Wales og Hvíta-Rússlandi. „Liðin í riðlinum era jöfn og ég held að þau eigi öll eftir að tapa stigum. Það verður ekki auðvelt að komast áfram.“ September 1998 til október 1999 Keppnin hefst í september í haust og lýkur í október 1999. Sig- urvegarar riðlanna og liðið með' besta árangur í öðra sæti fara í úr- slitakeppnina með Belgíu og Hollandi en hin átta liðin í öðru sæti leika um fjögur sæti. Veðbankar telja möguleika Hollendinga mesta á titlinum, 5-1, en síðan koma Þjóðverjar (6-1) og Englendingar (7-1). Aðallega leikið um helgar TALSMENN liðanna í 4. riðli hittast á fundi í París 16. febr- úar til að í-eyna að semja um leikdaga en þjóðimar hafa 60 daga fi'á og ineð drættinum í fyrradag til að komast, að nið- ux-stöðu. Náist ekki samkomu- lag innan tímamarkanna sker Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, á hnútinn. Leikdagamir í keppninni verða 5./6. september, 10./11. október og 13./14. okt. í ár en á næsta ári 27./28.3., 30./31.3., 5./6.6., 8./9,6., 4./5.9., 7.Z8.9., 9./10.10., 13./14.11. og 17.11. Roberto Baggio fór í fússi RENZO Ulivieri, þjálfari Bol- ogna, tilkynnti Roberto Baggio á laugardag að hann yrði ekki í byrjunarliðinu á móti Juventus daginn eftir en kæmi inná sem varamaður í seinni hálfleik. Baggio sætti sig ekki við þetta, fór í fússi og lét ekki sjá sig á leiknum sem Juve vann 3:1. Giuseppe Gazzoni, forseti Bologna, sagði að stjói-n félagsins tæki ákvörðun um fi-amhald málsins í dag. „Hann er 30 ára, hann er fullorðinn, hann hefur verið bólusettur," sagði Gazzoni um Baggio. „Hann veit hvað þessi framkoma þýðir. Ég skil sárindi hans vegna valsins en ekki ft-arn- komu hans. Hann er ekki í ung- lingaliðinu heldur Roberto Baggio. Ekkert í samningi hans segir að hann geti ekki verið varamaður." Baggio gekk til liðs við Bologna í fyrrasumar eftir að Fabio Ca- pello, þjálfari AC Milan, neitaði að lofa honum öruggu sæti í liði sínu. Fyrir liðlega viku fékk hann gullmerki fyrir að hafa leikið 300 leiki í deildinni en hann sætti sig ekki við að fá ekki að spila á móti liðinu sem hann lék 141 leik fyrir. Baggio lifir í voninni um að vera valinn í ítalska landsliðshópinn fyrir HM í Frakklandi og litið var á umrædda viðureign sem mögu- leika hans á að sanna sig á móti Alessandro Del Piero. Ulivieri sagði að Baggio hefði verið sagt að hann kæmi inná í seinni hálf- leik „og hann gpkk í burtu. Þetta vai’ val hans. Ég gat ekkert við þessu gert. Ekki gat ég farið heim til hans og náð í hann.“ Gazzoni sagðist vona að vonbrigði hefðu valdið fi-amkomunni, en „þegar hann nær í launin sín eru engin vonbrigði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.