Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt hlutafé boðið út hjá móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar Utboðsandvirðið nemur 720 milljónum króna MÓÐURFÉLAG íslenskrar erfða- greiningar, deCODE genetics, hefur boðið út nýtt hlutafé að verðmæti 10 milljónir dollara eða 720 milijónir króna til fagfjárfesta hérlendis. Und- irbúningur er hafinn að skráningu félagsins á erlendum hlutabréfa- markaði og er stefnt að því að af því verði á árinu. Hlutafjárútboðið er lokað og hafa Landsbréf hf. yfirumsjón með því en auk þeirra eru Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, íslandsbanki og Kaup- þing seljendur. Sala á hlutabréfum er hafin og mun útboðinu Ijúka í síð- asta lagi fostudaginn 27. febrúar. Nú- verandi hluthafar hafa fallið frá for- kaupsrétti sínum vegna útboðsins. Stofnhlutafé de CODE genetics var 12 milljónir dollara, sem lagt var fram af sérhæfðum bandarískum fjárfestum. Nú eru í boði tvær millj- ónir hluta á fimm dollara hver eða samtals fyrir tíu milljónir dollara. Gangi söluáætlanir eftir verður því markaðsvirði félagsins eftir útboð 120 milljónir dollara eða rúmir 8,6 milljarðar króna. Með útboðinu er hlutafé þess aukið um rúm 9% og nemur útboðsandvirðið um 8,3% af heiidarhlutafé. Lægsti kauphlutur er 5,4 milljónir króna í útboðinu. Jón Helgi Egilsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, segir að tilgangur útboðsins sé fyrst og fremst sá að gefa íslenskum fjárfestum tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu ís- lenskrar erfðagreiningar og tryggja áframhaldandi sterka íslenska eign- araðild. Frábær árangnr á skömmum tfma Jón Helgi segir að ákveðið hafi verið að hafa útboðið lokað vegna þess að starfsemi Islenskrar erfða- greiningar sé framandi fyrir íslenskt atvinnulíf og þekking á eðli, umfangi og tækifærum fyrirtækisins sé lítil hérlendis. „Starfsemi sem byggist á samstarfi erfðarannsóknafyrirtækja og lyfjaframleiðenda er tiltölulega ný af nálinni. Sá árangur deCODE að ná stórsamningi við svissneska lyfjaframleiðandann F. Hoffman La- Roche þykir lofa góðu og hefur tryggt því tekjur á samningstíman- um. Viðtökur fjárfesta hafa verið mjög góðar og ég er bjartsýnn á að íslenskir fagfjárfestar kaupi öll hlutabréfin í útboðinu," segir Jón Helgi. Á markað eftir 3-4 mánuði Undirbúningur er hafinn að skráningu deCODE á hlutabréfa- markaði og eru líkur á að í hana verði ráðist á árinu. Jón Helgi segir að fyrirtækið verði annaðhvort skráð á hlutabréfamarkaðnum í Lundún- um eða NASDAQ í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/RAX Leikskólar borgarinnar símasambandslausir á fímmtudag Mistök urðu við yfir- færslu á greiðslum íslenskt par í fjórða sæti Kaupmannaiiöfn. Morgunblaðið ÍSLENSKU keppendunum í Opnu Kaupmannahafnar- keppninni í dansi gekk mjög vel í keppni í gær. Jónatan Örlygsson og Hólmfríður Bjömsdóttir urðu í fjórða sæti í standarddönsum í flokki bama I. Davíð Gill Jóns- son og Halldóra Sif Halldórs- dóttir og Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir komust í undanúrslit í stand- arddönsum í flokki unglinga I og Gunnar Hrafii Gunnarsson og Sigrún Yr Magnúsdóttir komust í undanúrslit í suður- amerískum dönsum í flokki unglinga II. Tuttugu íslensk pör Keppnin, sem nú er haldin tuttugasta árið í röð, er ein af sterkustu opnu danskeppnum í heiminum í dag. 536 pör em skráð til keppni að þessu sinni. Þar af era um tuttugu íslensk pör, sem flest keppa í flokkum bama og unglinga. Keppnin hófst í gær og stendur fram á sunnudagskvöld. SÍMUM leikskóla Reykjavíkurborg- ar var lokað um stund sl. fimmtudag vegna mistaka í yfirfærslu greiðslna frá fjárreiðudeild Reykjavíkurborg- ar til Landssíma íslands hf. Opnað var fyrir símann þegar mistökin uppgötvuðust en þau ollu m.a. óþæg- indum fyrir foreldra sem reyndu án árangurs að ná símasambandi við leikskóla bama sinna. Gunnar A. Ólafsson er einn af þeim foreldrum sem urðu fyrir óþægindum vegna þessa. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að dóttir hans hefði verið hálfslöpp þegar hann fór með hana á leikskólann á fimmtudagsmorgun og því hefði hann ætlað að hringja þangað í há- deginu og athuga hvemig hún hefði það, til þess að hann gæti tekið hana heim ef þörf krefði. Mikilvægt öryggisatriði Þegar til kom náði hann ekld sam- bandi við leikskólann þar sem síminn þar var lokaður. Þá hringdi hann í Dagvist bama og innheimtudeild Landssímans og komst að því hvem- ig í málinu lá. Hann segir að sími leikskólans hafi verið opnaður fyrir náð og miskunn, svo hann gæti náð sambandi, en fljótlega var svo opnað fyrir síma allra leikskólanna. Gunnar segir það vítavert að símum leikskól- anna hafi verið lokað, algerlega óháð því hver hafi gert mistök. Þama sé fjöldi fólks þolendur og það sé mikil- vægt öryggisatriði að leikskólar séu í símasambandi. Hann geti ekki hugs- að þá hugsun til enda hvemig gæti hafa farið ef bam hefði veikst eða slasast og það hefði verið spuming um mínútur eða sekúndur að ná sambandi við sjúkrabíl. Reikningar skráðir eftir kenni- tölu en ekki símanúmeri Að sögn Önnu Skúladóttur, fjár- reiðustjóra Reykjavíkurborgar, vora símareikningar leikskólanna greidd- ir á réttum tíma, þannig að ekki hefði átt að koma til lokunar. Um þessar mundir er hins vegar verið að taka í notkun nýjar starfsaðferðir við skráningu bókhaldsgagna hjá borg- inni þannig að stofnanir borgarinnar, eins og t.d. Dagvist bama, skrá sína reikninga sjálfar, jafnvel þó að þeir séu svo greiddir af fjárreiðudeild- inni. Anna segir reikningana hafa verið skráða með kennitölu hvers leikskóla fyrir sig en að hjá Lands- símanum séu reikningar skráðir eftir símanúmerum og því hafi komið upp vandræði hjá innheimtudeild Lands- símans með að lesa út úr reikningun- um hverjum þeir tiiheyrðu. Anna segir þetta leið mistök en tekur fram að Landssíminn hafi bragðist skjótt við þegar vandamálið uppgötvaðist og opnað fyrir símana. Hins vegar þyki henni það merki- legt, í Ijósi þess að flest fyrirtæki skrái viðskiptamenn sína eftir kenni- tölu, að Landssíminn geri það ekki. Ekki tókst að fá fullnægjandi skýringu á málinu hjá innheimtu- deild Landssímans í gær en að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Landssímans, er verið að kanna málið þar á bæ. Hún tekur fram að þama séu á ferðinni mjög leið og óþægileg mistök, hvar svo sem þau liggi. Geðhjálp íhugar lögreglu- rannsókn GEÐHJÁLP hefur ákveðið að kanna hvort rétt sé að fara fram á lögreglu- rannsókn vegna nafnlausa dreifi- bréfsins sem borið var út í öll hús í Hveragerði og innihélt fullyrðingar um dvalarheimilið Ás. Ingólfur H. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Geð- hjálpar, segir að Geðhjálp líti mjög alvarlegum augum „þessi æsinga- skrif gegn minnihlutahópi og sjúk- lingum“. Hann segir Geðhjálp fordæma þau skrif sem í dreifibréfinu eru. „I dreifibréfinu er farið niðrandi orðum um suma íbúa Hveragerðis, farið með rangt mál og Hvergerðingar beinlínis hvattir tU þess að snúast gegn geðsjúku fólki í bænum,“ segir Ingólfur. Lögmaður samtakanna er þegar byrjaður að kanna grundvöll fyrir lögreglurannsókn að sögn Ingólfs og kveðst hann eiga von á að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir helgi. Pólitísk átök bæta ekki málið „Við viljum reyna að komast að hverjir era upphafsmenn bréfsins og einnig hvort ástæða sé tíl að gera eitthvað frekar í málinu. Efnislega býður bréfið upp á að við þvi sé brugðist, en ef það er rétt sem ýjað er að í fréttum að þarna sé einhver pólitískur leikur á ferð innan Sjálf- stæðisflokksins í Hveragerði er ekki annað hægt en að óska eftir því að forystumenn flokksins skerist í leik- inn. Þetta er mjög alvarlegt og snertir ekki lengur þau átök sem þar era, ef bréfið tengist þeim,“ segir Ingólfur. Svifið í snjónum FIMIR fætur og jafnvægislist skipta máli þegar snjóbrettaiðkun er annars vegar, hvort heldur er á íslandi eða Japan. Róbert Lárus- son sýndi í BláQöllum í gær að hann kann ýmislegt fyrir sér í þessari list og ekki er verra að geta stundað íþróttimar í góðu færi og blíðviðri. BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins - Menning/list- ir/þjóðfræði. Meðal efnis era greinar um óperettudrottninguna Sigranu Magnúsdóttur, kenningar Sigvalda Hjálmarssonar, íslenska dansflokk- inn og Bláa turninn við Drottningar- götu í Stokkhólmi, sem hýsir Strind- bergssafn. Einnig er fjallað um sýn- inguna Norrænt Ijós og myrkur og finnsku skáldkonuna Raija Si- ekkinen. Loks má nefna grein um ís- lenska samfélagið á 18. öld og aðra um alkalískemmdir á þessari öld, sem nú eru sagðar liðin tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.