Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 45 Barn sem á því láni að fagna að njóta nærveru ömmu sinnar verður spillt og heldur að amman sé til fyr- ir það. Eg var engin undantekning. Margi-éti Finnbjörnsdóttur þekkti ég ekki sem skyldi, en ömmu mína betur. Hún stjórnaði sumrum bernsku minnar svo báðar voru sáttar. Á Grund í Skutulsfirði ríkti hún sumar hvert. Þangað komu barna- börnin á hverju vori og skiluðu sér ekki heim í borgina fyrr en á haustin. Krakkar geta alltaf fundið sér eitthvað til dundurs, en það þurfti svo sem ekkert að brjóta heil- ann um viðfangsefnin á Grundinni. Iðjuleysi bamabarnanna var ömmu eitur í beinum. Ég átti alltaf dálítið ei-fitt með að skilja af hverju hún átti þennan dásamlega stafla af eld- gömlum og rökum vikublöðum ef henni var svona bölvanlega við að ég læsi í gegnum hann á hverju sumri. Það var svo sem í lagi í rign- ingu, en þegar sólin skein þurfti að viðra bömin. Við húsvegginn biðu öll trén og blómin, sem henni tókst einhvern veginn að rækta á sand- eyri niðri við sjó og það þurfti að reyta arfa og dedúa ýmislegt smá- legt. Á hverju vori var hún aldeilis bit á því hvað vetrardvöl í borginni hafði slæm áhrif. Óskaplega var okkur umhent við þetta, skammað- ist amma mín, sem vissi enga synd stærri en þá að hafa ekki verksvit. Sjálf var hún ekki að tvínóna við hlutina; fann til dæmis upp ágætis aðferð við að koma útsæðinu niður á vorin. Þá stikaði hún um kartöflu- hornið á háhæluðum bomsum og lét krakka með lítið verksvit trítla á eftir sér og pota kartöflu í hverja holu. Og hún var nokkuð ánægð þegar heyjað var á Kirkjubæ og hún vissi af barnabaminu jafnvígu á báðar hendur með hrífuna. Það tók hana nú tímann að kenna það. Garðvinna var ekki eina verkfæri ömmu til að koma umhentum krökkum til nokkurs verkvits. Það var nú meira hvað það þurfti að mála. Ég minnist þess ekki að hafa verið treyst til að mála sjálft húsið fyrr en ég var komin til allnokkurs þroska, en þeir ógnarmetrar af girðingarborðum sem umluktu sumarlandið! Við Magga vomm dubbaðar upp í gömul föt af afa, fengum hvor sinn pensilinn og stóra málningardós. Svo leið sumarið. Eftir á að hyggja hefði nú sjálfsagt verið fljótlegra að mála þetta með rúllu, en það verkfæri var óþekkt á Grundinni, þótti merki um leti og kom verksviti ekkert við. Hvað var svo sem betra á góðum degi en að dunda sér með pensil? Oft fannst ömmu illt ef bama- börnin vora kjur á láglendinu og sendi þau upp á fjall. Dálítið nesti, mjólk í ullarsokk og gengið upp að Stigasteini eða Gatasteini. Við reyndum að fá hana með okkur, en viðkvæði hennar var að þótt hún kæmist upp, þá kæmist hún ekki niður aftur. Við vildum frekar hafa hana niðri. Amma hafði aga á okkur. Raunar gat hún verið fram úr hófi ströng á stundum, en það dró alls ekki úr óþreyjunni í Reykjavík á vorin, enda duldist okkur aldrei hvað henni þótti vænt um þessi kjána- prik sín. Þótt það gæti hvinið í henni var hún hlý, hún var ákveðin en alltaf mjúkhent, hún var amma mín og ég hefði ekki getað eignast betri. Ragnhildur. Nyrst í garðinum gróa gnæfandi furutré. Mösur og mórberjarunnar mynda þar skjólsælt vé. Liljur og lítil vatnsþró leynast í skógarhlé. Rauðbrystingshreiður hylja hógværleg mösurblöð. Una þar örugg hjónin, ötulogvængjahröð. AUt þar til ungar fljúga, eþa þau sumarglöð. (Jakobína Johnson) Við kveðjum langömmu með þessum barnavísum sem minna okkur á trén og fuglana á Grand. Litlu langömmubörnin. + Ása Jónasdóttir fæddist á Húsavík 21. janúar 1916. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 11. febrúar siðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- ríður Sigtryggsdótt- ir, f. 25. maí 1882, d. 5. febrúar 1957, og Jónas Pétursson, f. 18. mars 1884, d. 23. október 1956. Hún ólst upp með systrum sínum Kristínu, f. 23. júlí 1908, d. 1. desem- ber 1981, og Svein- björgu, f. 29. október 1911, d. júlí 1971, og fósturbróðurnum Hreini Helgasyni, f. 9. apríl 1926. Hinn 13. maí 1943 giftist Ása Halldóri Jóni Þorleifssyni, f. 12. mars 1908, á Staðarhóli í Siglu- firði, og bjuggu þau alla sína hjú- skapartíð á Siglufirði. Halldór Amma var baráttukona. Öll hennar ævi ber þess merki því hún glímdi við margs konar erfiðleika og sigraði oft- ast Um sextán ára aldur veiktist hún af berklum og var um tíma ekki hug- að líf en hún bauð dauðanum birginn og sigraði í þeirri orrastu, honum tókst ekki að leggja hana að velli fyrr en hún hafði náð 82 ára aldri. Amma og afi eignuðust sjö böm sem öll komust til manns. Úm sextugt veikt- ist afi og varð óvinnufær eftir það. Þá fór amma að vinna fullan vinnudag í fiskverkun, auk þess að halda heimili. Eftir að afi dó og öll bömin vora farin að heiman fór amma að sinna sínum hugðarefnum. Hún gerðist virk i fé- lagslífi eldri borgara á Siglufirði og var það til dauðadags, hún var snill- ingui- í allri handavinnu og fengum við afkomendurnir svo sannarlega að njóta þess, hún söng líka með kór aldraðra og átti margar stundir í þeim góða hópi. Ég á margar góðar minningar um ömmu mína, þegar ég var yngri dvaldist ég stundum hjá henni hluta lést 24. ágúst 1980. Ása og Halldór eign- uðust saman sjö börn en fyrir átti Halldór soninn Gest, f. 1. júlí 1937, með Árnýju Friðriksdóttur. Börn þeirra Ásu og Hall- dórs eru: 1) Þorvald- ur, f. 29. október 1944. 2) Sigríður, f. 15. nóvember 1945. 3) Valgerður, f. 6. mars 1947. 4) Leifur, f. 8. nóvember 1948. 5) Jónas, f. 10. ágúst 1950. 6) Þorleifur, f. 22. nóvember 1953. 7) Pétur, f. 1. ágúst 1956. Barnabörn og barna- barnabörn eru orðin 35. Ása starfaði sem húsmóðir og verkakona. títför Ásu verður gerð frá Sigluíjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. úr sumri. Einu sinni gengum við saman upp í Hvanneyrarskál og gæddum okkur þar á kóki og prins póló, öðra sinni sigldum við út á Siglunes í skemmtilegum félagskap. Þegar ég brautskráðist frá Mennta- skólanum á Akureyri tók amma þátt í gleðinni og dansaði með okk- ur fram á nótt. En minnisstæðastar eru þó stundimar þar sem við sát- um saman við eldhúsborðið og sögð- um frá því sem á daga okkar hafði drifið, hún hafði lifað svo margt og kunni frá mörgu að segja og alltaf gaf hún sér tíma til að hlusta. Hennar síðustu jólum varði hún með okkur hér í Reykjavík og fyrir það verð ég ævinlega þakklát, við kynntumst á alveg nýjan hátt og hún var ekki lengur eingöngu amma mín heldur líka afar kær vinkona. Ömmu lá samt ósköpin öll á að kom- ast aftur til Siglufjarðar því hún var að flytja 1 nýja íbúð. Þar bjó hún í um það bil þrjár vikur og var alsæl með nýja heimilið, og sína vini og fjölskyldu allt um kring. En nú er hún amma mín dáin, þessi einstaklega hógværa og góða kona er nú sjálfsagt að fóndra eða syngja hinumegin, eða kannski bara að segja honum afa frá uppátækjum afkomendanna fjörutíu og tveggja. Ég veit að hún dó sátt við lífið, það veitir mér styrk þótt ég sakni henn- ar mikið. Þakklæti er mér ofarlega í huga, þakklæti fyrir að hafa átt hana að í rúm tuttugu og þrjú ár og fyrir allt sem hún kenndi mér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Hvíldu í friði. Árný Leifsdóttir. Elsku Ása mín! Þegar ég hugsa til liðinna daga, samfylgdarinnar við þig, er mér þakklæti og söknuður efst í huga. Ég átti því láni að fagna að tengjast þér, Halldóri og fjöl- skyldu ykkar, þegar við Þorvaldur hófum búskap fyrir bráðum 25 ár- um. Mér eru ógleymanleg okkar fyrstu kynni, hvað þið tókuð mér vel, þegar ég kom með Þorvaldi til Siglufjarðar. Þá hafði Halldór misst heilsuna, en lét samt engan bilbug á sér finna og þú varst fyrirvinna heimilisins. Ég fékk að kynnast ykkur sem erfiðisvinnufólki, sem hafði alið upp sjö börn við þröngan kost, í litla húsinu við Kirkjustíginn. Það var notalegt að sitja í eldhús- inu með þér og spjalla fram á næt- ur, og svo gustaði stundum um fjöl- skylduna, þegar farið var að ræða um pólitík og lífsins gagn og nauð- synjar. Þá fannst mér það dvo dýr- mætur kostur að hver og einn fékk að hafa sína skoðun og hún var virt, síðan féll allt í Ijúfa löð eins og ekk- ert hefði í skorist. Árin liðu og við nutum samvista. Það var okkur dýrmætt þegar þið Halldór komuð í sumarfrí til okkar til Eyja og síðan eftir að hann lést, þá dvaldir þú oft hjá okkur part úr vetri. Þú varst svo dugleg að ferðast og lést ekki stórhríðar vetrarins aftra þér. Ég get aldrei fullþakkað þér hvernig þú brást við í veikind- um mínum. Þú varst mér eins og móðir og varst gjarnan búin að hringja áður en við létum vita að ég þyrftí að leggjast inn á spítala. Þú fannst það á þér að eitthvað væri að, og þá komstu til þess að létta undir með okkur í erfiðleikunum. Við áttum líka dýrmætar stundir þegar þú komst í bæinn, þér féll aldrei verk úr hendi og varðst að fá að aðstoða við heimilisstörfin. Það var oft okkar fyrsta verk að fara í bæinn, þú naust þess að fara í handavinnubúðir og kaupa handa- vinnu. Síðan var gjaman farið á bókasafnið og sóttar nokkrar bækur og þá undir þú sæl við þitt. Éftir að fór að hægjast um hjá þér fóru listrænir hæfileikar þínir að blómstra og ber heimili okkar Þorvaldar og annarra í fjölskyld- unni þess merki. Myndir og leir- munir og alls konar handavinna prýðir heimilin okkar. Þú varst mikill tónlistarannandi og naust þess stolt að hlusta á son þinn syngja og finna hæfileika þína koma fram í honum, og núna síð- ustu árin naust þú þess í ríkum mæli, að syngja með kór aldraðra á Siglufírði. Elsku Ása mín, þú fórst ekki var- hluta af erfiðleikum lífsins, ung- lingsárunum eyddir þú á Kristnes- hæli og barðist við dauðann. Seinna áttir þú oft við heilsuleysi að stríða en lést það ekki aftra þér frá að njóta lífsins. Ég trúi því að í gegn- um erfiðleikana hafir þú lært að meta hvað er dýrmætast í lífinu. Þú miðlaðir því til okkar og bamanna okkar. Það var að una glaður við sitt, og þegar þú dvaldir hjá okkur fylgdi þér friður og ró og svo mikið æðraleysi. Ánægja í einfaldleikan- um. Það var dýrmætt veganesti og lærdómur fyrir okkur og unga fólk- ið okkar. Við trúum því að þú hvílir nú í faðmi Jesú Krists frelsara þíns og hirðis, og að þú munir búa í húsi hans um eilífð. Kærar kveðjur frá okkur Þorvaldi, Þorra, Ásu Láru, Leifi, Heiðrúnu, Viktori og Palla og fjölskyldum þeirra allra. Með þökk fyrir allt. Margrét Scheving. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns og vinar, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, Lambhaga 46, Selfossi. Sérstakar þakkir faerum við læknum og öðru starfsfólki deildar 11-E og bráðamóttöku Landspítalans, svo og ástvinum og vanda- mönnum fyrir margháttaðan hlýhug honum sýndan lífs og liðnum. Friður Guðs fylgi ykkur. Ingibjörg Helena Guðmundsdóttir, Sigrún Hildur Guðmundsdóttir, Atli Gunnarsson, Ástrós Guðmundsdóttir, Guðlaugur Ragnar Emilsson, Guðleifur Guðmundsson, Elínborg Guðmundsdóttir, Jakob Freyr Atlason. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EGGERTS ÓLAFSSONAR bónda, Laxárdal, Þistilfirði. Elín M. Pétursdóttir, Bragi Eggertsson, Helga Jóhannsdóttir, Petra S. Sverrissen, Einar Friðbjörnsson, Ólafur Eggertsson, Anna Antoníusdóttir, Stefán Eggertsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Marinó P. Eggertsson, Ósk Ásgeirsdóttir, Guðrún G. Eggertsdóttir, Þórarinn Eggertsson, Særún Haukdal, Garðar Eggertsson, Iðunn Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og faðir, SIGURÐUR GUTTORMSSON fyrrverandi bankafulltrúi, lést á Selfossi þriðjudaginn 10. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sigríður M. Gísladóttir, Gísli Sigurðsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, ömmu okkar og langömmu, GUÐNÝJAR HELGADÓTTUR, Samtúni 16. Margrét Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Jón Sævar Þórðarson, Jón Ari Jónsson, Elín Elísabet Hellers-Thorarensen, Aðalsteinn Thorarensen, Eiríkur Hrafn Thorarensen, Guðný Lára Thorarensen, Bergljót Jónsdóttir, Þórður Sævar Jónsson, Lars Hellers, Lana Hellers. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför systur minnar og frænku okkar, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR, Droplaugarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Droplaugarstaða, 3. hæð. Kristján Einarsson. Kristín, Hlíf, Einar, Magnús og fjölskyldur. ÁSA JÓNASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.