Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 37 AÐSENDAR GREINAR Hvetja skal til vottunar vistvænna fískveiða AÐ undanförnu hef- ur átt sér stað nokkur umræða um svokallað- ar vistvænar fiskveiðar. Aform - átaksverkefni sem til var stofnað á Al- þingi árið 1995 hefur á starfstíma sínum látið til sín taka málefni er varða vistvænan og líf- rænan landbúnað og sjávarútveg og einnig kynnt sér vottun mat- væla í Evrópu og Am- eríku. Ljóst er að mikil- vægi vottunar matvæla eykst með hverju ári og er nú svo komið að vottuð lífræn matvæli njóta stöðugt meiri virðingar með- al neytenda sem telja að mikilvægi dýravemdar, náttúruvemdar, holl- ustu og hreinna framleiðsluhátta án notkunar aðskotaefna og sjálf- bærir framleiðsluhættir skipti miklu máli. En það geta ekki allir framleiðendur uppfyllt strangar kröfur um lífræna þúskaparhætti og sem dæmi má nefna að hér á landi er mesti þröskuldurinn sá að notkun tilbúins áburðar er ekki leyfð. Þess ber þó að geta að notk- un tilbúins áburðar hér á landi er aðeins brot af því sem annars stað- ar þekkist. íslenskur landbúnaður getur hins vegar státað af því að vera stundaður í hreinu umhverfi og án notkunar óæskilegra að- skotaefna. Á næstunni mun liggja fyrir endurskoðuð reglugerð um vottun vistvænna afurða þar sem tekið er tillit til hreinleika, vist- vænna búskaparhátta og unnt að rekja uppmna afurðanna frá bónda að borði eða einsog einhver hefur sagt frá „haga í maga“. Upp- mnavottun verður væntanlega gerð að skilyrði fyrir útflutn- ingi matvæla í Evrópu og Ameríku á alíra næstu ámm. Hvað eru vistvænar fískveiðar? Samkvæmt reglu- gerð um lífræna bú- skaparhætti alþjóða- samtaka lífrænna framleiðenda og bænda er sérstakur kafli um villibráð. Þar er einkum lögð á það áhersla að ekki skuli gengið svo nærri náttúruleg- um auðlindum jarðar að af því stafi sú hætta að þeim verði útrýmt. Áform hefur unnið að því í sam- vinnu við virta vottunaraðila líf- rænna afurða austanhafs og vestan að kanna hvaða möguleika íslend- ingar hefðu til að votta sjávaraf- urðir samkvæmt lögum og reglu- gerðum sem þegar era í gildi hér á landi um veiðar, vinnslu og með- ferð afurðanna. Talið er nokkuð víst að núverandi kerfi standist þær kröfur sem almennt em gerð- ar til vistvænnar framleiðslu. Þá hefur Áform látið sig varða vist- vænar vöramerkingar á fiski og reynt að koma viðhorfum í land- búnaði áleiðis til sjávarútvegsins. Undirstaðan fyrir vistvænan land- búnað er vemdun frjósemi jarð- vegsins og viðhald á eðlilegri hringrás náttúrannar. Stjórn Áfroms telur að þessi markmið megi heimfæra upp á fiskveiðar að miklu leyti. Tilgangur kvótakerfis- ins er sá að tryggja að veiðar séu stundaðar í sátt við umhverfið og hafa lög og reglugerðir um vinnslu og veiðar hér á landi vakið mikla athygli þar sem þær hafa verið kynntar á vettvangi lífrænna fram- leiðenda. Vottun sjávarafurða Síðar á þessu ári er líklegt að stofnunin Marine Stewartship Krafa neytenda um vottuð hrein og holl matvæli, segir Baldvin Jónsson, á eftir að aukast á komandi árum. Counsil (MSC) muni votta sjávar- afurðir. MSC er samvinnuverkefni matvælarisans Unilever og World Wide Fund for Nature (WWF). Fulltrúar þessara aðila komu hing- að til lands síðastUðið vor og kom fram í viðtölum við þá í fjölmiðlum að fiskveiðar Islendinga væra til mikillar fyrirmyndar enda væri af- koma landsins byggð á þeim. Fóra þeir fögram orðum um veiðar og vinnslu og töldu að vandi sjávarút- vegs í heiminum væri ekki jafnmik- iU og tahð er ef hann væri stundað- ur með sama hætti og hér á landi. Með þetta í farteskinu er því ekk- ert í raun því til fyrirstöðu að hefja trúverðuga vottun vistvænna ís- lenskra sjávarafurða þar sem veið- arnar eru stundaðar í sátt við um- hverfið á sjálfbæram forsendum. Trúverðugleikinn fæst einungis með því að opinberir aðilar veiti skoðunaraðilum löggildingu sam- kvæmt alþjóðlegum reglugerðum. MSC er ekki opinber stofnun. Uni- lever er fyrirtæki sem á talsvert langt í land með að vera talið um- hverfisvænt en nýtur nú velvildar WWF með samstarfinu um MSC. WWF stendur fyrir auglýsingaher- ferð í sjónvarpsstöðvum í Evrópu þar sem almenningur er hvattur til að kaupa ekki fisk vegna þess að fiskur sé í útrýmingarhættu. Hér er á ferðinni slík ófrægingarher- ferð gegn fiskveiðiþjóðum að með ólíkindum er. Hvernig ætlar WWF að taka að sér í samvinnu við Uni- lever að votta fisk á sama tíma og þeir vinna gegn neyslu sjávaraf- urða? Það er ekki trúverðug vottun sem krefst vottunargjalds sem síð- an rennur til sérhagsmuna ein- stakra umhvefissamtaka. Matvælalandið ísland Sjávarútvegur og landbúnaður era höfuðatvinnugreinar þessa lands og hafa verið stundaðar frá landnámi. Lega landsins, stutt gróðurtímabil, dreifð byggð og hrein náttúra gefa íslenskri mat- vælaframleiðslu nú enn betra tæki- færi en nokkra sinni fyrr til að selja hreinar afurðir fyrir sann- gjarnt verð. Við munum aldrei geta keppt á matvælamörkuðum heims- ins á grandvelli lágs verðs og mik- ils magns, heldur einungis á grand- velli lítils magns fyrir sanngjamt verð. Krafa neytenda um vottuð hrein og holl matvæli á eftir að Baldvin Jónsson aukast á komandi árum. Hlutdeild vistvænna afurða, að ekki sé talað um lífrænt framleiddra, fer stöðugt vaxandi og því mikilvægt að við hefjum nú strangt eftirlit með mat- * vælaframleiðslunni í samræmi við kröfur markaðanna og vottun á trúverðugan hátt um uppruna og vinnslu. Það er áríðandi að sjávarútvegur og landbúnaður vinni saman. Það myndi til dæmis verða landbúnað- inum til framdráttar ef sjómenn sæju sér hag í því að henda ekki úrgangi í hafið eftir slægingu. Flytja mætti þennan úrgang í land og nýta í landbúnaði og hugsanlega iðnaði. Þannig er hlúð að hringrás í fæðukeðjunni. Nú era starfandi tvær löggiltar vottunarstofur í lífrænum landbún- aði, væntanlega verður búnaðar- samböndunum falin vottun vist- væns landbúnaðar. Skynsamlegt væri að Fiskifélag Islands tæki að sér útgáfu heimilda til notkunar umhverfismerkis sjávarafurða samkvæmt reglugerð í samráði við Fiskistofu og skoðunarstofur sem vottuðu „Organic Ocean Prod- ucts“*. Með því móti getur Fisldfé- lagið staðið að kynningu vottunar- innar og umhverfisstefnu sjávarút- vegsins í heild sinni og komið henni á framfæri við hagsmunaaðila inn- an sjávarútvegsins. *- Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa nú tekið upp stefnumótun um sjálfbæra þróun í anda sáttmála Sameinuðu þjóðanna síðan 1992, „Dagskrá 21“. Þar er horft til sjálf- bærrar þróunar á flestum sviðum umhverfisins. Metnaðarfull stefna ríkisstjórnar Islands í umhverfis- málum liggur fyrir og því ekki eftir neinu að bíða. Islendingar ráða yfir nægilegri getu, hugsjón og gæða- vitund til þess að taka svo mikil- vægt skref sem það er að framleiða ^ einungis vottuð vistvæn matvæli í sátt við náttúrana. * Orðið organic er það sem hér á landi hefiir verið þýtt lífrænt en ecological sem vistvænt Höfundur er vcrkefnisstjóri Áforms - átaksverkefnis. Nýsköpunarsj óður atvinnulífsins UM SÍÐUSTU áramót urðu þáttaskil á íslenskum fjármagns- markaði. Gömlu ríkisviðskiptabönk- unum Landsbanka Islands og Bún- aðarbanka Islands var breytt í hluta- félög og fjórir fjárfestingarlánasjóðir sameinuðu starfsemi sína í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins hf. og Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins. Þess- um breytingum á íslenskum fjár- magnsmarkaði voru strax í upphafi sett skýr markmið: í fyrsta lagi að draga úr umsvif- um ríkisins í almennri fjármála- starfsemi og leggja af ríkisábyrgðir. í öðra lagi að brjóta niður þá múra sem verið hafa á fjármagns- markaðinum á milli einstakra at- vinnugreina. í þriðja lagi að greina á milli og skýra ábyrgð þróunar- og áhættu- fjármögnunar annars vegar og al- mennrar fjármálastarfsemi hins vegar. I fjórða lagi að efla framboð áhættufjármagns fyrir atvinnulífíð. í fimmta lagi að ná fram hagræð- ingu á fjármagnsmarkaðinum með aukinni samkeppni, sem á að skila sér í ódýrari og betri fjármálaþjón- ustu fyrir atvinnulífið. Starfssvið Nýsköpunarsjóðs Auk starfrækslu tryggingadeild- ar útflutningslána verður starfssvið Nýsköpunarsjóðsins í meginatrið- um tvíþætt: Annars vegar þátttaka í arðvæn- legum fjárfestingarverkefhum með íslenskum og erlendum fyrirtækj- um. Hins vegar stuðningur við forathuganir, vöra- þróunar- og kynningar- verkefni. Starfar á fyrstu stig- um fjárfestingar Nýsköpunarsjóði er fyrst og fremst ætlað að starfa sem áhættufjár- magnssjóður. í því felst að hann leggur fram fjár- magn í formi hlutafjár eða lána með sambæri- legum kjörum og hlutafé hvað varðar áhættu og arðsemisvon. í hlutafé- lagaforminu er fólginn mikill styrkur því það gefur ramma um aðhald og eftirlit með verkefnunum. Þess vegna er eðlilegt að sjóðurinn taki þátt í félög- um með kaupum á hlutafé. Af þessu leiðir að þátttaka Ný- sköpunarsjóðs í fjárfestingarverk- efnum er ekki hefðbundin stofnlána- starfsemi. Sjóðurinn beinir sjónum sínum fyrst og fremst að áhættu- meiri fjárfestingarverkefnum á fyrstu stigum vaxtar, þ.e. á þeim stigum þar sem hefðbundinn áhættufjármagnssjóður starfar ekki. Honum er því ekki ætlað að keppa við aðra fjárfesta, sem nú þegar hafa á farsælan hátt markað sér veiga- mikið hlutverk á síðari stigum áhættufjárfestinga, eins og t.d. Afl- vaki, Þróunarfélagið, Burðarás og Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hafa svo ágætlega gert. Sjóðurinn mun jafnframt styðja við vöraþóun og ýmiss konar forathuganir og hagkvæmiathuganir, þar sem minni kröfur era gerðar til beins arðs eða endurgreiðslu fjárframlaga, enda þótt ætla megi að þau geti leitt til arðsamra fjárfestinga eða fram- leiðslu síðar meir. Nýsköpunarsjóður- inn mun sinna vand- aðri áhættufjárfest- ingu á grandvelli þeirra meginreglna sem beitt hefur verið með góðum árangri á þróaðri mörkuðum en okkar. Nýsköpunarsjóðurinn er sem sagt sjóður sem fjárfestir á faglegum granni þar sem arðsemis- von er í takt við áhættu. í umfjöllun Alþingis um fram- varp um Nýsköpunarsjóð atvinnu- lífsins og í þeim starfsreglum sem nú hafa verið staðfestar kemur skýrt fram að Nýsköpunarsjóði er ætlað sérstakt hlutverk á íslenskum fjármálamarkaði á frumstigum fjár- festingar í íslenskum fyrirtækjum. Það er síðan á ábyrgð stjórnenda sjóðsins hvernig tekst til. Múrum milli atvinnugreina rutt úr vegi Sú breyting sem nú hefur orðið á rekstrarformi ríkisviðskiptabank- anna og fjárfestingalánasjóðanna er mér vissulega kærkomin. Jafnframt er mér í mun að áfram verði haldið Finnur Ingólfsson við að ryðja burtu þeim múram sem enn era á milli atvinnugreinanna. Hætta verður að meta alla hluti út frá einangruðum sérhagsmunum einstakra atvinnugreina. í stað þess þurfum við öll að opna augu okkar fyrir því að það er miklu meira sem sameinar atvinnugreinarnar en skil- ur þær að. Þetta hefur tekist vel í þeim tilvikum þar sem reynt hefur á þetta. Átak til atvinnusköpunar og Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar era góð dæmi um hvern- ig til hefur tekist. Átak til atvinnusköpunar er sam- starfsverkefni iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins, Iðnlánasjóðs og Iðn- þróunarsjóðs, sem starfrækt hefur verið síðastliðin tvö ár. Þótt aðstand- endur þess samstarfs hafi átt rætur í Mér er í mun að áfram verði haldið við að ryðja burtu þeim múr- um, segir Finnur Ing- ólfsson, sem enn eru á milli atvinnugreinanna. hefðbundnum iðnaði studdi það fyrst og fremst lítil og meðalstór fyrirtæki og nutu mörg fyrirtæki úr öðram greinum, t.d. úr sjávarútvegi, ferða- þjónustu og landbúnaði, góðs af því. Nú era gömlu samstarfsaðilamir, þ.e. sjóðir iðnaðarins, horfnir af sjón- arsviðinu. Brýnt er að halda þessu starfi áfram. Nýsköpunarsjóður mun taka upp merki þeirra og halda áfram því uppbyggingarstafi sem þeir unnu að og áttu vissulega sinn hlut í að koma á fót. Hér er ég fyrst og fremst að hugsa um mikilvæga verkefnaflokka eins og Vöraþróun, verkefni þar sem fyrirtæki hafa ver- ið studd gegnum vöraþróunarferlið allt frá hugmynd að markaðshæfri vöra, Framkvæðiframkvæmd, sem snúist hefur um sértæka ráðgjöf við fyrirtæki á ýmsum sviðum, s.s. stjórnun og markaðsmál, Snjall- ræði, hugmyndasamkeppni fyrir snjalla einstaklinga og Samstarfs- vettvang sjávarútvegs og iðnaðar, sem stutt hefur við þróun og gerð ýmissa tækja og aðferða sem tengja saman sjávarútveg og iðnað. Ailt era þetta verkefni sem unnið hafa sér traust og virðingu þeirra sem til þekkja. Endurskipulagning rannsókna- stofnana næsta skref Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að Nýsköpunai-- sjóður myndi sterk tengsl við rann- sóknar- og þróunarumhverfið hér á landi. Hins vegar er ekki síður mikil- vægt að gott samstarf myndist við atvinnuh'fið og samtök þeirra. Það kemur bæði til af því að uppsprettu nýsköpunar er gjaman að finna í frjóum nýsköpunarjarðvegi stærri . fyrirtækja og nauðsyn þess að fá fagfjárfesta til samstarfs um fjár- festingu á framstigi með öflugri þáttöku í framtakssjóði Nýsköpun- arsjóðs. Það er trú mín og vissa að til- koma Nýsköpunarsjóðs muni leiða til efldrar nýsköpunar og aukinnar sóknar og uppbyggingar íslensks atvinnulífs, m.a. með erlendri sam- vinnu. Það mun hvíla á herðum stjórnar og starfsliðs sjóðsins að búa svo um hnútana að það takist. Ég lít svo á að Nýsköpunarsjóður sé fyrsta skrefið í átt að breyttu ný- *- sköpunaramhverfi hér á landi. Óhætt er að segja að stofnun sjóðs- ins sé mjög mikilvægt skref að þvl marki. Næsta skref er hins vegar að endurskipuleggja tækni- og rann- sóknarstofnanir atvinnulífsins. Það er verkefni næstu ára. Höfundur er iðnaðar- og viðskipta- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.