Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason MÖRG skip voru að veiðum á miðunum suðaustur af Papey í gærdag og fengu þar stóra og fallega ioðnu en nokkuð var um átu í henni. * Ágæt veiði hjá loðnuflotanum suðaustur af Papey 1 gær og í fyrrinótt Loðnuvertíðin er loks- ins hafín fyrir alvöru ÁGÆT loðnuveiði var í gær og í fyrrinótt suðaustur af Papey og binda menn vonir við að vertíðin sé pú loks hafín fyrir alvöru. Loðnan sem fékkst var stór og falleg en nokkuð var um átu í henni. Víkingur AK var á miðunum við Papey um kvöldmatarleytið í gærkveldi og hafði þá fengið um 1.300 tonn. Hólmaborgin var með svipaðan afla um sama leyti og hafði verið að veiðum frá því um tíuleytið í gær. Loðnan var stór og falleg en einhver áta í henni. Tuttugu skólastjórar til Singapore TUTTUGU skólastjórar frá grunn- skólum Reykjavíkur, sem alls eru um 30, fara í næsta mánuði í 10 daga kynnisfór til Singapore. Hyggjast þeir kynna sér stærðfræðikennslu þar, sem þykir hafa skarað fram úr. Ferð skólastjóranna er styrkt af Fræðsluróði Reykjavíkur sem hefur um nokkurra ára skeið boðið 5 til 7 skólastjórum á ári hverju í kynnis- ferð til útlanda til að kynna sér ýms- ar nýjungar í skólamálum. I ár var ákveðið að boðið skyldi ná tO allra skólastjóra grunnskóla Reykjavíkur. "ríeildarupphæð styrks Fræðsluráðs er þó svipuð og fyrri ár þar sem gert er að skilyrði að skólastjórarnir afli sjálfir styrkja til að greiða hluta kostnaðar en þeir eiga möguleika á styrkjum til slíkra kynnisferða sam- kvæmt ákveðnum reglum. I ferðinni er ráðgert að skólastjór- arnir hitti ráðamenn skólamála í ffingapore og kynni sér m.a. stærð- fræðikennslu þar um slóðir. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson var að rannsóknum á Norðfjarðardýpi í gær. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur sagði að þeir hefðu orðið varir við slang- ur af loðnu og einnig væri töluvert mikið af henni um og utan við land- grunnskantinn austur af Gerpi. Hjálmar sagði að hann teldi óhætt að segja að vertíðin væri hafin af fullum krafti og vonandi héldist góður gangur í veiðunum hér eftir. Ekki væri nema lítill hluti af hrygningargöngunni kominn inn að landinu ennþá og því væru þeir að athuga svæðið utar. Nálægi; kynþroska Hjálmar sagði að það ylli nokkrum áhyggjum að loðnan væri komin talsvert nálægt því að verða kynþroska og það myndi náttúr- lega stytta þann tíma sem yrði hægt að veiða hana uppi við landið. Það væri þó of snemmt að fullyrða nokkuð þar sem einungis hluti af hrygningargöngunni væri kominn upp að landinu og sú loðna sem enn væri úti á dýpinu ætti væntanlega eftir að lengja veiðitímann. Heildarloðnukvótinn í ár er 1.265 þúsund tonn og á eftir að veiða af honum 430-440 þúsund tonn. Hjálmar sagði aðspurður að menn þyrftu að halda vel á spöðun- um ef ná ætti öllum kvótanum, að minnsta kosti ef verkfall skylli á um miðjan mars. Vertíðin nú byrj- aði óvenjuseint og kynþroskinn væri orðinn nokkuð mikill en hann teldi þó að hægt yrði að veiða loðnu framyfir miðjan mars. Grunnskólinn á Bfldudal Helmingur nemenda með flensu STARFSEMI ýmissa stofnana á Bíldudal er hálflömuð vegna inflú- ensufaraldurs sem gengur yfir þorp- ið. í gær og fyrradag var til dæmis helmingur nemenda og kennara grunnskólans rúmliggjandi. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skóla- stjóri grunnskólans á Bfldudal, segir að flensan leiki skólastarfið grátt. í skólanum eru 42 nemendur og var helmingur þeirra veikur í gær. Einnig helmingur kennaraliðsins. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að halda skólastai'fmu gangandi fyrir þá sem á annað borð geta mætt. I það stefndi í gær að aflýsa yrði grímuballi sem fyr- irhugað var að halda. Flensan er að stinga sér niður hjá starfsfólki annarra stofnana og fyrh'- tækja. Á einstaka stað hafa hlotist vandræði af. Starfsemi stóru fisk- vinnslufyrirtækjanna hefur enn ekki raskast. Verkstjóri hjá Rauðfeldi sagði í gær að flensan væri að byrja þar en ekki hefðu margir tilkynnt veikindi enn sem komið væri. Fólk fær höfuðverk og háan hita en flensan gengur yfirleitt yfir á tveimur dögum, að sögn skólastjórans. --------------- Ljósagangur í Seljalandi MIKILL Ijósagangur sást í Selja- landi undir Eyjafjöllum laust eftir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Það voru vegfarendur á leið um þjóðveg- inn sem fyrst gerðu lögreglu á Hvolsvelli viðvart, en þeir töldu að um neyðarblys gæti verið að ræða. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að íbúar á a.m.k. tveimur bæjum undir Eyjafjöllum höfðu séð grænt ljós koma úr austri og fara mjög hratt yfir, lárétt til vesturs. Sigurgeir Ingólfsson, bóndi á Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum, sagðist í samtali við Morgunblaðið helst geta lýst þessu sem eldhnetti. Hann hafi verið skærgrænn og lýst upp suður- himininn. Þau hjónin hafi séð hann í 4-5 sekúndur áður en slokknaði á honum. Eftir að hafa heyrt lýsingai' sjónarvotta taldi lögregla ekki vera um neyðarblys að ræða. --------------- Lenti heilu og höldnu eftir ísingu EINS hreyfils flugvél sem verið er að ferja frá Evrópu til Bandaríkj- anna lenti í erfiðleikum vegna ísing- ar yfir hafinu milli Færeyja og Is- lands í gærkvöld. Flugmaðurinn lækkaði flugið, komst út úr ísingunni og lenti heilu og höldnu á Reykjavík- urflugvelli laust eftir klukkan 22. Vélin, sem er af gerðinni Beechcraft Bonanza, var í um 8 þús- und feta hæð þegar mikil ísing hlóðst á hana. Flugmaðurinn lækkaði flugið í 2.500 feta hæð og komst þar í um eins stigs hita og þar með út úr ís- ingunni. Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík fylgdist með ferðum vél- arinnai', lét kalla þyrlusveit Land- helgisgæslunnai' í viðbragðsstöðu og gaf flugmanninum upplýsingar. Þeg- ar vélin kom nær landinu komst hún gegnum skil og gat farið upp í 10 þúsund feta hæð síðasta spölinn. Skartgripasýning á vegum Sotheby’s haldin hér á landi Demantseyrnalokk- ar fyrir 5 milljónir SÝNING á skartgripum á vegum Sotheby’s í samvinnu við íslands- banka verður haldin hér á landi í byrjun marsmánaðar, en skart- gripirnir verða boðnir upp hjá Sotheby’s í Lundúnum síðar í mánuðinum. í samvinnu við Islandsbanka Sigríður Ingvarsdóttir hjá Sot- heby’s á Islandi sagði í samtali við Morgunblaðið að sýningin væri haldin í samvinnu við Islands- banka, en þetta væri í fyrsta skipti sem Sotheby’s væri með skart- gripasýningu á Norðurlöndum. Á Yfir fjörutíu skartgripir frá þekktustu hönn- uðum í heiminum sýningunni verða yfir 40 skart- gripir eftir þekktustu hönnuði í heiminum, eins og Bulgari, Carti- er, Drayson, Van Cleef & Arpels, Verdura og Trio. Sigríður sagði aðspurð að ekki væri hægt að segja til um heildar- verðmæti þeirra skartgripa sem verða til sýnis hér, en sýningin verður í húsakynnum íslandsbanka 2. og 3. mars. Á meðal gripanna má nefha demantseymalokka með perulöguðum demöntum, 4,93 karöt og 4,65 karöt. Lokkamir eru metnir á 42 til 48 þúsund pund eða 5-6 milljónir króna. Þá má nefna sett sem samanstendur af hálsfesti, armbandi og hring með litlum demöntum sem eru alls um 40,5 karöt og smaragðar sem eru alls um 37 karöt. Settið er metið á um 4 milljónir króna. Þá er demants- hringur á sýningunni sem metinn er á 3,5 milljónir kr. Á sýningunni era einnig gripir metnir á 250 til 350 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.