Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 49 FRÉTTIR Vinningshafar í bruna varnaátaki LSS 1997 Morgunblaðið/Árni Sæberg FJÓRIR af þeim sem hlutu vinning. Frá vinstri: Finnur Kolbeinsson, Tinna Ilallsdóttir, Guðrún Iljartar- dóttir og Freyja Þórsdóttir. LANDSSAMBAND slökkviliðs- manna efndi til eldvamarviku í desember sl. sem var að þessu sinni 1.-6. desember. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins hver á sínu starfssvæði og lögðu fyrir nemendur sérstakt verkefni ásamt eldvarnagetraun og ræddu um eldvarnir. í landinu em u.þ.b. 147 grunnskólar, þar af 45 á Reykjavíkursvæðinu, með samtals 5 þúsund grunnskólabörnum í 3. bekkjum. Góð þátttaka var í eldvaraaget- raun bmnavarnaátaksins sem efnt var til, jafnhliða heimsóknum í skólana í tilefni eldvarnavikunnar 1.-6. des. sl. Um 2 þúsund svör bár- ust til félagsins. Dregin vora úr innsendum lausnum 5. febrúar sl., nöfn 20 barna sem búsett eru víðs- vegar um landið. Verðlaunaaf- hending fer fram í 16 slökkvistöðv- um vfðs vegar um landið og fer fyrsta verðlaunaafhending fram þriðjudaginn 17. febrúar í Slökkvi- stöðinni í Reykjavík í Skógarhlíð. Hvert þessara barna hlýtur eftir- farandi verðlaun: Olympus mynda- vél - Trip AF 31, reykskynjara, barnabókina „Gættu þín á eldin- um“ eftir Ingileif Ögmundsdóttur, blaðið „Slökkviliðsmaðurinn" 1997 sem LSS gefur út og sérstakt við- urkenningarskjal félagsins. Eftirtalin nöfn voru dregin út: Guðrún Hjartardóttir, Grófar- smára 26, 200 Kópavogi, Freyja Þórsdóttir, Njörvasundi 33, 104 Reykjavík, Björn Úlfar Halldórs- son, Furubyggð 4, 270 Mosfellsbæ, Tinna Halldórsdóttir, Brekkutúni 14, 200 Kópavogi, Finnur Kolbeins- son, Laxakvísl 17, 110 Reykjavík, Guðmundur Freyr Hallgrímsson, Háholti 30, 300 Akranesi, Hanna Björg Egilsdóttir, Víkurflöt 7, 340 Stykkishólmi, Thelma Þorsteins- dóttir, Hlíðarbraut 14, 540 Blöndu- ósi, Sonja Rut Jóhannsdóttir, Stór- holti 7, 400 ísafirði, Katla Valdís Ólafsdóttir, Öldugötu 7, 620 Dal- vík, Hafrún Hafþórsdóttir, Grund- argarði 7, 640 Húsavík, Elísabet Sara Emilsdóttir, Botnahlíð 31, 710 Seyðisfirði, Þórður Sturluson, Mar- bakka 1, 740 Neskaupstað, Guðni Jónsson, Silfurbraut 31, 780 Höfn, Aðalbjörg Garðarsdóttir, Vestur- vegi 28, 900 Vestmannaeyjum, Guðmundur Heimir Jónasson, Egilsstöðum I, 801 Selfossi, Ragnar Pálsson, Mýrum, 800 Kirkjubæjar- klaustri, Elvar Freyr Arnarsson, Akurhúsi, 250 Garði, Einar Örn Hafsteinsson, Gerðavöllum 11, 240 Grindavík, Örn Erlendsson, Breið- vangi 20, 220 Hafnarfirði. Jafnframt hefur Landssamband slökkviliðsmanna veitt þeim aðilum sérstaka viðurkenningu sem styrkt hafa brunavarnaátakið árlega und- anfarin 4-5 ár, en á landinu öllu hefur fjöldi fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka styrkt brunavarna- átakið. Það er samdóma álit allra þeirra aðila sem þátt tóku í eldavamavik- unni að brunavarnaátakið hafi heppnast afar vel og forvarnagildi þess sé ótvírætt. Landssamband slökkviliðsmanna mun halda áfram á þeirri braut að stuðla að samræmdri og bættri eld- varnafræðslu m.a. fyrir grunnskóla- börn með árlegri eldvaraaviku sem er fyrsta vikan í desember. Landssamband slökkviliðsmanna þakkar öllum þeim fjölmörgu er aðstoðuðu við brunavarnaátak fé- lagsins en þó sérstaklega öllum þeim börnum er virkan þátt tóku í eldvarnagetrauninni ÍEGWÍ.ÍUWA' - 1 vlí’ ; nr æ Alþýðuflokkurinn í Hafnarfírði Opið prófkjör í mars ALÞÝÐUFLOKKURINN í Hafn- arfírði hefur ákveðið að hafa opið prófkjör um 10 efstu sæti á fram- boðslista flokksins við bæjarstjórn- arkosningamar næsta vor. Prófkjörið fer fram dagana 14. og 15. mars nk. en framboðsfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 1. mars. Framboðum skal skilað til oddvita prófskjörsstjórnar Harðar Zóphaníassonar, Tjamarbraut 13, Hafnarfírði. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fyrir prófkjörið hefst miðvikudag- inn 4. mars í Alþýðuhúsinu, Strand- götu 32. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla mun standa yfir alla virka daga frá og með 4. mars til og með fóstudeginum 13. mars. Kosið verð- ur frá kl. 13-16 fyrrnefnda daga. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllu stuðningsfólki Alþýðuflokksins í Hafnarfírði sem kosningarétt hef- ur í bæjarstjórnarkosningunum 23. maí í vor. Auk þess hafa allir félag- ar í FUJ Hafnarfírði kosningarétt í prófkjörinu. Samhliða prófkjörinu mun verða haldin skoðanakönnun um það hvaða verkefni skuli hafa forgang á næsta kjörtímabili. Skoðanakönnun- in verður framkvæmd með þeim hætti að allir þátttakendur próf- kjörsins munu fá í hendur blað þar sem upp eru talin ýmis verkefni sem bíða næstu bæjarstjórnar. Þar með gefst þátttakendum möguleiki á að forgangsraða verkefnum næsta kjörtímabils. Niðurstöðuna munu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins hafa til hliðsjónar á næsta kjörtímabili. Fyrirlestraröð um undur hafsins RÖÐ fyrirlestra fyrir almenning í tilefni af Ári hafsins á vegum Sjáv- arútvegsstofnunar HÍ verður hald- in í Háskólabíói, sal 4, annan hvern laugai-dag frá 21. febrúar kl. 13:15- 14:30. Dagskráin er sem hér segir: 21. febrúar: Síldin veður og síldin kveður. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir frá eftirlætisviðfangsefnum sínum og samferðamönnum í gegnum árin. 7. mars: Glötum við Golfstraumnum? Amý Erla Svein- björnsdóttir jarðeðlisfræðingur ræðir um breytingar á veðurfari og hafstraumum. Ámý hefur tekið þátt í rannsóknum á borkjömum úr Grænlandsjökli, sem sýna meðal annars sveiflur í veðurfari árhund- mð aftur í tímann. 21. mars: Franskir duggarar á íslandsmiðum. Elín Pálmadóttir blaðamaður segir frá frönskum sjó- mönnum á fiskiskipum hér við land á síðustu öld. Elín hefur rannsakað sjósókn frá Bretagne norður um höf, bækistöðvar þessa flota hér á landi, samskipti sjómanna við ís- lendinga og minjar um þessi tengsl í Frakklandi. Elín hefur skrifað bókina Fransí-Biskví um þessar rannsóknir. 4. apríl: Suður um höfin. Unnur Þóra Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon smíðuðu eigin skútu og lögðu í langferð um undraveröld Suðurhafa. Þau segja frá ferð sinni og hafinu eins og það birtist þeim í návígi. Unnur og Þorbjörn hafa skrifað tvær bækur um ferðir sínar, í kjölfar Kríunnar og Kría siglir um Suðurhöf. 18. apríl: Hvað ógnar hafinu og hvernig verndum við það? Össur Skarphéðinsson líffræðingur og fyi-rverandi umhverfisráðherra ræðir um það sem helst ógnar líf- í-íkinu í hafinu, og segir einnig frá aðgerðum sem þegar er beitt eða verið er að undirbúa til að sporna við frekari spillingu hafsins. Æskulýðsmót hestamanna OPIN töltkeppni verður haldin laugardaginn 21. febrúar kl. 14 í Borgarhreppi. Keppt verður í full- orðinsflokki og einum yngri flokki ef næg þátttaka fæst, annars í ein- um opnum flokki. Hjálmaskylda. Keppt er um bikarinn „Staðar-tölt- mejstarinn ‘98“. Á Sunnudag 22. febrúar, kl. 13 verður Æskulýðsmót hestamanna- félaganna á suðvesturhorninu hald- ið í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Kynnt verður hvað krakkar í ein- stökum félögum hafa fyrir stafni, íþróttaálfurinn mætir og boðið verður upp á skeifulaga tertu frá Jóa Fel bakara. Hörður verður með árshátíðar- mót á Varmárbökkum á laugardag og sölusýningu hrossa í tengslum við það. Þá verður Léttir á Akur- eyri með ískappreiðar sama dag. Kynningarhátíð Kópavogs- listans KÓPAVOGSLISTINN, sem Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur, Samtök um kvennalista og fólk ut- an flokka stendur að fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í Kópavogi í vor, efnir til kynningarhátíðar í Fé- lagsheimili Kópavogs nk. sunnudag kl. 14. Á fundinum verður framboðslist- inn kynntur og stefnumið fram- boðsins reifuð. Ræðumenn verða Flosi Eiríksson, sem skipar 1. sæti listans, Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður og Vilmar Péturs- son, sem skipar 6. sætið, sem er baráttusæti listans. Ýmsir listamenn koma fram á kynningarhátíðinni, m.a. Ríó tríó, Kársneskórinn undir stjóm Þór- unnar Björnsdóttur, Emilíana Torrini og söngkonumar Ágústa og Harpa, sem syngja nokkur lög eftir Sigfús Halldórsson. Fundarstjóri verður Heimir Pálsson. Húsið opn- að kl. 13.30 og eru allir Kópavogs- búar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vakningasam- komur á Hjálp- ræðishernum HJÓNIN Majsan og Ingemar Myr- in frá Svíþjóð eru ræðumenn á öll- um samkomum helgarinnar í Herkastalanum. Með þeim er sonur þeirra Jonas sem syngur einsöng og leikur sjálfur undir á hljómborð. Samkomurnar verða á laugardag kl. 18 og kl. 23. Á sunnudag verður Biblíulestur kl. 16.30 og síðasta vakningasamkoman verður á sunnudag kl. 20. Þau hjónin hafa oft heimsótt ís- land og má nefna að Ingemar er núna að koma í 16. skiptið. Eru þau góðir Biblíukennarar og einnig miklir fyrirbiðjendur, segir í frétta- tilkynningu. Boðið verður upp á fyrirbænir á öllum samkomunum. Kötludagar í Fjarðarkaupum KATLA og Fjarðarkaup standa fyrir svokölluðum Kötludögum í Fjarðarkaupum frá 19.- 25. febrú- ar. Ýmsar uppákomur verða í búð- inni og verða m.a. gefnar uppskrift- fr og frítt í bíó fyrir þá sem kaupa fimm hluti frá Kötlu. Sérstakar kynningar verða í gangi og ýmsar vörur á tilboði. Skíðaganga og gönguferð á konudegi í TILEFNI konudags sunnudag- inn 22. febrúar býður Ferðafélag Islands upp á skíðagöngu frá Hengli yfir að Hveragerði kl. 10.30, en ferðin nefnist Hengladalir-Eden í Hveragerði. Brottför er frá BSÍ austanmegin og Mörkinni 6. Kl. 13 er síðan í boði létt fjöl- skylduganga frá Rauðavatni um Elliðaárdal að Mörkinni 6. Brottför í þá ferð er eingöngu frá Ferðafé- lagshúsinu, Mörkinni 6. Byrjað er að skrá á áttavitanám- skeið Ferðafélagsins og Lands- bjargar 2. og 3. mars. Blómvöndur og flugmiði í TILEFNI af konudeginum sunnudaginn 22. febrúar fá allir sem kaupa konudagsblóm í Blóma- vali laugardag og sunnudag afhent- an miða sem veitir handhafa rétt til að kaupa tvo flugmiða á verði eins á öllum flugleiðum íslandsflugs inn- anlands. Þessi miði gildir fyrir allt flug frá mánudögum til fimmtudags tímabil- ið 23. febrúar til 31. mars á þessu ári. TJtivist gengur á reka FJÓRÐI áfangi Útivistar, Gengið á reka, verður sunnudaginn 22. febr- úar. Gengið verður reki jarðarinnar ísólfsskáli í Grindavík. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni kl. 10.20. Stansað á Kópa- vogshálsi, Bitabæ í Garðabæ, Sjóminjasafninu í Hafnarfirði og Festi í Grindavík. Gangan hefst við ísólfsskála. Gengið verður frá Skálabót aust- ur á Selatanga í fylgd heimamanns. Á Selatöngum eru einstæðar minj- ar um útræði á fyrri tíð og reki venjulega mikill. Gengið verður til baka að ísólfsskála eftir fornleið. Fiðlu- og gítar- leikur á Sauð- árkróki LAUFEY Sigurðardóttir, fiðluleik- ari, og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, . halda tónleika í Tónlistarskólanum Borgarflöt 1 kl. 16 á vegum Tónlist- arskólans á Sauðárkróki. Flutt verða verk eftir Corelli, Sarasate, Lalo, Paganini, Willa Lo- bos og Þorkel Sigurbjörnsson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir eldri borgara. Að venju er ókeypis fyrir nemendur skólans. LEIÐRÉTT Prentvilla í tilvitnun MEINLEG prentvilla slæddist inn í grein Péturs Péturssonar, Enn í fullu gildi, þar sem hann vitnar í hugleiðingu Halldórs Laxness á friðarráðstefnu. Einn aukastafur varð þess valdandi að innihald til- vitnunarinnar snerist upp í and- hverfu sína. Niðurlag greinar Péturs birtist hér aftur og eru hann og hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á mistök- unum. „Með tilliti til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem nú hafa leyft afnot af flugvöllum í hernaðarskyni, ráð- herra þeirra er viðstaddir voru út- fór skáldsins má minna þá á orð Halldórs Kiljans Laxness, hugleið- ingu á friðarráðstefnu: „... þér vitið ekki hvaða fólk þér eruð að drepa þarna; og vel kynni svo að fara fyren varir, að hin hátt- virtu morðverk yðar í þessum lönd- um gyldu yður öfugan arð við þann sem þér hafið vænst af þeim milj- örðum góðra dollara eða punda sem þér hafið þegar lagt í þau.“ Þessi orð skáldsins eru enn í fullu gildi.“ Hrói Höttur í Fákafeni 11 í MORGUNBLAÐNU í gær birtist fréttatilkynning um nýjan stað Hróa Hattar. Var hann sagður í Faxafeni 11 en átti að vera Fákafen 11. Hestamennska í Húnavatnssýslum í FRÉTT sl. þriðjudag var sagt frá mótum og sýningum sem halda á á Þingeyri. Þar var sagt að sölusýn- ing ætti að vera 9. apríl en hið rétta er að hún verður haldin 4. apríl. Beðist er velvirðingar á mistökun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.