Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómstóll HSI ógilti bikarúrslitaleikinn og úrskurðaði að hann skyldi endurtekinn Hefur lítil áhrif og er ekki fordæmi fyrir aðra Dómstóll HSÍ hefur ógilt úrslitaleikinn í bikarkeppni karla í handknattleik og úrskurðað að annar leikur skuli fara fram. Enginn þriggja forystumanna í íþróttahreyfíngunni, sem Skapti Hall- grímsson ræddi við, óttast að þetta hafí áhrif á aðrar íþróttagreinar. Morgunblaðið/Golli FRA úrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni karla. Framarinn Sigur- páll Árni Aðalsteinsson tekur vítakast en Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, er til varnar. Allsherjarnefnd Refsingar verði rann- sakaðar ALLSHERJARNEFND hef- ur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rann- sókn á refsingum við afbrot- um. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela dóms- málaráðherra að láta fara fram rannsókn á ákvörðun refsinga við afbrotum. Rann- sóknin taki til líkamsárása, kynferðisbrota og fíkniefna- brota. Með rannsókninni skulu könnuð dæmd viðurlög við þessum brotum undanfarin ár. „Skal rannsóknin einkum miða að því að leiða í ijós hvort unnt sé að sýna fram á að refs- ingar við fyrrgreindum brot- um hafí þyngst eða séu nú vægari en áður. Rannsókn þessi skal taka til dóma Hæstaréttar og óáfrýjaðra héraðsdóma að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til að mat verði lagt á viðurlög við þess- um afbrotum og þróun þeirra," segir í tilkynningunni. Jafnframt segir að eftir því sem unnt er skuli rannsóknin framkvæmd þannig að til verði gagnagrunnur. Sjálfstæðis- listi á Sel- tjarnarnesi samþykktur FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæð- isfélaganna á Seltjamarnesi hefur samþykkt eftirfarandi framboðslista sjálfstæðis- manna við bæjarstjórnarkosn- ingar á Seltjarnarnesi 23. maí nk. Listann skipa: 1. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, 2. Erna Nielsen, bæjarfulltrúi, 3. Jónmundur Guðmarsson, stjórnmálafræðingur, 4. Inga Hersteinsdóttir, verkfræðing- ur, 5. Jens Pétur Hjaltested, viðskiptafræðingur, 6. Sigrún Edda Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri, 7. Jón Hákon Magnússon, bæjarfulltrúi, 8. Gunnar Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri, 9. Snorri Magnússon, rannsóknarlög- reglumaður, 10. Hrefna Krist- mannsdóttir, jarðefnafræðing- ur, 11. Stefán Ó. Stefánsson, húsasmíðameistari, 12. Jón Jónsson, framkvæmdastjóri, 13. Guðmundur Jón Helgason, flugumferðarstjóri og 14. Petrea I. Jónsdóttir, bæjar- fulltrúi. Honda sýning um helgína HONDA-umboðið í Vatna- görðum í Reykjavík sýnir um helgina Honda Civic sem nú er boðin á betra verði en verið hefur og er bíllinn fáanlegur þrennra eða fernra dyra og völ er á þrenns konar vélum. Þrennra dyra útgáfan af Honda Civic er búin hemla- læsivörn, tveimur líknarbelgj- um, rafdrifnum rúðum og hlið- arspeglum. Vélin er 1.400 rúmsentímetrar og 75 hestöfl. Þessi útgáfa kostar 1.295 þús- und krónur en femra hurða útgáfan, sem þá er með 90 hestafla vél, kostar 1.435 þús- und krónur. Sýningin er opin í dag, laugardag, kl. 12-17 og 13-17 á sunnudag. FRAMARAR kærðu bikarúrslita- leikinn gegn Val, vegna mistaka sem áttu sér stað undir lok venju- legs leiktíma. Þá jöfnuðu Vals- menn, tryggðu sér þar með fram- lengingu og fógnuðu síðan bikar- meistartitli eftir að hafa haft betur í henni. Dómurinn vísaði frá kæruatrið- um þess efnis að einn leikmanna Vals hefði verið ólöglega staðsettur við framkvæmd aukakastsins og að fyrrverandi formaður handknatt- leiksdeildar Vals hafi verið á skipti- svæði við varamannabekk liðsins síðari hluta leiks og í framlengingu, án þess að vera á leikskýrslu, og þannig haft áhrif á gang leiksins. Hann tók hins vegar tvö ákæruat- riði til greina: „Tíminn var liðinn skv. vallarklukku þegar jöfnunar- mark Vals var skorað,“ segir í nið- urstöðu dómsins og jafnframt þyk- ir dómstólnum sannað að Vals- menn hafí teflt fram sjö útileik- mönnum þegar aukakastið var framkvæmt án þess að sá er skipti við markmann hafí verið sérstak- lega auðkenndur, eins og gera ber skv. reglum. Stöðuyfirburðir Vals hafi því verið ólögmætir og það hafi haft afgerandi áhrif á úrsiit leiksins. Vert er að geta þess að Vals- menn hafa áfrýjað úrskurði dóm- stóls HSI til dómstóls Ólympíu- og Iþróttasambands íslands (ÍSÍ). En hver eru viðbrögð forystumanna í íþróttahreyfingunni? Ottast þeir að niðurstaða dómstóls HSÍ hafí for- dæmisgildi eða hafí einhver önnur áhrif yfírleitt? Hefur engin áhrif „Mín skoðun er sú að þessi nið- urstaða dómstóls HSÍ hafí engin áhrif á aðrar íþróttagreinar því dómstóll í hverri íþróttagrein fyrir sig hefur sérreglur," sagði Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknatt- leikssambands íslands. „Mér fínnst, og horfi þá frekar á málið sem lögfræðingur, að ef menn ætl- ast til þess að úrskurðað sé í máli sem þessu eftir reglum hafi dóm- stóllinn ekki getað komist að annarri niðurstöðu. Eg hef reyndar ekki kynnt mér reglur HSI, en miðað við það sem ég þekki til reglna, varð hann að dæma svona. Ég hef bent á að vilji menn koma á tilfmningadómstóli, sé slíkt byggt á allt öðrum grunni en að setja lög- ræðinga í dómstól og láta þá dæma eftir lögum og reglugerðum.“ Ólafur segist lengi hafa gagn- rýnt dómstólakerfí íþróttahreyf- ingarinnar, það sé allt of flókið, dómstigin of mörg og Ólafur undir- strikar að hann sé þeirrar skoðun- ar að fráleitt sé að hafa meira en eitt dómstig í máli eins og því sem hér um ræðir. „I þessu máli er málsmeðferðin greinilega vönduð, munnlegur málflutning- ur og skriflegar greinar- gerðir. Dómstóllinn er fjölskipaður og í honum sitja vandaðir lögmenn. Dómstóll HSI er sérhæfður í reglum hand- knattleikshreyfíngarinar, sem dómstóll ÍSÍ er ekki og því er það fráleitt að hægt sé að vísa svona málum áfram. Ef mál varða al- menn atriði á dómstóll ISI að taka þau fyrir en annars dómstóll hvers sambands.“ En telur Ólafur að niðurstaða dómstóls HSÍ hafí áhrif á hand- knattleiksíþróttina? „Veldur hver á heldur. Ég vil taka fram að ég skil sjónarmið beggja í þessu tiltekna máli, Frammara og Valsmanna. Ég er á móti kærumálum almennt, finnst þau óþörf, en ef þau koma upp verður að fara eftir reglum. Þegar þetta mál kom upp var ljóst að einhver yrði óánægður með nið- urstöðuna en það er al- veg ljóst að fordæmið þarf ekki að gilda lengur en fram á vor. Arsþingi HSÍ er í lófa lófa lagið að breyta reglum á næsta þingi." Umræðan á rangri braut „Ég hef heyrt að menn óttist að í kjölfar úrskurðar dómstóls HSI komi skriða kærumála, en ég á ekki von á því að svo verði. Fyrst raunin er ekki sú í öðrum löndum hvers vegna ætti það að gerast hér?“ sagði Kjartan Steinbach, sem er bæði fyrrverandi formaður dómaranefndar HSÍ og fyrrver- andi varaformaður sambandsins en situr nú í stjórn Alþjóðahandknatt- leikssambandsins (IHF) og er for- seti dómaranefndar þess. „Mér finnst umræðan hér, eftir niðurstöðu dómstólsins, hafa farið inn á ranga braut. Fólk er greinilega ekki alveg með þau hug- tök, sem skipta máli, á hreinu. Skv. reglum verður úrskurði dómara, sem byggir á mati hans á stöðunni í leiknum, til dæmis ekki áfrýjað. Það er ljóst og um það deilir eng- inn; til dæmis hvort um skref er að ræða eða línu, eða hvort refsing fyrir brot skuli vera áminning, brottvísun eða þvíumlíkt. Ef reglur um framkvæmd leiks eru hins vegar brotnar og það hef- ur þau áhrif að úrslit leiks verða önnur en annars hefði mátt ætla, verður hver að spyrja sig hvort eðlilegt sé að tekið sé á því. Ég spyr: er munur á því sem gerðist í leik Fram og Vals eða sama atviki ef það gerist á 20. mínútu fýrri hálfleiks, þegar staðan er 13:2 í leik sem endar með 10 marka sigri? Lesendur Morgunblaðsins geta vegið og metið sjálfir hvort um ein- hvern mun er að ræða í þessum tveimur tilvikum.“ Kjartan segist hafa verið sann- færður um að niðurstaða dómstóls HSI yrði sú sem raun varð á. „En þrátt fyrir niðurstöðuna vona ég að ekkert verði gert með hraði og að lítt athugðu máli. Ekki má blindast af einu atviki. Menn ættu því að fara sér hægt; ljóst er að það þarf að leggjast yfír málin en best yrði, að mínu mati, ef fengnir yrðu góðir menn til að fara yfir þessi atriði öll og leggja fyrir HSÍ þing 1999, jafn- vel aðeins til kynningar þá þannig að annað ár yrði til þess að ákveða breytingamar endanlega og þær yrðu samþykktar á þinginu árið 2000. Þetta er lykilatriði og það sem ég óttast reyndar mest varð- andi þetta mál; að rokið verði upp til handa og fóta og saminn laga- og reglugerðabálkur til að kýla í gegn á þinginu í vor, sem verður jafnvel ekki nógu vel unninn og virki því ekki sem ein heild.“ Kjartan sagði mikilvægt að þeg- ar upp verður staðið liggi ljóst fyr- ir hvaða atriði verði ekki hægt að kæra, sama hvað á gengur, og hvað geti alltaf orðið kæruatriði. „Einnig að viðurlögin við þeim kæruatriðum liggi fyrir. Þetta vantar algjörlega í dag.“ Kjartan Steinbach telur að nið- urstaða dómstóls HSÍ hafi lítil áhrif á aðrar íþróttagreinar, því „hinar boltagreinamar hafa til dæmis sér reglur og styðjast við al- þjóðareglur, hver í seinni grein.“ Halldór B. Jónsson „Ég tel að þessi úrskurður hafi ekki fordæmisgildi í knattspyrnu. Knattspyrnulögin eru afdráttar- laus: ákvarðanir dómarans um at- vik leiksins em endanlegar og þeim verður ekki breytt,“ sagði Halldór B. Jónsson, formaður móta- og dómaranefndar Knatt- spyrnusambands Islands. Halldór segir að knattspymu- leikir verði ekki endurteknir. ,jU- þjóða knattspyrnusambandsið (FIFA) hefur gefið afdráttarlaus fyrirmæli í þessu sambandi og þýska knattspyrnusambandið varð til dæmis að hætta við slíkt í fyrra. Þjóðverjar létu endurtaka leik fyr- ir nokkrum ámm, fengu þá miklar ákúrar og var gerð grein fyrir því að við slíkt yrði ekki unað.“ Halldór sagði mögulegt að kæra framkvæmd leikja, eins og reyndar var um að ræða í tilfelli bikarúr- slitaleiksins í handknattleik, en við allt sem kallast ástandsbrot verði þá að gera athugasemd fyrir leik. „Menn verða að gera athugasemd um það við dómarann íyrir leik vanti til dæmis einn homfánann eða eitthvað slíkt. Það þýðir ekkert að nefna það eftir leik og kæra, hafí ekki verið minnst á það áður en leikurinn hófst.“ Annað ákæm- atriðið sem dómstóll HSÍ tók til greina, sem fyrr greinir, var að leiktíminn hafi verið útmnninn þegar jöfnunarmark Vals var skor- að en Halldór segir slíkt ekki geta komið upp í knattspymuleik. „Eini tímavörðurinn í knattspymu er dómarinn sjálfur þannig að rangar tímaákvarðanir flokkast undir það sem áður er nefnt, að ákvarðanir dómarans séu endanlegar og þeim verði ekki breytt." „Á ekki von á skriðu kæru- mála í kjölfar dómsins“ „Dómsstigin of mörg hjá íþróttahreyf- ingunni“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.