Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján ÞÆR söfnuðu peningum og gáfu til söfnunar endurhæfíngarsundlaugar við Kristnesspítala, í neði i röð frá vinstri, Eyrún, Sunna Brá, Lára, Þórný og Friðný, en í efri röð eru Sigríður, Júlía, Laufey, Sæunn og Anna Kristfn. Með þeim eru Stefán Yngvason yfirlæknir sem tók við gjöfinni og Magnús Aðalbjörnsson, aðstoð- arskólastjóri Brekkuskóla. Boro Kapor sýnir í Gamla Lundi BORO Kapor opnar myndlist- arsýningu í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri á laugar- dag, 18. apríl. Hann er fæddur í Split í Króatíu og stundaði nám í listaháskólanum í Za- greb þaðan sem hann lauk námi í listmálun og lagfæring- um á gömlum listaverkum. Hann stundaði einnig frekara nám á þessu sviði á Italíu um tveggja ára skeið. Boro Kapor hefur unnið að list sinni í tuttugu ár og haldið sýningar í Króatíu, Austurríki, Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi. Hann kom til íslands árið 1992 og hefur haldið tvær sýningar hér á landi, í Keflavík og á Vopnafirði. Hann hefur orðið íyrir miklum áhrifum af lögum Bjarkar Guðmundsdóttur og því hvemig hún kynnir ís- lenskt landslag. I framhaldi af þeim hughrifum byrjaði hann að mála íslenskar landslags- myndir. TIU ungar stúlkur sem efndu fyrir nokkru til tónlistarmaraþons af- hentu Stefáni Yngvasyni, yfirlækni á Kristnesspítala, peninga að gjöf en þeir renna í söfnunarsjóð vegna byggingar endurhæfingarsund- laugar. Stúlkumar sem em í Brekku- skóla utan ein í Lundarskóla léku samtals í 36 klukkustundir á sal í gagnfræðaskólahúsinu, en áður höfðu þær safnað áheitum og safn- að þannig 100 þúsund krónum. Akváðu þær að gefa afraksturinn á tvo staði. Á dögunum afhentu þær Gáfu í sundlaug- arsjóð forsvarsmönnum Tónlistarskólans á Akureyri helming upphæðarinnar sem rennur í Minningarsjóð Þor- gerðar Eiríksdóttur sem ætlaður er til að styrkja efnilega nemendur skólans til framhaldsnáms. Hinn helmingiirinn fer til upp- byggingar sundlaugarinnar við Kristnesspítala. Söfnunin hófst haustið 1994 og hafa safnast 16,4 milljónir króna, en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 35 milljónir króna. Stúlkurnar vildu umfram allt styrkja góð málefni og var mikill hugur í þeim að efna til tónlistar- maraþons að ári, gera það að ár- vissum viðburði og þá töldu þær ekki úr vegi að fleiri myndu feta í fótspor sín og leggja góðum mál- um lið. AÐALFUNDUR Kaupféíags Eyfirðinga verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri laugardaginn 18. apríl nk. og hefst kl. 10.00. Dagskrá 1. Fundarsetning. 2. Rannsðkn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 3. Skýrsla stjórnar. 4. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Reikningar félagsins. Umsögn endurskoöenda. Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl. 5. Afgreiðsla reikninga og tillagna félagsstjórnar. 6. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA. 7. Erindi deilda. 8. Þóknun stjórnar og endurskoðenda. 9. Samþykktarbreytingar. Lögð verður fram tillaga um breytingu á heiti endurskoðenda (félagskjörinna) í skoðunarmenn. Þá verður lagt til að þrjá stjórnarmenn þurfi saman, í stað fjögurra, til að rita firma félagsins, í samræmi við fækkun stjórnarmanna á síðasta aðalfundi. 10. Kosningar Fimm menn í stjórn og þrír menn í varastjórn til eins árs í samræmi við samþykktir félagsins. Endurskoðandi til tveggja ára f stað Hilmars Daníelssonar, forstjóra. Varaendurskoðandi til tveggja ára í stað Þórðar Stefánssonar, skrifstofumanns. Einn maður I stjórn Menningarsjóðs KEA til þriggja ára í stað Skúla Jónassonar. Tveir varamenn í stjórn Menningarsjóðs KEA í staö Hreins Bernharðssonar og Unnar Hreiðarsdóttur. Níu fulltrúar á aðalfund Sambands fsl. samvinnufélaga. 11. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga Húsafriðunarmenn ræddu við bæjarráð um Lækjargötu 6 Fallið frá niðurrifí verði húsið fært til MEIRIHLUTI bæjarráðs Akur- eyrar lagði til á fundi í gær að fallið yrði frá niðurrifi hússins við Lækj- argötu 6 í Innbæ Akureyrar að því gefnu að unnt verði að færa það vestar á lóðina og var tæknideild bæjarins falið að kanna þann mögu- leika. Þorsteinn Gunnarsson formaður húsafriðunarnefndar ríkisins og Magnús Skúlason framkvæmda- stjóri komu til viðræðna við bæjar- ráð í gær um fyrirhuguð niðurrif tveggja gamalla húsa, Lækjargötu 6 og Hafnarstrætis 103. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt að fresta ákvörðun um afdrif hús- anna þar til forsvarsmenn bæjarins hefðu rætt við húsafriðunarmenn, en áður hafði bæjarstjórn samþykkt að rífa umrædd hús. Húsið við Lækjargötu 6 skemmdist í eldsvoða í janúar síðastliðnum og komst það þá í sviðsljósið. Þeir Þorsteinn og Skúli gerðu bæjarráði á fundinum grein fyrir varðveislugildi hússins við Lækjar- götu og lögðu þeir ríka áherslu á að það yrði gert upp og varðveitt á sínum stað. Var bæjarráð sammála um að þiggja boð húsafriðunar- nefndar ríkisins um uppmælingu hússins. Ekki var gerð athugasemd af hálfu húsafriðunarnefndarmanna við niðurrif hússins við Hafnar- stræti 103. Áhersla á að húsið verði gert upp Tillaga meirihluta bæjarráðs er sú að húsið verði ekki rifið verði hægt að færa það vestar á lóðina, en það stendur á horninu við Spít- alaveg og þykir til trafala fyrir um- ferð. í bókun tveggja bæjarráðsmanna kemur fram að þeir eru sammála því að skoða möguleika á flutningi hússins, en einnig leggja þeir til að skipulagsnefnd bæjarins verði falið að skoða möguleika á breytingu á aðalskipulagi og umferðarmálum þannig að húsið geti áfram staðið á sínum stað. „Benchmarking“ Leiðbeinendur: Dr. Guðfinna Bjarnadóttir, sálfræðingur hjá LEAD Consulting í Banda- ríkjunum og Vilhjálmur Kristjánsson stjórn- unarfræðingur. Vilhjálmur og Guðfinna hafa undanfarin ár starfað með íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og nýtt sér aðferðir samanburðar- fræðinnar f þeim störfum. Staðun Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1. Tími: Þriðjudagur 21. apríl 1998, kl. 9-13 eða kl. 14-18. Inntak: Þessi námstefna fjallar um samanburðarfræði (benchmarking) og varpar ljósi á hvernig hægt er að ná fram og nýta gagnlegustu upplýsingar um fyrirmyndarrekstur. Lærið helstu hugtök í samanburðarfræði og hvers vegna aðferðin reynist svo áhrifankt tæki á vinnustað nútímafyrirtækja og stofnana. Námstefnan höfðar til allra starfsmanna sem koma að sölu, framleiðslu og þjónustu og er frábær undirbúningur í aukinni samkeppni á nýrri öld. LEAD Consulting hefur fengið fyrirtækið The Benchmarking Exchange, sem sérhæfir sig í miðlun samanburðarfræði á Vefnum, til samstarfs við sig vegna þessarar námstefnu. Mun fyrirtækið bjóða þeim sem sitja námstefnuna takmarkaða kynningaráskrift að heimasíðu sinni sem er lykill að víðtækri þekkingu og upplýsingabrunni. Þess má geta að mörg heimsþekkt fyrirtæki bæði úr opinbera og einka- geiranum frá um 50 þjóðlöndum nýta sér markvisst þessa þjónustu The Benchmarking Exchange. Skráning og nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjornun.is Stjórpunarfélag Islands Vélsleðaferð í Fjörður og Flateyj- ardal FÉLAG vélsleðamanna í Eyja- firði gengst fyrir vélsleðaferð á morgun, laugardag, ef veður leyfir. Ekið verður um Flateyj- ardal og Fjörður undir öruggri leiðsögn kunnugra. Ferðin er öllum opin og án endurgjalds. Flateyjardalur og Fjörður eru sannkallað draumaland vélsleðafólks. Þessar eyði- byggðir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eru eitt snjóþyngsta svæði lands- ins og þar geta allir fundið leið við sitt hæfi. Leiðirnar verða valdar með það fyrir augum að þær henti jafnt vönu sem óvönu vélsleðafólki. Lagt verður af stað á sleð- unum frá Þverá í Dalsmynni kl. 13 á morgun og þarf ekki að taka auka bensín með. Ferðin tekur 4-6 klukkustundir, en nánari upplýsingar gefur Guðni Hermannsson. Um aðra helgi, 25. og 26. apríl, er fyrirhuguð ferð um Tröllaskaga og verður farið frá Olafsfirði undir leiðsögn Gott- liebs Konráðssonar. Barbara í Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir um helgina dönsku myndina Barböru sem hlotið hefur einróma lof gagn- rýnenda bæði hér heima og í útlöndum. Myndin er byggð á sam- nefndri skáldsögu .Jorgen- Frantz Jacobsen og er gríp- andi frásögn af ungri fær- eyskri konu sem með ástríðu sinni kveikir eld í hjörtum karlmanna. Stórbrotin náttúra Færeyja prýðir myndina, en það er Barbara sjálf sem er drifkrafturinn. Leikstjóri er Nils Malmros. Sýningar verða á sunnudag 19. apríl kl. 17 og á mánudag kl. 18. Sýnt er í Borgarbíói. Vorhrein- gerning ÁMUNDI Loftsson var í full- um herklæðum við að hreinsa málningu af steyptum skjól- veggjurn við bensínstöðvar Esso við Leirunesti á Akureyri í gær en hann hafði öfluga há- þrýstidælu við það verkefni. Hafði hann á orði að víðar þyrfti að gera vorhreingem- ingar en fyrir sunnan. Föstudagur 17. apríl 21.00 ►Níubíó - Lff mitt (MyLife) Bob sem er dauðvona rekur líf sitt með aðstoð myndbandstökuvélar fyr- ir ófætt barn sitt. Myndin á erindi við alla sem velta fyrir sér spurningum um líf og dauða, vonina og samskipt- um við þá sem standa okkur næst. Að- alhlutverk: Michael Keaton og Nic- oleKidman. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.