Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Aug’un horfa til himins A kolsvörtum grunni undirdjúpanna eru botnfiskareinsogvið með tvö augu eins og við. En augu botnfiskanna horfa bæði til himins. I Ijóðum Þórðar Helgasonar lifir döggin fyrir sólina, regnbogi sindr- ar í gili og lúnir göngumenn ná heim af heiðinni, eftir langa útivist í harðfenni og stormi. Tíminn leik- ur stórt hlutverk, bæði sá liðni og sá sem er að líða. Stundum er eins og allt hafi á einni örskotsstund lið- ið sporlaust hjá: Þessi silfurtæra á sem féll úr dularfullu svörtu gljúfri út í fjarskann framhjá. Já, lífinu vindur áfram, ljósárin skammvinnu skilja eftir sig söknuð og óuppfyllta þrá eftir því hreina og sanna, sem kannski var bara að finna sæta langa sumardaga, í horfinni veröld sumardrengs aust- ur í Fljótshlíð. Það eina sem eftir lifir er minningin þó hana sé núorð- ið erfitt að sannreyna: Alltaffinnstmér eins og verið hafi blómabragð blómabragð af vatninu úr krananum í bænum undir fjallinu Engan veginn fæst nú úr því skorið. I ljóðunum ríkir söknuður eftir tíma þegar allt var einfalt og harla gott. Hetjur riðu um héruð. Fljóts- hlíðin státaði af þeim Gunnari og Njáli, Kára, kettinum Brandi og hestinum Léttfeta, í bland við al- þýðufólk, mjólkurbílstjóra, vega- vinnumenn og brúarsmiði. Kannski lifir þrá æskudaganna enn í draumsýninni fógru um landið sem ekki er til: Landið sem ekki er til ertil Þeim tveimur sem veQa hvort annað glóandi orðum er það til Því landið sem ekki er til er eina landið sem til er. Hve glöð er vor æska? „Já, ég yrld mikið um söknuð- inn,“ segir Þórður þegar við tyllum okkur niður eitt laugardagssíðdegið í Gerðarsafni og spjöllum lítillega saman um skáldskap hans. Það er ys og þys útaf engu á kaffistofunni, en við látum það ekki á okkur fá og höldum okkar striki. Uti er kyrrt veður en dáh'tiO dumbungur í lofti. Meðan augun horfa til himins er von I ljóðum Pórðar Helgasonar ríkir söknuð- ur eftir tíma þegar allt var einfalt og harla gott segir Þorvarður Hjálmarsson sem tók skáldið tali og innti hann m.a. eftir skáldskap, kjörum listamanna og kennslu, en skáldið er sannfært um að ljóðlist geti læknað sálarmein. „Ég yrki af söknuði, um þá tíma þegar manneskjan skipti máli! Um þá tíð þegar borin var virðing fyrir manninum og lífinu. Við sjáum á nýlegum raftækjastríðum, að við lifum í heimi hlut- anna! Raftækin, sem stjórna lífi okkar, skipta orðið meira máli en hið mannlega í fari okkar. Hér áður fyrr bar maður virðingu fyrir öðru fólki og öðl- aðist þannig í leiðinni sjálfsvirðingu! Nú er manni uppálagt að bera virðingu fyrir einhverju sem kemur í fjölmiðlunum og maður þekkir ekki nema úr fjarlægð. At- hyglissjúkum poppstjörnum og loftmiklum rithöfundum sem alltaf era að bera sig á torg, án þess að hafa nokkuð á bak við sig!“ Ég heyri að Þórði liggur mikið á hjarta og ákveð að beina samtalinu að ljóðum hans sjálfs og hinu ágæta starfi sem hann hefur verið að vinna með ungu fólki í skólum landsins mörg undanfarin ár. „Ljóðlist stendur með einskær- um blóma nú um stundir,“ svarar Þórður spurningu minni: „Þótt það sé falið að meira og minna leyti! Börn og unglingar yrkja mikið, enda hentar formið þeim einkar vel til að tjá sig. Þegar ég byrjaði á þessu starfi í Verslunarskólanum árið 1986, þá söfnuðumst við sam- an á kvöldin. Nemendur lásu upp ljóð sín og við ræddum þau, gagn- rýndum þau saman og á auga- bragði varð þetta að stórstarfsemi í skólanum. Ég fagnaði þessu ákaf- lega! Þarna myndaðist gefandi samband á milli nemenda og kenn- ara. Krakkarnir opnuðu hug sinn, þeim þeiira sem leið illa gafst þarna kærkomið tækifæri til að fá útrás, sem ekki veitti af, því „hve glöð er vor æska“ kann að vera með spurningarmerki stundum! Ég hafði þá kennt í um tvo áratugi en varð þarna vitni að merki- legum hamskiptum nemenda minna, þeir opinbei-uðu tilfínn- ingavandamál sín og það sem herjaði á þá. Til þessara hluta er ljóðið alveg sérstak- lega vel fallið. Auðvit- að voru þau hrædd í fyrstu en ég hafði það sem vinnureglu að ekkert færi frá okkur sem við vildum ekki að kæmist í annarra hendur. Smátt og smátt myndaðist gagnkvæmt traust okk- ar á milli og krakkamir fengu al- gjört frelsi til að vera þeir sjálfir. Ut úr þessu komu mjög góðir höf- undar sem skólakerfið hafði að þessu leyti stuðlað að. Af öllu því sem ég hef gert þykir mér einna vænst um þetta starf. Það leikur enginn vafi á því að Ijóð- list getur læknað sálarmein. Bæði þeirra sem yrkja og þeirra sem njóta. Ég fann það svo greinilega hversu mikil lækning þetta var fyr- ir þetta unga fólk sem tók þátt í þessu hjá mér á sínum tíma. Það var stórbrotin reynsla! Ljóðið gegnir geysilega merku hlutverki í lífinu, miklu stærra hlutverki en af er látið! Þarna kynntust nemendur mínir á nýjan hátt, sem manneskj- ur en ekki sálarlaus vélmenni. Það reyndist þeim ákaflega verðmætt að vera ekki alltaf að berjast við vandamálið um eitt n eða tvö n, heldur takast á við tungumálið og sitt eigið sjálf. Því auðvitað er þetta alltaf fyrst og fremst glíma við okkar eigið sjálf! Og þeirri glímu fylgir sjálfsskoðun. Ekki má heldur gleyma að kennurum líður ekki alltaf vel og þess vegna er Þórður Helgason mikilsvert að fá í gegnum ljóðin tækifæri til að ræða við nemendur um lífið og tilveruna almennt. Náið samband milli nemenda og kenn- ara kemur gjarnan í kjölfarið." Víða pottur brotinn „Sjálfur fór ég í námskeiðið Rit- list í Háskólanum, þar fékk ég tækifæri til að prófa sjálfan mig og getu mína. I fyrstu reyndi ég að semja sögur, og hafði reyndar dundað við það frá æskudögum en ég fann fljótt að ljóðið átti vel við mig. Fyrsta ljóðabókin mín sem ég byggði á bernskuminningum úr Fljótshlíðinni, varð vinsæl og ég hélt áfram að skrifa. I framhaldi af þessu fórum við nokkrir félagar að vera með upplestrarkvöld út um hvippinn og hvappinn. Þá komu ungu skáldin sem voru að þreifa sig áfram og það opnuðust ákveðn- ar gáttir og umræða skapaðist. Við eigum samfellda ljóðahefð frá landnámi. Sögur og leikrit eru tiltölulega nýjar greinar hér hjá okkur. Við skrifuðum fomsögurnar og svo varð hlé í margar aldir á sögugerð. En ljóðlistin hefur fylgt okkur alla tíð. Hana ber okkur því að rækta! Menn eiga að prófa sig áfram og spreyta sig jafnt á hefð- bundnum ljóðum, óhefðbundnum sem prósaverkum. Prófa allt og þreifa okkur áfram. Nú eru mörg ung skáld að koma fram á sjónar- sviðið og við verðum að fagna þessu fólki á einhvern hátt. Það sýnir sig líka að þegar vel tekst til er ungum höfundum vel tekið. Andri Snær Magnason gerði ný- lega mikla lukku með tveimur ljóðabókum en fleiri efnilegir höf- undar eru á leiðinni og þetta fólk bíður allt síns tíma. Við erum mikil og sterk bók- menntaþjóð en það er víða pottur brotinn. Við verðum að fara að snúa við blaðinu, til dæmis varð- andi launasjóð rithöfunda sem mik- ið er í umræðunni núna. Menn eru býsna snöggir að velja höfunda til að dást að næstu fimmtíu árin, í stað þess að fylgjast betur með og lesa það sem kemur út. Margir höf- undar gefa út verk sín sjálfir og hafa þess vegna engin auglýsinga- apparöt á bak við sig sem kynna þá sjálfkrafa í fjölmiðlunum. Þeir verða því eðilega undir í kapp- hlaupinu um hylli fjöldans. En margir þessara höfunda eru ekki síðri en hinir sem koma út hjá stóru útgáfunum. Það er þröngur hópur manna sem ár eftir ár velur höfunda til að njóta styrkja af al- mannafé og oftast eru það sömu höfundamir. Ég vil ekki áfellast þetta fólk, það sinnir erfiðu og van- þakklátu starfi. Smekkur þess er svona, og það eina sem ég get sagt er að hann fellur ekki alltaf að mín- um smekk! Breytinga er þörf á þessu kerfi! Við verðum að muna að þetta er huglægt mat og leið listamannsins er ekki samþykkt og verður aldrei. Þess vegna verður listamaðurinn alltaf á skjön við hina.“ „Eru listamenn þá glötuð eintök?“ spyr ég Þórð í hálfkær- ingi. „Já, raunverulegir listamenn eru glötuð eintök," svarar hann snöggur uppá lagið: „En því má ekki gleyma, að rétturinn til að fá að vera glatað eintak er mikil for- réttindi!" Líf á ystu nöf Frá því fyrsta ljóðabók Þórðar „ÞAR VAR ÉG“ kom út árið 1986 hefur hann sent frá sér þrjár ljóða- bækur: LJÓS ÁR, kom út árið 1991, AFTUR AÐ VORI, ‘93 og MEÐAN AUGUN LOKAST, ‘95. Auk þess hefur hann skrifað og birt sögur fyrir börn á öllum aldri. Haustið 1996 sló hann enn nýjan hljóm þegar hann sendi frá sér stutta skáldsögu ætlaða ungling- um: GETA ENGLAR TALAÐ DÖNSKU? Sagan fjallar um reyk- vískt nútímalíf, um ungt fólk í leit að sjálfsmynd og fyrirmyndum; öðrum þræði um upplausn og sundraðar fjölskyldur. Myndræn saga, skrifuð í raunsæjum stíl án mikilla útlistana eða siðferðispré- dikana. Það sem skín í gegn er virðing höfundar fyrir viðfangsefni sínu, ekki síst virðing fyrir ung- lingum! Þó er ég ekki frá því að Þórður eigi kollgátuna þegar hann segir ljóðið standa hjarta sínu næst. I ljóðinu um riturnar á bjargbrúninni finnst mér lífsskiln- ingur Þórðar birtast heiður og skýr. Það er eins og allt það sem hann hefur að miðla lesendum sín- um kristallist í þessu litla ljóði. Lífið er viðkvæmt og á oft undir högg að sækja. Skáldið biður okk- ur um að líta til þeiiTa sem ein- hverra hluta vegna búa á ystu nöf og biður okkur að sýna umburðar- lyndi og skilning, forðast dóm- hörku, veita miklu fremur lífinu í kringum okkur athygli. Biður okk- ur í leiðinni um að fara að dæmi botnfiskanna, hefja augu okkar af botninum uppyfir kolsvört undir- djúpin. Meðan augun horfa til him- ins er alltaf von: Ritur Við búum á ystu nöf Brothættum eggjum þrýstum við mjúkri dúnbringu að hörðu bergi á ystu nöf yfir hengiílugi Lítið til okkar. SELJUR halda sína árlegu vortónleika á laugardag í Seljakirkju. Tónleikar í Seljakirkju Tónleikar þriggja kóra ÞRÍR kórar halda tónleika í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 18. apríl kl. 17.00. Kóramir eru Ames- ingakórinn í Reykjavik undir stjórn Sigurðar Bragasonar, Sam- kór Selfoss undir stjórn Edit Moln- ar og Vörðukórinn sem Margrét Bóasdóttir stjómar. Efnisskrá tónleikana verður fjöl- breytt þar sem dagskrá kóranna er allólík auk þess sem þeir syngja saman nokkur lög. Samstarf þessara kóra hefur staðið í mörg ár og hafa þeir heim- sótt hver annan til skiptis og haldið tónleika. „Eru Reykvíkingar, brottfluttir Árnesingar og aðrir sem áhuga hafa á góðum kórsöng hvattir til að koma og hlýða á söng þessara kóra, sem allir tengjast Amessýslu,“ segir í kynningu. Dagskrá til heiðurs Indriða SVEITARSTJÓRN Lýtingsstaða- hrepps í Skagafirði stendur fyrir kvöldvöku til heiðurs Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi í fé- lagsheimilinu Árgarði nk. laugardagskvöld kl. 21., en þenn- an dag verður Indriði, sem fæddist og ólst upp í Gilhaga, 72. ára. Hannes Pét- ursson skáld ræðir um afmælis- bamið, sungið verður að hætti Skagfirðinga og lesið úr verkum Indriða. Dagskráin, sem nefnist Keimur af sumri, er í höndum Jóns Ormars Ormssonar og Eddu Guð- mundsdóttur, en séra Hjálmar Jónsson stjómar. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. SELJUR halda sína árlegu vor- tónleika Iaugardaginn 18. aprfl kl. 17 og síðasta vetrardag, 22. aprfl, kl. 20.30. Svava K. Ingólfsdóttir mezzo- sópran syngur einsöng. Stjórn- andi er Kristín Sæunn Pjéturs- dóttir, píanóleikari Hólmfríður Sigurðardóttir og harmonfku- leikari Bragi Hlíðberg. Að þessu sinni hafa Seljur boð- ið til sín Karlakór Selfoss og mun hann syngja með þeim á laugar- daginn. Stjórnandi er Ólafur Sig- uijónsson, píanóleikari Helena Káradóttir og tvísöng syngja þeir Ólafur Björnsson, Sigurdór Karlsson, Sigurður Karlsson og Jónas Lilliendahl. Síðasta vetrardag kveðja Selj- ur veturinn með tónleikum kl. 20.30. Eftir á verður boðið upp á kaffi og smákökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.