Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 VIÐSKIPTI UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ 17 milljóna kr. tap hjá Taugagreiningu hf. Aætlanir gera ráð fyrir hagnaði í ár LIÐLEGA 17 milljóna króna tap varð af rekstri Taugagreiningar hf. og dótturfélags á liðnu ári. í til- kynningu frá stjóm og fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins kemur fram að niðurstaðan er ekki í sam- ræmi við áætlanir sem gerðu ráð fyrir að rekstur yrði í járnum. Þeir telja árangurinn þó viðunandi í Ijósi þess mikla taprekstrar sem var árið 1996. Reiknað er með 33 milljóna kr. hagnaði í ár. Heildarrekstrartekjur Tauga- greiningar hf. voru 89,7 milljónir á síðasta ári, 17% meiri en árið á unda. Rekstrargjöld voru hins veg- ar 88,7 milljónir og höfðu minnkað um 15%. Að teknu tilliti til fjár- magnsgjalda og taps dótturfélags var tap ársins 17 milljónir kr. rúm- ar. Tapið varð til á fyrri helmingi ársins því um 5 milljóna kr. hagnað- ur varð á síðari árshelmingi. Eignir félagsins í árslok voru 147,8 milljónir kr. og eigið fé 31,7 milljón. Félagið skuldaði 116 millj- ónir sem er um 19% lægri tala en ári fyrr. Þá breyttist samsetning skulda félagsins til batnaðar, þannig að hlutfall langtímaskulda jókst en skammtímaskuldir minnk- uðu. 60% fleiri kerfi seld Fram kemur að vöruþróun á ár- inu 1997 einkenndist af endur- og viðbótum á núverandi afurðum þess, flestar að beiðni Oxford Instruments og segja forráðamenn fyrirtækisins að það endurspegli þá gríðarlegu þekkingu sem fyrirtækið hafi á notkun heilarits. „Það er nú eindregið álit sölumanna Oxford að hugbúnaður og vélbúnaður Tauga- greiningar hafi mikla yfirburði sam- anborið við samkeppnisaðila." Á síð- asta ári voru seld 252 kerfi en það er 60% fleiri kerfi en árið áður. Áætlanir Taugagreiningar gera ráð fyrir að rekstrartekjur á yfir- standandi ári verði um 116 milljónir kr. og hagnaður til ráðstöfunar verði 33 milljónir. Tekið er fram að forsenda þessarar áætlunar sé að Oxford selji 300 kerfi á árinu og að sala til Norðurlandanna nemi um 50 kerfum. Afíill að eiga ekki fyrir skuldum Avöxtun ríkisvíxla lækkar LITLAR breytingar urðu á ávöxt- un ríkisvíxla í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Þó lækkuðu vextir á 12 mánaða víxlum. Lánasýslan tók tilboðum í ríkis- víxla fyrir 1.550 milljónir kr. Með- alávöxtun þriggja mánaða víxla var 7,36%, sem er sama ávöxtun og í útboði fyrir mánuði. Meðalávöxtun 12 mánaða víxla var 7,45% sem er heldur lægri ávöxtun en var fyrir mánuði, þegar hún var 7,56%. Næsta útboð ríkisverðbréfa er 22. apríl, þá verða boðin út spari- skírteini. BENEDIKT Kristjánsson kaup- maður segir að það sé áfall að eiga ekki fyrir skuldum, en fyrirtæki hans, Vöruval ehf. á Isafirði, hefur óskað eftir skuldaskilasamningum við lánardrottna sína, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Vöruval ehf. rak þrjár verslanir á ísafirði, en rekstur þeirra var nýlega seldur. Er nú unnið að uppgjöri á Vöruvali ehf. og er ljóst að félagið á ekki fyrir skuldum. Fyrir hönd eig- enda fyiirtækisms hefur Rekstur- og lögfræðiráðgjöf ehf. leitað eftir því við lánardrottna að þeir felli niður 80% af kröfum sínum, þó þannig að greiddar verði allar kröfur sem eru 30 þúsund kr. eða lægri. Benedikt gefur ekki upp heildarkröfur á fyrirtækið. Benedikt Kristjánsson segir að fyi’irtækið hafi getað staðið við aflar skuldbindingar sínar fram á síðasta ár. Þá jókst samkeppni á matvöru- markaðnum á svæðinu með því að Kaupfélajg Suðumesja opnaði Sam- kaup á Isafirði. Benedikt segir því ekki að leyna að sú harða samkeppni sem síðan hafi geisað hafi haft áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Bene- dikt hefur verið að reyna að selja verslanirnar á ísafirði en tókst það ekki fyrr en nýlega. Benedikt rekur áfram verslun í Bolungarvík en hún hefur ávallt ver- ið rekin af sérstöku félagi, Vöruvali Bolungarvík hf., og segist Benedikt vona að þessar hremmingar bitni ekki á versluninni þar. Afstaða Islendinga til sameiningar banka könnuð 60% þjóðarinnar vilja fækka bönkum með sameiningu UM 60% íslendinga telja æskilegt að fækka bönkum í landinu með því að sameina þá. Nokkuð al- mennur stuðningur virðist vera meðal landsmanna við slíka fækk- un. Flestir eru hlynntir samein- ingu Búnaðarbankans við Islands- banka eða Landsbanka en meiri- hluti er andvígur sameiningu Landsbanka og Islandsbanka. Þetta er niðurstaða skoðanakönn- unar sem Coopers & Lybrand - Hagvangur hf. gerði til að kanna viðhorf landsmanna til sameining- ar fyrirtækja. Tekið var slembiúrtak 1.115 Is- lendinga um land allt á aldrinum 18-75 ára 10.-19. mars síðastliðinn og var svarhlutfall 68,9%. Könnun- in var gerð símleiðis og var nettósvarhlutfall 72% þegar búið var að draga frá þá sem reyndust vera látnir, erlendir ríkisborgarar eða búsettir erlendis. Unga fólkið síst fylgjandi fækkun 51,8% aðspurðra sögðust telja það almennt æskilegt að fækka bönkum í landinu með því að sam- eina þá en 34,7% voru á móti. 13,5% voru óákveðin. Af þeim sem tóku afstöðu voru 59,8% hlynnt slíkri fækkun en 40,2% andvíg. Þegar svör við spurningunni eru skoðuð með hliðsjón af kyni, aldri, búsetu, tekjum, atvinnu, menntun og fjölskyldustærð virðist sem al- mennur stuðningur sé við samein- ingu banka að því er segir í frétt frá C&L-Hagvangi. Þó kemur í ljós að það er helst yngsta fólkið, á aldrinum 18-29 ára, sem er síst fylgjandi fækkun banka með sam- einingu. 57,5% svarenda á þessum aldri sagðist ekki vera fylgjandi slíkri fækkun en meirihluti er fyrir henni meðal þeirra sem eru þrítug- ir eða eldri. Einnig var spurt um nokkra kosti í sameiningu bankanna. Var spurt hvort menn væru hlynntir eða andvígir sameiningu íslands- banka og Landsbanka, Islands- banka og Búnaðarbanka eða Bún- aðarbanka og Landsbanka. Sé litið til svara þeirra sem tóku afstöðu kom í ljós að flestir voru hlynntir sameiningu íslandsbanka og Bún- aðarbanka eða 32,5% og næstflest- ir sameiningu Búnaðarbanka og Landsbanka eða 32%. Munurinn milli þessara kosta er þó svo lítill að hann telst ekki marktækur. Um 36% kváðust hlynnt sameiningu Búnaðarbankans við annaðhvort Islandsbanka eða Landsbankann. Fæstir voru hins vegar hlynntir sameiningu Islandsbanka og Landsbanka eða 31,2%. Meirihluti gegn sameiningu Is- landsbanka og Landsbanka Meiri munur kom í ljós þegar skoðaður var sá fjöldi sem kvaðst andvígur tilteknum samsetningum bankanna. Meirihluti aðspurðra eða 51,8% var andvígur samein- ingu fslandsbanka og Landsbanka en minnihluti eða 43% var andvíg- ur sameiningu íslandsbanka og Búnaðarbanka annars vegar eða Búnaðarbankans og Landsbank- ans hins vegar. Er þarna um marktækan mun að ræða og segir C&L-Hagvangur að hann megi túlka þannig að miklar líkur séu til þess að sá munur sem mælist á andstöðu við sameiningu bankanna í þessari könnun sé raunverulegur og fyrir hendi í þjóðfélaginu í heOd. Athygli vekur að af þeim sem svöruðu því neitandi að almennt væri æskilegt að fækka bönkunum með því að sameina þá, voru eigi að síður tæp 36% sem gátu fellt sig við einhverja af þeim sameiningarkost- um sem nefndir voru í könnuninni. Morgunblaðið/Þorkell ÍSLENDINGAR hafa sett fram kröfu um 86-87% hlutdeild úr loðnu- stofninum í samræmi við raunveiði undanfarinna ára í stað 78% hlut- deildar sem núgildandi loðnusamningur kveður á um. Formaður LIU vill útiloka Norðmenn frá viðræðum um skiptingu loðnustofnsins „Ekkert tilefni er til áframhaldandi þrí- hliða viðræðna“ KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segist vera þeiiTar skoðunar að útUoka beri Norðmenn frá við- ræðum um skiptingu loðnustofnsins. „Það er engin loðna í lögsögu Norð- manna og það er ekki til siðs að vera að semja um skiptingu á veiðistofni, sem ekki er í lögsögu viðkomandi ríkja. Ég tel að það komi ekki til greina,“ segir Kristján. Formenn viðræðunefnda íslands, Noregs og Grænlands um nýjan loðnusamning munu hittast á fundi í Kaupmanna- höfn nk. mánudag þar sem kannað verður til þrautar hvort ástæða er til að halda viðræðum um nýjan loðnu- samning áfram, en formaður ís- lensku viðræðunefndarinnar er Jó- hann Sigurjónsson sendiherra. Þrír formlegir fundir hafa nú þegar farið fram þar sem aðilar hafa skipst á skoðunum og sett fram kröfur. Eins og kunnugt er hafa íslendingar og Grænlendingar sagt upp núgildandi loðnusamningi, en Norðmenn hafa látið þá skoðun sína í ljós að þeir vilji að núgildandi samningur gildi áfram óbreyttur. Miðað við þá niðurstöðu, sem fékkst á síðasta tveggja daga fundi viðræðunefnda landanna þriggja í Osló í byrjun apríl sl., segist Krist- ján ekki sjá neitt tilefni til áfram- haldandi þríhliða viðræðna. Utiloka ætti Norðmenn frá viðræðunum svo að Islendingar gætu hafið viðræður við Grænlendinga sem fyrst. Þó mætti skilja einhvern lítinn hluta eftir handa Norðmönnum, sem þeir gætu þá veitt í Jan Mayen lögsög- unni, en sem rynni til okkar ef þeir næðu ekki að veiða þennan hlut. „Kollegar mínir í Noregi segja þetta vera hið besta mál því þá myndu þeir bara veiða frítt í Jan Mayen lögsögunni. Ég segi bara verði þeim að góðu að fiska það sem ekki er til. Það getur ekki verið mjög árangurs- ríkt. Þeir eru að reyna að bera sig vel til þess að hræða okkur til áframhaldandi samninga við þá.“ Eftir standa sömu kröfur Norðmanna Norðmenn hafa ekki ljáð máls á neinum breytingum frá gildandi loðnusamningi, að sögn Kristjáns, heldur vilja þeir óbreytta skiptingu sem þýðir að hlutdeild Islendinga verði eftir sem áður 78% á móti 11% hlutdeildar Norðmanna annars veg- ar og Grænlendinga hins vegar. Norðmenn gera sömuleiðis ki-öfu til þess að hafa sömu möguleika til að veiða 60% af sínum kvóta í íslenskri lögsögu, eins og verið hefur. Þeir hafa á hinn bóginn ljáð máls á því að gerðir verði sérstakir tvíhliða samn- ingar um aðgang að lögsögum land- anna, eins og Islendingar hafa gert kröfu um, en þó þannig að aðgangs- málin verði afgreidd samhliða hinum eiginlega loðnusamningi. „Ég gef hins vegar lítið fyrir þessa samþykkt Norðmanna vegna þess að eftir stendur krafan um sama aðgang og þeir hafa haft og sama hlut. Eg hef því lagt áherslu á það að þessum viðræðum þurfi að Ijúka sem fyrst og að menn geri það upp við sig að þær gangi ekki öllu lengur. Við verðum að hætta þess- um þríhliða viðræðum svo að hægt verði að hefja tvíhliða viðræður við Grænlendinga. Ég hef alveg ástæðu til að ætla að Grænlendingar séu til- búnir að ræða við okkur þar sem að við komum ökkur saman um skipt- ingu á loðnustofninum og hvernig við munum veita hvor öðrum aðgang að lögsögu hins.“ Brú til Grænlands Kristján segist í því sambandi ekki telja neitt óeðlilegt við það að Græn- lendingar muni fá einhvern hlut af því sem Norðmenn hafi haft í loðnu- stofninum. Einnig kæmi til greina í slíkum tvíhhða samningi milli íslands og Grænlands að ætla Norðmönnum lítinn hlut, sem þeir gætu þá veitt í Jan Mayen lögsögunni ef svo bæri undir að þar væri einhverja loðnu að finna. Semja þyrfti svo sérstaklega um gagnkvæman aðgang að lögsög- um Islands og Grænlands, en að sögn Kristjáns, hafa íslendingar á síðustu tveimur árum sýnt Grænlendingum meira umburðarlyndi en oft áður með því að hleypa grænlenska loðnu- skipinu Ammasat suður fyrir 64. gráðu, 30 mínútur. Þrátt fyrir að það hafi þótt viðkvæmt með tilliti til manneldisnýtingar, hafi skipið fengið heimild til að veiða allt að átta þús- und tonn á ári. Mér finnst því að búið sé að byggja brú til Grænlands." Að mati Kristjáns þyrfti út- hafskarfakvótinn á Reykjaneshrygg að koma inn í tvíhliða samning Is- lands og Grænlands þar sem stofn- inn kemur inn í lögsögu beggja landa. Þrátt fyrir að samið hafi verið um nýtingu karfastofnsins, hafi Grænlendingar hins vegar hingað til ekki leyft okkur að veiða innan sinn- ar lögsögu sem hamlað hefur mjög sókn okkar á Reykjaneshrygg. Með hliðsjón af því að íslendingar og Grænlendingar eru með langstærst- an hlutann af karfakvótanum, telur Kristján mjög eðlilegt að þjóðirnar veiti hvor annarri gagnkvæman að- gang að lögsögum vegna karfaveið- anna. „Þetta yrði án efa hluti af því sem upp kæmi í tvíhliða samningum milli Islands og Grænlands um loðn- una, en til þess þurfa menn að hætta að tala við Norðmenn með því að gefa þá alfarið upp á bátinn," segir Kristján Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.