Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ * HESTAR H 'JARTSLATTUR hesta- mennskunnar er öðast að ná ^réttum hraða á þeim svæðum sem hitasóttin hefur herjað og hross hafa verið að jafna sig. Um páskana, nánar tiltekið á laugardag, héldu Harðarmenn sitt árlega páskamót sem að þessu sinni var opið. Þátttaka var all bærileg og keppendur komu víða að. Keppt var eftir hinu frjálsa fyrir- komulagi firmakeppninnar eins og tíðkast á vetrarmótum víða. Hins- vegar hafa Harðarmenn tamið sér þann ósið að kynna ekki úrslit og raða hestum og knöpum að úrslitum loknum heldur geyma þeir þann þáttinn þar til komið er inn í félags- heimilið Harðarból. Þetta er gert til í að fá fólk til að koma inn í félags- heimilið og kaupa veitingar. Þrátt fyrir að þetta hafi verið gagnrýnt af mörgum er þessum ósið haldið áfram. Þessu mætti líkja við að leik- húsgestir í Þjóðleikhúsinu horfðu á spennuleikrit þar sem síðasta leik- þætti væri sleppt en síðan yrði kynnt á barnum í Leikhúskjallaran- um hverjar lyktir mála urðu í leik- ritinu. Keppt var ýmsum styrkleika- og ELIAS Þórhallsson og Galsi frá Ytri-Skógum sem höfn- uðu í fimmta sæti í atvinnumannaflokki voru í miklu stuði á yfirferðinni. HANNA frá Varmadal var í góðu stuði eftir eitt ár í fol- aldseignum og tryggði eigandanum Björgvini Jónssyni sem jafnframt var knapi þriðja sætið í karlaflokki. Páskamót Harðar FÖGUR HROSS í GÓÐU VEÐRI kynjaflokkum, þ.e. kaida- og kvenna- flokki og síðan atvinnumannaflokki. Setja má spurningarmerki við það hvort kalla eigi hann keppnisflokk því ekki er til nein opinber skilgrein- ing á því hverjir eru atvinnumenn og hverjir ekki. I reglum LH er talað um meistaraflokk og má ætla að betra sé að halda sig við þá nafngift eða þá hreinlega opinn flokk. Að öðru leyti fór mótið vel fram í alla staði, veðurblíða var mikil þenn- an dag eins og flesta daga yfir pásk- ana. Hestakostur mótsins var prýði- legur og nutu hestamir sín vel í blíð- viðrinu. Hestamenn voru mikið á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Gjaman farið í ferðir milli hesthúsa- hverfanna og greinilegt að allt er að komast í eðlilegt horf. Urslit mótsins urðu sem hér segir: Atvinnumenn 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Húna frá Torfunesi. 2. Erling Sigurðsson, Fáki, á Álfi frá Laugarvatni. 3. Sigurður Siguríarson, Heríi, á Eldibrandi. 4. Steinar Sigurbjömsson, Fáki, á Kjama frá Oddhóli. 5. Elías Þórhallsson, Herði, á Galsa frá Ytri-Skógum. Karlar 1. Guðmundur Skúiason, Gusti, á Maístjömu frá Svignaskarði. 2. Dagur Benónýsson, Heríi, á Galsa frá Bæ. 3. Björgvin Jónsson, Herfi, á Hönnu frá Varmadal. 4. Vilhjálmur Porgrímsson, Herði, á Garpi frá Svanavatni. 5. Páll Viktorsson, Herði, á Uða. Konur 1. Barbara Meyer, Herði, á Sikli frá Hofi. 2. Kolbrún Olafsdóttir, Herði, á Mozart frá Nýjabæ. 3. Kolbrún Haraldsdóttir, Herði, á Sölku frá Sogni. 4. Anna B. Ólafsdóttir, Herði, á Synd frá Þóreyjarnúpi. 5. Bryndís Jónsdóttir, Herði, á Blesa frá Skriðulandi. Ungnienni 1. Lára Grimm, Fáki, á Rökkva frá Akureyri. 2. Ásta D. Bjamadóttir, Gusti, á Eldi frá Hóli. 3. Kristín Ó. Þórfardóttir, Sörla, á Síak frá Þúfu. 4. Magnea R. Axelsdóttir, Heríi, á Vafa frá Mosfellsbæ. 5. Garðar H. Birgisson, Herði, á Óði frá Breiðabólstað. 6. Berglind H. Birgisdóttir, Herði, á Iðunni frá Litlu-Tungu. Unglingar 1. Rakel Róbertsdóttir, Gusti, á Hersi frá Þverá. 2. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Sjöstjömu frá Svignaskarði. 3. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Herði, á Safron. 4. Helgi Magnússon, Herði, á Ókei. 5. Sigurfur Pálsson, Herði, á Rimmu frá Ytri-Bægisl Böm 1. Kristján Magnússon, Herði, á Spá frá Varmadal. 2. Daði Erlingsson, Herði, á Nökkva frá Sauðárkróki. 3. Viðar Hauksson, Herði, á Þrótti. 4. Þórir Hannesson á Fáfni. Pollar 1. Sara Sigurbj ömsdóttir, Fáki, á Djákna frá Dunhaga. 2. Linda Pétursdóttir, Heríi, á Árvakri frá Armóti. 3. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Stapa. 4. Guðný B. Guðmundsdóttir, Gusti, á Litla-Rauð. 5. Guðbjöm J. Pálsson, Herði, á Rauðskjóna frá Syðra Skörðugili. HRYSSAN Maístjarna frá Svignaskarði bar af sem gull af eir f karlaflokki og færði knapa sfnum Guðmundi Skúlasyni gullið. Hestanuddið hjálpar við lausn vandamála og eykur vellíðan Hestanudd er ekki nýtt af nálinni þótt fá ár séu > síðan íslenskir hestamenn uppgötvuðu gagnsemi þess við lausn vandamála sem upp kunna að koma við þjálfun hrossa. Valdimar Kristinsson heimsótti Catrinu Engström sem lært hefur hestanudd hjá Axelson Gymnastiska Institut, sem er virtur nuddskóli í heimalandi hennar, Svíþjóð. EGAR blaðamann bar að garði í Suðurhlíð, sem er við Ulfarsfellið sunnanvert, var Catrin að nudda rauða hryssu sem eiginmaður hennar, Guðmundur Einarsson tamningamaður, hefur > verið að þjálfa í vetur og hafði gengið vel þar til hann reyndi skeiðið í henni í einum reiðtúrnum. Þegar heim kom sagðist Guðmund- ur sjaldan hafa setið þvílíkan sprett á lítið skeiðþjálfuðu hrossi, svo vel tók hryssan til kostanna. En upp úr þessu segir Catrin að farið hafi að síga á ógæfuhliðina við þjálfun hryssunnar. „Þegar hryssan kom til okkar var hún mjög fráhverf manninum, þegar ég nálgaðist hana sagði hún með sínu táknmáli: „Farðu frá .» mér, ég vil ekkert með þig hafa.“ Hún vildi enga snertingu frá mann- inum og var því mjög fráhrindandi, en það fór fljótt af henni við tamn- inguna,“ byrjar Catrin sögu hryssunnar. En við skeiðsprettinn hafí hún tekið svo mikið á að það orsakaði tognun í vöðvum í lend- inni og væri hún með nuddinu að •^reyna að losa um bólguhnúta og nuddaði hún hryssuna frá herðum og aftur á lend og örlítið niður á lærin. Les líðanina úr augunum Áður en sjálft nuddið hefst byrj- ar Catrín á að hita upp með því að slá létt yfir þá vöðva sem á að nudda með handarjaðrinum. Þegar um bak og lend er að ræða sleppir hún þeim hluta á aftanverðum hryggnum þar sem nýrun liggja undir. Segir hún að jafnvel svona létt högg geti haft skaðleg áhrif á nýrun. Þessu næst strýkur hún með flötum lófa frá herðum aftur á lend og til baka. Catrin segir að hestum líki þetta yfirleitt vel. Hún notar mikinn þrýsting, sérstaklega þegar hún strýkur frá lend og fram. Séu einhver eymsli á þeim stað sem strokið er yfir láta hross vita með mjög greinilegum hætti. „Þau víkja sér undan, slá taglinu og reyna jafnvel að bíta og slá ef eymslin eru mikil og hrossið harðgeðja svo maður verður að gæta að sér,“ seg- ir Catrin. „Meðan ég nudda fylgist ég alltaf með andliti hestsins, þar sé mjög vel hvernig hrossinu líður. Þegar ég nudda auma bletti snúa þeir höfðinu gjarnan að mér og oft kjamsa þeir, geispa eða frýsa. Með aukinni reynslu hef ég lært að lesa úr augnsvip þeirra hvernig við- brögð þeirra eru við nuddinu," heldur Catrin áfram og í þeim töl- uðum orðum sveigir hryssan háls og höfuð að henni þegar hún er komin á punkt þar sem er tenging vöðva í baki annars vegar og vöðva- lendar og læris. Punkturinn er rétt aftan við mjaðmarhomið og þegar Catrin þrýsti á hann mátti greina bylgjuhreyfingar í vöðvum spjald- hryggjar. Hnakkarnir oft sökudólgar Hún segir að mjög algengt sé að hestar á Islandi séu með bólgu- hnúða á þessum stað, einnig sé mikið um eymsli á baki, bæði í vöðvum sem liggja sitt hvorum megin við hryggsúluna og ofan á hryggtindunum. Þetta segir hún að verði meira áberandi þegar líður á veturinn þegar búið er að þjálfa hestana nokkra mánuði og þá berst talið að hnökkunum sem oft séu sökudólgar þegar bakeymsli eru annars vegar. Catrin segist hafa nokkrar efasemdir um ágæti gel- dýnanna sem mikið eru notaðar. „Það er einkum tvennt sem ég held að geti orkað tvimælis, í fyrsta lagi þegar undirdýna er loftþétt, bæði sjálft gelið og svo plastið sem um- lykur gelið, sem hleypir engu lofti í gegn. Bakið getur hitnað mikið og ég veit dæmi frá Svíþjóð að hross sem riðið var í dagstúr varð hár- laust á bakinu en þar var um að ræða gel í undirdýnu hnakksins. Þá eru þessar dýnur í einu heilu lagi, en betra væri sjálfsagt að þær væru tvískiptar þannig að hvor hluti lægi á vöðvunum sitt hvorum megin við hrygginn. Þegar dýnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.