Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 51 SIGRÍÐUR VIGFÚSDÓTTIR + Sigríður Vigfiís- dóttir fæddist á Flögu í Skaftártungn 25. ágúst 1908. Hún lést á Landspítalanum (j 8. aprfl síðastliðinn. ;j Foreldrar hennar . voru Sigríður Sveins- \ dóttir, f. 1879, d. 1972, og Vigfús Gunn- arsson, Flögu, f. 1870, d. 1964. Systkini Sig- ríðar eru: Guðríður, f. 1901, d. 1973; Gunnar, f. 1902, d. 1980; Svein- björg, f. 1904; Ágústa, f. 1906, d. 1985; Sveinn, f. 1910, d. 1929, og Gísli, f. 1923. Fóstursystkini hennar eru: Páll Sigurðsson, f. 1910, d. 1929; og Sigríður Sigurðardóttir, f. 1915. Árið 1935 giftíst Sigríður Sig- valda Kristjánssyni kennara, f. 30. aprfl 1906, d. 22. júm' 1966. For- eldrar hans voru Margrét Sig- valdadóttir, f. 1879, d. 1954, og Kristján Jónsson, Kjörseyri, Hve mörg og fögur mynd er geymd af þér íminningunni um það, sem liðið er. I Ég gleymi dauða, hann er farinn hjá, en hún er vöknuð, lífsins bezta þrá. Ohætt er mér, því elskan þín skal alltaf verða leiðarstjarnan mín. (Eiríkur Ein.) Margt býr í minningunni. Parna kúrir t.d. lítið stelpugrjón undir sæng og rembist við að hafa bæn eftír ömmu sinni. Það gengur í þokkalega og loks eru menn orðnir | syfjaðir af orðum. Þá býður amman j góða nótt - og guð geymi þig, gullið \ mitt. Mörgum árum síðar er þessi litla stúlka orðin stór, búin að borða góðan skammt af flatkökum með ömmukæfu, mikið af pönnukökum og fleiri þúsund kleinur. Allt fram- borið af eðlislægri rausn og hlýju Sigríðar Vigfúsdóttur. Þær hafa brallað margt saman, amman og dótturdóttirin þessi árin og milli | þeirra hefur ríkt ákveðið hispurs- ^ leysi og gagnkvæm virðing. Hjartað a hefur svo geymt þær kenndir sem y næra sálartetrið. Og núna hefur amman lagst til svefns. Nokkrum dögum áður höfðu þær víxlað hlut- verkum, stöllurnar. Nú var það barnabarnið sem sat við rúmstokk og leit til með ömmu sinni. Er eitt- Hrútaafirði, f. 1865, d. 1922. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 6. mars 1935, d. 17. júlí sama ár. 2) Vigfús, f. 8. júlí 1940, d. 14. aprfl 1995, kona hans var Elísabet R. Friðriks- dóttír. Þeirra börn: a) Friðrik Helgi, f. 1963, maki hans er Alda Ámadóttir, þeirra sonur Árni Rúnar, f. 1997, b) Sigríður Vig- dís, f. 1965, maki hennar er Rúnar Mar- teinsson, þeirra sonur er Vigfús Fannar, f. 1989. 3) Sig- ríður Valdís, f. 8. júlí 1940, gift Sveinbirni Guðmundssyni. Dóttir hennar er Lilja Margrét Möller, f. 1963, hennar maki er Leifur Ing- ólfsson. 4) Margrét, f. 17. janúar 1942, gift Gísla Dagssyni. 5) Krist- ján, f. 6. febrúar 1945. Utför Sigríðar fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. hvað sem plagar þig, amma mín? er spurt. Og Sigríður Vigfúsdóttir svarar að bragði: Nú hef ég ekki lengur áhyggjur. Nú er ég bara hún ég- Guð geymi þig, elsku amma mín, og góða nótt. Lilja Margrét. Móðursystir mín elskuleg, Sigga frænka, er látin. Hennar er sárt saknað, en minningin gerir jafnvel söknuðinn ljúfan og indælan. Konan mín kynntist ekki móður minni, en hún kynntist þrem systrum hennar og einum bróður. Nú eru tvær systr- anna dánar, en sú elsta lifír - í orðs- ins fyllstu merkingu. Það gerðu einnig hinar tvær þartil þær voru kallaðar af vettvangi, en minningin er góð og skemmtileg. Eg held að okkur Beggó verði alltaf minnisstætt þegar við ákváð- um að halda uppá afmæli mitt í Ed- inborg - og mættum Siggu frænku og tveimur dætrum hennar á flug- stöðinni. Hún kom stormandi einsog venjulega, breiddi út sinn stóra faðm og smellti á okkur minnst tíu kossum til samans, beint á munninn. Ekki varð ánægjan minni þegar okkur varð ljóst að við yrðum ekki , ÞURÍÐUR \ SIG URÐARDÓTTIR + Þuríður Sigurð- ardóttir fæddist í Ásgarði, Ásahreppi f Holtum, 22. maf 1909. Hún lést 6. apríl si'ðastliðinn á sjúkrahúsinu í Vest- 4 mannaeyjum. For- eldrar hennar voru Sigurður Guð- | brandsson og Krist- ín Benediktsdóttir. Þuríður átti þijár systur, Júlíu, Láru og Guðbjörgu, sem allar eru látnar. Þuríður fluttist að Garðhúsum á Stokkseyri 1915 með foreldrum sínum. | Þuríður eignaðist dóttur með ÍKarli Stefáni Daníelssyni, Sig- ríði Kristínu, f. 28.4. 1929, gift I Björgvini Magnússyni. Þuríður var tvígift. Fyrri maður hennar var Hallberg Halldórsson frá Borgarkoti á Skeiðum. Þau eignuðust tvær dætur, Hall- dóru, f. 11.12. 1932, gift Jóni Mamma mín. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Ingólfssyni, og Jennýju, f. 15.9. 1935, d. 10.3. 1995, gift Birgi Magnús- syni. Þuríður og Hall- berg hófu búskap á Stokkseyri en fluttu til Vestmannaeyja 1933. Þuríður og Hallberg slitu sam- vistum. Seinni mað- ur Þuríðar var Rögnvaldur Jónsson frá Túnprýði á Stokkseyri. Heimili Þuríðar og Rögn- valdar var á Kirkjubæjarbraut 1 í Vestmannaeyjum. Árið 1973 fluttu Þuríður og Rögnvaldur til HafnarQarðar, á Suðurgötu 39. Rögnvaldur lést árið 1993. Síðustu ár dvaldist Þuríður í Hraunbúðum í Vestmannaeyj- um. Útför Þuríðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss bijóti í mola, starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, MINNINGAR aðeins ferðafélagar heldur einnig gestir á sama hóteli við Princes Street. Varla leið sá dagur að við mætt- um ekki Siggu frænku og dætrum á Princes Street, og aldrei vorum við svikin um kossana. Enda lá við „brosandi" umferðartruflun meðan við vorum að heilsast og kveðjast. Sigga frænka var að flestu leyti meridleg manneskja, listræn og mjög örlát. Það er einnig nefnt gæska eða hjartahlýja. Mikið yrði maður nú glaður ef maður ætti eftir að hitta hana á einhverju himnesku Prinsessstríti og skemmta umferð- inni og gera hana svolítið hissa. Eg yrði líka hissa - en það yrði gaman! Oddur Björnsson. Elsku Sigga frænka, nú hefur þú kvatt og lagt í hina hinstu fór, til fundar við litlu dóttur þína, son og eiginmann, sem öll eru einnig horfm héðan. Eg sé fyrir mér hvar þú, um- vafin geislum sólseturs, stendur í stafni hvítrar snekkju sem siglir eft- ir lygnu og silfurtæru fljóti. I huga mér kemur lítil saga af dauðvona dreng sem sagði, eftir að hafa málað sína síðustu mynd: „Þessi mynd sýnir, að ég er að leggja af stað með kafbát í langt, langt ferða- lag.“ Ég spurði þá drenginn, hvort ég mætti koma með honum í ferða- lagið. „Ne-ei“, svaraði drengurinn, „þú getur ekki komið með, þvi kaf- báturinn tekur bara einn í einu og ég verð að fara einsamall í þessa ferð.“ Allt í einu leit drengurinn af mynd- inni; með uppljómuðu andliti og tindrandi augum horfði hann eins og út í fjarskann og hrópaði með veik- burða röddu: „Nei, nei, sko, hvað ég sigli eftir fallegri leið, hér er allt fullt af svo fallegum fiskum og skrautleg- um blómum! Ég hef aldrei séð svona falleg blóm áður. Ó hvað þetta er fal- legt hérna!“ Og svo brosti hann glað- lega til mín. Skömmu seinna dó hann. Uppljómun og innsæi drengs- ins var huggun harmi gegn. Elsku móðursystir mín, ég hitti þig síðast í marsbyrjun er þú varst nýkomin á hjúkrunarheimilið. I stóru og vistlegu herbergi þínu var búið að setja upp fallega stofu, og þrjú málverk hafðirðu valið að heim- an. Við sátum þarna saman og spjöll- uðum og þú vildir láta hjólastólinn þinn snúa þannig að þú gætir horft beint á málverkin og sagðir þau vera það fyrsta sem þú sæir þegar þú opnaðir augun á morgnana. Sjálf varstu mikil listakona í eðli þínu og málaðir góðar myndir á myndlistar- námskeiði sem þú dreifst þig á fyrir elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr Qarðlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. - Okkur sinna í eilífðinni eilíft Ijós frá Guði skín. (Ámi Helgason.) Guð geymi þig. Þínar dætur Sigríður og Halldóra. Nú er elskuleg amma okkar farin, hvíldinni fegin. Okkur langar að þakka ömmu þann tíma sem við átt- um með henni. Þegar horft er til baka á stundu sem þessari, er af svo mörgu að taka. Þegar við komum til hennar, sat hún oftast við útsaum sem var hennar dægrastytting. Ef hún sat ekki við útsaum þá var hún að baka, steikja kleinur, baka pönnu- kökur eða sandköku, það voru sko bestu kökur í heimi. Stundum þegar við komum í heimsókn, virtist vera fullt hús af gestum, því hún spjallaði svo mikið við einhverja sem við sáum ekki. Þá var hún að spjalla við vini sína álfana, sem hún sagði okkur oft frá og við höfðum gaman af. Amma var dugnaðar kona sem átti glæsi- legt heimili þar sem allir voi-u vel- komnir. Oft sagði hún okkur frá englunum sem myndu koma og sækja sig þegar hennar tími væri kominn. Élsku amma, nú eru englarnir á himnum búnir að koma og sækja þig eins og þú talaðir oft mörgum árum. Enda þótt þú héldir ekki áfram að mála hélstu samt áfram að skoða myndlist og njóta hennar af alhug. Sem persóna hafðir þú sérstaka og heillandi útgeislun, þú varst góð, æðrulaus og stórglæsileg kona. Vertu sæl, elsku Sigga frænka, þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar og allan kærleikann og allt traust- ið sem þú sýndir mér ætíð, allt frá því ég var lítil sveitastelpa. Þótt þú hafir nú kvatt og siglt á braut með „snjóhvítri kvöld- snekkju", þá muntu ætíð vera nálæg og lifandi í huga mér. Með innilegri samúð til barna þinna og Lilju Margrétar. Kvöldsnekkja snjóhvít. Snortið oddrauðum vængjum silfurfijót svefnhljótt. Sitrandi dropum telur eilífðin stundir okkar. Einar Bragi Sigríður Björnsdóttir. Elsku Sigga frænka er dáin. Sig- ríður Vigfúsdóttir móðursystir mín, sem var mér svo góð. Frá því ég man fyrst eftir mér var Maggý dóttir hennar og jafnaldra mín ein mín nánasta vinkona. Ég held ég hafi ekki verið nema 3-4 ára þegar Sigga frænka og Sigvaldi maður hennar fluttu tímabundið með börnin sín fjögur í Bjarkarlund við Blesugróf og mín fjölskylda í Skálará, sem var hinum megin við girðinguna. Þetta hefur verið í kringum 1946. Þá varð nú fögnuður hjá okkur krökkunum. Bara að klofa yfir girðinguna og ég komin í krakkahópinn eða þau til mín. Þetta voru tvíburamir Sigga og Búddi, sem voru tveimur árum eldri en við Maggý, og svo náttúrlega Maggý. Kristján, sem þá hét bara Lilli, var svo pínuh'till að hann gat ekki verið með. Á þessum tíma varð Sigga frænka óskaplega veik og við krakkarnir urðum að hafa hljótt um okkur. Reyndar höfðum við okkar aðferðir við að hjálpa henni að batna. Við fórum bara í læknisleik. Búddi var alltaf læknirinn og framdi marg- an seyðinn sem hann hafði séð til lækna móður sinnar. Enda gekk þetta allt vel. Sigga frænka náði sér og ég man varla eftir að hafa heyrt minnst á að henni hafi orðið misdæg- urt næstu 45 árin eða svo. Frá bam- æsku hafði hún verið þjarkur til vinnu. Móðir mín sagði mér frá mörgu þrekvirki sem hún vann sem barn og ung stúlka. Ég var allan minn uppvöxt heimagangur hjá Siggu frænku og Sigvalda og varð um. Okkur langar að kveðja þig með bæninni sem þú kenndir okkur systrunum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Guð og englarnir geymi þig, elsku amma. Kristín og Ásrún. Hún Þura frænka, systir hennar mömmu, var einn af þessum fóstu punktum í tilverunni. Eins langt og ég man aftur var Þura frænka til staðar. Nú er hún látin eftir langa ævi næstum orðin 89 ára. Minning- arnar hrannast upp er ég sit við tölv- una og set þessar línur á blað. Þura á rætur sínar á Stokkseyri en það varð hennar hlutskipti eins og hennar mömmu að búa bróðurpart- inn af ævi sinni í Vestmannaeyjum. Þar átti Þura fallegt heimili hvort sem var á Brekastígnum eða á Kirkjubæjarbrautinni. Ég held að það hafi fáir dagar liðið á uppvaxtar- árum mínum að það væri ekki sam- gangur á milli foreldra minna og Þuru. Ég minnist margra heimsókna og hve gestrisin hún Þura var og hve umræðurnar urðu oft skemmtilegar við þau hjónin Þuru og Rögnvald heitinn Jónsson. Hún Þura reyndist pabba einstak- lega vel er hann þurfti oft að standa í erfiðleikum vegna veikinda móður minnar. Þá var gott fyrir lítinn dreng eins og mig að eiga hana að. Eins og hjá svo mörgum Eyja- því endalaust vitni að daglegum hetjudáðum þessarar glæsilegu frænku minnar, sem tók mér alltaf í ungahópinn sinn eins og ég væri, ja, næstum því eins og ég væri uppá- haldskrakkinn hennar. Ég held að systkini mín, já og líklega allir aufúsugestir á hennar heimili hafi fengið sömu meðferð hjá henni. Þeir voru nú ekki fáir fínu kjólarnir sem ég fékk frá þeim móðursystrum mín- um, Sveinbjörgu og Siggu, enda báð- ar meistarar í saumaskap. Sigga var alltaf að sauma eitthvað á dætur sín- ar og var þá stundum alveg bráð- nauðsynlegt að sauma eitthvað á mig líka. Það fannst Siggu frænku a.m.k. Þegar við Maggý vorum komnar á fermingaraldur og þar yfir, þurftum við náttúrlega að fara að sinna böll- ^ um og svoleiðis. Um þær mundir bjó ég með foreldrum mínum suðrí Garðabæ og lá því yfirleitt best við að gista með Maggý hjá Siggu frænku, sem færði okkur mjólk, jóla- köku, vínartertu og kleinu í rúmið á sunnudagsmorgnum. Þetta voru hamingjuríkir dagar og gott að vera ungur og leika sér og kúra svo í hreiðrinu hjá frænku sinni alveg eins og hún væri mamma manns, að sofa fram eftir og láta stjana við sig. Sigga frænka mín varð næstum því níræð, átti aðeins fáa mánuði í af- mælið. Samt varð hún aldrei gömul. Hún varð roskin heldri dama, tigin- mannleg bæði í sjón og raun. Hún var hafsjór af fróðleik. Gat rakið all- r ar okkar ættir í allar áttir, a.m.k. aft- * ~~ ur á 17. öld. En það var ekki hennar eini fróðleikur. Hún kunni ógrynni af sögum og gömlum sögnum af mönn- um og málefnum. Fylgdist með öll- um þjóðmálum og var feikna minnug. Kunni mikið af kvæðum og vísum og fór með kveðskap af róm- antísku listfengi. Hún var djúpvitur kona. Glæsileg var hún á tyllidögum ; á íslenskum búningi og möttlinum ‘ yfir og þykkt, liðað hárið sett upp í fléttur með silfurpörum undir húf- una. En hvort sem hún var verka- ^ konan, húsmóðirin og móðirin eða glæsibúin tignarkona í veislusal, var hlýjan og göfgin aðalsmerki hennar. Og þrátt fyrir miklar þjáningar í veikindum allt sl. ár sem sviptu hana aftur og aftur næstum öllu þreki átti hún alltaf afgang til að biðja fýrir öðrum sem voru einnig að berjast fyrir lífi sínu. Guð blessi elsku Siggu frænku, og gefi henni góða heimkomu til allra ástvinanna, er biðu hennar hinum megin. Guð blessi frændur mína, af- komendur hennar, og fjölskyldur þeirra. Sigrún Björnsdóttir. manninum urðu kaflaskipti við eld- gosið 1973. Þá varð það hlutskipti þeirra hjóna að stofna nýtt heimili í Hafnarfirði. Þar keyptu þau sér stórt og glæsilegt hús, sem var þeirra líf og yndi að gera sem huggu- legast. Þær voru ófáar stundimar sem hún Þura eyddi í garðinum hjá sér, enda bar hann merki um natni, samviskusemi og hreinlæti. Stór- glæsilegt að líta hann augum. Foreldrar mínir og Þura og Röggi nutu þess að vera saman í nokkur ár uppi á landi eftir eldgosið og ferðuð- ust þá mikið saman. Mamma og Þura voru óvenju samrýndar. Það var daglegur samgangur og þær háðar hvor annarri. Það hlýtur því að hafa verið mikið áfall fyrir Þuru eins og okkur öll þegar mamma féll frá árið 1978 langt um aldur fram. En hún átti mikið þakklæti skilið hvernig hún hugsaði um pabba fyrstu árin eftir andlát mömmu eða þar til hann flutti aftur til Eyja árið 1981 og alltaf stóð heimili hennar op- ið er pabbi brá sér uppá land á með- an hann hafði heilsu til þess. Þegar ég eignaðist mína eigin fjölskyldu voru þau ófá skiptin sem við Ásta heimsóttum þau hjón með krakkana. Þá var sko veisluborð og þau lögðu sig fram um að gera allt fyrir gest- f ina. Að taka á móti gestum var þeirra líf og yndi. Við Ásta og bömin okkar eigum margar góðar minngar frá heim- sóknunum til hennar Þuru og þökk- um fyrir að hafa fengið að kynnast henni og njóta hennar velvildar. Öllum ástvinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.