Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Merkur kafbáts- fundur SOVÉSKUR kafbátur fannst í gær á sjávarbotni nærri Stokkhólmi í Svíþjóð en talið er að hann hafi orðið fyrir tundurskeytaárás finnska hersins í seinni heimsstyrjöld- inni, nánar tiltekið árið 1942. Kafbátsins hafði verið leitað í eitt ár og er talið að lík 42 áhafnarmeðlima gætu enn ver- ið um borð. Þykir fundurinn sögulega merkilegur. Castro var ekki veikur FREGNIR af veikindum Fidels Castros, Kúbuleiðtoga, í síðustu viku voru, að því er virðist, alger uppspuni læknis- ins sem greindi frá þeim. Mun hinn meinti læknir einfaldlega hafa logið því að Castro hefði verið á sterkum lyfjum síðast- liðið haust til vamar gegn mögulegu hjartaslagi. Samkyn- hneigðir keppa FIMMTU alþjóðlegu leikar samkynhneigðra hefjast í dag í Amsterdam í Hollandi. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem leikamir fara ekki fram í Bandaríkjunum, en þeir vom fyrst haldnir í San Francisco árið 1982. Segja mótshaldarar leikana verða stærri en síðustu Ólympíuleika, með 15.000 þátt- takendur í 29 íþróttagreinum. Innbrot hjá FBI BROTIST var inn á skrifstof- ur bandarísku alríkislögregl- unnar (FBI) í Albaníu, þar sem fulltrúar FBI hafa að und- anfómu haldið fundi með al- bönskum lögreglumönnum um glæparannsóknir. Höfðu þjófamir á brott með sér um 210.000 ísl. kr. og gerði al- banskt dagblað í gær óspart grín að atburðinum. Sagði þar að eins gott væri að kennsla FBI hefði skilað árangri því nú biði albönsku lögreglunnar að finna þjófana. „Doktor dauði“ bjarg- aði Mandela WOUTER Basson, sem gekk undir viðumefninu „doktor dauði“ á tímum aðskilnaðar- stefnunnar í S-Afríku, vegna þess að hann stýrði sveit manna sem hafði það hlutverk að eitra fyrir óvinum stjóm- valda, sagði í gær að Nelson Mandela, forseti landsins, ætti sér líf að launa. Sagðist hann hafa fengið fyrirskipun um að tryggja öryggi Mandelas eftir að upp komst um áætlun ungra öfgasinna sem hugðust myrða Mandela. Mótorhjóla- gengi takast á HATRAMMT stríð mótor- hjólagengja í Quebec í Kanada heldur áfram og í gær vom tveir menn myrtir sem aðild eiga að Rock Machine-genginu sem gert hefur tilkall til áhrifa í Quebec þar sem Hells Angels hafa ráðið ríkjum. Flóð færast í aukana ÞORPSBÚAR í Zhong Ming, sem staðsett er í Anhui-héraði í Kína um tvö hundruð kíló- metra suðvestur af borginni Nanjing, voru í gær í óða önn við að koma saman varnargörð- um úr timbri vegna yfirvofandi hættu á skyndiflóðum úr Yang- tze-ánni. Urhellisrigningar við upptökin hafa valdið svo miklum vexti f ánni að hætta er búin fólki og híbýlum þess í mörgum héruðum í austurhluta landsins. Var Shanghai, stærsta borg Kína, jafnvel innan seiling- ar vatnavaxtanna í gær, að sögn stjórnarerindreka. Reuters Chen Xitong, fyrrverandi borgarstjóri Peking Dæmdur 116 ara fang- elsi fyrir spillingu Peking. Reuters. FYRRVERANDI borgarstjóri Pek- ing og leiðtogi kommúnistaflokksins í borginni, Chen Xitong, hlaut í gær 16 ára fangelsisdóm fyrir spillingu og embættisglöp, að því er kínverska fréttastofan Xinhua greindi frá. Chen er hæstsetti embættismað- urinn sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir spillingu í Kína. I dómnum segir að hann hafi lifað „spilltu og úrkynj- uðu lífi“, og fram kemur að hann hafí meðal annars haldið rausnarlegar veislur á kostnað borgarinnar ásamt aðstoðarborgarstjóranum Wang Ba- osen í tveimur glæsihúsum sem þeir höfðu látið byggja fyrir almannafé. í skýrslu um mál Xitongs kemur fram að hann hafi þegið sem svarar nær tveimur milljörðum íslenskra króna í mútur í borgarstjóratíð sinni. Ennfremur hafi hann útvegað vinum og vandamönnum hundruð milljóna króna til að hefja ýmiss konar rekst- ur, og meðal annars gefið einni hjá- CHEN Xitong fyrir rétti. konu sinni og fjölskyldu hennar níu íbúðir í Peking, á sama tíma og mik- ill skortur var á húsnæði í borginni. Spjótin beindust að Chen eftir að Wang framdi sjálfsmorð árið 1995, um það bil sem taka átti hann hönd- um fyrii' fjárdrátt. Rannsókn leiddi í Ijós að Chen hafði ráðstafað um 140 milljörðum íslenskra króna úr sjóð- um borgarinnar með óréttmætum hætti. Vai' hann í kjölfarið neyddur til að segja af sér embættum borgar- stjóra og flokksleiðtoga og láta eftir sæti sitt í stjórnmálanefnd kínverska kommúnistaflokksins (Politburo). Spilling viðurkennt vandamál Spilling í embættismannakerfinu er gríðarlegt vandamál i Kína og hafa jafnvel háttsetth' menn innan Kommúnistaflokksins viðurkennt að valdastaða flokksins sé í húfi, takist ekki að stemma stigu við vandanum. Yfir 120 þúsund embættismönnum, sem gerst höfðu sekir um mútu- þægni eða fjárdrátt, hefur verið sagt upp störfum síðan flokkurinn hóf átak til að uppræta spillingu í stjórn- kerfinu árið 1992. Háttsettir emb- ættismenn á borð við Chen hafa hins vegar hingað til getað beitt áhrifum sínum til að komast hjá rannsókn. Gonzalez gagnrýnir Aznar-stj órnina Segir van- hæfi rót ofsókna Madrid. Reuters. FELIPE Gonzalez, sem var forsæt- isráðheiTa Spánar 1982-1996, sagði í gær að Jose Maria Aznar, núverandi forsætisráðherra, og stjórn hans nýtti sér nýleg réttarhöld vegna „óhreina stríðsins" svokallaða til að ofsækja sig af þeirri ástæðu einni að þau hefðu ekki hugmynd um hvernig stjórna ætti landinu. Gonzalez lét þessi orð frá sér fara í sinni fyrstu yfirlýsingu síðan dómur hæstaréttar Spánar féll yfir tveimur fyi-rverandi ráðherrum í stjóm fyrir aðild þeirra að „óhreina stríðinu" á níunda áratugnum gegn ETA, að- skilnaðarhreyfingu Baska. Sagði hann að ríkisstjórnin böðl- aðist í þessu máli „vegna þess að hún hefur ekki hugmynd um hvað hún vill gera í málefnum Spánar. Allt hennar starf beinist að því að gera út af við pólitíska andstæðinga sína.“ Staðfesting Amsterdam-sáttmála Evrópusambandsins Ekkert verður af þjóð- aratkvæði í Portúgal Irland staðfestir Amsterdam- sáttmálann Dyflinni. Reuters. ÍRSKA stjórnin greindi frá því á fimmtudag, að Irland hefði stað- fest Amsterdam-sáttmála Evr- ópusambandsins (ESB). í þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem fram fór í maí sl., samþykktu 61,7% þjóð- arinnar hinn endurskoðaða stofnsáttmála. „Eftir því sem væntanleg stækkun sambandsins færist nær, mun Amsterdam-sáttmál- inn gera ESB betur í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan," sagði í yfirlýsingu frá David Andrews, utan- ríkisráðherra írlands. Sendi- herra Irlands á Ítalíu afhenti vottun staðfest- ingarinnar fyr- ir hönd írlands, undirritaða af Mary MacAleese, forseta, en stofnsáttmáli ESB er varð- veittur í Róm. Hinum nýja sáttmála er ætlað að ganga í gildi fyrsta dag annars mánaðar eftir að síðasta ESB-ríkið hefur staðfest hann, en það hafa 9 ríkjanna 15 gert. EKKERT verður af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu, sem áformað var að færi fram í Portúgal í haust um staðfestingu Amsterdam-sátt- málans, endurskoðaðs stofnsáttmála Evrópusambandsins (ESB). Stjórn- Iagadómstóll Portúgals komst að þeirri niðurstöðu, að spurningin sem til stóð að bera undir þjóðina væri óskýrt orðuð, byði upp á misskilning og því mætti ekki láta þjóðina ganga til atkvæða um hana. Hinar heitu pólitísku deilur portú- galskra stjórnmálamanna sem á undan eru gengn- ar um hina áformuðu at- kvæðagreiðslu falla því um sjálf- ar sig, að því er segir í Neue Zurcher Zeitung. Atkvæðagreiðslan, sem varla hefði breytt neinu um lyktir þess máls sem kjósa átti um, fellur niður. Síðastliðinn miðvikudag lýsti stjómlagadómstóll landsins spurn- inguna sem standa átti á kjörseðlin- um þannig orðaða, að hún sam- ræmdist ekki þeim forsendum sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ekki er bú- izt við því að þingheimur komi sér saman um nýtt orðalag á spurning- unni. „Styður þú áframhaldandi þátt- töku Portúgals í uppbyggingu Evr- ópusambandsins innan ramma Am- sterdam-sáttmálans?" Svona hljóm- aði spurningin sem tveir stærstu flokkarnir á portúgalska þinginu, stjórnai-flokkur sósíalista (PS) og stjórnai-andstöðuflokkur jafnaðar- manna (PSD), vildu að hinar 8,5 milljónir kjósenda Portúgals greiddu atkvæði um í haust. Átta af þrettán dómurum stjórnlagadómstólsins voru sammála um, að þetta orðalag uppfyllti ekki skilyrði stjórnai'skrár- innar um hlutleysi, ótvíræðni og ná- kvæmni. Forsætisráðherrann, Sam- paio, hafði sjálfur lýst slíkum áhyggjum í vitnisburði sínum fyrir dómstólnum. Ekki hefði verið hægt að útiloka að sumir borgarar gætu skilið spuminguna svo, að verið væri að greiða atkvæði um áframhaldandi veru landsins í ESB. Þegar mun stærri ákvarðanir stóðu fyrir dyrum um framtíð Portú- gals, svo sem þegar landið gekk frá aðildarsamningi við Evrópubanda- lagið (nú ESB) 1986 eða staðfesti Maastricht-sáttmálann 1993, fékk þjóðin ekki tækifæri til að segja sinn hug í atkvæðagreiðslu. Fyrsta þjóð- aratkvæðagreiðslan yfirleitt, sem fram hefur farið í Portúgal, var hald- in í júní sl„ um fóstureyðingar. Hin fyrirhugaða ESB-atkvæðagi'eiðsla var, með tilliti til hins mikla stuðn- ings sem ESB-aðild landsins almennt nýtur meðal þjóðarinnar, ekki ætlað að verða annað en auglýsing út á við fyrir þessa meintu miklu ánægju Portúgala með þátttöku sína í ESB. Olíkt Frakklandi, Danmörku og Noregi hefur aldrei verið öflug „Nei“-hreyfing til staðar í Portúgal. En niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fóstureyðingar skaut þeim, sem mest höfðu þrýst á um að ESB-at- kvæðagreiðslan færi fram, skelk í bringu. Kosningaþátttakan var að- eins um 30%, og þótt búizt hefði ver- ið við að meirihluti styddi þá mála- miðlun sem náðst hafði á þinginu um málið, var hún íelld með 51% greiddra atkvæða. Ef svipað ætti sér stað þegar greidd yrðu atkvæði um Amster- dam-sáttmálann myndi það eflaust spilla ímynd Portúgala sem miklum áhugamönnum um Evrópusamstarf- ið og setja ríkisstjóm landsins í erf- iða stöðu, þar sem hún verst hat- rammlega hverri tilraun sem gerð er til að reyna að minnka fjárstreymi frá Brussel þangað suður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.