Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 DÓMSTÓLAR MORGUNBLAÐIÐ Formaður lögmanna- félagsins hefur hvatt félagsmenn til að stilla gremju sinni í hóf þegar þeir tapi máli og varast að láta að því liggja að dómar byggist á annarlegum sjónar- miðum. I samtali við Pál Þórhallsson segir Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. ljóst að orð formannsins beinist gegn sér og ummælum sem hann lét falla út af dómum Hæstaréttar í skaðabótamálum í vor. Jón Steinar kveður dómana alvarlegt áfall fyrir réttarkerfíð í landinu og segist sam- visku sinnar vegna ekki geta þagað um það. MÉR hefur verið legið á hálsi fyrir að ég fari með óvægilegum hætti fram í málum sem ég hef sjálf- ur flutt og tapað. Þetta er að mínum dómi afskaplega röng ásökun," segir Jón Steinar Gunnlaugsson, þegar hann hefur boðið blaðamanni til sæt- is í skrifstofu sinni á Skólavörðustíg 6b. Jón Steinar segist vita að for- maður Lögmannafélags íslands, Jakob R. Möller, beini leiðara júlí- heftis Lögmannablaðsins (sjá ramma annars staðar á opnunni) til sín þótt ekki sé hann nefndur á nafn. Hvað veldur því að Jón Steinar gengur gegn hinu almenna viðhorfi í stéttinni og gagnrýnir umbúðalaust Hæstarétt, ekki einungis með fræði- legum rökum heldur einnig fyrir að láta önnur sjónarmið en lögfræðileg ráða niðurstöðu? „Ég hef oft tekið að mér mál í starfí mínu sem málflutningsmaður, sem ég tel að varði einhver réttindi manna sem eigi tvímælalaust að njóta verndar. Ástæðan fyrir því að ég tek málið er þá þessi lögfræðilega skoðun. Að loknum málflutningi fínnst manni svo kannski niðurstað- an blasa við, ekkert hafi komið fram sem hnekki henni, og þá gerist það stundum að réttindin eru samt ekki dæmd, með rökstuðningi sem alls ekki getur talist fullnægjandi. Þá hef ég talað um það og tel það skyldu mína en auðvitað að því tilskildu að ég útskýri það sem ég á við.“ Hagkvæmast að þegja „Menn skulu líka hafa það í huga, að ég hef ekki af því persónulegan ávinning að gagnrýna réttinn. Hag- kvæmast væri fyrir mig að þegja - eins og flestir starfsbræður minii' gera - til þess að verða ekki látinn gjalda gagm’ýni minnar í öðrum mál- um. Ég er hins vegar þannig skapi farinn að ég á erfitt með að þegja þeg- ar ég sé menn misfara með opinbert vald sem þeim hefur verið trúað fyrir. Hugleiðum aðeins hvaða verkefni það er sem dómari í máli tekst á hendur? Hann þarf að þekkja mála- vextina og semja forsendur fyrir lög- fræðilegri niðurstöðu. Það gerir hann þannig að hann fetar sig áfram í átt til niðurstöðunnar eftir lög- fræðilegum leiðum og beitir við það viðurkenndum réttarheimildum. Oft þegar maður leggur af stað í svona ferð veit maður ekkert um niður- stöðuna, hún kemur bara sem óhjá- kvæmileg afleiðing af forsendunum. Niðurstaðan skiptir í sjálfu sér engu máli lögfræðilega, það eru forsend- urnar sem gera það. Ég er næstum því alveg viss um að í hinu óagaða ís- lenska umhverfí verða fæstir dómar til með þessum hætti. Ég held að Morgunblaðið/Kristinn „HAGKVÆMAST væri fyrir mig að þegja - eins og flestir starfsbræður mínir gera - til þess að verða ekki látinn gjalda gagnrýni minnar í öðrum málum,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. BRESTURí RÉTTARRÍKINU flestir dómar, að minnsta kosti þeir sem hafa einhverja þjóðfélagslega tilvísun, verði til með þeim hætti að niðurstaðan verður fyrst til. Síðan fara menn að hugsa um að semja fyrir henni forsendur. Þetta þýðir að menn komast að niðurstöðu áður en þeir eru búnir að fara í gegnum þann efnivið sem þeim einn er heimill.“ Skaðabótalögin „Gagnrýni mín á Hæstarétt nú í vor er í tilefni af dómum 22. maí síð- astliðinn. Þannig stóð á að árið 1993 voru sett hér lög um skaðabætur. Ég taldi að lögin stæðust ekki stjórnar- skrána vegna þess að aflahæfí manna, hæfileikinn til að afla sér at- vinnutekna með líkamsorku sinni, væri verðmæti sem nytu verndar sem eign. Það þýðir þegar í stað að löggjafinn hefur bundnar hendur um hvernig megi haga löggjöf um bætur þegar þessi réttindi eru skert. Gríð- arlegir almannahagsmunir voru í húfí sem vörðuðu lífsafkomu og vel- ferð fólks sem slasast og á skaða- bótarétt á hendur öðrum. Ég fór með mál tveggja umbjóðenda minna fyrir dómstólana í því skyni að fá um þetta dæmt. Aðstaðan var að því leyti erfíð að sá lögfræðingur sem hafði undirbúið löggjöfína, Arnljótur Bjömsson, var orðinn fastur dómari í Hæstarétti. Um málið hafði verið deilt opinberlega. Ég taldi að við þessar aðstæður væri mjög óheppi- legt að samdómarar hans dæmdu um hvort þessi lög stæðust gagnvart stjórnarskránni. Það má segja að með vissum hætti hafi starfsheiður hans sem lögfræðings verið í húfí. Þess vegna gerði ég kröfu um að all- ir dómarar við réttinn vikju sæti þegar þetta yrði dæmt. Þeirri kröfu var synjað án þess að vikið væri að þeim rökum sem ég færði fram fyrir kröfunni. Þá sá ég strax hvert stefndi." - Hefði það ekki getað haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef fallist hefði verið á kröfuna? Markús Sigur- björnsson hæstaréttardómari er til dæmis höfundur að mörgum þýðing- armiklum lagafrumvörpum. Réttur- inn gæti orðið óstarfhæfur ef allir dómararnir þyrftu að víkja sæti í hvert sinn sem reyndi á stjórnskipu- legt gildi þeirra laga. „Ef það kæmi fram krafa um slíkt og ég tala nú ekki um ef um væri að ræða atriði, sem varðaði mjög þýð- ingarmikla almannahagsmuni í land- inu og hefði valdið deilum opinber- lega, þá tel ég það alveg blasa við að hann ætti ekki að dæma um það og ekki heldur samdómarar hans.“ Mati löggjafans ekki haggað - En hvað er það sem þú finnur efnislega að dómunum frá því í vor? „Ég taldi sem sagt þegar þessi mál komu til dóms að málið snerist fyrst og fremst um að fá fram viður- kenningu á að aflahæfi manna nyti verndar stjórnarskrárinnai’. Svo kom dómsniðurstaðan og þar er fall- ist á þetta enda hefur dómurunum sjálfsagt verið orðið ljóst að sú viður- kenning væri óhjákvæmileg, þar sem aflahæfið er dýrmætasta eign flestra manna mælt á fjárhagslegan mæli- kvarða. Þetta er raunar sú eign sem flestir nota til að afla sér lífsviður- væris. í forsendum dómsins segir að löggjafinn hafí heimild til að setja reglur um hvernig ákvarða skuli bætur þegar aflahæfi manna er skert, enda sé það markmið slíkra reglna að fullar bætur komi fyrir. í framhaldi af þessu blasti það við að dómstóllinn hlyti að taka sér fyrir hendur að skoða hvort lögin sem sett voru 1993 uppfylltu þessa kröfu að efni til. Það var ekki gert. í staðinn kemur texti sem er saminn upp úr athugasemdum með frumvarpi að þessum lögum á sínum tíma. Höfuðið er svo bitið af skömminni með því að segja að skýru og ótvíræðu mati lög- gjafans verði ekki haggað af dóm- stólum. Það kynduga er að löggjaf- inn var búinn að viðurkenna sjálfur að lögin frá 1993 uppfylltu ekki kröf- ur um fullar bætur. Það gerði hann árið 1996 þegar hann breytti lögun- um og hækkaði bætur um 33%. Sú lagabreyting gagnaðist ekki þessum mönnum því þeú' höfðu slasast á millibilsskeiðinu milli 1993 og 1996. Sá rökstuðningur í dómnum að dóm- stólar fái ekki haggað mati lög- gjafans er fjarstæðukenndur því það er einmitt hlutverk dómstóla, sam- kvæmt stjórnarskránni, að verja borgarana gegn óhæfilegri íhlutun löggjafans. Þai* að auki sýnir forsaga málsins að það vakti ekkert annað fyrir löggjafanum en að setja reglur sem tryggðu fullar bætur. Það voru einmitt rangai- fullyrðingar um þetta, meðal annars í greinargerð með lagafrumvarpinu á þeim tíma, sem ollu því að lögin voru sett.“ Vildarhagsmunir gagnvart samdómara „Miðað við allar hlutlausar lög- fræðiaðferðir er ljóct hver niðurstað- an hefði átt að verða,“ heldur Jón Steinar áfram. „Fyrst hún varð ekki ofan á er bara ein skýring eftir. Þarna hafa vildarhagsmunir gagn- vart samdómara og starfsheiðri hans orðið yfirsterkari skyldu dómstólsins til þess að dæma mönnum þessi rétt- indi. Sumir fylgismenn dómsniður- stöðunnar hafa sagt að þarna hafi illa tekist til með forsendur og ég er svo sannarlega sammála því. Niður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.