Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 56
|T|N|T| Express Worldwide ^ 580 1010 ístandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: IUTSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ÁRÁSIN átti sér stað í slakkanum hægra megin við vegbrtínina. Kvartanir vegna hávaða í Reykjavík Nærri 2 þúsund tilkynningar bárust í fyrra Alvarleg líkams- árás í Kópavogi RÁÐIST var á konu og henni nauðg- að við Reykjanesbraut í Kópavog,i, skammt frá bensínstöð Skeljungs, aðfaranótt laugardags. Konan var á gangi vestur Reykjanesbraut þegar ráðist var á hana. Konan var með töluverða áverka að sögn lögreglunn- ar í Kópavogi og var hún flutt á neyð- armóttöku á slysadeild. Talið er að karlmaður, sem grun- aður er um verknaðinn, hafí haldið ._áfram vestur Reykjanesbraut í átt að Smárahverfi, og er hans nú ákaft leit- að. Samkvæmt lýsingu konunnar er maðurinn á aldrinum 20-30 ára, skol- hærður, klæddur ljósri peysu. Er fullvíst að fót mannsins séu mjög aurug. Atburðurinn varð um klukkan fimm í fyrrinótt og skorar lögreglan í Kópavogi á vegfarendur á þessum slóðum um svipað leyti, er telja sig hafa orðið vara við gangandi fólk á milli klukkan fjögur og hálf sex að- faranótt laugardags eða hefur ein- hverjar upplýsingar um málið, að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi í síma 560- 3060. Vitað er að þó nokkur umferð var um Reykjanesbrautina um það leyti sem árásin átti sér stað, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að bílar hafi ekið fram hjá staðnum án þess að sinna konunni er hún leitaði aðstoðar. LÖGREGLAN í Reykjavík fékk á síðasta ári alls 1.301 tilkynningu um hávaða innandyra. Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, getur sá hávaði verið af mörgum toga, til að mynda vegna heimilisofbeldis, of hátt stilltrar tónlistar eða annars konar hávaða, sem veldur íbúum í húsinu eða nærliggjandi húsum miklu ónæði. Tilkynningar um há- vaða utandyra voru 541. Þær komu margar frá íbúum sem búa við gönguleiðir á skemmtistaði. Til- kynningar til lögreglu vegna hávaða eru því nærri 2.000 talsins á ári. Samkvæmt upplýsingum Heil- brigðiseftirlitsins bárust því alls 62 kvartanir árið 1996 en tölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir. Kvart- animar voru af ýmsum toga, m.a. vegna hávaða frá bílaumferð, veit- ingastöðum, vegna ýmiss konar at- vinnustarfsemi, snjómoksturs, loft- ræstiútblásturs, bakarís, tívolís, loftpressu, kirkjuklukkna, bílskúrs- starfsemi, útihátalara, kvikmynda- sýninga, skips í höfn, kælis, ruslagámalosunar, skóverkstæðis, tónleika, flugs, trésmíðaverkstæðis, vatnsdælu, frystikistu, þungs dyns, og lágtíðnihljóðs. Gunnar Svavarsson, umhverfis- verkfræðingur hjá Heilbrigðiseftir- litinu, segir í viðtali að nokkuð ber- ist af kvörtunum vegna umferðar- hávaða, einkum vegna umferðar- þungans við Miklubraut og Hring- braut. „Hávaði á skemmtistöðum getur einnig orðið mikill. Hann hefur mælst 90 desibel og getur farið yfir 100 desibel. Frá loftpressu er há- vaðinn svipaður, og jafnvel frá sláttuvélum getur hávaðinn mælst 80 til 90 desibel," segir Gunnar. ■ Enginn friður/10 íslenskt ferðatilboð vekur athygli erlendis Hringferð um Grænland árið 2000 fyrir milljon kostur á að sjá ísbjarnarbyggðir, sögufræga firði og njóta útsýnis yfír jakabreiður. Hringferðin um Græn- land kostar eina milljón króna og er skipulögð í tilefni af þúsund ára landnámi Inúíta á Grænlandi. Hringferðin hefur náð athygli manna erlendis ef marka má úttekt tímaritsins For Him Magazine á spennandi ævintýraferðum. Á lista yfir eitthundrað spennandi ferða- möguleika fyrir þá sem vilja reyna eitthvað alveg nýtt er henni valið annað sætið á listanum. Af öðrum spennandi ferðum á listanum má nefna flúðasiglingu niður Ganges-fljót, ferð niður að Titanic, átta mánaða rútuferð um Bali og hjólreiðaferð um Kúbu. ■ Flögrað milli/Cl FERÐASKRIFSTOFAN Nonni Travel á Akureyri hyggst á alda- J'í nótaárinu 2000 bjóða upp á tveggja vikna flugferð í kringum Grænland með viðkomu á yfir tuttugu stöðum. Þar mun þátttakendum gefast Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Kaupskylda á félagslegum íbúðum þungur baggi á sveitarfélögum 43 íbúðir auðar í Eyjum VÍÐA um land eiga sveitarfélög í vandræðum vegna mikils fjölda félagslegra íbúða sem þau “"Éíafa leyst til sín. Vestmannaeyjabær hefur t.d. keypt 43 af 73 slíkum íbúðum í bænum og standa þær allar auðar. Bolungarvíkurbær á 60 af 79 fé- lagslegum íbúðum þar og standa 12 þeirra auðar. Fjárskuldbindingar vegna íbúðanna nema helm- ingi af heildarskuldbindingum bæjarsjóðs. Samkvæmt lögum um kaupskyldu frá árinu 1984 ber sveitarfélögunum að kaupa félagslegar . íþúðir sé það ósk eigenda. Eru dæmi þess að 90% félagslegum íbúðum sem falla undir lögin hafi verið keypt upp. Samfara innlausn þurfa sveitar- félögin að leita leiða til að selja þær aftur eða fá leigjendur að húsnæðinu. I samtölum við fulltrúa 6 sveitarfélaga víða um land kom fram að erfið- lega hefur gengið að selja íbúðirnar og víða standa þær auðar. Verð íbúða í engu samræmi við markaðsverð Helsta vandamálið tengist verði íbúðanna sem þykir oft í engu samræmi við það markaðsverð sem gildir á viðkomandi svæði. Nefnd hafa verið dæmi um íbúðir sem voru innleystar á rúmlega 80% hærra verði en gildir á almennum markaði. Fjöldi innleystra íbúða frá áramótum skiptir tug- um og er búist við að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar það sem eftir lifir árs. Ástæður innlausna íbúðanna eru oftast stækk- un húsnæðis og flutningur til höfuðborgarsvæðis- ins en einnig er nokkuð um að eigendur séu að skila inn íbúðum áður en kaupskylduákvæði sveitarfélagsins rennur út. ■ Fortíðarvandi/6 Hólmaborg dregin til hafnar GUÐRÚN Þorkelsdóttir SU kom til Eskifjarðar í gærmorgun með Hólmaborgina SU í togi. Hafði Hólmaborgin fengið trollið í skrtífuna þegar htín var á kolmunnaveiðum suðaustur af Iandinu á föstudaginn. Tókst ekki að losa trollið og var gripið til þess ráðs að draga skipið til hafnar. Gekk ferðin vel, að sögn Guðmundar Hallssonar stýri- manns á Hólmaborg. Skipið hafði veitt 600 tonn af kolmunna þegar óhappið varð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.