Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinnuslys við Hafnar- fjarðarhöfn STARFSMAÐUR Vélsmiðjunnar Orms og Víglundar í Hafnarfírði slasaðist í gærmorgun er hann féll úr stiga flotbryggju vélsmiðjunnar við Hafnarfjarðarhöfn. Við fallið lenti maðurinn á bryggjukantinum og þaðan í höfnina. Honum var fljótt bjargað og komið á slysadeild. Maðurinn brotnaði á herðablaði og var lagður inn á Landsspítalann. Ekki er enn Ijóst hvað olli slysinu, en maðurinn var að fara í land úr flotbryggjunni í stiga sem hafði ver- ið reistur upp að palli á flotbryggj- unni. Fulltrúi Vinnueftirlitsins kom á vettvang og bannaði notkun stig- ans. Rétt eftir hádegi í gær skarst starfsmaður Trésmiðju Reykjavík- ur á púlsi við Grandaskóla þegar gluggarúða, sem hann bar með fé- laga sínum brotnaði í höndum þeirra. Ekki rakst rúðan í, en mun hafa hrunið undan sjálfri sér. Isbarnablús með tilbrigðum Technopromexport óttast um starfsmenn í umsjón verkalýðsfélaga Vill vita hvort Rúss- unum hafi verið rænt Þrír starfsmenn Technopromexport sem unnið hafa við lagningu Búrfellslínu fyrir Landsvirkjun dvelja enn hérlendis en rúss- neska fyrirtækið ætlaði að senda þá heim um helgina. Verið er meðal annars að kanna hvernig háttað er greiðslu skatta. RÚSSNESKA fyrirtækið Techno- promexport sendi í gær skeyti til Félags járniðnaðarmanna og óskaði eftir fundi með þremur starfsmönn- um fyrirtækisins sem leituðu á náð- ir félagsins þegar senda átti þá til Rússlands um síðustu helgi, til þess að fá fullvissu um að þeir væru við góða heilsu og hefði ekki verið rænt. Technopromexport, sem er verk- taki Landsvirkjunar við lagningu Búrfellslínu 3A, óskaði einnig eftir sönnunum þess að mennimir væru við góða heilsu, fengju nægilega mikið að borða og byggju við góðar aðstæður. „Við höfum áhyggjur af þessum mönnum því að Technopromexport sendi þá til Islands og ber ábyrgð á lífí þeirra,“ segir í skeyti fyrirtækis- ins á ensku. Rússarnir hér af fúsum og frjálsum vilja Aleksey Shadskiy, blaðafulltrúi rússneska sendiráðsins, segir að starfsmaður sendiráðsins, Alexand- er Evdokimov konsúll, hafi haft samband við einn Rússanna þriggja í gær og komist að því að þeir væru hér af fúsum og frjálsum vilja. Is- lensku verkalýðsfélögin hafa, að eigin sögn, haft mennina þrjá í fel- um en Shadskiy segir að það hafi ekki verið neinum vandkvæðum bundið að hafa uppi á þeim. Hann segir jafnframt að Rúss- arnir hafí sagt að þeir hefðu ekki yf- ir neinu að kvarta gagnvart Technopromexport, verksamningi þeirra við fyrirtækið væri lokið. Á heimasíðu Rafíðnaðarsam- bands Islands er önnur saga sögð. Þar segir að Rússunum hafí verið lofað því áður en þeir komu til ís- lands að þeim yrðu greiddir 1.000 dollarar í mánaðarlaun, eða tæpar 70 þúsund krónur og að auki 4 doll- ara fyrir hverja stund sem færi fram yfír umsaminn vinnutíma. Þegar komið var til ísland kom í ljós að yfirmenn Technopromexport ætluðu að greiða þeim 100-300 doll- ara á mánuði. „Þeim var sagt að það væri vegna þess að fyrirtækið hefði þurft að leggja út í mun dýrari aðbúnað hér og þeir ættu að borga mismuninn. Ef Technopromexport hefði borgað það sem um var samið verður að teljast mjög líklegt að stéttarfélögin hefðu ekki gómað fyrirtækið. St- arfsmenn hefðu þá verið tilbúnir að skrifa undir að þeir væru búnir að fá öll laun. Oft skrifa verkamenn frá Austur-Evrópu undir yfirlýsingar um að þeir hafí 4.000 dollara á mán- uði þegar þeir eru að vinna í Vest- ur-Evrópu, þótt þeir hafí ekki nema brot af því.“ Á heimasíðunni kemur fram að mennimir sem nú eru undir vemd verkalýðsfélaganna séu allir fjöl- skyldumenn, tveir þeirra em um fertugt og einn um þrítugt. Tveir eiga heima í Suður-Rússlandi en einn í Úkraínu. Hefur ekki fengið laun í þrjú ár Einn mannanna starfaði sem flokkstjóri við samsetningar á möstmm við Búrfellslínu 3A. Hann starfaði við kjamorkuver heima fyr- ir en hefur ekki fengið útborguð laun þar í þrjú ár, en launamenn þurfi aftur á móti ekki að borga fyr- ir rafmagn, vatn og síma og fái að taka nauðsynlegan mat út í sérstök- um verslunum. Reiknað er út á heimasíðunni hvað flokkstjórinn hefði átt að fá í laun samkvæmt íslenskum kjara- samningum og em það að frádregn- um lífeyrissjóðsgreiðslum, skatti, og orlofi 69.310 krónur á viku. Þá er ekki reiknað með skattheimtu í Rússlandi. Það sem hann og aðrir starfsmenn hafi að endingu fengið greitt, séu hins vegar 1.100 dollarar á mánuði, eða um fjórðungur réttra launa. í yfirlýsingu frá rússnesku starfsmönnunum þremur í gær- kvöld segir m.a. að þeir hafí orðið eftir á íslandi að eigin fmmkvæði og án þrýstings frá fulltrúum verka- lýðsfélaga. Þau hafi veitt þeim hjálp varðandi fjárhagskröfumar á Technopromexport. Þeir segjast þakklátir verkalýðsfélögunum fýrir alla aðstoðina og segja jafnframt að þar sem Technopromexport hafí rofið samning sinn við þá hafi þeir enga þörf fyrir að hitta fulltrúa fyr- irtækisins. Technopromexport Ieiðréttir skilning á fyrri ummælum Technopromexport hefur sent Landsvirkjun leiðréttingu vegna þess að það telur að rangur skiln- ingur hafi verið lagður í þær upp- lýsingar sem fyrirtækið sendi frá sér á dögunum um leyfi rússneskra þegna til að stofna bankareikninga erlendis. Það sem átt hafi verið við sé að rússneskum fyrirtækjum sé samkvæmt gjaldeyrislöggjöf lands- ins bannað að stofna slíka reikninga án leyfis rússneska seðlabankans, en einstaklingum sé það frjálst. Ósk félagsmálaráðuneytisins um að Technopromexport greiddi laun starfsmanna inn á íslenska reikn- inga hefði stangast á við þessi lög, að mati fyrirtækisins. Shadskyi, blaðafulltrúi rússneska sendiráðs- ins, segir að það geti tekið fyrirtæki eða ríkisstofnanir 2-3 mánuði að afla gjaldeyrisleyfis. Þessar nýju skýringar Techno- promexport á rússneskri gjaldeyris- löggjöf eru í aðalatriðum þær sömu og íslenska sendiráðið í Moskvu hefur aflað fyrir félagsmálaráðu- neytið. Elín Blöndal, deildarstjóri í ráðuneytinu, segir að hins vegar hafi gengið erfiðlega að fá hjá rúss- neskum yfirvöldum fullnægjandi upplýsingar um þá fullyrðingu Teehnopromexport að starfsmönn- um þess á Islandi sé skylt að greiða 37% skatt af launum sínum í Rúss- landi. Að sögn Elínar vinnur utan- ríkisráðuneytið áfram að því í gegn- um sendiráð íslands í Moskvu að afla staðfestingar á þessum upplýs- ingum. Blaðafulltrúi rússneska sendiráðsins treysti sér heldur ekki til að skera úr um þetta atriði. Elín segir að haldið verði áfram að leita upplýsinga. Varaði Landsvirkjun við Technopromexport Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafíðnaðarsambandsins, segist hafa varað Landsvirkjun við því að fá Technopromexport til lagningar Búrfellslínu áður en gengið var frá samningum. „Ég er í stjóm Nor- ræna rafiðnaðarsambandsins og það var stjómarfundur 17. febrúar síðastliðinn. Þar kom formaður finnska rafiðnaðarsambandsins til mín og spurði mig að því hvort það væri rétt að Landsvirkjun myndi semja við þetta rússneska fyrirtæki. Ég sagðist vita til þess að þeir hefðu verið lægstir og það gæti vel farið svo. Hann sagði, þá eigið þið eftir að lenda í erfiðleikum.“ Guðmundur segist hafa rætt við Landsvirkjun út af málinu og komið hafí til bréfaskipta í byrjun mars. Hann segir að Landsvirkjun hafi fullvissað sig um að allt yrði í góðu lagi. „Ég veit það að ráðgjafar hér- lendis vömðu mjög eindregið við þessum samningum. Það var rætt mjög mikið um það í rafeindageir- anum síðastliðinn vetur hvers vegna Landsvirkjun væri að þessu. Það vom önnur fyrirtæki sem voru mun álitlegri." Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að neinar formleg- ar viðvaranir hafí borist frá verka- lýðsfélögunum vegna Technopro- mexport. Hann bendir aftur á móti á að Landsvirkjun hafi áður átt í samskiptum við rússneska og aust- ur-evrópska verktaka, meðal ann- ars hafi fjölmennir hópar Rússa og Júgóslava verið hér við byggingu Sigölduvirkjunar á áttunda ára- tugnum og eins hafi Júgóslavar starfað við Blönduvirkjun. Hann bendir einnig á að erfiðleik- ar hafi oft áður komið upp í sam- skiptum Landsvirkjunar við verk- taka, og þar hafi íslensk fyrirtæki einnig átt í hlut. Fundur Landsvirkjunar og Technopromexport í dag Að minnsta kosti annar þeirra tveggja yfirmanna sem sendir hafa verið úr höfuðstöðvum Technopro- mexport í Moskvu til viðræðna við Landsvirkjun var kominn til lands- ins síðdegis í gær og hinn var annað hvort kominn eða væntanlegur. Mennimir tveir, A. Yankilevskty og E. Subbota, munu funda með yfir- mönnum Landsvirkjunar í dag. Sameinast um jarð- hitarannsóknir Líkur á 150 mW virkjun við i Þeistareyki i FJÖGUR sveitarfélög í Eyjafjarð- ar- og Suður-Þingeyjarsýslu hafa ákveðið að stofna sameiginlega fé- lagið Þeistareyki ehf. Þetta eru Akureyrarbær, Húsavíkurbær og hrepparnir í Aðaldal og Reykjadal en hrepparnir tveir eru eigendur landsins við Þeistareyki. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, sagði að sveitarfé- lögin fjögur sem stæðu að félaginu myndu hafa með sér samvinnu við rannsóknir og nýtingu jarðhita á Þeistareykjum. „Við ætlum að kanna hvort orka fínnst á þessu svæði,“ sagði Kristján þegar hann kynnti málið á fundi bæjarstjómar Ákureyrar í gær. Benti Kristján á að verið væri að vinna að svipuðum málum t.d. hjá Hitaveitu Suðurnesja og einnig í Reykjavík og ekki væri ástæða til að Akureyringar sætu eftir. „Við verðum að nýta þá orku sem býr í iðrum jarðar, í stað þess að kaupa hana af öðrum,“ sagði Kristján en verulegar líkur era á að unnt verði að reisa um 150 mW virkjun á svæðinu við Þeistareyki. Benda at- huganir til að verðið verði hagstætt. Fyrir liggja drög að samningum við landeigendur og einnig stofn- skrá og stofnsamningur fyrir hluta- félagið Þeistareyki, en Franz Árna- son, hita- og vatnsveitustjóri á Akureyri, Hreinn Hjartarson, bæj- arverkfræðingur á Húsavík, Svan- bjöm Sigurðsson, rafveitustjóri á Akureyri, og Baldur Dýrfjörð, bæj- arlögmaður á Akureyri, unnu að gerð þeirra. Forskot og frumkvæði Akureyrarbær tekur einnig þátt í verkefni á þessu sviði í Öxarfirði en bæjarstjóri sagði að á því sviði J lægju ákveðin sóknarfæri sem bæri að nýta. „Með þessu viljum við skapa okkur betri stöðu, ná ákveðnu forskoti og framkvæði, en ég vona að þessi verkefni okkar beri ávöxt og að við munu uppskera ríkulega þegar þeim er lokið,“ sagði Kristján. ------------ Fastráðning fréttamanns Sjónvarps útilokuð Á FUNDI útvarpsráðs í gær, þar | sem tekin voru fyrir ráðningarmál Jóns Gunnars Grjetarssonar, j fréttamanns Sjónvarps, var lögð » fram álitsgerð lögfræðings RÚVog álitsgerð lögfræðings BHM, sem varaformaður útvarpsráðs lagði fram á fundinum. Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri lagði fram til- lögu sem útvarpsráðsmenn féllust á. Útvarpsstjóri fól Bjarna Guð- mundssyni, framkvæmdastjóra Sjónvarps, nánari útfærslu tillög- | unnar. Tillaga útvarpsstjóra verður því til skoðunar hjá framkvæmda- stjóra Sjónvarps og segist hann bú- f ast við niðurstöðu um málefni Jóns Gunnars fljótlega, en vildi ekki tjá sig efnislega um hvað tillaga út- varpsstjóra fól í sér. Sé verkaskipt- ing milli útvarpsstjóra og fram- kvæmdastjóra í ráðningarmálum höfð í huga er ljóst að um fastráðn- ingu fréttamannsins verður ekki að ræða, þar sem framhald málsins j verður í höndum framkvæmda- stjóra. Framkvæmdastjóri sér um lausráðningar en útvarpsstjóri um p fastráðningar starfsmanna RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.