Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 24
4 24 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vefjasyni ur halfri milljón læknisaðgerða Strangir skilmálar um nafnleynd og trúnað VIÐKVÆMAR upplýsíngar um heilsufar og sjúkdóma einstaklinga verða ekki skráðar og vistaðar í gagnabönkum nema skilyrðum tölvulaganna sé fullnægt og hið sama gegnir um aðgang að þessum skrám í þágu vísindarannsókna. Strangar reglur gilda um skrán- ingu slíkra viðkvæmra upplýsinga um einstaklinga og er aðgangur að þeim vegna vísindarannsókna háð- ur leyfí frá Tölvunefnd og Vísinda- siðanefnd. Tölvunefnd falið eftirlit Viðamesta söfnun viðkvæmra heilbrigðisupplýsinga á sér stað við vísindarannsóknir á heilbrigðis- sviði. Af því leiðir að Tölvunefnd er falið eftirlit með fram- kvæmd vísindarannsókna þar sem unnið er með slíkar upplýsingar. „Þetta þýðir jafnframt að eftirlit með því hvernig læknar færa sjúkraskýrslur á sjúkrastofnunum og á öðrum heilsustofnunum er ekki á valdsviði Tölvunefndar, held- ur lýtur það lögbundnu eftirlits- hlutverki landlæknis. Þegar kemur að því að nýta þessar upplýsingar í þágu vísindai-annsókna leiðir það af ákvæðum 4. greinar Tölvulaganna, að ekki má framkvæma visinda- rannsóknii', þar sem unnið er með slíkar upplýsingar, nema með sam- þykki Tölvunefndar eða að full- nægðum öðrum skilyrðum lag- anna,“ segir Þorgeir Örlygsson, formaður Tölvunefndar. Vilja fremur dulrita gögnin en afmá persónuauðkenni Lengi framan af setti Tölvunefnd þann skilmála að þegar búið væri að safna upplýsingum saman, skrá þær, samtengja þær öðrum upplýs- ingum og vinna úr þeim, yrði öllum persónuupplýsingum eytt og rofið á öll tengsl á milli hinna skráðu ein- staklinga og upplýsinganna sem átti að varðveita. Þróun síðustu ára hefur verið sú að vísindamenn á þessu sviði hafa í auknum mæli haft áhuga á að geyma upplýsingarnar með þeim hætti að mögulegt væri að rekja þær til einstaklinganna. Ein ástæða þess er sú að við fram- kvæmd rannsóknanna geta orðið mistök og því gæti reynst nauðsyn- legt að fá aftur aðgang að upplýs- ingunum. Einnig gæti vísinda- manninum þótt fróðlegt að rann- saka sama hóp aftur að einhverjum tíma liðnum. Þessar óskir vísindamanna hafa orðið til þess að Tölvunefíid hefur í æ ríkari mæli orðið við beiðnum um að persónuupplýsingum verði ekki eytt, að sögn Þorgeirs. Þess í stað verði búin til dulkóðunarkerfi þar sem hver einstaklingur fær eitt- hvert tilbúið persónuauðkenni og til er greiningarlykill að þessu auð- kenni. Þetta form gerir að verkum að mögulegt er að nálgast sama hóp á ný. „Við höfum gert mjög strangar kröfur um að lykillinn sé varðveittur mjög tryggilega og ekki sé hægt að fara aftur í þessi gögn, nema með leyfí Tölvunefnd- ar,“ segir Þorgeir. Núorðið era oft skipaðir sérstak- ir tilsjónarmenn á vegum Tölvu- nefndar, með stærri verkefnum og þegar um mjög viðkvæmar upplýs- ingar er að ræða, sem hafa eftirlit með framkvæmd vísindarannsókna TOLVUNEFND á heilbrigðissviði. Þeir sjá oft um að dulkóða gögnin og varðveita grein- ingarlykilinn. í sumum tilvikum hefur rannsóknaraðilinn þó fengið að geyma lykilinn sjálfur, en hann er þá innsiglaður og er óheimilt að rjúfa innsiglið nema með leyfi Tölvunefndar. Undirrita samþykkisyfirlýsingu Á síðasta ári tóku gildi lög um réttindi sjúklinga. í 10. grein þeirra segir að sjúklingur skuli fyrir fram samþykkja með formlegum hætti þátttöku í vísindarannsókn. Áður en slíkt samþykki er veitt skal gefa honum ítarlegar upplýsingar um vísindarannsóknina, áhættu sem henni kann að fylgja og hugsanlegan ávinn- ing og í hverju þátt- takan er fólgin. Sjúklingi skal gerð grein fyrir því að hann geti hafnað þátttöku í visindarannsókn og hann geti hvenær sem er hætt þátttöku eftir að hún er hafin. Hér er með öðrum orðum krafist hins svo- nefnda upplýsta samþykkis, sem þarf að afla hjá einstaklingum þeg- ar persónutengdar heilbrigðisupp- lýsingar eru notaðar við vísinda- rannsóknir. Þetta á ekki síst við þegar lífsýni eru notuð við erfða- rannsóknir. Samband eiginleika erfðaefnis og sjúkdóma kannað Erfðaefni mannsins geymir upp- lýsingar um eiginleika hans og því má telja vefja- og blóðsýni úr fólki meðal viðkvæmustu persónuupp- lýsinga sem safnað er. Lögin um réttindi sjúkliga kveða á um að líf- sýni teljist hluti sjúkraskrár og því er aðgangur að sýnum til vísinda- rannsókna háður heimild Tölvu- nefndar. í grein sinni Vernd persónuupp- lýsinga í heilsufarsgögnum, sem birtist í Úlfljóti á síðasta ári, bendir Haraldur Briem smitsjúkdóma- læknir á að það sé sérkennandi að upplýsingar sem lesa megi úr erfðaefninu hjá einum manni geti einnig átt við ættingja hans og niðja. Rannsókn á erfðaefni sé hægt að gera á öllum lífsýnum úr mönnum sem innihalda frumur eða kjarna úr frumum, s.s. blóðsýnum, vefjasýnum, munnvatni og sæði. „Á borð tölvunefndar hafa komið undanfarin misseri beiðnir um framkvæmd slíkra vísindarann- sókna þar sem samband eiginleika erfðaefnis og sjúkdóma er kannað. Er þá stuðst við upplýsingar Erfða- fræðinefndar og ýmsar skrár um sjúkdóma sem læknar kunna að hafa undir höndum. Tölvunefnd hefur tekið þá afstöðu að greining erfðaefnisins fari fyrst fram eftir að ættartengsl og fyrirkoma sjúk- dóma hefur verið kortlögð í svoköll- uðu „ættartré". Öll persónuauð- kenni verði afmáð áður en erfða- greining fer fram. Fram hafa kom- ið rökstuddar óskir þeirra sem gera slíkar vísindarannsóknir að per- sónueinkenni verði ekki afmáð fyrr en að lokinni erfðagreiningu. Til að leysa þetta vandamál hefur tölvu- nefnd lagt til að persónuvemdar sé gætt með því að greiningarlykill að persónuupplýsingum verði í vörslu þriðja aðila ef af einhverjum ástæð- um reynist nauðsynlegt að afla að nýju persónueinkenna lífsýnis,“ segir Haraldur í grein sinni. LANGSTÆRSTA safn vefjasýna úr mönnum hér á landi er svokallað Dungalssafn, en það er kennt við Niels Dungal, prófessor í meina- fræði og fyrrverandi forstöðumann Rannsóknarstofu Háskóla íslands í meinafræði. Hóf hann söfnun sýn- anna fyrr á öldinni. Safnið er í vörslu Rannsóknarstofu háskólans og geymir vefjasýni sem borist hafa rannsóknarstofunni til greiningar marga áratugi aftur í tímann. Elstu sýnin í safninu eru frá því um 1934. Ætla má að í safn- inu megi finna sýni úr þremur til fjórum kynslóðum Islendinga, skv. upplýsingum Jóns Gunnlaugs Jón- assonar, læknis og sérfræðings í meinafræði hjá Rannsóknarstofu Háskólans. Áætlað er að í safninu séu nú saman komin lífsýni sem safnað hef- ur verið úr um það bil hálfri milljón læknisaðgerða. „Oft er um að ræða tvo eða þrjá vefjakubba úr hverri aðgerð, þannig að hér í safninu gætu því verið um það bil ein og hálf milljón vefjakubba," segir Jón Gunnlaugur. Sýnum bætt í safnið á hverjum degi Á hverjum degi bætast sýni í Dungalssafnið úr fjölda að- gerða á sjúkrahúsum og úr sýnatökum úr sjúklingum til 'J greiningar. Strangar reglur gilda um meðferð sýnanna og DUNGALSSAFNIÐ um aðgang að safninu. „Við notum sýnin mjög mikið í okkar daglegu starfi í þjónustu við sjúklinga. Sýnin eru einnig notuð að einhverju leyti við vísindarannsóknir en þá í sam- ræmi við strangar reglur um safnið og getur þurft að leita eftir samþykki siðanefndar, Vís- indasiðanefndar og Tölvunefndar. Ekki er hins vegar nauðsynlegt að afla sérstakra leyfa til að nota sýnin í daglegri vinnslu á rannsóknarstof- unni,“ segir Jón. Vefjasýnin eru varðveitt í litlum parafínkubbum og einnig er vefur- inn geymdur litaður á gleri. Sjálf sýnin eru ekki merkt viðkomandi einstaklingum heldur með númer- um en hægt er að tengja slíkt núm- er við viðkomandi einstaklinga sem skráðir eru í spjaldskrá. Vaxandi aðsókn Aðsókn í safnið hefur farið smátt og smátt vaxandi síðasta áratuginn. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða tvær rannsóknarstofur sem hafa stundað miklar erfðarannsókn- ir hér á landi, þ.e. annars vegar frumulíffræðideild Rannsóknar- stofu Háskólans sem hefur aðallega stundað rann- . sóknir á brjósta- og •<0 ristilkrabbameini og \ hins vegar hefur . ' rannsóknastofa / .^áÉÉfc.. Kr abbameins- félagsins, sem hefur notað safnið talsvert en þarf að afla tilskilinna leyfa fyrir hverri rannsókn. Að undanfömu hafa fleiri bæst við sem sækjast eftir aðgangi að safninu vegna rannsókna, m.a. Islensk erfðagreining. Sýnum er ekki alltaf safnað með upplýstu samþykki Sýni eru afhent til afmarkaðra rannsókna samkvæmt þeim skilmál- um sem Tölvunefnd setur. Fer það því eftir eðli hverrar rannsóknar hvort upplýsingar um einstaklinga sem sýnin eru úr eru afhent dulkóð- uð. I flestum vísindarannsóknum skiptir vitneskja um úr hvaða per- sónu sýnið er engu máli. Meginmál- ið er að fá upplýsingar hvaða sjúk- dómsgreining fylgir sýninu, að sögn Jóns. Notkun lífsýnanna er því ekki alltaf bundin því skilyrði að einstak- lingar sem sýnin eru úr hafi gefið upplýst samþykki sitt fýrir notkun- inni. „Þegar sýni er tekið úr sjúk- lingi eða vefur tekinn vegna aðgerð- ar þegar verið er að fjarlægja mein gæti sjúklingurinn neitað því að sýnið verði varðveitt og þá ætti hann að sjálfsögðu að fá að ráða því. Ef hins vegar er ákveðið að rann- saka sýnið í þágu sjúklingsins vegna sjúkdómsgreiningar, þá finnst mér eðlilegast að fylgja hinni hefðbundnu vinnuaðferð í vefja- meinafræði að ganga út frá því að sýnin verði geymd. Ef einstakling- urinn sér einhverja annmarka á því þyrfti hann að hafa frumkvæði að því að koma í veg fyrir það. Annars konar tilhögun væri of flókin og mjög erfið í framkvæmd, að mínu mati,“ segir Jón Gunnlaugur. Afar mikilvægt og verðmætt safn Sérstök nefnd innan Rannsókna- stofunnar, svokölluð Dungals- nefnd, tekur ákvarðanir um hvort veita eigi einstökum aðil- um aðgang að lífsýnasafninu vegna rannsókna en áður en sú umsókn kemur til kasta nefndarinnar þarf hún að fara fyrir siða- nefnd Landspítala og eftir atvikum fyrir Vísinda- siðanefnd og Tölvunefnd. Sýnin merkt með númerum og nöfn sýnagjafa varðveitt í spjaldskrá Tölvunefnd heimilar Tölvunefnd veitir fjölmörg leyfi á hverju ári þar sem vísindamönnum er heimilaöur aðgangur aö viðkvæmum skrám meö persónuupplýsingum á heilbrigöissviöi og aö samtengja ólíkar skrár. Hér á eftir fara nokkur dæmi úr skýrslum Tölvunefndar. • Lækni veitt heimild til að skrá persdnuupplýsingar vegna rann- sóknar á erfðaþáttum sem stjóma meingerð iktsýki. Þátt- takendur voru um 200 manns í 25 fjölskyldum þar sem þekkt vom tvö eða fleiri tilfelli sjúkdómsins. Vom þeir fundnir í skrám um sjúklinga með sjúkdóminn. Gagna var afiað með viðtölum og töku blóðsýna til mælinga á erfðaþáttum. Ramisóknin var unnin í samvinnu við Erfðafræði- nefnd. Tölvunefnd setti að skil- yrði að blóðsýni yrðu eingöngu notuð í samræmi við tilgang rannsóknar, afmá skyldi öll per- sónuauðkenni og eyða öllum gögpnum sem gerðu kleift að rekja saman sýni og nöfn. Sýnun- um á að eyða eigi síðar en 2005. • Þrír læknar fengu heimild til að skrá persónuupplýsingar vegna könnunar á nýgengi, algengi, orsökum, meðferðarformum og lifun barna sem greindust með langvinna nýmabilun á ámnum 1980-1996. Gagna var aflað úr sjúkraskýrslum barnanna. Allar upplýsingar skráðar undir rann- sóknarnúmerum og áskilnaður settur um að greiningarlykli yrði eytt strax að úrvinnslu lok- inni. • Hópi sérfræðinga veitt heimild til að vinna, í samstarfi við fs- lenska erfðagreiningu, að rann- sókn til að einangra erfðavísa fyrir mígreni. Heimildin bundin ýmsum skilyrðum sem tryggja áttu nafnleynd, um eftirlit til- sjónarmanna Tölvunefndar og að ekki yrði unnt að rekja gögn til einstakra manna á rannsókn- arstofunni. > Tveimur sérfræðingum veitt heimild til að skrá persónuupp- lýsingar, til aðgangs að per- sónuuplýsingum og samtenging- ar skráa, vegna könnunar á ætt- artengslum einstaklinga sem tóku þátt í hjarta- og æðasjúk- dómarannsókn meðal íbúa á Fljótsdalshéraði á ámnum 1979- 80. Tilgangur ættartengsla- könnunarinnar var að skoða ættgengi umræddra sjúkdóma annars vegar og áhrif umhverf- isþátta hins vegar. Gagna var m.a. aflað frá Erfðafræðinefnd. ► Tölvunefnd veitti lækni heimild til að skrá persónuupplýsingar vegna rannsóknar á tengslum y u o g o i.i i,- ö e. i,; tj- 4 j’.i ■ • £ö i’i iJj ö. • ói j ó ijo t i i'l ,VV VVV <><>.• ó éó • »<><><> <>c !(Q.. o o o. n n oi;; ö • ó » <><!><> l«t ’i| j. j Té. ó : o Li 4 f ■ ■ ip .ó...f. þ o i,i..ÓLi y . iVij o y óuf Ojé i« t öó ó i'jó é ó i'ixj ó i 4 á ó ® .É ó i • á. ó. í.j i'i ó 4 óí') ó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.