Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 44
itéH MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskuleg móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURRÓS GÍSLADÓTTIR, Fífuseli 16, Reykjavík, áður Brekkugerði, Fáskrúðsfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 4. október. Jarðarförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 10. október kl. 16.00. Steinþór Oddsson, Gréta Guðvarðardóttir, Gísli Oddsson, Guðný Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Holtsgötu 39, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 3. október síðastliðinn. Ragnar Jónsson, Guðni Kolbeinsson, Lilja Bergsteinsdóttir, ingveldur Ragnarsdóttir, Guðmundur Ægir Theodórsson, Hilmar Á. Ragnarsson, Guðrún Langfeldt, Stefanía K. Ragnarsdóttir, Bernd Beutel, Sigurður Ragnarsson, Júlíana Grigorova, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, frá Steinum, Austur-Eyjafjöllum, síðast til heimilis á Birkivöllum 34, lést föstudaginn 2. október á öldrunardeild Ljósheima, Selfossi. Jarðsett verður frá Selfosskirkju föstudaginn 9. Björn Halldórsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Grétar Halldórsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Þórhildur Maggý Halldórsdóttir, Hreinn Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. október kl. 13.30. Ástkær systir okkar, JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR frá Köldukinn, Fellsströnd, Dalasýslu, lést laugardaginn 3. október í San Diego, Bandaríkjunum. Fyrir hönd aðstandenda, Fjóla Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Eiður Sigurðsson, Stefnir Sigurðsson. Faðir okkar, ÞORGRÍMUR STARRI BJÖRGVINSSON bóndi í Garði, Mývatnssveit, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík aðfaranótt mánudagsins 5. október. Fyrir hönd aðstandenda, börn hins látna. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA KARÍTAS EINARSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Garðvangi, áður Þórustíg 13, Njarðvík, lést að morgni 6. október. Börn hinnar látnu. GUÐNÝ SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR + Guðný Sigríður Gísladóttir fæddist 7. október 1907 á Litla-Ár- móti, Hraungerðis- hreppi, Flóa, Ár- nessýslu. Hún and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík 21. maí 1998. Guðný Sigríð- ur var dóttir hjón- anna Gísla Þórðar- sonar, f. 21.5. 1865, d. 2.5. 1923, bónda frá Lýtingsstöðum í Holtum, og konu hans, Oddnýjar Sigurlínar Oddsdóttur frá Hofí á Kjalarnesi, f. 2.2. 1880, d. 12.9. 1954. Guðný Sigríður ólst upp í stórum systkinahópi en alls voru systkinin ellefu: 1) Þórður, f. 28.5. 1902. Hann var kvæntur Guðríði Árnadóttur og eignuðust þau sex börn. Þórður og Guðríður eru bæði látin. 2) Katrín, f. 16.8. 1903, d. 16.8. 1940. Maður hennar var Karl Frímannsson. Þau voru barnlaus. 3) Oktavía, f. 10.10. 1904. Hún var gift Jóni Jó- hannssyni, skattstjóra á ísa- firði. Eignuðust þau þrjú börn. Þau hjón eru bæði látin. 4) Oddsteinn, f. 12.5. 1906. Kona hans var Alma Jenný Sigurðar- dóttir. Þau eignuð- ust 12 börn. Odd- steinn og Alma Jenný eru bæði lát- in. 5) Guðný Sigríð- ur, f. 7.10. 1907. 6) Marteinn. f. 25.5. 1909. Kona hans var Þórdís Olafs- dóttir og áttu þau einn son. Þau hjón eru bæði látin. 7) Guðrún, f. 4.7. 1910. Maður henn- ar var Höskuldur Helgason. Þau eignuðust tvö börn. Guðrún lést fyrir nokkrum árum. 8) Sigrún, f. 25.1. 1914, ógift, lést 1934. 9) Olafur, lést í frumbernsku. 10) Guðjón, f. 16.5. 1919. Kona hans var Hanna Marie Lang Gíslason. Börn þeirra eru fimm. Guðjón lést fyrir nokkrum árum. 11) Guðrún, kaupkona, tvíburasystir Guð- jóns, f. 16.5. 1919. Sambýlis- maður var Þorvaldur Guð- mundsson prentari. Hann lést 11.3.1997. Þau voru barnlaus. Utför Guðnýjar Sigríðar fór fram frá Dómkirkjunni 3. júní 1998. Nú legg ég aftur augun mín, en öndin, hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng Að rísa upp í heimi hér með hverri sólu kenn þú mér, svo fái’ eg ljósið þitt, er lífgar Jesús duftið mitt (Þýð. M. Joch.) Nú hefur gangverk lífsklukkku merks kaupmanns slegið sinn síð- asta slátt. Guðný Sigríður, ávallt kölluð Sigga, var borinn og barn- fæddur Arnesingur. I dag, 7. októ- ber, hefði hún orðið níutíu og eins árs hefði hún lifað. Eins og áður hefur komið fram var stórt heimil- ið og mannmargt á Litla-Armóti hjá Gísla og Oddnýju, foreldrum Siggu. Um 1923 verður heimilið fyrir því áfalli að Gísli veikist og deyr. Þá var elsta barn þeirra hjóna tuttugu og eins árs og yngst- ir voru fjögurra ára tvíburar. Sigga var sextán ára. I þá daga voru engir styrkir eða félagsleg aðstoð fyrir konur með tíu börn. Um 1924 ákveður Oddný móðir Siggu að bregða búi og flytja til Reykjavíkur með hópinn sinn. Oddný keypti sér fljótlega litla jörð í Skerjafirði sem hét Brúar- endi. Var lítið hús á jörðinni. Hún var þar með kindur og kýr. I dag er búið að rífa húsið og jörðin er komin undir flugvallarveginn. Mamma Siggu var dugnaðarforkur þvi auk þess að selja bæjarbúum mjólk og egg og hugsa um börnin © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Jn***!| áSí Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. vann hún við uppskipun úr togur- um Thors Jensens í fiskstöðinni á nóttunni. Þá komu togararnir inn að kvöldi og fóru að morgni. Fljótlega fór Sigga að vinna fyr- ir sér, fyrst fór hún að þéna í hús- um og einnig var hún með þeim fyrstu sem fóru á síld á Siglufirði. Fljótlega fór hún að vinna við af- greiðslustörf. í mörg ár vann Sigga við prjónaverslunina Hlín, fyrst á Laugavegi og síðar á Skóla- vörðustíg. Sigga var há og grönn og sam- svaraði sér vel. Hárið var dökkt og fallegt, augun fallega blá. Sigga var hress og alltaf glöð. Hún las mikið og hafði yndi af ferðalögum. Tungumál vöfðust ekki fyrir henni og talaði hún bæði ensku og dönsku. Hún hjólaði mikið og hjólaði til dæmis frá Reykjavík til Hveragerðis og til baka. Þetta var meðan vegurinn var ómalbikaður og gömlu Kambarnir við lýði. Sigga hjólaði eitt sinn með vinkon- um sínum norður á Hvammstanga og hreppti hið versta veður en þær létu það ekkert á sig fá. Það hefur verið kringum 1965 að þær systur, Sigga og Gunna, settu á stofn vefnaðarbúðina Baugalín á horninu á Miklubraut og Löngu- hlíð. Ráku þær verslunina í yfir 20 ár eða meðan kraftar Siggu leyfðu. Árið 1968 keyptu þær sér jarðhæð í Nóatúni 29 og bjuggu þar æ síð- an. Þær systur voru ákaflega sam- rýndar og áttu það sameiginlegt að hafa gaman af ferðalögum. Eftir að Gunna systir Siggu kynntist Þorvaidi, sem seinna varð sambýl- ismður hennar, vora farnar marg- ar ferðir innanlands, því Þorvaldur átti alltaf bíl. Fyrir um tíu árum veiktist Sigga af blóðtappa í hægri fæti. Varð það til þess að hún missti fótinn fyrir neðan hné. Ég leyfi mér að hafa eftir það sem Gunna sagði um systur sína af því tilefni: „Þá sýndi Sigga systir sem fyiT dugnað og aldrei var kvartað, alltaf sama prúðmennskan, alltaf létt og kát.“ Sigga naut þess að hafa fólk í kringum sig. Hún var vinmörg og það var henni mikil gleði að um- gangast systkinabörn sín, Sigga elskaði þau eins og hún ætti þau sjálf. Sjálf giftist hún aldrei og var barnlaus. Þegar Sigga vann í versluninni Hlín á Laugaveginum leigði hún herbergi hjá foreldrum undirritaðs, sem þá var um tveggja ára aldur, og að sögn „var málbandið hennar Siggu skemmti- legast". Síðan hefur verið órjúfan- leg vinátta alla tíð. Gunna systir Siggu hefur beðið mig að koma á framfæri þakklæti fyrir órjúfanlega tryggð og um- hyggju Siggu alla tíð. Að leiðarlok- um viljum við hjónin þakka Siggu fyrir löng og góð kynni, öll jóla- boðin, jólagjafir og afmælisgjafir. Við leyfum okkur að þakka Gunnu fyrir alla þá umhyggju sem hún sýndi systur sinni öll árin og fram á síðustu stund svo og ættingjum og vinum sem við sendum síðbúnar samúðarkveðjur. Veri Guðný Sigríður kært kvödd, Guði á hendur falin. Hafi hún hjartans þökk íyrir allt og allt. Þórður Rafn Guðjónsson, Jónína Björnsdóttir. Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.