Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 36
j36 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ 4 Liggur eitthvað á? „Efhagsmunir leikhúslistafólks vœru haföir að leiðarljósi œtti Þjóðleikhúsið skilyrðislaust að njóta sérstöðu sinnar“ öi O: ITTHVAÐ bendir til þess að nú sé reynt að blása lífi að nýju í stjórnarfrumvarp til nýrra leiklistarlaga sem dagaði uppi á síðasta þingi vegna þess hversu hörð mót- mæli urðu innan leikhús- geirans um ákveðna þætti þess. Hvert félagið og samtök- in af öðru gekk fram og lýsti frumvarpið nánast ónýtt, sér- staklega var þrennt sem stakk í augu, kaflinn um ráðningar- tíma Þjóðleikhússtjóra, skipan Þjóðleikhúsráðs og að ekki skyldi minnst á grónar leiklist- arstofnanir einsog Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akur- eyrar, Islensku óperuna, ís- lenska dansflokkinn að ónefndri áhugaleiklistarhreyf- ingunni sem á fleiri vegu en einn er grund- VIÐHORF völlur þess Eftir Hávar leiklistarstarfs Sigurjónsson sem á sér stað í landinu. Kosturinn við nýja frumvarp- ið er sagður hversu einfalt og skýrt það er. I stað tveggja lagabálka áður, (lög um Þjóð- leikhús og leiklistarlög) er nú sett á einn stað í knöppum og hnitmiðuðum texta allt það sem skiptir máli, nánari útfærsla og meðferð smáatriða verður í höndum stjómenda Þjóðleik- hússins annars vegar og emb- ættismanna og ráðherra í menntamálaráðuneytinu hins vegar. Rökstuðningurinn að baki þessari einföldun er sá, að óþarft sé að tíunda alla skapaða hluti í lögunum, flest af því sem tínt er til í núgildandi lögum er hvort sem er bara útfærsluat- riði í praxís. Eða hvað? Leiklistarlagafrumvarpið sem lá fyrir í vor hafði á sér af- skaplega skýrt yfírbragð. Það var embættismannafrumvarp. Einmitt þess vegna urðu svo mikil mótmæli við frumvarpið, það þjónaði síst hagsmunum þeirra sem það tekur til, leik- húsfólksins. Það er t.a.m. ekki í samræmi við heildarhagsmuni leikhúsfólks að opnað sér fyrir þann möguleika að sami ein- staklingur geti gegnt embætti Þjóðleikhússtjóra um aldur og ævi. Listræn stjórnun leikhúss felst að stóram hluta í að velja listamenn til samstarfs. Þar ræður stefna, vilji og smekkur hins listræna stjórnanda. Sitji hann lengur í embætti en 10 ár (sem er núverandi hámark), t.d 15 eða 20 ár, þá hefur stefna hans, vilji og smekkur afger- andi áhrif á persónulegan feril alls fjölda leikhúsfólks. Hugs- unin að baki 10 ára hámarks- reglunnar er sú að með henni er komið í veg fyrir að ferill einstakra leikhúslistamanna mótist af listrænum smekk til- tekins einstaklings. Afnám þessarar reglu þjónar hins veg- ar hagsmunum embættis- mannakerfisins og mun vera í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna frá 1996. Ef hagsmunir leikhús- listafólks væru hafðir að leiðar- ljósi ætti Þjóðleikhúsið skilyrð- islaust að njóta sérstöðu sinnar sem ríkisstofnun hvað þetta varðar. Umræða um þetta mál hefur einnig verið með hálffeimnisleg- um hætti þar sem svo getur litið út sem þeir er mest tala fyrir takmörkun ráðningartímans séu með því að reyna að tryggja að núverandi Þjóðleikhússtjóri sitji ekki lengur í embætti en út sitt síðara tímabil. Það verður að hafa það, því seint mun sú staða koma upp að enginn gegni emb- ætti Þjóðleikhússtjóra. En menn skyldu heldur ekki gleyma því að reynslan sýnir að leiklistarlögum er ógjarnan breytt oftar en á 20-30 ára fresti. Nauðsynlegt er einnig að rifja upp í þessu samhengi alla þá orðræðu sem átti sér stað fyrir nokkram áram um kosti þess að listamenn nytu reglubundins hreyfanleika í starfi. Þar urðu ýmsir sárari en svo að grói og þó ekki væri nema þeirra vegna getur leikhúsfólk ekki sett hug- sjónina sem þar bjó að baki á útsölu eftir aðeins átta ár. Frá upphafi hefur Þjóðleik- húsráð verið samsett af fjórum fulltráum skipuðum af fjór- flokkunum á Alþingi ásamt ein- um fulltrúa Félags íslenskra leikara. Ekki þótti leikhúsfólki þetta vera björgulegt fyrir- komulag í byrjun og fann því flest til foráttu og alveg var þetta á skjön við hugmyndir undirbúningsnefndar um stofn- un Þjóðleikhússins sem skilaði tillögum sínum til menntamála- ráðherra á því herrans ári 1947. I þeim tillögum var hvergi minnst á Þjóðleikhúsráð og sannleikurinn er sá að hug- myndin um sérstakt pólitískt skipað Þjóðleikhúsráð fæddist í kolli stjórnmálamannanna. Um skipan Þjóðleikhúsráðs hefur þó ríkt góð sátt um langt skeið. I nýja framvarpinu er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu á skipan ráðsins, þó þannig að fulltrúar í ráðinu verði áfram fimm en nú skipi menntamála- ráðherra þrjá án tilnefningar og hinir tveir verði skipaðir af hagsmunasamtökum leikhús- fólks. Rökin fyrir þessari breytingu eru þau að núver- andi skipan Þjóðleikhúsráðs eigi sér ekki hliðstæðu í ríkis- kerfinu en önnur rök er ekki að finna í skýringum með framvarpinu. A það hefur verið bent að með þessari breytingu sé ekki verið að leggja niður pólítíska skipan ráðsins, heldur herða á henni, sitjandi mennta- málaráðherra hafi frjálsar hendur um skipan meirihluta ráðsins. Onnur breyting sem í þessu felst er tilfærsla skipun- ar meirihluta ráðsins frá lög- gjafarvaldinu (Alþingi) yfir til framkvæmdavaldsins (ráð- herra) og er það sagt vera í samræmi við ábyrgð ráðherra á stofnuninni. Engu að síður má spyrja hvort Þjóðleikhús- ráð sé ekki einfaldlega úrelt hugmynd; ef núverandi skipan þykir ekki eiga við lengur, hvers vegna er þá ekki horfið alveg til upphafsins og ráðið slegið af eins og það leggur sig og annars konar stjórnskipan innan stofnunarinnar tekin upp. Leikhús má reka með ýmsum hætti. Það var þetta með dönskukennsluna SIGRÚN Davíðsdótt- ir skrifaði skemmtilega grein um ^ dönsku- kennslu á Islandi í sunnudagsblað Morgun- blaðsins 30. ágúst sl. Grein Sigi'únar vekur til umhugsunar en það kemur víst fæstum á óvart margt af því sem Sigrán nefnir, eins og til dæmis ummæli íslenska táningsins sem lært hafði „dönsku“ í fimm ár og sagði þegar hann kom til Danmerkur: „Eg skil ekki orð.“ Þegar ég gekk í gegn- um íslenska skólakerfið fyrir 40-50 áram var það engin spurning að dönsku skyldu allh' læra, í minnst sjö ár. Það var talinn hluti af almennri menntun að geta skilið dönsku og talað hana nokkurn veginn. Ég man eftir því að við urð- um í menntaskóla að lesa efnafræði, stjörnufræði og stærðfræði á dönsku, hagfræði á norsku og eðlis- fræði á sænsku, því að íslenskar kennslubækur í þessum fögum voru ekki til. Nú er öldin önnur, en þrátt íyrir það er enn í dag, 54 áram eftir að Island varð sjálfstætt ríki, haldið í það vonlausa verkefni að reyna að kenna öllum skólabörnum landsins dönsku. Danir eru drengir góðir og hvergi tel ég okkur eiga betri vini að en þá. En í dag er það ekki danskan sem er sú „útlenska" sem okkur mör- löndum ber að læra til þess að verða gjaldgengir meðal þjóða heims. Heimurinn hefur breyst mikið síð- ustu hálfa öld. Danir elska tungu- mál sitt, leggja rækt við það og bera virðingu fyrir því. Þeim er enginn greiði gerður eða virðing sýnd með því að þvinga íslenska æsku til þess að sitja í dönskutímum í 5-7 ár með þeim árangri að hún getur hvorki skilið né gert sig skiljanlega á dönsku. Að sjálfsögðu á að vera hægt að læra dönsku á Islandi eins og boðið er upp á kennslu í ensku, frönsku, þýsku, spænsku og fleiri tungumálum. Þeir ís- lenskir nemendm’ sem hafa hug á og virkilega vilja læra dönsku geta öragglega á 2-3 árum lært svo vel dönsku að þeir skilji hana reiprennandi og tali vel. Dönsk æska lærir ensku og kann vel ensku. Detti íslenskum unglingum í hug að reyna að babla dönsku við jafnaldra sína í Danmörku, brosa þeir bara góðlátlega að þessum sveitamönn- um og svara á ensku. Enskukunn- átta í Danmörku er einnig mjög al- menn meðal alls almennings innan við fimmtugt. Enginn útlendingur í Danmörku, hvort sem hann kemur frá Rússlandi, íslandi eða Ameríku, þarf að tala dönsku til þess að tjá sig eða komast allra sinna ferða. Hvers vegna höldum við þá áfram, spyr * Grétar H. Oskarsson, að þvinga alla skóla- nemendur til dönsku- náms í 5 til 7 ár? Enskan dugar alls staðar. Hverjum er greiði gerður með því að reyna að troða dönsku í alla íslenska skólakrakka í dag? Ekki Dönum. Ekki þeim skólakrökkum, sem engan áhuga hafa á dönsku, telja algera tímasóun að reyna að læra hana og sjá engan tilgang með náminu. Mér þykir líklegt að svo sé farið um að minnsta kosti 90% þeirra skólanemenda sem nú í dag era skyldaðir til þess að sitja í dönskutímum. Hvers vegna höldum við þá áfram að þvinga alla skólanemendur til dönskunáms í 5 til 7 ár? Hvað kost- ar það þjóðarbúið fjárhagslega í tímasóun, launum kennara og öðr- um kostnaði við kennsluna? Hversu betur væru þessir dönskutímar ekki nýttir til þess að kenna nemendum gagnleg fræði, t.d. stærðfræði, eðl- isfræði og aðrar raungi'einar, þar sem komið hefur í ljós í alþjóðlegum könnunum að íslenskir unglingar standa sig mun verr en margar af þeim þjóðum sem við reynum að bera okkur saman við? Helstu vest- rænu tungumál heimsins í dag eru enska, franska og spænska. Þessi tungumál eru móðurmál hundraða milljóna manna og sama má reynd- ar segja um rússnesku, portúgölsku og arabísku. Kapítuli út af fyrir sig era svo tungumál hinna stóru Asíu- þjóða eins og t.d. Kínverja, Japana og Indverja. Af ýmsum orsökum hefur enska orðið það mál sem mest er notað í samskiptum þjóða í milli. Þetta er staðreynd og allflestar þjóðir heims leggja því rækt við ensku sem fyrsta erlenda tungumál sem kennt er í viðkomandi landi. Þetta á jafnt við í Rússlandi og Kína, Þýskalandi og Spáni, Italíu og Brazilíu, Grikk- landi og Frakklandi, Indlandi og Egyptalandi, Indónesíu og Norður- löndum. Það erum bara við, hnípin þjóð í vanda, sem ennþá teljum dönsku vera lykilinn að samskiptum við um- heiminn og þvingum alla skólanem- endur landsins til þess að kasta á glæ dýrmætum tíma æskuáranna í þvílíka tímaskekkju. Er ekki kom- inn tími til að ræða málin af alvöru og hreinskilni, stokka upp spilin og gefa upp á nýtt? Höfundur er flugvchiverkfræðingur og flugmálastjóri í Namibíu. Grétar H. Óskarsson Hvað geri ég fyrir mig? ÁHERSLUR eru að breytast heilbrigðis- málum. Aður skipti mestu máli að lækna sjúkdóma en núna er hvers konar upplýsinga- og forvarnarstarf að verða mikilvægari þátt- ur í heilbrigði. Hlutverk félagasamtaka verður þýðingarmeira. Á Is- landi hefur t.d. SÁÁ lyft grettistaki varðandi áfengis- og fíkniefna- sýki og sá árangur sem Krabbameinsfélag Is- lands hefur náð á sínu sviði er ómetanlegur. Heilbrigði er einn veigamesti þáttur lífsgæðanna og þegar öllu er á botninn hvolft er það einstaklingurinn sjálfur sem mestu getur ráðið um heilsu sína, hafi hann til þess þekkingu, þroska og vit. Heilbrigðiskerfið mun verða að leggja aukna áherslu á þessa ein- földu staðreynd, því auk ávinnings af auknum lífsgæðum er það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Evrópusambandið, ESB, hefur að markmiði í heilbrigðismálum að ná árangri til verndar heilbrigði Evr- ópubúa. ESB vill efla samstarf að- ildarþjóðanna og eftir atvikum styðja aðgerðir gegn sjúkdómum og helstu sjúkdómsvöldum með því að efla rannsókir um ástæður þeirra og útbreiðslu. En einnig með því að koma upplýsingum á framfæri til fólks um það hvernig koma megi í veg fyrir tiltekna sjúkdóma eða minnka líkur á að þeir nái að festa rætur. Um þessar mundir er ESB að ganga frá áætlun um varnir gegn sjúkdóm- um af völdum mengun- ar, en áður hafa verið samþykktar áætlanir um baráttu gegn eitur- lyfjum, gegn eyðni, um heilsueflingu, um rann- sóknir á sjaldgæfum sjúkdómum og um krabbamein. ísland hefur tekið þátt í sum- um þessara verkefna og vonir standa til að samstarfið við ESB eflist á komandi árum, en sem kunnugt er þekkja sjúkdóm- ar ekki landamæri frekar en vindur- inn sem blæs. Á hverju ári, í október, hefur ESB staðið fyrir svonefndri „Evrópuviku gegn krabbameini“. í fyrra var vik- an helguð konum og krabbameini en í ár tengist vikan upplýsingaátaki fyrir karlmenn um þær krabba- meinstegundir sem frekar herja á þá. Á næsta ári er gert ráð fyrir sér- stöku tóbaksvarnarátaki, en sem kunnugt er eru tóbaksreykingar einn meginki'abbameinsvaldurinn, þótt fleiri þættir komi vissulega til. Krabbamein er sjúkdómur sem í mörgum tilvikum má koma í veg fyrir eða minnka verulega líkurnar á að hann þróist hjá einstaklingi. ESB hefur gefið út tíu einföld ráð sem unnt er að tileinka sér í þessum til- gangi, en þau eru; 1) að reykja ekki Skúli Thoroddsen og forðumst reyk frá öðram, 2) tak- mörkum neyslu áfengra drykkja, 3) auka neyslu ferski'a ávaxta og grænmetis og trefjaríkrar fæðu, 4) forðast ofþyngd og mikilvægt er að hreyfa sig reglulega, 5) vörumst óhófleg sólböð, 6) íylgja reglum um meðferð ki-abbameinsvaldandi efna, 7) leita strax til læknis verði maður var við hnúð eða sár sem ekki grær eða fæðingarblett sem breytir lit, 8) leita til læknis vegna stöðugs hósta Heilbrigði er einn veigamesti þáttur lífs- gæðanna og það er ein- staklingurinn sjálfur sem mestu getur ráðið um heilsu sína, segir Skúli Thoroddsen í greinaflokki um karla og krabbamein. eða hæsis, breytinga á þvag- eða hægðavenjum eða vegna óvæntra þyngdarbreytinga, 9) konur fari reglulega í leghálsskoðun, 10) konur skoði brjóst sín vel og fari reglulega í brjóstamyndatöku. ESB leggur með þessum einföldu ráðum áherslu á einstaklingsbundnar forvarnir gegn krabbameini. Sambandið styð- ur einnig við bakið á aðildarlöndun- um með fjármögnun verkefna í því skyni að efla vitund almennings. Heilbrigðisráðuneytið og Krabba- meinsfélag Island taka nú í annað sinn þátt í „Evrópuviku gegn krabbameini". Höfundur er lögfræðingur og stnrfnr sem sérfræðingur hjá framkvæmda- stjóm ESB nð heilbrigðismdlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.