Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 25 Jón Gunnlaugur segir að Dungalssafnið sé afar mikilvægt og brýnt sé að það sé notað með rétt- um hætti. Kveðst hann hafa áhyggj- ur af því að umræðan að undan- förnu í tengslum við gagnagrunns- frumvarp heilbrigðisráðherra geti hugsanlega leitt til þess að rann- sóknastofunni nýtist ekki safnið eins og best væri vegna ónauðsyn- legrar hræðslu. Blóðsýni úr nýburum á rann- sóknastofu í meinafræði Fleiri aðilar varðveita lífsýni í einhverjum mæli. Um árabil hafa t.d. verið send blóðsýni úr nýburum á rannsóknastofu Háskólans í mein- efnafræði vegna mælinga á sjald- gæfum skjaldkirtilssjúkdómi. Bæði Hjartavernd og Krabbameinsfélag- Morgunblaðið/Þorkell DUNGALSSAFNIÐ er varðveitt á Rannsóknarstofu Háskóla íslands. ið safna lífsýnum og á síðustu tveimur árum hafa íslensk erfða- greining og samstarfslæknar fyi’ir- tækisins safnað blóðsýnum vegna einstakra erfðarannsókna. Nokkuð stórt safn blóðvatnssýna er að fínna á rannsóknastofu Háskólans í veiru- fræði og á vefjarannsóknarstofunni Greini ehf. í Alfheimum hefur einnig verið að myndast lífsýnasafn frá því að starfsemi stofunnar hófst árið 1991 en safnið er í samstarfi við Dungalssafnið. Engin lífsýni eru hins vegar varðveitt á einkalækna- stofum u.þ.b. 400 sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna hérlendis, skv. upplýsingum blaðsins. asbests og illkyiija mesóþelíóma yfír 30 ára tímabil. Þátttakend- ur allir sem greinst höfðu með sjúkdóminn skv. upplýsingum Krabbameinsskrár. Gögn voru sótt í vefjasýnasafn Rannsókn- arstofu Háskólans og í dánar- meinaskrá Hagstofunnar. Skil- yrði sett um að þegar að lokinni samkeyrslu skráa yrði eytt öllu sem gerði kleift að rekja upplýs- ingar til einstaklinga. • Lækni hcimilað að skrá per- sónuupplýsingar vegna rann- sóknar á fylgni meðgöngu- og fæðingaráhættuþátta við krabbamein í eistum. Saman- burður gerður á upplýsingum úr Krabbameinsskrá og upplýs- ingum í meðgöngu- og fæðing- arskýrslum vegna sjúklinganna. Til samanburðar var valinn þrefalt stærri hópur og sams- konar upplýsinga leitað í með- göngu- og fæðingarskýrslum um þá. Skilmálar settir um að öll söfnun og úrvinnsla færi fram undir númerum í stað per- sónuauðkenna. Heimiluð var geymsla eins eintaks af grein- ingarlykli þar til niðurstöður lægju fyrir. • Tveimur sérfræðingum heimilað að safna og skrá persónuupplýs- ingar vegna rannsóknar á þætti erfða í sjúkdómsmyndun heila- og mænusiggs. Leitað var til allra sjúklinga á skrá MS-félags- ins. Heimilað var að samkeyra skrá með persónueinkennum sjúklinganna við gögn Erfða- fræðinefndar. Þá var heimilað að flytja gögn um skyldleika úr landi. • Lækni var heimilaður aðgangur að upplýsingum úr kólesteról- mælingaskrá Hjartaverndar og dánarmeinaskrá Hagstofunnar vegna rannsóknar á tengslum kólesterólgilda og voveiflegra dauðsfalla. Heimilað var að Hagstofan keyrði kólesteról- mælingaskrána saman við dán- armeinaskrána fyrir 20 ára tímabil og myndaði skrá yfir þá sem létust á tímabilinu með upp- lýsingum um kólesterólgildi og dánarorsök. Upplýsingum um krabbamein í íslendingum hefur veriö safnaö og þær skráðar af nákvæmni hjá Krabbameinsfélagi íslands um árabil vegna marg- breytilegra viöfangsefna félagsins í baráttunni gegn krabbameini. Þessar upplýsingar eru hagnýttar í fjölmörgum faraldsfræöilegum rannsóknum, þ.á m. í erfðafræðirannsóknum sem stundaöar eru á vegum félagsins. Krabbameinsskrá hagnýtt í rannsóknum Krabbameinsfélagið heldur ýms- ar skrár. Stærsti gagnabanki fé- lagsins fjallar um leitarstarf Leitar- stöðvar félagsins en þar eru skrár um allar komur á Leitarstöðina vegna legháls- og brjóstakrabba- meinsleitar. Helstu skrár sem haldnar eru á vísindasviði félagsins eru Krabba- meinsskrá og Ættaskrá. All- ir starfsmenn sem vinna við þessar skrár undirrita sérstakt þagnarheit um allar persónuupplýsingar í skránum sem leynt eiga að fara og gilda mjög strangar reglur um að- gang að þessum upplýsingum og meðferð upplýsinganna í samræmi við reglur og skilmála sem Tölvu- nefnd hefur sett. Þó upplýsingarnar séu skráðar með kennitölum ein- staklinga í þessum skrám eru kennitölurnar undantekningalaust dulkóðaðar þegar borin eru saman gögn úr Krabbameinsskrá og aðrar upplýsingar. Fjöldi æxlanna í Krabba- meinsskrá 27.500 í Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags íslands eru ski-áð öll ill- kynja mein sem greinst hafa í Is- lendingum frá árinu 1955. I dag er fjöldi æxlanna sem skráð eru í Krabbameinsskránni tæplega 27.500. Síðastliðin tíu ár hafa verið stundaðar umfangsmiklar krabba- meinsrannsóknir, sem vakið hafa athygli víða um heim. Þar er m.a. um að ræða rannsóknir á fjöl- skyldugengi krabbameina. Hefur mest áhersla verið lögð á rannsókn- ir á brjóstakrabbameinum. Krabbameinsfélagið sækir um upplýsingar til allra lækna og heil- brigðisstofnana. Mestu máli skipta upplýsingar frá Rannsóknarstofu Háskóla Islands í meinafræði um greiningar á æxlum og árlegrar skrár Hagstofunnar yfir það sem fram hefur komið á dánarvottorðum einstaki'a ára um ki'abbamein. Fé- lagið hefur einnig heimild Tölvu- nefndar til að haida skrá um ætt- ingja sjúklinga en þær upplýsingar fást úr útgefnum skrám, öðrum op- inberum heimildum,_ og frá Erfða- fræðinefnd Háskóla Islands. Grunnur Ki-abbameinsskrárinnar er þjóðskráin og skrá yfir horfna Is- lendinga. Einstaklingar eru ekki teknir út af skránni þótt þeir deyi eða hvei'fi af landi brott, heldur er dán- ardegi eða brottfarardegi bætt í skrána. Ættaskrá Krabbameinsfélagsins er skrá með færslum um fjölskyldu- tengsl krabbameinssjúklinga. Uppýsingar í Ættaski-á berast frá Erfðafræðinefnd bréflega eða á tölvudisklingum. Einnig eru í Ætta- skrá upplýsingar sem teknar hafa verið saman úr útgefnum heimild- um á borð við ættartöl, kirkjubækur og manntöl. Nafntengd gögn varðveitt með aðgangstakmörkunum Undirbúningur að íslenskri krabbameinsski-á hófst skömmu eftir að Krabbameinsfélagið var stofnað en skránni var formlega komið á fót 1954. Niels P. Dungal prófessor og Vilmundur Jónsson, þáverandi landlæknir, voru for- göngumenn að stofnun Krabba- meinsskrárinnar, að sögn Hrafns Tuliniusar, prófessors og forstöðu- manns Krabbameinsskrárinnar. Markmiðið var að afla upplýsinga og þekkingar á orsökum krabba- meina, þar með talið fjölskyldu- gengi þeirra með faraldsfræðilegum rannsóknum. Mikil samvinna hefur verið höfð við krabbameinsskrár annarra Norðurlanda og Krabba- meinsfélagið hefur einnig tekið mik- inn þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafa miklar rannsóknir farið fram á fjöl- skyldugengi krabbameina og sér- staklega hafa íslenskar rannsóknir á ættgengi brjóstakrabbameins vakið athygli í alþjóðlega vísinda- samfélaginu. I Krabbameinsskrána eru skráð- ar upplýsingar um illkynja æxli og forstig þeirra. Um sjúklingana er skráð kyn, fæðingardagur, grein- ingardagur, hvernig greining fór fram, vefjagerð, stigun, nokla-ar upplýsingar um meðferð og út- breiðslu sjúkdómsins og dánardag- ur. Þessar upplýsingar eru nafn- tengdar í skránni en gögnin eru varðveitt með ströngum aðgangs- takmörkunum og hefur félagið sett sér sérstakar reglur um meðferð upplýsinganna og aðgang að þeim vegna vísindarannsókna. Krabbameinsfélagið þarf ekki sérstaka heimild Tölvunefndar til að tengja saman eigin skrár en ýmsar skrár félagsins eru innbyrðis samtengdar í tölvukerfi Krabba- meinsfélagsins. Krabbameins- skránni er hins vegar haldið alveg út af fyrir sig á sérstöku tölvuneti og er þess gætt að aldrei sé opin tenging á milli þess og tölvukerfis félagsins (tölvunets hússins), þar sem er að finna ýmsar aðrar skrár og gögn vegna starfsemi félagsins. Ein tölva hefur aðgang að báðum netum hússins en aðeins öðru í einu, þannig að aldrei er opið samband á milli tölvunetanna. Þá eru viðkvæm- ar pappírsupplýsingar geymdar í læstri, eldfastri geymslu, sam- kvæmt upplýsingum Hrafns. Öll tölvusamskipti út úr húsi Krabbameinsfélagsins og tenging við alnetið fara í gegnum eina póst- tölvu sem er með sérstakri ytri ör- yggisvörn en á milli hennar og tölvukerfis Krabbameinsfélagsins eru sérstakar varnir, sem eiga að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í tölvukerfi félagsins. Fyrir nokkru voru gerðar tvær árangurs- lausai' tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi félagsins en tölvuþrjót- arnir komust ekki lengra en inn í pósttölvuna. í kjölfar.þessara atvika voru öryggisvarnir tölvukerfis Ki’abbameinsfélagsins hertar. Bera saman upplýsingar og leiðrétta villur Hrafn Tulinius segir að þróaðar hafi verið sérstakar aðferðir við skráningu gagna í Krabbameins- ski’ána, sem miði að aukinni ná- kvæmni og áreiðanleika. „Krabba- meinsskráin fær upplýsingar sínar frá sjúkrahúsum og starfandi lækn- um, rannsóknastofum í meinafræði og blóðmeinafræði og frá mynd- greiningarstofum," segir hann. Stærsti hluti upplýsinga sem skránni berast kemur frá Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði, á tölvudisklingum á sex vikna fresti. „Við fáum tilkynningar frá öllum rannsóknarstofum, meðal annars úr greiningum frá meinafræðirann- sóknastofunum í Glæsibæ og á Akureyri og frá blóðmeinarann- sóknastofum, ýmist á disklingum eða pappírsgögn," segir Hrafn. Læknum ber ekki skylda til að senda Krabbameinsskránni upplýs- ingar en hafa gert það að beiðni landlæknis. Höfð er náin samvinna við Hag- stofu íslands vegna upplýsinga um dánarorsakir. Þannig berast skránni margar tilkynningar um hvert mein sem gi'einist. „Hlutverk Krabbameinsskrárinnar er að bera saman þessar upplýsingar og ef ► KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Heimild: Krabbameinsfélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.