Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Annir framundan hjá Blásarakvintett Reykjavíkur Endurnjrjun lífdaga LÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur tón- leika í Ráðhúsi Reykjavík- ur í dag, sunnudag, kl. 15. Tilgangurinn er að „gefa fólki tæki- færi til að hlýða á fallega tónlist sér að kostnaðarlausu og þakka fyrir okkur“, segir einn liðsmanna, Daði Kolbeinsson óbóleikari, en kvintett- inn var nýverið útnefndur kammer- hópur Reykjavíkur starfsárið 1998-99. Á efnisskrá eru létt-klass- ísk verk, „gamlir og nýir slagarar", eins og félagarnir orða það. í útnefningunni felst að Blásara- kvintettinn fær í sinn hlut styrk sem nemur árslaunum tveggja lista- manna sem þiggja starfslaun hjá borginni. Er þetta stærsti styrkur sem fimmmenningarnir hafa fengið frá því þeir hófu að starfa saman fyrir ríflega hálfum öðrum áratug. Auk Daða er kvintettinn skipaður Einari Jóhannessyni klarínettuleik- ara, Jósef Ognibene hornleikara, Bemharði Wilkinson flautuleikara og Hafsteini Guðmundssyni fagott- leikara. Félagamir segja styrkinn hafa hleypt miklum krafti í kvintettinn - hann sé genginn í endumýjun líf- daga. „Pað munar mikið um þennan styrk - hann auðveldar okkur að gera áætlanir og gerir okkur kleift að takast á hendur fleiri verkefni. Svo er þetta líka viðurkenning á starfi okkar í öll þessi ár. Við höfum fært miklar fómir til að ná árangri," segir Einar, en allir eru þeir félagar í Sinfóníuhljómsveit Islands, auk þess að sinna ýmsum öðmm störf- um á sviði tónlistar. Félagamir fimm era á einu máli um að það hljóti að styrkja Sinfón- íuhljómsveitina að innan hennar séu starfandi kammerhópar. Lengi vel var Blásarakvintettinn einn á báti en nú fjölgar hópunum jafnt og TONLIST Hl jómdiskar HEIMURINN OG ÉG Lög við ljóð Stcins Steinars. KK og Magnús Eiríksson, Helgi Björnsson, Ellen Kristjánsdóttir, Bjöm Jr. Frið- björnsson, Páll Rósinkranz, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir, Pálmi Gunnarsson, Edda Heiðrún Backman. Steinn Steinarr les eigin þ'óð: Tíminn og vatnið, Landsýn, Col- umbus, Malbik, I kirkjugarði. (Hljóð- ritað í RÚV árið 1954.) Stjórn upp- töku: Jón Ólafsson. Hljóðritun: Ari Danielsson, Ólafur Halldórsson. Hljóðblöndun: Ólafur Halldórsson, Jón Ólafsson. Útsetningar: Jón Ólafs- son í samv. við hljóðfæraleikara. Upptökur fóru fram í ágúst og sept- ember 1998 í Hljóðhamri og Griót- námunni. Hljóðfæraleikur: Jón Ólafs- son (hljómborð), Ólafur Hólm (trommur, slagverk), Guðmundur Pétursson (gítarar), Haraldur Þor- steinsson (bassi), Óskar Guðjónsson (saxófónar), Össur Geirsson (básúna), þétt. „Því ber að fagna,“ segir Haf- steinn. „Allar aukaæfingar sem hijóðfæraleikarar í Sinfóníunni leggja á sig hljóta að styrkja þá - og um leið hljómsveitina í heild.“ Æfa mikið Einar segir kvintettinn alla tíð hafa æft mikið - öðravísi gangi þetta ekki. „Fyrstu árin var þetta eins og í herbúðum, meðan við vor- um að safna verkum í sarpinn, en síðan meira í skorpum. Það er ekki sami herbúðaandinn," segir hann og Bemharður bendir á að þeir séu alltaf að bæta við sig verkum, jafnt og þétt. „Eg var til dæmis að kaupa tvö í morgun.“ Daði tekur reyndar fram að kvin- tettinn anni ekki eftirspum. Sífellt sé verið að halda að þeim verkum sem þeir komist einfaldlega ekki yf- ir að spila opinberlega. Styrkurinn komi þó tvímælalaust til með að bæta að einhverju leyti úr þessu. Blásarakvintett Reykjavíkur mun verða „sýnilegur" á næstu vikum og mánuðum. Félagarnir segja vel koma til greina að endurtaka tón- leikana í Ráðhúsinu, kalli viðtökur á það, en annars verða næstu tónleik- ar þeirra í Garðabæ í nóvember, þar sem Gerrit Schuil pianóleikari legg- ur þeim lið. Þá verða hinar ái-legu Kvöldlokkur á jólaföstunni. Fyrr á þessu ári hljóðntaði kvin- tettinn verkið Blæ, sem Ámi Egils- Þórhallur I. Halldórsson (túba), Snorri Sigurðsson (trompet, fliigel- horn), Helgi Guðmundsson (munn- harpa), Árni Scheving (harmonikka í Heimurinn og ég), Karl Olgeirsson (harmonikka í Ræfilskvæði, Hudson Bay og Vísur að vestan), Bjöm Jr. Friðbjörnsson (kassagítar í í kirkju- garði), Hallur Ingólfsson (slagverk í Hudson Bay). SPOR 187. EINS og oftast nær er músík- setning á fínum kvæðum og Ijóðum frekar til þess fallin að slæva skáld- skapinn, bæði hvað snertir innihald og formgerð hans. Gildir þá einu þótt hún sé borin uppi af míkilli væntumþykju og næmleika, ef ekki elsku. Auðvitað er svo til önnur teg- und tónsetningar sem tekur sjálfa sig mjög alvarlega - og steindrepur ljóðið. Sú fyrrnefnda hugsar yfir- leitt í frásagnarkenndum „moll“ ef ekki í ek. blús, og getur - þegar vel tekst til, eins og hér - stuðlað að kynningu ljóðanna og almennum vinsældum, og það býsna verðskuld- son skrifaði sérstaklega fyrir hann, og á Myrkum músíkdögum í vetur mun hann frumflytja nýtt verk eftir Jón Ásgeirsson. „Við lékum reynd- ar fyrsta kafla þess verks við athöfn í Kennaraháskólanum á dögunum. Hann féll í kramið," segir Haf- steinn. Þá er Hjálmar H. Ragnarsson að skrifa verk fyrir Blásarakvintettinn í tengslum við Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Annað verkefni sem tengist menningarborgarárinu era hugsan- leg skipti við Kammersveit Björg- vinjar, sem einnig er menningar- borg Evrópu árið 2000. Blásara- kvintettinn fer, ef af þessu verður, utan til að spila og Kammersveitin kemur hingað. Nú liggur fyrir að Blásarakvin- tettinn verður meðal gesta á tónlist- arhátíðinni Vor í Sydney í ágúst 1999, en á þeirri hátíð léku félag- amir fyrst í fyrra. Vonast þeir til að ferðast með hljóðfærin víðar um landið, til staða sem þeir komust ekld á síðast, svo sem Melbourne, Brisbane og Perth. Kvintettinn hefur sett stefnuna á Bandaríkin árið 2000, meðal annars til að minnast landafundanna. New York og Kalifornía era líklegir tón- leikastaðir en félagana hefur líka lengi langað að leika í íslendinga- byggðum vestra. Sama ár er sennilegt að kvintett- að. Síðarnefnda lætur afturámóti eins og prestur að tóna, þótt ekki sé það fyrir framan altarið. Af þessu má skilja að hljómdiskurinn sem hér um ræðir heyrir undir fyrr- nefndu aðferðina, sem betur fer liggur mér við að segja! Diskurinn hefur að geyma nokkrar (12) kvæðaperlur Steins Steinars, sungnar og leiknar af ágætum lista- mönnum, og aðrar (þ.á m. Tíminn og vatnið) lesnar af skáldinu sjálfu, sem gerir diskinn að sjálfsögðu hálfu verðmætari. Steinn var mjög geðþekkur og skýr upplesari, a.m.k. á eigin skáldskap; gat þó verið óhræddur við að sýna tilfinninga- hita, ef ekki sársauka og reiði, þeg- ar innihaldið gaf tilefni til (honum „ofbauð"!). Aftur á móti var „skáld- leg“ mærð ekki til í hans eðli og þar af leiðandi tjáningaraðferð, sbr. flutninginn á þeim undursamlega og kristaltæra ljóðaflokki, Tímanum og vatninu. I raun og veru eiga þeir Steinar Berg og Jón Ólafsson heiður skilinn. inn komi fram á listahátíðinni í Orkneyjum og flytji verk sem skoska tónskáldið Sally Beamish, sem klífur nú metorðastigann með hraði, hefur samþykkt að skrifa fyr- ir hann. Upptökur á döfinni Félagarnir fimm munu verja töluverðum tíma í hljóðveri á næstu mánuðum. Bráðlega munu þeir taka upp nokkur færeysk verk fyrir Tutl-útgáfuna í Þórshöfn sem fyrir- hugað er að gefa út á geislaplötu. Vonast þeir til að efna til tónleika í Færeyjum í tengslum við upptök- umar. Þeir segjast líka hafa farið „á flug“ með Vovka Ashkenazy píanó- leikara, þegar hann var hér staddur á dögunum, og stefna að upptökum í vor. „Við spiluðum fyrst opinber- lega með Vovka á Listahátíð í Reykjavík fyrir fjórum áram og báðir aðilar vora mjög ánægðir með samstarfið," segir Hafsteinn en hljóðrituð verða verk eftir Mozart, Beethoven, Poulenc og fleiri. Og svo er það rúsínan í pylsuend- anum, eins og Jósef orðar það, upp- tökur á þriðju geislaplötu þeirra fé- laga fyoir Chandos. Á henni verður eingöngu norrænt efni, meðal ann- ars verk eftir Nielsen, Larsson og Hafliða Hallgrímsson, og eru upp- tökur fyrirhugaðar í mars á næsta ári. Þáð er sjaldgæft að kammerhóp- ar endist, með óbreyttu liði, í hátt á annan áratug og sennilega eins- dæmi á Islandi. Og það er svo sann- arlega engan bilbug á Blásarakvin- tett Reykjavíkur að finna, eins og upplýsingarnar að ofan gefa til kynna. Blásturinn heldur áfram. Það staðfesta lokaorð Einars Jó- hannessonar: „Við höldum áfram meðan við höldum tönnunum." Sá fyrrnefndi lét gamlan draum ræt- ast með þessari útgáfu á „níræðisaf- mæli“ (13. okt.) skáldsins, sem lést fyrir réttum fjörutíu áram. Sá síðar- nefhdi hafði umsjón með og bar ábyrgð á hinni listrænu framreiðslu, sem vissulega hefur tekist mjög vel á þeim forsendum sem henni vora gefnar. Ég hef enga sérstaka löngun til að taka einhverja þessara ágætu listamanna fram yfir aðra, þetta ræðst væntanlega nokkuð af smekk hvers og eins - og í sjálfu sér er ég þar engin undantekning. Málið er að hljómdiskurinn nær án efa til- gangi sínum. „Lögin munu örugg- lega hjálpa til við að opna aðgang fyrir komandi kynslóðir að ljóðun- um og viðhalda þannig bliki á stjörnu Steins Steinars um ókomna framtíð," eru orð Steinars Berg. Má vera að svo sé. En mestu máli skipt- ir þó að allt er þetta gert af alþýð- legu látleysi, virðingu og góðum takti. Oddur Björnsson Listaklúbbur Leikhúskjallarans Dagskrá byggð á stutt- um leik- atriðum KONSERTÍNUR eru gest- gjafar mánudagskvöldsins kl. 20.30 hjá Listaklúbbi Leik- húskjallarans. Þær standa fyrir dagskrá sem byggist á stuttum leikatriðum úr dag- legu lífi, tónlist, söng, skraut- dansi og óvæntum uppákom- um þar sem þær fá þekkta listamenn í heimsókn, segir í fréttatilkynningu. Konsertín- ur era leikkonurnar Sigrún Sól Ólafsdóttir og Katrín Þor- kelsdóttir. Á dagskránni koma fram m.a. Dúettinn „Ekki-Systur“ en það era söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Soffía Stefánsdóttir, Kvar- tettinn Rúdolf, Vatnadans- meyjafélagið Hrafnhildur, og leynigestir. Auður Haralds rithöfundur, Hilmir Snær Guðnason leikari, Pálmi J. Sigurhjartarson píanóleikari og Ólafur Þórðarson leggja Konsertínunum lið. Tónlistarstjóri kvöldsins er Pálmi J. Sigurhjartarson og stjórnar hljómsveit kvöldsins, Konsertmeisturanum. Söngnám- skeið í Gerðubergi INGVELDUR Ýr Jónsdóttir messósópransöngkona heldur söngnámskeið í Gerðubergi þriðjudagskvöldið 20. og fimmtudagskvöldið 22. októ- ber. Námskeiðunum er ætlað að veita þátttakendum innsýn í söng, raddbeitingu og tón- list. Kennd verða grannatriði í söng og öndun, heilbrigð lík- amsstaða, ásamt einfoldum raddæfingum. Leikhús- umræður á Súfistanum BIRGIR Sigurðsson höfund- ur Óskastjömunnar, sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu, verður gestur þriðjudags- kvöldsins á Súfistanum, í húsi Máls og menningar, kl. 20.30. En þar munu fara fram leik- húsumræður. Birgir svarar fyrirspumum viðstaddra ásamt Hallmari Sigurðssyni leikstjóra. Mel- korka Tekla Ólafsdóttir, leik- listarráðunautur Þjóðleik- hússins flytur inngang og leikkonurnar Elva Ósk Olafs- dóttir og Halldóra Björns- dóttir leika stutta kafla úr verkinu. Sýningum lýkur Gallerí Hom MÁLVE RKASÝNINGU Evu G. Sigurðardóttur lýkur á miðvikudag. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga um sérinn- gang frá Hafnarstræti kl. 14-18, en á öðram tímum er innangengt um veitingahúsið Hornið. Hugsaði Steinn í „moir4...?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.