Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ Guðný skáldkona á Klömbrum var amma Mörtu og séra Haralds, en langamma Sigríðar Guðnýjar og Jónasar Haralds bankastjóra. Sigríður var hin skörulegasta í framgöngu og verkum sínum. Eg minnist hennar frá tíðum ferðum á unghngsáram er ég heimsótti systur mína og mág á Miðhúsum. Þá var oft skroppið að Alftanesi, en þar var símstöð. Þá var notalegt að njóta kaffisopans í eldhúsinu hjá Sigríði, sem stóð fyrir húshaldi hjá stjúpföð- ur sínum. Þær Sigríður á Álftanesi og Þór- unn Sivertsen í Höfn móðir Péturs skrifuðust á og spjölluðu oft saman í síma. Einu bréfi sínu til Þórunnar lauk Sigríður svo: Áður en blaðið endað hef ætla ég þess að minnast. Að gott er símtal, betra er bréf, en best er þó að finnast. Þórunn móðir Péturs bónda í Höfn var Richardsdóttir hreppstjóra Þórólfssonar í Árnagerði í Fáskrúðs- firði. Hún naut tilsagnar í baldýr- ingu og söngfræði í Kvennaskólan- um í Reykjavík í tíð Þóra Melsted. Fór til Skotlands að leita sér læknis- hjálpai-. Bar það góðan árangur. Dvaldist ytra til ársins 1891. Atgervisfólk Þórunn stundaði um skeið kennslu í Kvennaskóla Reykjavíkur, síðan réðst hún sem heimiliskennari að prófastssetrinu GOsbakka í Hvítár- síðu. Þar bjuggu þá séra Magnús Andrésson, nafnkunnur héraðshöfð- ingi og frægur fyrir lækningar sínar, en hann var talinn einn fremstur hómópati á sinni tíð. Kona hans var Sigríður dóttir Péturs Fjeldsted Si- vertsens bónda í Höfn í Melasveit. Um Pétur tengdaföður prófastsins var sagt að hann væri einn í hópi fimm sterkustu manna á þeim tíma. Ýmis dæmi voru nefnd er sýndu jötunafl bóndans í Höfn, er áður hafði verið verslunarþjónn hjá ýms- um faktorum sunnanlands m.a. á Eyrarbakka. Páll Eggert Ólason, sem títt er vitnað til um fróðleik, sparar hvergi hrósið: ,jAtgerfismaður mikill og höfðinglyndur." Líklegt má telja að Þórunn Richardsdóttir hafi kynnst Torfa syni Péturs er hún kenndi börnum Gilsbakkahjónanna. Þórunn, sem naut virðingar vegna gáfna og menntunar kenndi bömum prófasts- hjónanna árin 1896 til 1898. Áður hafði hún kennt við Kvennaskólann í Reykjavík 1892-1896. Meðal barnanna sem Þórann mun hafa kennt tímann sem hún dvaldist á Gilsbakka má nefna Pétur Magn- ússon, síðar bankastjóra og ráð- herra. Sagt var að enginn tæki þó prófastinum, séra Magnúsi, fram í kennslu. Var haft á orði að hann hafi búið son sinn, Pétur, svo vel undir nám í Menntaskólanum í Reykjavík að hann hafi kunnað allt námsefni allra bekkjanna þegar hann settist í fyrsta bekk. Pétur Magnússon þótti einnig rammur að afli. Var það rakið til afans, Péturs í Höfn. Þórann Richardsdóttir giftist 27. október 1898. Maður hennar var Torfi Sivertsen sonur Péturs í Höíh. Var hann spnur Péturs af seinna hjóna- bandi. Árið 1927 hafði Þórann spumir af því að efna ætti til ritgerðarsam- keppni og birta ritgerðir í skosku tímariti, „Scottish Girls Friends Soci- ety Magazine“. Þórann sendi ritgerð til þátttöku í samkeppninni. Hlaut rit- gerð hennar fyrstu verðlaun. Við samningu þessarar frásagnar þótti rétt að grennslast fyrir um rit- gerðina. Leitað var án árangurs til bókasafna. Loks varð greinarhöf- undur fyrir hugljómun og var sem hvíslað væri. Reyndu kvennasögu- safn Önnu Sigurðardóttur. Hún hefir ekki látið þessa ritgerð Þórunnai- framhjá sér fara. Það reyndist rétt. Einkar hjálpleg starfsstúlka safns- ins, Erla Hulda Halldórsdóttir bóka- vörður, ljósritaði greinina og sendi til afnota. Þakka ber það. Jafnframt er lýst virðingu og vakin athygli á fómfúsu starfi er Anna Sigurðar- dóttir vann með söfnun sinni og sí- vakandi áhuga. Ritgerð Þórunnar fer hér á eftir í lauslegri endursögn: Verðlaunaritgerð Þórunnar Sívertsen Það sem blasir við augum er ég sit í eldhúströppum í gamlabænum í Höfn í Borgarfjarðarsýslu á sumar- kvöldi og horfi út um opnar húsdyi'n- SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 35» SPERRURNAR úr siglutrénu halda uppi þaki útihúss í Höfn í Melasveit. Morgunblaðið/RAX „POURQUOI PAS?“ í Reykjavíkurhöfn. GUÐMUNDUR Bjamason (t.v.) var vikadrengur í Höfti. Hann er hér ásamt systkinum sínum, Guðrúnu og Bjama. Guðmundur lést í janúar sl. PÉTUR Sívertsen. SIGRÍÐUR G. Jónsdóttir í BEINTEINN Helgason, tré- Álftanesi bauð komumönnum smiður á Akranesi, stóð fyrir kríuegg er þeir sóttu siglutréð. smíði íjóssins í Höfn. HARALDUR Bjarnason, bóndi í Álftanesi á Mýrum. Siglutréð rak á Álftanesfjöi u. HANNES Ólafsson, Hliði, Akra- nesi, var í för með Gísla Páli er siglutréð var sótt. ar þá birtist töfrandi sýn, sem engan undrar því sjálfur Guð hefir málað myndina. Og það sem ég sé er þetta - fyrst garðinn fyrir framan húsið. Þar er harðgerður gróður, Olgresi og grænmeti, svo er grasflöt, græn og slétt eins og flosteppi sem lagt er fyrir fætur konungborinna. Síðan bregður leiftri á Borgarfjörðinn. Undir yfirborðinu leynist dauði og hætta en á yfírborði er hann sól- bjartur, kyrr og lygn. Á strönjlinni handan fjarðarins rís kirkjan á Álfta- nesi með hvítum veggjum og rauðu þaki. Framsækinn lítill turn hennar bendir til himins. Lengra til vesturs sýnast himinn og jörð tengjast hönd- um og sameinast í fegurð og ein- drægni fjærst við sjóndeildarhring. Fjærst við sjónarrrönd er Snæ- fellsjökull laugaður sólarljóma í deyjandi geisladýrð sólseturs. Mað- ur gæti næstum ímyndað sér að risa- stór hellir eða skúti hefði skyndilega opnast af ósýnilegum höndum sunn- an fjallsins og Bárður Snæfellsáss, jötuninn sögufrægi sem jökullinn er kenndur við, stæði í hellismunnanum með risastóran kyndil í höndum sér og sveiflaði hring eftir hring með Heraklesarafli. Allt vesturloftið var litað gulli og purpura. Og ég reika og reika á braut með Náttúranni, ástkæru gömlu fóstrunni, sem syngur við mig nótt og dag söngva alheimsins. Ó, en hér kemur besta vinkona mín og það sem mestan áhuga vekur í umhverfi mínu, dóttir nágranna- bónda ríðandi á jörpum fjörhesti föð- ur síns. Hún stekkur af baki hestsins og kyssir mig hlýjum kossi með rós- rauðum vörum sínum. Yngismær á ilmandi blómaskeiði lífsins er „the best made article of Gods handiwork" (listasmíð Guðs) eins og eitt látið skáld okkar komst að orði. Og þegar vinkona mín ríður á brott þá stend ég í dyragættinni og horfi á eftir hennþog raula í hljóði með sjálfri mér Ur hlaði eftir dr. Grím Thomsen, uppáhaldsskáld mitt. Ég vildi óska þess að allt sem þessar vísur túlka falli í skaut allra ungmeyja, sem ég þekki, já allra stúlkna í viðri veröld. Úr hlaði Drottins hægri hönd haldist yflr þér! Stjórn hans og styrkur styðji þig, hvar sem fer! Hvergi fákur fót festi’ i leggjabqot, sjálft svarta myrkur saki þig ekki hót. Fylgi þér yfrum ár engill forstreymis, frá þér herrann hár hvers kyns fæli slys; guðs mildin mæra margt þér yndi sendi, sál, líf og æra sé í drottins hendi! Telja má víst að unga stúlkan sem Þórann nefnir í frásögn sinni, bónda- dóttirin unga sem reið í Hafnarhlað á fáki fóður síns, hafi verið Þóra Stefánsdóttir frá Narfastöðum. Þórann Sívertsen var vinsæll fyr- irlesari. Flutti hún fyrirlestra á sam- komum víða í héraði og birti greinar og þætti í blöðum og tímaritum. Hún var heiðursfélagi ýmissa félaga og samtaka, m.a. Sambands borgfirskra kvehna. Anna Brynjólfsdóttir frá Hlöðutúni, síðar húsíreyja á Gils- bakka í Hvítársíðu, minnist þess að hafa farið með föður sínum og hlýtt á fyrirlestur Þórannar er hún hélt í Hvítárbakkaskóla. Anna kveðst muna að Þórunn, sem var lágvaxin kona, hafi tyllt sér á tá og hossað sér er hún flutti fyrirlesturinn. Mikilhæf kona Jón H. Jónsson forstjóri í Keflavík ' kveðst eiga margar minninar frá sumardvöl sinni í Höfn. Hann dvald- ist þar fjögur sumur, kveðst hafa verið kúasmali. Mjólkaði kýr í nýreistu fjósi, sem bar af öðram í sveitinni. Þar vora 24 kýr. Öldrað kona var þar sem einnig mjólkaði kýmar. Jón segist hafa flutt mjólk- ina að Fiskilæk. Þar bjuggu þá Eyjólfur V. Sigurðsson og kona hans Sigríður Böðvarsdóttir. Það verður ljóst af frásögn Jóns að hann ber mikla virðingu fyrir Þórunni. Hún hafi verið flestum mik- ilhæfari er hann hafi kynnst. Einstök að mannviti og hæfileikum. Frá sum- ardvöl sinni í Höfn kveðst Jón minn- ast þess að flöskur hafi rekið á Hafn- „ arfjöru, þær voru taldar hafa verið í farmi „Pourquoi pas?“ Flöskurnar vora með smelltu loki. Vora þær stundum notaðar til þess að færa kaffi til fólksins, sem vann við hey- skap fjarri bænum. Jóhann Steinason lögfræðingur, bróðir Þóra á Narfastöðum, man vel eftir nágrönnum sínum í Höfn. Hann segir Þórunni húsfreyju Sivertsen hafa verið stórgáfaða og hámenntaða konu. Telur að hún hafi hvergi notið þeirra gáfna sem hún bjó að, en ver- ið einangruð á afskekktum stað, þótt gestkvæmt væri. Jóhann minnist vel tíðra ferða milli nágrannabæja. Hann kom í fjós það sem Pétur bóndi lét reisa. Hann tekur undir frásögn Jóns um stærð fjóssins og útihúsanna. Kveðst minnast þess vel hve þau báru af öðrum slíkum þar um slóðir. Guðmundur Bjamason á Akranesi var vikadrengur í Höfn. Hann mundi söguna um siglutréð. Segir það hafa verið sagað í bandsög hjá Þorgeiri & Ellert á Akranesi. Guðmundur taldi að Beinteinn Helgason trésmiður hafi staðið fyrir smíði fjóssins. Guð- mundur sagði: „Ég man ekki betur en sperrarnar séu úr skútunni, sem fór upp á Mýrar.“ Guðmundur Bjarnason lést í janúarmánuði sl. Beinteinn Helgason trésmiður Suðurgötu 85, Akranesi, var fæddur á Hlíðarfæti 11. desember 1913. Hann lést 2. júlí 1959. Eiginkona Beinteins, Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir, er enn á lífi. Hún býr í Reykjavík. Beinteinn var hagleiksmaður mikill og eftirsóttur til verka. Höfundur er þulur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.