Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 29 hefur húsgagnaiðnaðurinn ýst út af borðinu og fallið í lág, þótt heldur sé hann nú að lifna við vegna seiglu iðninnar og batnandi umhverfis í efnahagsmálum landsins. Hópur bólstraranna er þó orðinn of fá- mennur, því verkefnin eru vaxandi og auk nýsmíði vill fólk láta endur- nýja vönduð eldri húsgögn. Ætli meðalaldur bólstraranna í landinu sé ekki um 50-60 ár. Umhverfíð fýrir iðnina í dag er ekki slæmt, en íslenskur iðnaður hefur verið hom- reka í þjóðfélaginu það lengi að það munaði til dæmis ekki miklu að skipasmíðaiðnaðurinn færi fyrir borð í heilu lagi. Nú er hann á upp- leið, sem betur fer, því veiðimanna- þjóð sem ræktar ekki iðnað sem húh þarf á að halda, er á rangri leið. Eg tel að það hafi verið mis- ráðið af forráðamönnum landsins að hlú ekki að húsgagnaiðnaðinum í ríkari mæli þegar að kreppti. Þessi grein skapar atvinnu fýrir góða fagmenn, er gefandi vinna og gefur góðar tekjur auk þess að vera nauðsynleg þjónusta og snar þáttur í verkmenntun landsins. Það er full ástæða til þess að hnykkja á henni.“ „Er það svona slæmt, Ragnar, komdu í fyrramálið“ „Það er mikil breyting nú frá hinni kostulegu skammsýni á skömmtunartímanum eftir stríðið, á árunum 1950-1965. Þá var mönn- um iðulega vísað frá um alla fýrir- greiðslu í uppbyggingu iðnaðar, en jafnframt bent á að það vantaði menn í fisk t.d. á Akranes eða á Suðumesin. Þegar maður er búinn að lifa svona lengi, nánast alla Is- landssöguna, þá er safn reynslunn- ar drjúgt, því segja má að maður sé búinn að lifa tímabilið frá klif- beranum upp í þotuna, allar stóru breytingamar í þjóðfélaginu, bréytingarnar sem spegla alla þró- unarsögu tæknibyltingarinnar og þetta hefur tekið okkar þjóð um 50 ár sem hefur tekið aðrar þjóðir ald- ir. Þetta er því ákaflega merkilegt út af fyrir sig, en ég get sagt þér eina skrítna sögu frá tímum skömmtunartímabilsins. Mig vantaði dekk undir út- keyrslubílinn og ég ræddi við skömmtunarstjórann, Elías Ó. Þeir vildu ekki viðurkenna að ég þyrfti bíl í útkeyrsluna og þar við sat. Daginn eftir fór ég á bílnum til Reykjavíkui- með vörur og það sprakk á einu dekkinu. Þar sem við emm að bagsa við sprungna dekk- ið á þá ekki Elías 0. leið hjá með forstjóra BSR, stansar og virðir fyrir sér vandræðaganginn um leið og hann segir: „Er það svona slæmt, Ragnar, komdu í fyrramál- ið.“ Það fór því ekkert á milli mála að það sló hlýtt hjarta undir öllu saman.“ „Skuldaði 3,50 eftir árið“ „Jú, ég fór í bólstmn 20 ára gamall. Eg er fæddur vestur á Snæfellsnesi, á Straumi á Skóga- strönd. Við vomm 5 systkinin og heimilið hefðbundið býli. Eg lauk gagnfræðaprófi í MA, en átti ekki möguleika efnahagslega á að halda áfram námi. Því lá leiðin á vertíð í Stykkishólmi til þess að þéna pen- inga. Það gekk mjög vel, en um vorið var ekki hægt að gera upp hlutinn vegna þess að fiskurinn var ennþá óseldur. Þetta var 1935. Síð- an fór ég á síld um sumarið, en það var mikið aflaleysissumar og um haustið þegar heim var komið og ég ætlaði að fara að gera upp þá var niðurstaðan sú að ég skuldaði 3 krónur og 50 aura. Aldrei hafði maður fengið meira en 10 krónur þegar við komum í höfn, en þetta var afraksturinn og ástandið var slæmt. Það var nöturlegt að það varð að grípa til þess ráðs að flytja sumarfólkið úr síldinni suður í lest- um flutningaskipa. Á þessum tíma var engin trygging, bara hlutur og maður varð að borga fæðið.“ „Var yfir mig hrifinn af dýnunni" „Ég hóf iðnnám 1937 hjá Erlingi Jónssyni í Reykjavík og lauk til- skyldu námi, en árið 1943 byrjaði ég með verkstæði í Hafnarfirði. Á GORMARNIR í springdýnurnar hnýttir saman. RÉTTUR stífieiki er galdurinn. „ÞAÐ er saumað ... og saumað ... og sniðið . og heft. stríðsárunum var ég húsnæðislaus í Reykjavík og því flutti ég til Hafnarfjarðar. Þai- höfum við Olaf- ía Helgadóttir kona mín búið síðan við giftum okkur, 30. maí 1956. María elsta dóttir mín er frá fyrra hjónabandi en dætur okkar Ólafíu eru Helga Þóra og Birna Katrín, sem rekur fyrirtækið með mér. Fyrstu árin í Hafnarfirði var ég í almennri bólstrun, en tók lærling svo að segja strax og smám saman vatt þetta upp á sig eins og gengur. Svo raðast atvikin að úr verður eitthvað. í heimsókn til Kaup- mannahafnar 1948 lenti ég í því að sofa á svo góðri dýnu að ég varð yf- ir mig hrifinn af henni og þá datt mér í hug að fara að framleiða dýn- ur og rúm. Sökum skömmtunar- innar sem þá var komin á fékk ég hins vegar ekki leyfi til að flytja inn efni í framleiðsluna fyrr en 1951. En síðan hefur látunum ekki linnt í nær hálfa öld. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt og ýmsir mögu- leikar skoðaðir alla tíð,en fyrst og fremst hef ég haldið mínu striki. Ég var til dæmis um tíma hjá King Coil í St.Paul við Minneapolis árið 1972. Eigandi stórrar verksmiðju bauð mér að framleiða undir þeirra merki. Eftir mánuð þar hafði ég ekki áhuga á því, taldi mig ekki bæta mína framleiðslu og hélt mínu striki. Síðan hefur þetta mal- að áfram. Eftirspumin hefur auk- ist og alveg sérstaklega eftir að innflutningurinn jókst. Ég tel mig ekki vera í samkeppni við innflutn- inginn, en það virðist vera mikil samkeppni á milli innflytjendanna. Ég tel mig vera fyllilega sam- keppnisfæran í gæðum og verðið er langt undir því innflutta." „Galdurinn við gott rúm er réttur stífleiki" „Galdurinn við gott rúm?“ „Galdurinn við gott rúm er réttur stífleiki númer eitt, enda þarf í rauninni að byggja hverja dýnu eftir hverjum og einum sem ætlar að nota hana. Þetta er því mjög mismunandi. Ef fólk er til dæmis bakveikt þarf að taka fullt tillit til þess hvað er að því í bakinu og byggja dýnuna eftir því. Yfirleitt vil ég að fólk komi hingað og prófi dýnurnar og þá eru meiri líkur á því að maður geti búið til dýnur sem henta vel til þess að hvílast og sofa. Staðreyndin er sú að það er mjög stutt síðan íslendingar gerðu sér grein fýrir því hvað það er mik- ils virði að fá góða hvíld og til skamms tíma þótti það hálf skammarlegt að gera athugasemd- ir við rúm eða svefnaðstöðu. Ég er svolítið stoltur yfir því að hafa ver- ið fýrstur til þess að koma með springdýnur á markaðinn hérlend- is árið 1951, svo þetta er að verða hálf öld. Mörg undanfarin ár höf- um við framleitt 2.000-3.000 rúm og um það bil 7.000 springdýnur. Við höfum framleitt mikið af rúm- um fyrir hótelin á íslandi, t.d. öll Edduhótelin, öll betri hótelin í landinu eins og t.d. Hótel Sögu og Hótel Reykjavík svo nokkuð sé nefnt.“ „Grundvallaratriði að velja alltaf bestu efnin“ „Til alls þarf að vanda. Það þarf að velja réttar fjaðrir og rétt stoppefni, bæði upp á endingu og þægindi og grundvallaratriðið er að velja alltaf bestu efnin. Það er svo mikið til af alls kyns dóti á markaðnum sem maður verður að vara sig á. Ég flyt allt efni inn sjálfur, fjaðrir frá Svíþjóð, áklæði frá Belgíu og Þýskalandi, stopp- mottur frá Tyrklandi og auðvitað er lykilatriðið í þessu vel þjálfað og gott starfsfólk og hér vinna 16 starfsmenn. Ég hef verið mjög heppinn með starfsfólk í mörg ár og hef haft mjög gott starfsfólk. Það var skemmtilegt á síðasta ári að fá boð um það frá heimssamtök- unum ISPA, gæðasamtökum fyrir- tækja í sérhæfðri framleiðslu og hönnun springdýna, að gerast aðili að samtökunum. Þeir höfðu sam- band við mig og sendu mér pappíra og boð um að gerast félagi. Þeir voni þá búnir að taka út fyrirtækið og framleiðsluna án þess að ég vissi af því. I vetur voru þeir með sýningu í St. Antonio og þar var ég gerður formlega að félaga í sam- tökunum. Merki þessara samtaka er mesti gæðastimpill sem hægt er að fá í heiminum í dag á fram- leiðslu rúma og merkið á að vera öryggi fyrir 1. flokks framleiðslu. Merkið er prentað á reikninga okk- ar og á að vera eins konar trygg- ing. Fúskaramir komast ekki inn í þessi samtök, en samtökin skiptast í tvær deildir, þá sem framleiða fullunna vöm og þá sem skaffa hráefnið." „Höldum ótrauð inn í nýja öld með helmingsstækkun“ Jú, það er ekki hægt að neita því, fyrirtækið hefur gengið vel og ég geri ráð fyrir að stækka á næstunni. Ég keypti 1.000 fm við- bótarhúsnæði héma við hliðina ásamt 5.000 fm lóð og stækkunin á húsakosti fyrirtækisins verður því um rúmlega helming. Við þurfum því að fjölga fólki og við stefnum að enn meiri fjölbreytni í fram- leiðslunni, þvi það er svo mikil- vægt að halda vöku sinni. Ef mað- ur staðnar þýðir það í rauninni að maður er að fara aftur á bak og það er ekki meiningin hjá okkur. Við eram að halda ótrauð inn í nýja öld. Hvað mig sjálfan varðar þá er geysilegt langlífi í minni móðurætt. Ég á 92 ára gamlan móðurbróður, sem ákvað það dag- inn eftir 90 ára afmælið að ganga á Esjuna af því að hann hafði alltaf langað til þess. Annan 98 ára vildi ég ekki þreyta kappgöngu við. Amma mín dó 106 ára og móð- ursystir mín 103 ára. Það er aiveg ljóst fyrir mér að vinnan göfgar manninn og ég tel mig hvergi betur geymdan heldur en hér í mínu vinnuumhverfi. I þessu starfi er ég búinn að vera í 61 ár og ég er náttúrlega ekki tví- tugur, en hausinn er í sæmilegu formi og eftir aldri þarf ég ekki að kvarta,“ sagði þessi áttatíu og tveggja ára gamh táningur, sem fer árlega í nokkrai- veiðiferðir á hverju sumri, því þar liggur áhuga- málið fyrir utan vinnuna. Oftast fer hann í Miðfjörðinn í lax og bleikju og á sínum tíma ræktaði hann Set- bergsá á Skógarströnd um 16 ára skeið. Hann er slyngur veiðimaður með leikgleði og kapp, en þó missti hann þann stóra í sumar leið, 25 pundara, segja þeir sem fylgdust með, en kempan var ekki tilbúin til að hlaupa eins hratt og „stórfiskur- inn“ vildi, enda búinn að lifa tímana tvenna og veit að það kemur dagur eftir þennan dag og ástæðulaust að tapa hinni stóísku ró. Hann var hlaupinn frá samræð- um okkar, kúnnarnir biðu, einn vildi prófa fjarstýringuna á rúminu þar sem rafmagnið reisir mann á fætur og Ragnari leiddist það auð- sjáanlega ekki að láta dýnuna hreyfast upp og niður, út og suður. Fólk var að koma og fara, bæði til að versla og einnig til að rabba stundarkom við Ragnar. Hann þekkir slíkan urmul af fólki og þeir sem einu sinni versla við Ragnar koma aftur, það er jafn víst og sól- in kemur upp á hverjum morgni, en kannski era það einmitt þessi persónulegu sambönd sem ekki síst hafa skapað styrkinn í fyrir- tæki Ragnars, stöðugleikann og þróunina þar sem sígandi lukka hefur reynst best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.