Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 39 Andlátsfregnin kom ekki á óvart. Við vissum að baráttan við hinn ill- víga sjúkdóm var búin að vera bæði löng og ströng, þó reyndar rofaði til öðni hvoru. En nú er tjaldið fallið. Minningarnar eigum við eftir, minn- ingar um mikinn listamann, og ekki síður minningar um einstaklega trygglyndan frænda og vin, sem aldrei gleymdi uppruna sínum né átthögum. Ævisaga Ragnars Björnssonar verður ekki rakin hér, en hún er að ýmsu leyti ævintýri líkust. Sagan um litla drenginn, sem fæddist svo agnar smár og ófullburða í litla kot- bænum á Miðfjarðarhálsi. Þar var ekki einu sinni ljósmóðir til staðar, hvað þá læknir. Það var því ekki furða þó óttast væri um líf drengs- ins. En hann dafnaði vel, og er tím- ar liðu varð hann með hæstu og glæsilegustu mönnum héraðsins. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til Hvammstanga. Þar hafði faðir hans byggt fjöl- skyldunni steinsteypt íbúðarhús og nefndi það Reykholt. A Hvamms- tanga átti hann sín uppvaxtarár. Þar stundaði hann íþróttir með æskufélögum sínum í þorpinu. Snemma hafði hannn yndi af að skreppa á hestbak, og alla tíð áttu hestamir sterk ítök í honum. Hins vegar kom snemma í ljós að það var tónlistin sem heillaði mest, og þegar á æskuárum komu fram óvenjulegir hæfileikar á tónlistarsviðinu. Minn- isstæð er litla fiðlan, sem hann eign- aðist ungur og oft var tekin ofan og leikið á, þegar gesti bar að garði á æskuheimilinu í Reykholti. Ekki var hann heldur gamall þegar hann tók að sér að spila við kirkjuathafn- ir í Kirkjuhvammskirkju í forföllum föður síns, sem þar var organisti. Síðan tók námið við, bæði heima og erlendis. Nú var ljóst orðið að ekki yrði aftur snúið, ævistarfið skyldi helgað tónlistinni. Því margþætta starfi verða ekki gerð skil hér í fá- tæklegum kveðjuorðum, enda mun það gert af öðrum, sem betur þekkja til. En ljóst er að á sviði tón- listar var Ragnar Bjömsson einn af þeim fremstu meðal þjóðarinnar. I upphafi þessara orða var minnst á tryggð Ragnars við átthagana og ættingja hér nyrðra. Því til staðfest- ingar langar mig að tilgreina tvö dæmi: Hinn 1. janúar síðastliðinn andað- ist bróðir minn, Gísli á Staðarbakka, 90 ára að aldri. Að morgni útfarar- dags hans hinn 10. janúar, hringdi síminn. I símanum var Ragnar Björnsson. Hann var þá nýkominn heim frá útlöndum og hafði ekki borist þessi andlátsfregn til eyrna, fyrr en daginn áður. I stuttu máli sagt, þá tjáði Ragnar mér að sig langaði til að koma og spila á gamla kirkjuorgelið við útförina. Það var að sjálfsögðu auðsótt mál og ánægjulegt. I samráði við organista kirkjunnar lék hann síðan bæði for- spil og eftirspil við athöfnina. Það vai- fógur kveðja. Þetta var jafn- framt síðasta koma Ragnars í Stað- arbakkakirkju, sem var hans fyrsta sóknarkirkja. Síðan gerist það laugardaginn 5. september á líðandi hausti, að Ragnar hringir til mín. Hann var þá staddur í gamla húsinu sínu á Hvammstnga og var að ganga frá sölu á því. Hann sagðist þurfa að hafa tal af mér, en þar sem ég var upptekinn þennan dag var ákveðið að hann kæmi fram að Staðarbakka daginn eftir. Það fór þó á annan veg. Vegna sjúkdómsins varð hann að flýta för sinni til Reykjavíkur strax um laugardagskvöldið. En á sunnudag er hann aftur í símanum og segir mér hvernig áætlunin um heimsóknina hafi brugðist. Hins vegar tjáði hann mér erindið í gegn- um símann. Þá var málum þannig háttað að þau, Jónína Þórey systir hans, höfðu ákveðið að færa Staðar- bakkakirkju að gjöf orgelharmoní- um föður þeirra, hið ágætasta hljóð- færi. Ragnar hafði orð á því að sér fyndist orgelið hvergi eiga heima annars staðar en í Staðarbakka- kirkju. Þetta var góð gjöf og sýndi vel þann hlýhug og ræktarsemi, sem að baki bjó. A kveðjustund skulu þakkir færð- ar, fyrir frændrækni, vináttu og margar góðar stundir. Eftirlifandi eiginkonu hans, Sigrúnu Bjöms- dóttur, dætrum hans og ástvinum öllum eru fluttar hlýjar samúðar- kveðjur. Magnús Guðmundsson. Tónlistargyðjan hefur nú kvatt einn af sínum snjöllu sonum og hlýt- ur að harma hann mjög. Ragnar Björnsson lagði mikið af mörkum til þróunar íslenskrar tónlistar og var menningarfrömuður af bestu gerð. Hann var listamaður af Guðs náð, lifði og hrærðist í tónlist og nærðist á tónlist. „Ótrúlegt tóneyra, afburða mús- íkalskur, dugnaðarforkur, skapmik- ill og stjórnsamur." Þessum lýsing- um og mörgum fleirum var oftar en ekki blandað í umræður og frásagn- ir af störfum Ragnars. En oftast fylgdu með ummæli um elskusemi hans, glaðlegt viðmót og ljúf- mennsku. Og einmitt þannig er minningin um Ragnar í huga mín- um. Frá því hann raddprófaði mig fyrir 40 árum, þegar ég vildi ólmur komast í Fóstbræður, og þar til við hittumst síðast, fannst mér hann ekkert breytast. Hann var ungur og kvikur á meðan hann mátti, hárið úfið, stutt í drengjalegt brosið og lítill tími til tafa frá verkefnum dagsins. Helst mátti staldra við um- ræðu um listir og menningu, stund- um um pólitík og framtíðaráformin. En yfirleitt var hann að flýta sér. Eins og margir afburðamenn gaf Ragnar meira en hann þáði. I raun gaf hann sjálfan sig og flestar þær stundir, sem honum voru skammt- aðar. Hann bar gjafir sínar í mörg hús, veitti rausnarlega þeim, sem vildu þiggja, og skildi eftir mikil menningarleg verðmæti. Menn á borð við Ragnar Bjömsson verða seint metnir að verðleikum. Þeirra gjöf er oft svo stór að mælistikur núsins ná ekki að skilgreina þær til fullnustu. En þeir verða margir, sem þakka Ragnari ómetanlegar gjafir, er lengi munu halda nafni hans á lofti. Sjálfur vil ég þakka honum það tónlistaruppeldi, sem hann veitti mér. Ég hef búið að því alla tíð. Frá því uppeldistímabili er mér sérstak- lega minnisstæður einn morgunn í Stafangri í Noregi, þar sem Fóst- bræður voru á söngferðalagi fyrir alltof mörgum árum. Ragnar hafði fengið leyfi til að leika á kirkjuorg- el, sem var þá eitt hið voldugasta á Norðurlöndum. Á leiðinni til kirkjunnar var hann stöðugt að komast í meiri og meiri ham, hann sönglaði og notaði hend- urnar óspart til að slá taktinn. Það fóru ekki mörg orð á milli okkar. Þegar í kirkjuna var komið settist hann við orgelið og byrjaði að leika Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach. Flutningur hans á þessu heims- fræga orgelverki varð mér slík op- inberun og tilfinningaleg reynsla, að ekkert, sem ég áður hafði reynt, komst í hálfkvisti við hana. Fleiri orgelverk fylgdu á eftir. Ég sat á kirkjusvölum, rétt fyrir aftan Ragn- ar, eini áheyrandinn og mér fannst kirkjan nötra og skjálfa þegar vold- ugir tónar orgelsins skullu á veggj- um hennar. Myndin af Ragnari Bjömssyni þessa stund í kirkju í Stafangri er svo rækilega mótuð í minningunni, að ég sé nákvæmlega hvernig hann stóð upp frá orgelinu, kófsveittur og alsæll. Og þökk sé honum; ég hafði öðlast nýja sýn inn í töfrandi heim tónlistarinnar. - Hafi Ragnar Björnsson þökk fyrir allar góðu stundimar, sem svo margir nutu í návist hans. - Hann er án efa byrj- aður að fást við tónlist á æðri svið- um. Guð blessi minningu hans. Ámi Gunnarsson. Nú þegar við kveðjum Ragnar Björnsson er okkur efst í huga bar- áttuviljinn, stórhugurinn og bjart- sýnin, sem einkenndu hann allt til síðasta dags. Nýi tónlistarskólinn hóf starfsemi sína í húsvarðaríbúð Breiðagerðis- skóla við frumstæðar aðstæður árið 1978. Innan þriggja ára var flutt í stórt leiguhúsnæði og nokkmm ár- um síðar í eigið húsnæði þar sem hann starfar enn í dag. Á þessu má sjá að starfsemi skólans hefur vaxið ár frá ári. Nú er kennt á fjölmörg hljóðfæri og öflug söngdeild starf- rækt. Ragnar stýrði skólanum frá upphafi og er það ekki síst þraut- seigju og metnaði hans að þakka hversu vel hefur til tekist. Ekki má heldur gleyma að minn- ast á þann góða starfsanda sem ríkt hefur innan veggja skólans, né gest- risni og höfðingskap Sigrúnar og Ragnars við skólalok ár hvert. Að leiðarlokum þökkum við Ragnari samfylgdina og vináttuna og sendum Sigrúnu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Kennarar og starfsfólk Nýja tónlistarskólans. Kveðja frá Tónlistarskólanum í Keflavík. Fyrir rúmu 41 ári stofnuðu nokkrir áhugasamir aðilar tónlist- arfélag í Keflavík með það að mark- miði að efla tónlistarlíf í Keflavík og stofna tónlistarskóla. Þessir aðilar vissu að nauðsynlegt var að fá hæf- an, vel menntaðan og kröfuharðan aðila til þess að leiða starfið fyrstu árin og leituðu til Ragnars Björns- sonar. Hann varð við erindinu og var ráðinn fyrsti skólastjóri Tón- listarskólans í Keflavík. Skóla- stjórastarfinu gegndi Ragnar til ársins 1976. Samhliða því kenndi hann á píanó, orgel og ýmsar fræði- greinar. Ragnar var metnaðarfullur kennari og skólastjóri sem nemend- ur og kennarar báru mikla virðingu fyrir. Óhætt er að fullyrða að með starfi sínu hafi Ragnar lagt þann trausta, faglega grunn sem skólinn byggir ennþá á í dag. Undirritaður átti þess kost að kynnast Ragnari, fyrst sem nemandi í skólanum og síðar sem samstarfsmaður. Hann hafði mikla þekkingu á tónlist og hafði gott lag á að miðla af sínum viskubrunni. Mér er það sérstak- lega minnisstætt þegar ég mætti 7 ára gamall í skólann, harðákveðinn í að læra á þverflautu. Ragnar tók mig á tal, skoðaði á mér hendurnar og sagði þær betur fallnar til fiðlu- leiks. Þessu trúði ég og hóf mitt fiðlunám. Mörgum árum síðar varð mér ljóst að hann hafði ekki sagt alls kostar satt heldur vantaði fiðlu- nemendur í skólann og þetta var hans aðferð til þess að fjölga þeim. Á unglingsárunum ætlaði ég að hætta námi, eins og algengt er með unglinga, en hann sótti mig heim í græna Saab-bílnum sínum, ók með mig niður í skóla og ræddi málið við mig af mikilli alvöru með þeim ár- angi-i að ég hætti við að hætta og er honum ævinlega þakklátur fyrir það. Ragnar sýndi starfi skólans ávallt mikinn áhuga eftir að hann hætti störfum. Alltaf þegar við hittumst spurði hann mig spjörunum úr um starfsemina og ýmsa einstaklinga sem hann þekkti úr bæjarlífinu í Keflavík. Þegar skólinn fagnaði 40 ára afmæli sínu sl. haust mætti Ragnar ásamt fleiri góðum gestum í afmælishóf og gladdi það okkur mjög að fá að njóta nærveru hans við þau tímamót. Núverandi og fyri-verandi kenn- arar og nemendur Tónlistarskólans í Keflavík þakka Ragnari allt það sem hann gerði fyrir tónlistarlífið í Keflavík og senda fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Kjartan Már Kjartansson. í þriðja bekk í MR stofnuðum við noklair skólabræður úr Gagn- fræðaskóla Austurbæjar kvartett til þess að skemmta í skólanum. Þetta mæltist vel fyrir og var ég stundum á skólaskemmtunum einn fenginn til að taka eitt tvö lög fyrir skóla- systkinin. Guðrún Helgadóttir rekt- orsritari kom okkur Má Magnús- syni líka á framfæri við útvarpið og sungum við þar einsöng við undir- leik Eggerts Gilfer. Um vorið kom svo Svavar Gests að máli við mig og bauð mér söng- hlutverk í revíu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu, Eitt lauf, undir leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar. Þar sem ég sveif nú nánast á vængjum söngsins og menntskæl- ingar og ungt fólk almennt á náttúr- legu veröldina og framtíðina líka fyrir séð, þá hafði ég uppburði til þess að sækja um skólavist í söng- og tónlistarfræðslu hjá þeim unga tónlistarmanni, sem þá bar hvað hæst í menningarlífi þjóðarinnar, Ragnari Björnssyni. Félagi hans í fræðslunni var enginn annar en Scalatenórinn Vincenzo María Demetz, frá Ostisei í Dólómítisku Ölpunum kvæntur íslenskri konu, Þóreyju Sigríði Þórðardóttur. Ragnar var einstaklega næmur tónlistarmaður, geislandi kennari og þá landsfrægur, sem stjómandi Karlakórsins Fóstbræðra, tónskáld og organisti. Sat ég sem í leiðslu, þegar hann kynnti okkur töfra tón- fræðinnar, takt, hljóma, nótur, hraða og túlkun. Gott ef ég humm- aði ekki sumar æfingarnar í hljóði heim í strætó á kvöldin. Námið gekk vel, Demetz tók mig í einkatíma, og þegar halla tók und- ir stúdentspróf í Menntó, nefndi ég það við Ragnar, hvort ég mætti koma í Fóstbræður. Demetz taldi líka þátttöku í kómm þroskandi fyr- ir tónheyrnina og reynslu í flutn- ingj. Á æfingum hjá Fóstbræðrum gaf heldur en ekki á að líta og heyra. Kórinn talinn með bestu karlakór- um landsins og þótt víðar væri leit- að. Fjórtán Fóstbræður vom þá í burðarliðnum og andinn í kórnum einstaklega léttur og uppbyggileg- ur. Þarna voru menn á borð við bræðuma Kristin og Ásgeir Halls- syni, Ágúst Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Árna Jóhannsson og Þorstein Helgason, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Ragnar var óskoraður leiðtogi og burðarás í öllu. Hann stjómaði rad- dæfingum og samæfingum og alltaf fannst mér hann geta heyrt hverja einustu rödd sérhvers söngmanns, þótt 40 stórsöngvarar legðu sig alla fram við hlið hans. Stundum setti hann höndina við eyrað, sló af, leið greinilega miklar þjáningar og horfði sínu fógru sjónum á einhvern ákveðinn. Ekki orð meira, en mikið leið mér vel, þegar gleðin og ein- beitingin færðust aftur yfir svipinn við áframhaldið. Eftir nám í Englandi var ég hjá honum í Dómkómum og ýmsum kórum honum tengdum. I Dóm- kórnum tók ég sérstaklega eftir áhuga hans á almennum söng í kirkjunni. Stundum æfði hann sálma sérstaklega einraddað, svo allir kirkjugestir gætu örugglega tekið undir. Á stórhátíðum, þegar hvert rúm var skipað í hinu fagra guðshúsi við Austurvöll og presturinn, kórinn, söfnuðurinn og organistinn sungu og léku einum huga, einum rómi, - og einni sál og einu hjarta, - þá lifð- um við svo sannarlega öll dýrð drottins. Ég þakka vini mínum og foringja í tónlistinni yndislega samveru og votta eiginkonu, börnum, ættingjum og vinum öllum mína dýpstu samúð. Algóður guð veiti Ragnari mínum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Þó undanfarna mánuði mætti renna grun í, að hverju drægi í hetjulegri baráttu fornvinar míns, Ragnars Björnssonar, við illvígan sjúkdóm, þá varð fregnin um fráfall hans verulegt áfall. Kjarkur hans, einbeitni, æðruleysi og óbilandi bjartsýni vöktu ósjálfrátt vonir um að úr mundi rætast, enda gekk hann til starfa meðan hann mátti sig hræra. Voru fréttirnar af um- svifum hans í skugga dauðans nán- ast lygilegar, en einhvernveginn í samhljóðan við skaplyndi hans og gervallan lífsferil. Kynni með okkur Ragnari tókust á stríðsárunum fyrir hálfum sjötta ái-atug og urðu fljótlega að náinni vináttu, sem að vísu var með köflum svipvindasöm, enda báðir skapríkir, en hélst gegnum þykkt og þunnt til hinstu stundar. í þann tíð vorum við örlyndir og metnaðarfullir ungling- ar, sáum framtíðina í hillingum og eggjuðum hvor annan til dáða. Ég var hinsvegar maður hálfverka og sáröfundaði vin minn af marksæk- inni eljunni. Vikum og mánuðum saman gat hann setið daglangt við flygilinn í stóra sal KFUM-hússins við Amtmannsstíg og hamrað sömu samhljóma aftur og aftur einsog hann yrði aldrei ánægður með ár- angur eljunnar. Gat orðið þreytandi að heyra sama verkið leikið allt uppí fimmtíu sinnum á dag, en Ragnar vissi hvað til síns friðar heyrði og slakaði hvergi á klónni. Þessímillum sat hann lon og don niðrí Dóm- kirkju og æfði sig á orgelið undir agasamri og föðurlegri handleiðslu Páls ísólfssonar, sem aldrei fór leynt með sérstakt dálæti sitt á lærisveininum, enda varð hann fast- ur aðstoðarmaður meistarans frá 1959 og tók við starfi dómorganista árið 1968; gegndi því í áratug. Þannig liðu ár Ragnars frammyf- ir tvítugt við óhlífinn sjálfsaga, vandasöm störf (hann var þegar farinn að stjórna kórum við góðan orðstír) og afslappaðar dægradvalir okkar félaga þarsem borðtennis, skautahlaup og skíðaferðir voru uppistaðan. Sömuleiðis iðkaði hann glímu og frjálsar íþróttir með dá- góðum árangri, tók meðal annars þátt í að sýna þjóðaríþrótt Islend- inga á Norðurlöndum. Mér eru í fersku minni fyrstu orgeltónleikar Ragnars í Dómkirkj- unni vorið 1950. Þeir voru fremur fásóttir, en ég var í sjöunda himni yfir frammistöðunni og uppvægur útaf seinlæti gagnrýnenda að birta umsagnir um hana. Þegar þær loks birtust voru þær kurteislegar og velviljaðar, en í engu samræmi við þann afgerandi listviðburð sem ég var sannfærður um að enginn hefði metið að verðleikum nema ég; bauðst jafnvel til að arka útá ritvöll- inn og segja sljóum samlöndum til syndanna, en því fékk Ragnar af- stýrt! Haustið 1950 áttum við samleið til Kaupmannahafnar og lifðum þar viðburðaríkan og stundum storma- saman vetur sem hvorugum leið úr minni. Segir undan og ofanaf hon- um í minningabókinni „Með hálfum huga“ (1997). Síðan skildi leiðir. Ragnar hélt til frekara náms í Vín- arborg, en Grikkland seiddi mig. Tók Ragnar próf í hljómsveitar- stjórn frá Tónlistarskólanum í Vín- arborg 1954, en sótti síðar alþjóð- legt námskeið í sömu grein í Hil- versum í Hollandi (1958) og stund- aði enn síðar ársnám í hljómsveitar- stjórn við Tónlistarskólann í Köln (1965-66). Eftir heimkomu beggja var þráð- urinn tekinn upp að nýju og slitnaði ekki síðan, þó stundum teygðist óþarflega á honum. Ragnar átti eft- ir að uppskera ávöxt elju sinnar á áratugunum sem í hönd fóru, enda hætti hann aldrei að sækja á bratt- ann og freistaðist ekki til að láta fyrirberast á lárviðunum sem hon- um féllu í skaut. Hann var maður skapríkur og kröfuharður, stundum jafnvel óvæginn, afþví hann trúði afdráttarlaust á það sem hann hafði fram að færa, hafði skömm á hálf- káki og málamiðlun, sætti sig aldrei við annað en það sem best yrði gert. Fyrir bragðið var hann einhver heilsteyptasti og merkilegasti tón- listarmaður íslendinga um sína daga. Þvílíkir menn eignast ógjarna viðhlæjendur, en eru það ómissandi súrdeig allrar lifandi listmenningar, sem tryggir sífellda endurnýjun og óaflátanlega framsókn að marki sem aldrei verður náð. Fyrir slíka menn á hver þjóð forsjóninni skuld að gjalda. Sem organleikari gerði Ragnar garðinn frægan með einleikstón- leikum í helstu höfuðkirkjum víða um lönd, jafnt austan hafs sem vest- an. Athygli vakti að hann var jafn- vígur á allar tegundir orgeltónlist- ar, allt frá Bach til Messiaens. Og ekki má gleyma látlausri hvatningu hans til íslenskra tónskálda að semja orgelverk, sem hann flutti með mikilli hind. Sömuleiðis var hann kórstjóri og fór frægðarfarir um hálfa heimsbyggðina. Er mér einkanlega minnisstæð för Karla- Sjá næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.