Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 33 ptotnptiiMftfrffr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SÍÐAST liðið þriðjudags- kvöld efndi Langholts- kirkjukórinn til tónleika, þar sem flutt voru verk eftir Jón Ásgeirsson tónskáld í tilefni af sjötugsafmæli hans. Þótt einungis lítið brot af tónverk- um tónskáldsins væri flutt á þessum tónleikum gáfu þeir engu að síður góða hugmynd um, að miklu meira af tón- verkum liggur eftir Jón Ás- geirsson en almenningur ger- ir sér nokkra grein fyrir eða hefur aðgang að. Fyrir nokkrum vikum flutti Sinfóníuhljómsveit íslands nýjan píanókonsert eftir Atla Heimi Sveinsson og vakti sá konsert mikla athygli áheyr- enda enda tónskáldið þekkt fyrir ótrúlega fjölbreytni í tónsmíðum sínum. Verk þeirra Jóns Ásgeirssonar og Atla Heimis svo og annarra tónskálda samtímans eru rík- ur þáttur í þeim menningar- verðmætum, sem orðið hafa til á Islandi á þessari öld en það á við um þau eins og margvísleg önnur menningar- verðmæti, að þau eru ekki að- gengileg öllum almenningi. Til þess að verk íslenzkra tónskálda tuttugustu aldar- innar verði aðgengileg þarf tvennt að gerast. Annars veg- ar þarf að gefa tónverkin út á handriti, þannig að hugsan- legir flytjendur hér og í öðr- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. um löndum eigi greiðan að- gang að þeim. Slík útgáfa er auðvitað ein helzta forsenda þess, að takast megi að kynna íslenzka tónlist í öðrum lönd- um að nokkru ráði. Hins veg- ar þarf að vinna markvisst að útgáfu þessara verka á geisladiskum. Erlent útgáfufyrirtæki vinnur nú skipulega að útgáfu allra verka Jóns Leifs á geisladiskum. En hér þarf meira til að koma. Pað þarf að hefja vinnu við það að gefa öll verk allra helztu tónskálda 20. aldarinnar á íslandi út á geisladiskum. Það er mikið verk og kostnaðarsamt og það er alveg augljóst, að einkafyrirtæki munu ekki standa undir þeim kostnaði. En það er jafn Ijóst, að með útgáfu þessara verka mundi íslenzkum almenningi og fólki í öðrum löndum opnast nýr heimur. Nú er mikið lagt í menn- ingarviðburði í tengslum við árþúsundaskiptin. Á árinu 2000 verða lagðar rúmlega 600 milljónir króna í að tryggja veg Reykjavíkur- borgar, sem einnar af menn- ingarborgum Evrópu það ár. Jafnframt verður mikið átak gert í sambandi við 1000 ára afmæli landafunda íslendinga í Vesturheimi og 1000 ára af- mæli kristnitöku á Islandi. Þetta er mikið átak og til þess verður varið miklum fjármunum. En við eigum að gera enn betur. Nú í lok ald- arinnar eigum við að hefja skipulega varðveizlu þeirra menningarverðmæta, sem orðið hafa til á öldinni. Við eigum að gefa út í handritum og á geisladiskum öll verk allra höfuð tónskálda ís- lenzku þjóðarinnar á öldinni. Við eigum að gefa út á geisla- diskum flutning íslenzkra tónlistarmanna á höfuðverk- um tónbókmenntanna, þ.e. þann flutning, sem til er á tónböndum. Við eigum að byggja upp á Netinu umfangsmikinn gagnagrunn um íslenzka myndlist á þessari öld og leggja mikla vinnu í að safna myndum af myndverkum helztu myndlistarmanna okk- ar inn á Netið ásamt upplýs- ingum um þá bæði á íslenzku og á öðrum tungumálum. Þetta verk er að hluta til haf- ið. Við eigum að vinna skipu- lega að útgáfu á ritverkum höfunda frá fyrri hluta aldar- innar, sem löngu eru horfin af markaðnum og eru að gleym- ast en hafa að geyma söguleg, bókmenntaleg og menningar- leg verðmæti að öðru leyti. Þetta verður ekki gert nema með opinberum stuðn- ingi að verulegu leyti. Það er full ástæða til að Bandalag ísl. listamanna hafi forgöngu um að ræða við stjórnvöld um stuðning við viðamikið verk- efni af þessu tagi. Það mun taka mörg ár en jafnframt getur kostnaðurinn við það dreifst á jafn mörg ár. Á ell- efu hundruð ára afmæli ís- lands byggðar var ákveðið að leggja fram mikla fjármuni til landgræðslu, söguritunar og byggingar landnámsbæjar, svo dæmi séu nefnd. Nú á þeim tímamótum, sem framundan eru, eigum við að gera jafn mikið átak í að varð- veita menningarverðmæti tuttugustu aldarinnar eins og við höfum gert í að græða upp landið. VARÐVEIZLA MENNINGAR- VERÐMÆTA ÞÓTT Steingrímur Thorsteinsson segi í Háfjöllin (Þú bláfjalla geimur) Hér andar guðs blær eða fjallið sé altari guðs í Morgni, þá ber það ekki endilega vott um tilhneigingu skáldsins til algyðistrúar, heldur er það einungis vitnisburður um guð- dóminn, þ.e. sköpun hans og ná- lægð. Náttúran er dýrðlegt fyrir- heit um guðs ríki. Sólin er ímynd guðs og hún minnir á elsku hans. En hún er ekki guð, hún er ekki elskan sjálf; hún er sól; ylur og ljós, einskonar auga guðs. Þannig skilur Jónas einnig náttúruna, eða með sama hætti og Steingrímur þegar hann segir í Svani, guðs sem af ásján unaðsgeislar standi og guðs sól í Sólkveðju, en guðs mynd í Morgni og klykkir út með því að segja í sjötta og næst síðasta erindi þessa kvæðis: Elskunnar vertu ímynd trú, Efra sem fegur skín en þú. Sólin á sem sagt að vera ímynd sem Jónas orti líka um en elskan er sól- inni æðri og meiri. En sólin, þetta guðsauga, er sköpun guðs og ber honum vitni, birtu hans, hlýju og kærleika, og Jónas trúir því auðvit- að að hann stjómi henni eins og öðrum fyrirbærum í sköpunarverk- inu. En hún er ekki guð, hún er ímynd hans þegar hún skín eins og augu hans líti til okk- ar; eins og birta for- sjónarinnar skíni á sköpun hennar. Og við njótum að sjálf- sögðu góðs af því. Það er einungis ljóðræn mynd og raunar harla eft- irminnileg þegar Steingrímur talar um að fjallið sé altari guðs, en það kemur trúarbrögðum h'tið við því ekki trúum við á kirkjuna þótt presturinn standi íyrir altarinu og tilbiðji guð sinn. Grískur hugsuður sagði það væri ekkert betra að til- biðja styttu en hús. Forsjónin er annars staðar, þótt hún geti að sjálfsögðu einnig verið þar sem hún er tignuð. Sköpunin nær einnig til altarisins og guðleg stjómun er þá einnig að verki í guðsþjónustunni rétt eins og öðmm viðburðum nátt- úrannar og daglegu lífi. Fyrrnefndar líldngar minna á vísuorð Matthíasar Jochumssonar í ljóðinu Til Björns Gunnlaugsson- ar yfirkennara en þar talar skáld- ið í anda Jónasar Hallgrímssonar um guðfögur ljós upphæða án þess honum detti í hug að ljósin séu for- sjónin sjálf. En þau eru fógur eins og sá sem þeim er líkt við í þessu lýsandi orði um stjóm himinsins. En þegar sr. Matthías talar nokkra síðar í kvæðinu um sólkon- ungsstól á hann auðvitað við for- sjónina sjálfa þótt líkingin sé ósköp hversdagsleg og raunar úr sér gengin og gamaldags ef miðað er við mannleg takmörk Lúðvíks XIV sólkonungs. Það myndmál sem ég hef nú gert að umtalsefni er vandmeðfarið og einatt eins og vélræn endurtekning í ljóðrænum texta. Það er því ástæða til að skýra hann af hófsemi og þó nokkurri tillitssemi við skáldin. En Jónas Hallgrímsson orti ekki vélrænt. Hann gerði sterkan greinarmun á guði og þeim náttúrufyrirbrigðum sem bera honum vitni. Hann baðaði sig ekki í augnatilliti forsjónarinnai- þótt honum dytti í hug að líkja sóUnni við guðs auga. Hann kunni glögg skil á því sem er og hinu sem er ímynd eða líkist því sem er. Og samkvæmt guðfræði hans og vís- indum var einn guð, einn kærleiks- ríkur og miskunnsamur faðir, sem er höfundur alls sem er og vakir yf- ir sköpunarverki sínu og hefur þau afskipti af því sem góðum föður sæmir. En það er frelsi í náttúranni og hún gerir ráð íyrir óvæntum við- burðum. Það vissi Jónas einnig og hann gerir engar kröfur á hendur skapara sínum sem eru í andstöðu við þetta frelsi og vilja mannsins. Hann hefur fengið að njóta fegurð- arinnar. Hann vill bera henni vitni. Og þess vegna er skáldskapur hans lýsandi guðs augu á stjömuhimni íslenzkra bókmennta. HELGI spjall REYKJAVÍK LJ RBRÉF Laugardagur 17. október UM ÞESSAR MUNDIR eru þrjú stór mál til um- ræðu, sem öll geta, hvert með sínum hætti haft mikil áhrif á velferð og afkomu íslenzku þjóðar- innar í náinni framtíð en einnig á líf og aðstæður komandi kynslóða, sem munu byggja landið á næstu öld. í umfjöllun um þessi þrjú stóra mál er mikilvægt að við geram okkur grein íyrir, að þau varða ekki einungis hagsmuni núlifandi kynslóða heldur einnig óborinna Is- lendinga. Þeim mun meiri er ábyrgð okkar, sem nú ræðum þessi málefni og leitum að skynsamlegum og sanngjörnum lausnum. Þessi þrjú stóru mál eru gagnagrunnsmál- ið, hálendið og fiskveiðistjórnunin. I öllum þessum tilvikum stöndum við Islendingar frammi fyrir ákvörðunum, sem geta ráðið úr- slitum um í hvers konar þjóðfélagi afkom- endur okkar lifa og starfa á næstu öld eða hvort þeir vilji yfirleitt búa í þvi þjóðfélagi. Tekst okkur að koma í veg fyrir, að tiltölu- lega fámennur hópur nái yfirráðum yfir helztu auðlind landsmanna? Tekst okkur að haga nýtingu á orku fallvatnanna á þann veg, að komandi kynslóðir njóti íslenzkrar nátt- úru með sama hætti og við höfum gert? Auðnast okkur að taka skynsamlegar ákvarðanir í gagnagrunnsmálinu, sem verði til þess, að hér rísi upp ný atvinnugrein, sem veiti þúsundum hámenntaðra Islendinga at- vinnu? Það má spyrja, hvort þjóðin hafi stað- ið frammi fyrir jafn veigamiklum ákvörðun- um frá því að meginlínur voru lagðar í utan- ríkis- og öryggismálum fyrir hálfri öld með aðild að Atlantshafsbandalaginu og samning- um við Bandaríkin um vamir Islands. Margt bendir til, að smátt og smátt sé að skapast meiri samstaða um gagnagrunns- frumvarpið en var í byrjun. Stjórnvöld hafa augljóslega tekið alvarlega þær fjölmörgu at- hugasemdir, sem fram hafa komið við hið upphaflega frumvarp. Með því hefur mörg- um atriðum í þeirri gagnrýni verið mætt. Fyrsta umræða um gagnagrunnsfrumvarpið á Alþingi benti til þess, að hugsanlega kynnu deilur um frumvarpið að verða minni í þing- inu en búizt hefur verið við. Það skýrist þó betur við meðferð málsins í þingnefnd og í þeim umræðum, sem verða þegar málið kem- ur úr nefnd. í þessu sambandi er ástæða til að vekja at- hygli á afar mildlvægri yfirlýsingu, sem Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra gaf hér í Morgunblaðinu í gær, fostudag. I tengslum við greinaflokk Morg- unblaðsins um „Erfðir og upplýsingar", sem birtist hér í blaðinu á síðustu tveimur vikum var Ingibjörg Pálmadóttir spurð sérstaklega um atriði, sem fram koma í athugasemdum við frumvarpið, þar sem segir m.a.: „Skráðar upplýsingar um heilsu íslenzku þjóðarinnar eru þjóðarauður" og ennfremur segir í at- hugasemdum: „Þá er gert ráð fyrir þeim möguleika, að samið verði um hlutdeild í hagnaði af starfrækslu gagnagrunnsins.“ I framhaldi af þessum orðum í athugasemd frumvarpsins lagði Morgunblaðið eftirfar- andi spurningu fyrir heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra: „Hvers konar endurgjald fyrir sérleyfið má þjóðin reikna með að samið verði um við rekstrarleyfishafa?“ Svar Ingibjargar Pálmadóttur var svohljóðandi: „Til að gagnagrunnurinn verði að veruleika verður rekstrai-leyfishafi að leggja í kostnað, sem liggur á bilinu 12-20 milljarðar króna. Veralegur hluti þessarar fjárfestingar er í tækjum, hugbúnaði og vinnslu, sem kemur heilbrigðisþjónustunni að góðum notum og beðið hefur verið eftir. Af stofnkostnaði og rekstrarkostnaði nýtur íslenzka þjóðin að sjálfsögðu arðs í formi skatta, bæði af búnaði, launum og vegna áhrifa aukinnar starfsemi. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu geri ég til viðbótar ráð fyrir, að áður en rekstrar- leyfi verður gefið út, verði samið um að þjóð- in njóti viðbótararðs í formi hlutdeildar í hugsanlegum hagnaði rekstrarleyfishafa. Út- færsla samnings sem þessa er mjög flókin og fyrir liggur, að ef og þegar að þeirri samn- ingsgerð kemur verður leitað ráðgjafar helztu sérfræðinga á þessu sviði.“ Óhætt er að fullyrða, að þetta er mikilvæg- asta yfirlýsing, sem gefin hefur verið af hálfu íslenzkra stjómvalda um gagnagrunnsmálið. í henni felst staðfesting á þeirri skoðun, sem margir hafa haft, að í ljósi þeirrar stöðu, sem nú er uppi í vísindarannsóknum sé hægt að líta á skráðar upplýsingar um heilsufar ís- lenzku þjóðarinnar sem „þjóðarauð“. Þess vegna sé eðlilegt að þjóðin njóti afraksturs af þeim auði, ef hann verður einhver. Ingibjörg Pálmadóttir tekur af skarið um það, að rekstrarleyfi verði ekki gefið út nema áður hafi verið samið um „viðbótararð“, þ.e. að auk þess almenna arðs, sem þjóðin muni hafa af þessari starfsemi í formi skatta af launum og annarra áhrifa, sem starfræksla gagnagrannsins muni hafa í efnahagslífi okk- ar sé eðlilegt að semja til viðbótar um „hlut- deild í hugsanlegum hagnaði rekstrarleyfis- hafa“. Þetta þýðir, að það er í raun og vera hægt að líta á þær heilsufarsupplýsingar, sem þjóðin samþykkir að leggja fram í gagna- grunninn, sem eins konar áhættufjárframlag í hiutafélag og að sá sem leggur það fram njóti arðs af því ef og þegar starfsemin skili hagnaði. Þessi yfirlýsing Ingibjargar Pálmadóttur mun auðvelda mjög mörgum, sem hingað til hafa haft efasemdir um, að rétt væri og skyn- samlegt að veita einum aðila einkaleyfi til þess að starfrækja gagnagranninn, að styðja þá ákvörðun á þeirri forsendu að tryggt sé að þjóðin njóti hlutdeildar í hugsanlegum arði. Yfirlýsingin er líkleg til þess að auka sam- stöðu um málið, sem augljóslega yrði vænt- anlegum rekstrarleyfishafa mikill styrkur. Það er betra að hafa sameinaða þjóð að baki sér í uppbyggingu á nýjum atvinnurekstri en sundraða og stöðugar og áframhaldandi deil- ur. Við erum hér að nema nýtt land fyrir for- ystu dr. Kára Stefánssonar og það er mikil- vægt að í því landnámi séu hagsmunir fram- tíðarkynslóða þessa lands ekki fyrir borð bornir. Sú yfirlýsing sem Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, gaf hér í Morgunblaðinu í gær, föstudag, er lykil- þáttur í að tryggja þá hagsmuni. ■■■■■■■■■■ Deilumar um eðli- Auðlindir í le®a hlutdeild þjóðar- , innar í arðinum af natmu auðlindinni í hafinu hafa nú staðið á ann- an áratug og mál til komið að þeim linni og að við komumst að sanngjarnri niðurstöðu. Það er augljóst, að stjórnmálaflokkamir eiga mismunandi stundarhagsmuna að gæta í þessu máli. Stjórnarandstöðuflokkamir, og þá fyrst og fremst samíylking vinstri flokk- anna, sem er að verða til, hafa augljóslega hugsað sér, að kjaminn í kosningabaráttu þeirra verði andstaða við óbreytt kerfi og barátta fyrir breytingum. Miðað við þá gífur- legu óánægju, sem er meðal almennings með núverandi ástand er jafn augljóst, að það er ríkisstjórnarflokkunum í hag að ná niður- stöðu fyrir kosningar. Ef sú niðurstaða næst ekki fyrir kosningar er ómögulegt að vita hvað gerist á næstu fjórum árum. Frá sjónarhóli útgerðarmanna, sem eiga hér gífurlegra hagsmuna að gæta eins og komið hefur í ljós fer tæpast á milli mála, að þeir mundu taka mikla áhættu með því að beita áhrifamætti sínum til þess að ýta á frestun þessa máls fram á næsta kjörtíma- bil. Málið sem slíkt varðar hins vegar svo mikla hagsmuni, ekki bara fyrir núlifandi kynslóðir Islendinga heldur líka fyrir þá, sem munu byggja landið á næstu öld, að stjórn- málafiokkamir og forystumenn þeirra geta ekki leyft sér að láta pólitíska stundarhags- muni ráða ferðinni. Ef það kemur í ljós, að lag er til að leysa málið og ljúka því á næstu mánuðum og fyrir kosningar eiga menn að taka höndum saman um að nýta það tæki- færi. í stefnuræðu sinni á Alþingi hinn 1. októ- ber sl. gaf Davíð Oddsson, forsætisráðherra, veigamiklar vísbendingar um, að hann væri tilbúinn til að beita sér fyrir sátt um málið. Sú yfirlýsing hefur augljóslega mikla póli- tíska þýðingu fyrir lausn þess, þótt einstaka forystumenn stjórnarandstæðinga hafi kosið að misskilja ráðherrann og snúa út úr um- mælum hans. Eins og fram kom hér í Reykjavíkurbréfi hinn 4. október sl. fer ekki á milli mála, að forsætisráðherra varpaði fram þeirri hugmynd, að nánast allir lands- menn fengju tækifæri til að eignast hlutabréf í útgerðarfýrirtækjum á verði, sem væri und- ir markaðsverði og að kvótaúthlutun til þeirra fyrirtækja yrði háð skilyrðum þar um. Þessa leið til lausnar þarf að sjálfsögðu að kanna, bæði skattaleg áhrif hennar og hugs- anleg áhrif á verð hlutabréfa í fyrirtækjun- um. Hugmyndin er hins vegar i fullu sam- ræmi við áratugabaráttu Sjálfstæðisflokks- ins fyrir almenningshlutafélögum og kjarni hennai- er sá, að eignaraðildin að útgerðar- fyrirtækjunum, sem nýta auðlindina, verði sem dreifðust. Eins dreifð eignaraðild og kostur er getur augljóslega orðið lykilþáttur í lausn málsins. I umræðum um svonefnt veiðileyfagjald, sem sumir vilja kalla veiðigjald og aðrir auð- lindagjald en snýst efnislega um að útgerðar- fyrirtækin greiði sérstakt gjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina í hafinu, hafa and- stæðingar þeirrar leiðar haldið því fram að arðurinn af auðlindinni mundi skila sér til eiganda hennar, þjóðarinnar, með óbeinum hætti. Þeim mun blómlegri, sem rekstur út- gerðarfyi-irtækjanna væri, þeim mun meiri skatta mundu þau greiða til þjóðarbúsins, hærri laun til starfsmanna sinna, sem mundu þar af leiðandi sjálfir borga hærri skatta o.sv.frv. Yfirlýsing Ingibjargar Pálmadóttur um gagnagrunnsframvarpið, sem áður var vikið að, er forvitnileg í þessu ljósi. Hún segir: „Af stofnkostnaði og rekstrarkostnaði nýtur ís- lenzka þjóðin að sjálfsögðu arðs í formi skatta, bæði af búnaði og launum og vegna áhrifa aukinnar starfsemi." Þetta er m.ö.o. sama röksemdin og andstæðingar veiði- leyfagjalds hafa fært fram gegn því gjaldi. En síðan segir heilbrigðisráðherra: „...geri ég til viðbótar ráð fyrir, að áður en rekstrar- leyfi verði gefið út, verði samið um að þjóðin njóti viðbótararðs í formi hlutdeildar í hugs- anlegum hagnaði rekstrarleyfishafa." Það er þessi sama hugsun um „viðbót- ararð“ og fram kemur í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um gagnagrunnsmálið, sem segja má að liggja að baki hugmyndum tals- manna veiðileyfagjalds. Davíð Oddsson gengur auðvitað út frá því, að útgerðarfyrir- tækin borgi skatta af hagnaði sínum og starf- semi allri en til viðbótar því felst augljóslega í hugmyndum hans sú hugsun, að þjóðin fái tækifæri til að fá „viðbótararð" í formi þess að geta keypt hlutabréf í útgerðarfyrirtækj- um undir markaðsverði. I báðum tilvikum, bæði varðandi gagna- gi-unnsframvarpið og arðinn af auðlindinni er mikilvægt að hafa ekki bara í huga hagsmuni núlifandi kynslóða Islendinga heldur einnig framtíðarkynslóða. Barnabörn okkar og barnabarnabörn mega ekki líta til baka í undran og reiði og komast að þeirri niður- stöðu, að við, sem nú lifum í landinu höfum fórnað hagsmunum þeirra og afhent fámenn- um hópi manna í raun eignaraðild að helztu auðlind þjóðarinnar. Ýmislegt bendir til þess, að með sama hætti og meiri samstaða virðist vera að skap- ast um gagnagrunnsfrumvarpið sé hægt að ná slíkri samstöðu um lausn á deilunni um fiskveiðiauðlindina. Fyrir útgerðarmenn skiptir tvennt mestu: að fá frið og að fá frelsi. Þeir þurfa frið til þess að byggja fyrirtæki sín upp og öryggi um að forsendum verði ekki breytt fyrir rekstri þeirra. Þeir þurfa frelsi til þess að stunda viðskipti með veiði- heimildir sín í milli, mun meira frelsi, en þeir hafa nú, sumir mundu segja að bezt færi á því, að það frelsi væri algert í þessum við- skiptum eins og öðram. Gegn því að fá frið og frelsi verða þeir að borga eiganda auðlindar- innar „viðbótararð" auk hins óbeina arðs, sem skilar sér út í þjóðfélagið vegna atvinnu- starfsemi þeirra. Það fer ekkert á milli mála, að það getur verið hagkvæmt fýrir útgerðar- mennina sjálfa að borga slíkan viðbótararð en fá í staðinn tækifæri til að auka enn hag- ræði í eigin rekstri. ■■■■■^HHiBi Á Viðreisnaráranum Hálendið fvrir rúmum þremur áratugum stóðu mikl- ar deilur um áform þáverandi rfidsstjórnar um byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun landsins og um samninga um byggingu álvers í Straumsvík. Þá var mikill meirihluti þjóðarinnar íylgjandi þeim áformum, sem urðu að veruleika en lítill minnihluti andvígur þeim. Afstaða manna fór nánast alveg eftir flokkslínum, sem þá vora skýrari en nú. Morgunblaðið/RAX EYJABAKKAR OG SNÆFELL. Síðan hafa margar stórvirkjanir verið byggðar og tvö ný stóriðjuver, þ.e. járn- blendiverksmiðjan og álverið á Grandar- tanga. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessum framkvæmdum öllum en lítill minnihluti hefur verið þeim andvígm-. Nú má hins vegar merkja nýja strauma í þjóðfélaginu og meiri fyrirvara á því, hversu langt skuli ganga í framkvæmdum við nýjar virkjanir. Tvennt hefur gerzt, sem veldur því, að andrúmsloftið hefur breytzt. í fyrsta lagi hefur þjóðin sjálf vaknað til vitundar um fegurð óbyggðanna. Fleiri og fleiri vilja varð- veita þá ósnortnu náttúra, sem þar er að finna. Og spyrja, hvort við höfum leyfi til þess að leggja þessa stórbrotnu náttúru und- ir margs konar mannvirki og taka frá fram- tíðarkynslóðum íslendinga ánægjuna af þvf að njóta hennar. I öðra lagi er ferðaþjónustan orðin að al- vöru atvinnugrein, sem skapar mikla atvinnu og miklar tekjur, þótt þær skili sér með öðr- um hætti inn í þjóðarbúið en tekjur af stór- virkjunum og álveram. Talsverðar líkm- eru á því, að miklar framkvæmdir á hálendinu mundu draga verulega úr straumi erlendra ferðamanna hingað til lands eða alla vega koma í veg fyrir að fjölgun ferðamanna verði eins mikil og ella hefði orðið. Kannski má segja, að við sjáum þetta vandamál í hnotskurn við Mývatn. Þangað koma innlendir og erlendir ferðamenn í stór- um stíl yfir sumarið. Þar er starfrækt kísil- gúrverksmiðja. Snemma á þessum áratug bentu tveir af þáverandi ráðherrum Alþýðu- flokksins, þeir Jón Sigurðsson og Eiður Guðnason, á að vísindalegar rannsóknir bentu til þess, að ekki væri óhætt að ganga lengra í efnistöku í Mývatni og að allar líkur væru á því að hætta yrði starfsemi verk- smiðjunnar snemma á næstu öld. Auðvitað era miklir hagsmunir í húfi fyrir þá, sem starfa við verksmiðjuna og byggja afkomu sína á henni. En hver vill hætta þeim meiri hagsmunum, sem eru í veði, ef náttúra Mý- vatns yrði eyðilögð og tekjur Mývetninga og fjölmargra annarra af ferðamannastraumi þangað mundu hrynja? Hver er tilbúinn til þess að taka þá áhættu að eyðileggja Mý- vatnssvæðið í bókstaflegri merkingu? Á næstu mánuðum og misserum er fyrir- sjáanlegt, að sams konar umræður munu fara fram um hálendið. Það er nauðsynlegt að ganga til þeirra umræðna með opnum huga og án öfga á báða bóga. Auðvitað verð- um við að virkja, en hvernig og hvar? Eiga þau rök lengur við að alltaf verði að taka „hagkvæmasta" kostinn? Hver er hann, þeg- ar á heildina er litið? I því skyni að leggja málefnalegan grund- völl að þessum umræðum hefur Morgun- blaðið á undanförnum vikum birt greina- flokk um Landið og orkuna, þar sem dregn- ar hafa verið saman staðreyndir um þessi mál og leitazt við með ljósmyndum og tölvu- unnum myndum að sýna á skýran hátt hvaða áhrif og afleiðingar það mundi hafa að virkja á hverjum þeirra staða, þar sem hugmyndir hafa verið um að virkja. Þessi málefni eru hins vegar flóknari en svo, að þau sé hægt að afgreiða með einföldum hætti. Þau voru m.a. til umræðu á fundi á Hótel Borg sl. miðviku- dag, sem efnt var til af Ólafí Erni Haralds- syni, alþingismanni. Þingmaðurinn er ein- hver þekktasti útivistarmaður og náttúru- unnandi, sem nú situr á Alþingi, ekki sízt eftir það afrek, sem hann vann ásamt tveim- ur öðrum ferðafélögum sínum, að ganga á skíðum á Suðurpólinn. Þess verður beðið með nokkurri eftiivæntingu hver afstaða Ólafs Ai-nar verður til þessara mála. Þótt enn hafi tæpast verið haft orð á því, að tímabært sé að taka sérstakt gjald af þeim, sem ferðast um hálendið og aðrar óbyggðir er slíkt gjald þekkt hjá öðrum þjóðum, þegar um er að ræða ósnortna nátt- úru og víðerni og m.a. notað til þess að verja þessi svæði áfóllum. Mesti kostnaður Ever- estfaranna var t.d. það gjald, sem þeir þurftu að greiða til þess að fá leyfi til að ganga á fjallið. Sum hálendissvæðin eru í hættu vegna mikillar umferðar ferðamanna. Það blasir við þegar komið er í Landmanna- laugar og margir hafa áhyggjur af Herðu- breiðarlindum. Umræðurnar um óbyggðirnar, virkjanii- og ný iðjuver verða að byggjast á yfirsýn yf- ir alla þá hagsmuni, sem um er að ræða en ekki að einblínt sé einungis á einn þátt máls- ins. „Við erum hér að nema nýtt land fyrir forystu dr. Kára Stefánsson- ar og það er mik- ilvægt að í því landnámi séu hagsmunir fram- tíðarkynslóða þessa lands ekki fyrir borð bornir. Sú yfírlýsing sem Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, gaf hér í Morgunblaðinu í gær, föstudag, er lykilþáttur í að tryggja þá hags- muni.“ M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.