Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hásgqgnqsýninq ^tkristall HÚSGAGNADEILD Faxafeni OPIÐ SUNNUDAG KL. 13.00 - 16.00 Nám fyrir matartækna Grunndeild matsveina, slátrara og í löggiltum iðngreinum: Bakaraiðn, framreiðslu, matreiðslu og kjötiðn. Kennsla hefst í janúar. Innritun fer fram í skólanum til 15. nóvember. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Umsóknum fylgi einkunnir, mynd og afrit af námssamningi fyrir löggiltu greinarnar. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKOLINN I KOPAVOGI v/Digranesveg - 200 Kópavogur, sími 544 5530, fax 554 3961. Netfang mk@ismennt.is „íslenzki saltfiskurinn alltaf jafngóður“ FYRIRTÆKI þeirra feðga, Ro- bertos og Gianluca Eminente, Unifrigo Gadus Srl., hefur stund- að innflutning og sölu á saltfiski og fleiri fískafurðum alla þessa öld. Það hefur keypt saltfísk frá íslandi allt frá stofnun SÍF frá því Hálfdan Bjarnason kom til Genúa sem fulltrúi SIF og í Morgunblað- inu er til dæmis að líta frétt um kaup fyrirtækisins á 70.000 pökk- um af saltfiski á árinu 1938 ásamt fleirum. Þar er sagt frá tveimur fulltrúum frá alþjóðastofnuninni Federatione Nazionale Fascista dei Commercianti in Prodotti della Pesca - Roma, þeim D. Eminente og A. Cardini. I þessum félagsskap voru þá allir fisk- innflytjendur á Ital- íu, alls um 300 fyr- irtæki og þar af um 178 sem fluttu inn saltfisk. Unifrigo Gadus er ein stærsti inn- fijdjandi á saltfiski á Italíu og er með skrifstofur á þrem- ur stöðum f landinu og fjölda kæli- geymlna og um- boðsmanna um allt land. Margt hefur breytzt „Nánast allt hefur breytzt frá því þessi félagsskapur stóð saman að innflutningi á saltfiski frá Is- landi, nema saltfiskurinn. Hann er alltaf jafn góður,“ segir Roberto Eminente, sem auk þess að stunda viðskipti með saltfisk um áratuga skeið er konsúll Islands í Napóli'. „Faðir minn og afí hófu þessi við- skipti. Faðir minn var við stjórn- völinn lengst af. Eg hóf störf þar þegar ég var 19 ára og er nú rúm- Iega sjötugur og fyrir nokkrum árum kom sonur minn Gianluca inn í reksturinn. Það hafa orðið miklar breytingar á þeim langa tfma, sem ég hef fengizt við við- skipti með saltfisk. Nú stöndum við til dæmis fram fyrir minnk- andi framboði á fiski og fyrir vik- ið hefur verðið hækkað og hækk- að. Áður var saltfiskur matur þeirra sem minna máttu sín, nú eru það þeir, sem meira hafa um- Ieikis sem kaupa saltfiskinn. Við viljum helzt fiskinn frá Islandi, en við kaupum fisk að auki hvar sem hann fæst, frá Færeyjum, Noregi, Danmörku og Kanada og jafnvel frá Rússlandi. Hins vegar er það staðreyndin að fólk í Napólí og nágrenni vill helzt fiskinn frá Islandi. Hann er bragðgóður og útvatnararnir ná beztum árangri með hann. Þeir sem mest þekkja til saltfiskins finna á bragðinu hvort fiskurinn er frá íslandi, Noregi eða Færeyj- um. Það er misjafnt hvað hver og einn vill, en einhverra hluta er sá íslenzki eftirsóttastur." Roberto segir að mjög hátt verð á saltfiski muni draga úr sölu á saltfíski. Það valdi honum nokkrum áhyggjum. Engu að síð- ur haldi hann að enn sé svigrúm til að halda salfisksölunni uppi. Það náist með hæstu gæðum og hóflegu verði. Verði svo ekki séu líkur á minnkandi neyzlu. Mikil hefð fyrir saltfiskneyzlu Gianluca Eminente er sonur Ro- bertos, en tiltölulega skammt er si'ðan hann kom inn í reksturinn með föður si'num. Hann segir að mikil hefð sé fyrir saltfiskneyzlu í Napólí. „Fiskurinn er fyrst og fremst borðaður á veturna. Það veldur nokkrum erf- iðleikum að neyzlan skuli í raun aðeins standa yfir í nokkra mánuði. Ef við ætl- um að auka salt- fiskneyzluna, þarf að lenga neyzlu- tímabilið út allt ár- ið. Við þurfum að bera töluverðan kostnað við mark- aðssetninguna og því skipir miklu að Iengja neyzlutíma- bilið. Það er út hött að saltfisk eigi að- eins að borða á vet- urna í rigningu og kulda. Það er hægt að borða bann allt árið í kring. Við verðum einnig að breyta því hvernig fisk- urinn er seldur. Við verðum líka allir aðilarnir að fórna nokkru í markaðssetninguna, bæði fram- leiðendur á íslandi, útflyljendur, innflyljendur, útvatnarar, verzl- unareigendur og svo framvegis. Það er þörf á sameiginlegri mark- aðssetningu, annars er líklegt að neyzlan dragist stöðugt saman. Verð á fiski til vinnslu verður sí- fellt hærra og leiðir það til of hás markaðsverðs fyrir almenning. Við seljum um 1.000 tonn af ís- lenzkum flöttum saltfiski í Napólí og nágrenni. íslenzki saltfiskur- inn er beztur. Morgunblaðið/HG ÞEIR feðgar Roberto og Gianluca Eminente eru ánægðir með fslenzka saltfískinn en óttast að verðið á honum sé að verða of hátt. Nýjar vörur COMMIMPORT flytur inn saltfisk frá íslandi og selur síðan áfram án þess að vinna hann eða endur- pakka. „Við höfum staðið í þessum viðskiptum mjög lengi og nú má segja að þriðji ættliðurinn sé tek- inn við þar sem ég er,“ segir Sergio Imparato, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. „Við erum bæði í blautfíski, þurrfíski og skreið. Við höfum flutt inn frá löndum eins og íslandi, Noregi, Danmörku og Kanada. Síðustu ár- in höfum við lagt áherzlu á þurr- fisk og skreið frá Noregi og blaut- fisk frá íslandi. íslenzk skreið var töluvert hér á markaðnum, en hún er hverfandi. Norðmenn hafa tekið þann markað yfir, enda er skreiðin þaðan mun betri en frá Islandi, hvernig sem á því stendur. Á hinn bóginn er blautverkaði saltfiskur- inn frá íslandi miklu betri en sá norski. Islenzkur blautverkaður saltfískur er einfaldlega sá bezti í heimi og enginn viðist geta gert eins vel og íslenzkir framleiðend- ur,“ segir Sergio. Hann er mjög ánægður með ís- ienzka saltfískinn og vill helzt frá sinn fisk frá SÍF. „Við viljum ekk- ert nema bezta fískinn af hvaða tagi sem er. Því flytjum við inn norska skreið og íslenzkan salt- físk. Við viljum helzt fá fiskinn frá SÍF því hann er beztur, en við flytjum einnig inn lítilsháttar af físki frá Noregi Iflta, þegar við fá- um ekki nóg frá Islandi, en frá Is- landi fáum við árlega um 800 tonn, Við erum eingöngu innflytjend- ur, flytjum inn kassana frá Islandi, komum þeim fyrir í kæli og seljum síðan til ýmissa aðila hér í Napólí og nágrenni. Við eigum ekkert við fískinn annað en að staðfesta að gæðin séu í lagi. Napólí er sérstakur markaður „Ekki lengur fæða fátæka fólksins“ Morgunblaðið/HG ÞEIR eru ánægðir með íslenzka saltfiskinn félagarnir hjá Commimport. Framkvæmda- stjórinn Sergio Imparato er í miðjunni. íyrir blautverkaðan fisk, en megn- ið fer frá okkur til útvatnara, sem eru fremur smáir í sniðum og selja fískinn til endanlegra neytenda í fískbúðum, sem þeir eiga sjálfir. Utan Napólí seljum aðeins til stærri aðila, því það svarar ekki kostnaði að vera að senda mjög lít- ið magn Iangar leiðir. Aðeins sá íslenzki kemur til greina Markaðurinn í Napólí krefst mikilla gæða og því kemur í raun og veru enginn annar fískur til grein en sá íslenzki. Hann er ein- faldlega sá bezti. Fiskurinn frá ís- landi er beztur og frá Islandi fá- um við bezta fískinn frá SIF. Gæðin og flokkunin hjá SÍF er betri en frá öðrum framleiðend- um. Sennilega er það vegna þess að innan þeirra raða eru beztu framleiðendurinir og mesta reynslan og þekkingin. Við verð- um alltaf varir við einhvern mun milli framleiðenda á Islandi. Eng- inn þeirra verkar fiskinn alveg eins og við eigum okkar uppá- halds framleiðendur. Þessi munur milli framleiðenda kemur sér vel fyrir okkur. Kaupendur gera einnig mismunandi kröfur til gæða, blæbrigða og framleiðslu- hátta, svo við getum þá boðið fleiri kosti en ella. Miklar breytingar hafa orðið á saltfiskmörkuðunum á undan- förnum árum. Saltfiskur er ekki lengur fæða fátæka fólksins, heldur dýr, eftirsóttur matur fyr- ir þá, sem hafa efni á því að krefjast gæða. Saltfiskur er orð- inn dýr og þess vegna krefjast kaupendur þess bezta. Bezti fisk- urinn er frá SIF. Það verður eng- inn svikinn af honum," segir Sergio Imparato.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.