Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ A ferðalagi með greiðslukort vina og vandamanna Verónubréf Meðan aðrir ráðstefnugestir sátu og horfðu á mynd- ir af neyðinni í Rússlandi var hin rússneska Sasha önnum kafin við að bjarga sér. Sigrún Davíðsdóttir fékk nýja og nána innsýn í ástandið í Rússlandi. RJÁR dúðaðar kerlur standa við ruslatunnu og gramsa í henni í leit að einhverju nýtilegu. Allt yfir- bragð þeirra og umhverfið leiddi hugann að Rússlandi. Myndinni var brugðið upp á ráðstefnu um heilbrigðismál í Evrópu til að skerpa myndina af því hvað verið var að fást við. En fyrir einn rúss- nesku þátttakendanna var myndin óþörf áminning. Hún Sasha vissi vel hver brýn- asti vandi hennar og vina hennar er. Þeirra vandi er að ná peningunum sínum út úr bankanum. Það kemur vísast fyrir að þú og ég eig- um ekki pening og þá er að finna leið út úr því. En hvemig er það þegar ríkið á ekki pening og þegar engir peningar eru í bönk- unum heldur? Ástandið er handan og ofan við skilning okkar, sem búum við jafn- stöðug kjör og ríkja hér á norðurhvelinu. En Rússar þurfa í raun að klóra sig fram úr svona ástandi. Sá sem fylgst hefur með ástandinu í Rússlandi í gegnum blaðagreinar og sjón- varp, veit vissulega að það er ekki gott. Vestrænt fé, sem lánað hefur verið til upp- byggingarinnar, hefur einfaldlega gufað upp og enginn getur gert grein íyrir hvar það hefur lent. En jafnvel alvarleg blöð hika ekki við að halda því fram að pening- amir hafi rannið inn í landið og út úr því aftur á erlenda einkareikninga rússneskra gæðinga. En eitt er að vita þetta fræðilega, annað að skilja í raun hversu rækilega pen- ingarnir hafa horfið. Það þurfti hið lifandi orð til að skýra það. Svo rækilega hefur féð gufað upp, eða öllu heldur hefur svo miklu verið komið undan, að það era einfaldlega engir pening- ar í umferð. Ekki aðeins að fræðilega séð séu engir peningar í umferð af því að ríkið eigi þá ekki til, heldur í raun þannig að jafnvel þó Ivan Ivanóvitsj, hinn rússneski bróðir Jóns Jónssonar, eigi peninga á banka þá getur hann ekki tekið þá út af því að seðlarnir og myntin era einfaldlega ekki til, skiljið þið. Seðlabúnt í stað skothelds vestis Við Sasha hittumst á ráðstefnu í sólbak- aðri Suður-Evrópu um daginn. Hún er blaðamaður, lágvaxin og grannvaxin með grátt, snarstutt hár, keðjureykir og draf- andi hæsi hennar er því líklega ættuð það- an og svo er hún firna skemmtilega og vel til fara. Fjárhagslega er henni engin vor- kunn, því miðillinn sem hún starfar hjá er fjármagnaður að vestan og hún hefur það ágætt. Fyrst ræddum við saman vítt og breitt um ástandið í Rússlandi. Eins og títt er með ferðamenn fór hún svo að velta fyrir sér hvar hún kæmist í banka, sem varla var vandi því þarna var nóg af bönkum. Það kom hins vegar snarlega í ljós að Sasha hafði ákveðnar sérþarfir, því hún þurfti bæði að komast í hraðbanka og venjulegan banka. Með norrænan stöðugleika í huga tók það mig drjúgan tíma að skilja hvers vegna hún þurfti þess, en skýringin var einfóld. Jafnvel þeir, sem era svo heppnir að eiga pening í Rússlandi, ná honum ekki út úr bönkunum, því það era engir pening- ar í umferð. Þegar það spurðist meðal vin- anna að Sasha væri að fara til útlanda báðu nokkrir vinir hennar hana að taka greiðslu- kortin þeirra með. Verkefni Söshu var því að fara í hrað- banka á hverjum degi, því hún var með leyninúmerið á korti vinanna, en gat auðvitað ekki skrifað undir fyrir mörg kort. Þá var að taka út hámarksupp- hæðina, fara síðan með hana í banka og skipta í Bandaríkjadali, sem hafa mun meira markaðsgildi í Rússlandi en ítalska líran. Fyrsta daginn gekk allt vel og hún náði 500 dölum á hvert kort, um 35 þúsund íslenskum krónum. Annan daginn var há- marksupphæðin allt í einu orðin 300 dalir á sama stað og þótt hún reyndi annars stað- ar var það sama sagan, 300 og ekki sent þar yfir. Þriðja daginn, sem var föstudag- ur, stöfuðu vandræðin af stuttum af- greiðslutíma ítölsku bankanna, sem var lokað kl. 14 í tilefni væntanlegrar helgar. Laugardagur var einnig snúinn af sömu ástæðum. Afraksturinn var í lokin um 1100 dalir á kort. Þessi greiðasemi Söshu er ekkert eins- dæmi. Hún vissi af landa, sem fór til útlanda með 125 kort og kom heim með um 200 þúsund dali límda á bringuna og bakið. Ef hann hefði lent í skothríð hefðu peningarnir komið í staðinn fyrir skothelt vesti. „Talaðu við sálfræðing“ Vinir Söshu, sem era kennarar, hafa ekki fengið laun sín frá ríkinu útborguð í nokki-a mánuði. Allir vita að hermenn og aðrir ríkisstarfsmenn fá laun sín stopult. Vetur- inn verður vísast harður fleiram en smáfuglunum. Þeir sem þekkja Rússa vita að þeir era stoltir, virðast oft svolítið sjálf- umglaðir fyrir hönd eigin lands, en hvernig stendur á að þeir láta þetta yfir sig ganga án þess að standa æpandi og ógnandi á göt- um úti? Bandarísk blaðakona, sem hefur verið búsett í Rússlandi í nokkur ár, segir að Rússar virðist haldnir lamandi forlagatrá. Það sé hreinlega eins og þeim finnist að þeir eigi í raun allt vont skilið sem yfir þá gangi og taki því öllu mótlæti með þögn, þolinmæði og yfírþyrmandi seiglu. Þessi afstaða birtist meðal annars í tregaþrang- inni tónlist þeirra. En Rússar eiga sér leynivopn, sem er skopskynið. Á sovéttímanum urðu til heilu sagnabálkarnir af skrítlum um kerfið og á tímum zai-sins var það sama uppi. Á upp- lausnartímum eftir-sovéttímans hafa enn orðið til margar sögur. I kreppunni undan- farið hafa bankar orðið gjaldþrota og fólk misst peningana sína þai-. Auðvitað era því til skrítlur um bankana og trú og vantrá á þeim. Ein sagan er um Rússann sem kem- ur inn í rássneskan banka. „Eg er með tíu þúsund dali, sem ég ætla að leggja inn. Við hvem á ég að tala?“ spyr hann afgreiðslu- stúlkuna. „Við sálfræðing," svarar hún að bragði. Rússar segja skrítlur til að komast af. En fyrir okkur, sem eram án snertingar við Rússland og ástandið þar, dugir varla að horfa á myndir af dúðuðum kerlum. Ég veit ekki hvað hinir ráðstefnugestirnir fengu út úr myndinni, en mín mynd varð mun skýrari eftir kynnin af Söshu. EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN F ASTEIGN ASALA Skipholti 50B, 2. hæð t.v. 511 2900 Sölum. atvhúsn. Guðlaugur Örn Þorsteinsson, GSM 896 0747 Viðar Kristinsson, GSM 897 3050 ATVINNUHUSNÆÐI TIL SÖLU: Hæðasmári I byggingu 1.300 m2 glæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á 3 hæðum við hliðina á nýju verslunarmiðstöðinni í Smáranum til af- hendingar tilbúið til innréttinga og með full- frágenginni lóð í mars 1999. Skrifstofu- hæðin er 296 m2, verslunarhæðin er 528 m2 (skiptanleg) og kjallari er 473 m2 með aökeyrslu. Veitingaeldhús Um 465 m2 iðnaðarhúsnæöi sem er nánast allt endurnýjað að utan og innan og að stór- um hluta innróttað sem veitingaeldhús. Kælir og frystir. Innkeyrsludyr í vörumót- töku. Fullkomin starfsmannaaöstaða og skrifstofur. Áhvílandi ca 15 millj. Verð tilboð. Fyrir fjárfesta Gott 710 m2 iðnaðarhúsnæði að mestu í út- leigu til ríkisstofnunar. Húsnæðið skiptist í 3-4 leigueiningar. Bæjarlind Til sölu 3.547 m2 einstaklega vel hannað verslunar- og skrifstofuhús við Bæjarlind. Húsnæöinu verður skilað tilbúnu til innrótt- inga, með fullbúinni sameign og bílastæö- um. Einingar frá 100 m2 til 1000 m2. Teikn- ingar á skrifstofu. Iðnaðarhúsnæði Um 1.300 m2 iðnaðarhúsnæöi í Smáranum sem getur skiptist í 70-310 m2 einingar til sölu fullbúið. Allar nánari uppl. á skrifstofu. Hlíðasmári Heil húseign, verslunar- og skrifstofu- húsnæði alls um 3.200 m2 við Hlíðasmára. Húsið er í byggingu og verður afhent full- búið að utan með malbikuðum bílastæðum og tilbúið til innréttinga næsta vor. Húsið veröur einangrað að utan og klætt með ál- klæðningu. Álgluggar. Verslunareiningar 125-200 m2. Skrifstofueiningar 400-550 m2. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Grensásvegur Um 648 m2 iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum. Neðri hæðin ca. 325 m2 var nýtt undir kjötvinnslu. Efri hæðin ca 323m2 skiptist í tvö aðskilin skrifstofurými. Parket. Húsið er allt í útleigu. TIL LEIGU: Hlíðasmári - Kóp. Nýtt skrifstofuhúsnæði rétt hjá nýju versl- unarmiðstöðinni í Smáranum. Til ráðstöfun- ar eru samtals um 1.500 m2 á tveimur hæðum. Húsið verður einangrað og klætt að utan með álklæðningu og með álglugg- um. Til afhendingar tilbúið til innróttinga um áramótin. Getur leigst í 4-500 m2 einingum. Teikningar á skrifstofu. Skrifstofuherbergi Til leigu rúmgott herbergi með aögangi að eldhúsaöstöðu. Möguleiki á símsvörun, móttöku viðskiptavina og aðgangi að faxi og Ijósritun. Tryggvagata Um 230 m2 skrifstofuhúsnæði í lyftuhúsi með fallegu útsýni til norðurs. Húsnæðið er innréttað, en þarfnast endurbóta. Leigu- verö tilboð. Bergstaðastræti Ágæt 71 m2 skrifstofuaðstaða í hjarta bæj- arins. Tvö skrifstofuherbergi með aðgangi aö snyrtingu og kaffistofu. Dúkur. Hentar vel arkitektum, endurskoðendum, verk- fræðingum o.fl. Mánaöarleiga með rafm og hita kr. 55.000.- Fossháls Til leigu í austurborginni tvær skrifstofuein- ingar 180 m2 og 550 m2. Minni einingin er fullinnr., en hún skiptist í fjórar skrifstofur og móttökurými. Stærri einingin sem er til- búin til innréttinga með nýjum gólfefnum er eitt opið rými, salerni og geymslur. Smárinn Til sölu eða leigu einstaklega vel staðsett 400 m2 lager- og geymsluhúsnæði í Smár- anum í Kópavogi. Ágætar innkeyrsludyr. Hentar vel undir flest lagerhald. Miðbærinn Þjónustuhúsnæði á 2. h. í lyftuhúsi við Laugaveg, sem er eitt opið rými, auk kaffi- stofu. Dúkur á gólfum. Húsnæðið hentar vel undir hverskonar þjónustuaðila, heildverslun o.þ.h. Mánaðarleiga kr. 73.000.- Héðinsgata Skrifstofuhúsnæði ca. 475 m2 að mestu eitt vinnurými með lagnastokkum við útveggi. Stórt eldhús, salerni með fataskápum og sturtu. Góðar skjalageymslur og fundarher- bergi. Möguleiki á að innrétta fl. skrifstofur. Við Kvosina Höfum fengið í leigumeðferð frábærlega vel staðsett ca. 350 fermetra skrifstofuhúsnæði við Túngötu. Um er að ræða opið rými, fimm stór skrifstofuherbergi, fundarsal, geymslur, rúmgóða kaffistofu og snyrtingar. Mánaðarleiga kr. 230.000.- Max-húsið Um 260 m2 skrifstofu-/geymsluhúsnæði á 2. hæð á einum besta stað í Faxafeni við hliðina á Hagkaup. Möguleiki að skipta í tvær einingar. Hagstætt leiguverð. Mýrargata 2 Þetta er gamla slipphúsið, þar sem enn er laust um 300m2 innréttað skrifstofuhúsnæði á 3. hæð og ca 580 fermetra óinnréttað húsnæði á 2. hæð. Fyrir dyrum standa um- fangsmiklar endurbætur, s.s. að húsið verð- ur klætt að utan, framhlið þess breytt og settur nýr inngangur og lyfta. Láttu fagfólk sjá um málió ft tökum upp nýjar sendingur dagkga. KRISTALL Kringlunni og Faxafeni Málþing um kirkjuna og kærleikinn BISKUPSEMBÆTTIÐ efnir til málþings í Hjallakirkju mánudag- inn 9. nóvember undir yfirskrift- inni: „Kærleiksþjónusta kirkjunnar innanlands". Þingið, sem hefst kl. 17, er öllum opið, sóknarnefndafólki, prestum, djáknum og starfsfólki safnaða og áhugamönnum um kirkju kærleik- ans. Þess er vænst, að sóknar- nefndir sendi einn eða fleiri full- tráa. Skráning fer fram á Biskups- stofu. „Kærleiksþjónusta er vaxtar- broddur í kirkjulegu starfi á ís- landi. Verkefni kærleikans era óþrjótandi. En miklu skiptir að starfshættir og stefna safnaðanna og þjóðkirkjunnar sé skýr til að ekki verði efnt til samkeppni við mannúðarhreyfingar eða opinberar stofnanir," segir í frétt frá biskupi. B~uUin—^--^---rm~L—Xíl—-1 lusgagnasyning \dm ^RISTALL HÚSGAGNADEILD Faxafeni OPIÐ SUNNUDAG KL. 13.00 - 16.00 Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit CM \J www.mbl.is/fastelgnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.