Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER óþægilegt að vakna um miðja nótt við að hafa velt sér ofan á sporð- dreka sem hefur dottið of- an úr þakinu og stingur mann á fjórum til fimm stöðum. Það var erfitt að búa þama og hitinn mikill en það voru forréttindi að fá að kynnast þessu fólki og taka þátt í að færa því betra líf, hjálpa því og deila með því trú, sem hefur bjargað mér, og fá að verða vitni að því hvemig hún bjargar öðmm.“ Guðlaugur Gunnarsson, guð- fræðingur, og Valgerður Gísladótt- ir, hjúkrunarfræðingur, hafa búið og starfað í Eþíópíu í 13 ár ásamt börnum sínum, Katrínu 16 ára, Vil- borgu 14 ára og Gísla 8 ára. Þau hafa reynt margt og hafa frá mörgu að segja. Eþíópía var þeim ekki algjörlega framandi. Valgerð- ur dvaldist þar 10 ár bernsku sinn- ar er foreldrar hennar, Gísli Arn- kelsson og Katrín Guðlaugsdóttir, störfuðu sem kristniboðar í Konsó, kristniboðsstöð íslendinga. Faðir Guðlaugs, Gunnar Sigurjónsson, ferðaðist um ísland um 40 ára skeið og kynnti kristniboðsstai-fið. En hvað fær ungt fólk, sem á framtíðina fyrir sér, til að flytjast til þróunarlands sem kristniboðar? Þau era sammála um að það hafi verið köllun Guðs sem varð þess valdandi að þau fóra út. „Flest kristið fólk vill vera þar sem Guð vill hafa það. Guð kallar fólk til mis- munandi starfa. Það er því ekkert merkilegra i guðsríki að fara út sem kristniboði en að fá köllun til annars kristOegs starfs. Það er bara mikil- vægt að vera þar sem Guð vill hafa mann. Maður getur reynt að undir- búa sig á marga vegu en þegar á hólminn er komið getur maður lent í mjög erfiðum aðstæðum. Þá hefur það verið okkur styrkur að vita að við eram þar sem Guð vill hafa okk- ur og að hann er með okkur. Við vit- um líka að fólkið, sem sendi okkur, biður fyrir okkur.“ Eftir fjögurra mánaða ensku- nám í Englandi lá leiðin til Eþíópíu árið 1983 þar sem við tók eins árs nám í ríkismálinu, amharísku. „Það eru um 270 rittákn í málinu. Því svipar svoh'tið til hebresku en staf- rófið er flóknara eins og fjöldi rit- tákna bendir til. Þetta er flókið tungumál með margar, undarlegar málfræðimyndir sem koma okkur frá Vesturlöndum spánskt fyrir sjónir. Orðaforðinn er gífurlega mikill. Amharískan er talin eitt af fimm tungumálum heimsins sem erfiðast er að læra.“ Samstarfsfólk Guðlaugs og Val- gerðar hafa sagt undirrituðum að þau hafi náð betri tökum á málinu en margir aðrir útlendingar. Sollamó Að loknu málanámi staðsetti evangelísk-lútherska kirkjan í Eþíópíu (Mekane Yesus) fjölskyld- una í mjög afskekktu fjallahéraði á meðal Guji-þjóðflokksins ásamt norskum hjúkrunarfræðingi. Stað- urinn heitir Sollamó. Fólkið þar kunni ekki ensku og því urðu þau að nota nýja málið og náðu fyrir bragðið góðum tökum á því. Engir almennilegir vegir vora í héraðinu, aðeins hestagötur sem urðu að for- arsvaði í rigningum. En þeim leið vel og Vilborg bættist í fjölskyld- una. Fólkið var glaðlegt og þægi- legt og tók þeim mjög vel. „En Guji-menn eru þekktir fyrir mjög grimmilega siði. Einn þeirra er að drepa Ijón eða karlmann og skera kynfærin af því til sönnunar, til að fá að giftast. Fólkið, sem við bjuggum á meðal, hafði ekki þenn- an sið. Hann er á undanhaldi vegna áhrifa kristninnar og banns yfir- valda. Það var búið að starfa í Sollamó á vegum kirkjunnar í 10 ár þegar við komum og mynda söfnuði hér og þar um héraðið. Við þurftum að heimsækja þá, hafa námskeið og kenna á Biblíuskóla á stöðinni. Heimsóknimar voru ekki auðveld- ar í byrjun því að við urðum að fara fótgangandi eða á hestbaki margra tíma leið. Þar sem ég var óvanur að sitja hest fóra lengstu ferðimar frekar illa með sitjandann! Stund- um fékk maður illt í magann á íslenskir kristniboðar hafa um árabil haldið uppi öflugu starfí í Eþíópíu. Guð- laugur Gunnarsson og Valgerður Gísla- dóttir eru nýkomin heim eftir að hafa búið og starfað í Eþíópíu á annan áratug. Kjart- an Jónsson ræddi við þau og komst að því að þau hafa reynt margt á þessum tíma og hafa frá mörgu að segja. þessum ferðum og varð jafnvel fár- veikur, enda óvanur afrískum sýkl- um. En það var mjög lærdómsríkt að kynnast fólki á afskekktum stöðum langt inni í skógi þar sem það hafði reist sér kirkju til að koma saman, lofsyngja Guð og þakka honum fyrir frelsið sem það hafði eignast." Valgerður hjálpaði stundum til á sjúkrastöðinni. „Maður lenti oft í ýmsu óvæntu og varð að gera ým- islegt sem maður hafði aldrei gert áður. Hjúkrunarfólkið verður oft að leysa mál sem aðeins læknar myndu fást við á íslandi. En við vorum ánægð þarna,“ segir hún. Fjölskyldan fékk ekki að búa nema í tvö ár í Sollamó. Þá kallaði kirkjan þau til Konsó því að allir íslendingar voru famir þaðan og leiðtogar hennar vildu hafa íslend- inga á stöðinni. „Við voram í Konsó í eitt og hálft ár,“ segir Guðlaugur. ,Ég var þar stöðvarstjóri og bar ábyrgð á útbreiðslustarfi Mekane Yesu kirkjunnar í Konsó. En hún vildi líka ná með fagnaðarerindið niður í Ómó- og Voitodalinn." Þetta starf bar þann árangur að ijölskyldan var send þangað á næsta tímabili. Voito Að loknu fyrsta starfstímabilinu í Eþíópíu lá leiðin heim til íslands til ársdvalar. Þá fór Guðlaugur m.a. á þriggja mánaða námskeið í Liver- pool í stjómun og skipulagningu framheilsugæslu til að búa sig und- ir starfíð sem beið í Voito-dalnum. Árið á íslandi leið hratt og áður en Ljósmynd/Katrín Guðlaugsdóttir FJÖLSKYLDAN nýkomin til íslands. Frá vinstri: Gísli er fremstur, Valgerður og Vilborg fyrir aftan hann og Guðlaugur og Katrín aftast. varði var stefnan tekin á Eþíópíu á ný. „Við fluttum til Konsó, en reyndum strax að hefjast handa niðri í Voito-dalnum á meðal Tsemaí-þjóðflokksins. Fyrst þurfti að afla alls konar leyfa hjá yfirvöld- um því að við vildum m.a. reka hjúkrunarstarf eins og kirkjan ger- ir víða. Þegar leyfin vora fengin dvöldum við niðri í dalnum í tjöld- um, yfirleitt í viku í senn. Smám saman lengdist dvölin og að lokum bjuggum við meira og minna í tjöld- um í hálft ár en byggðum á meðan strákofa handa okkur. Það var erfitt að finna drykkjarvatn á svæð- inu og því urðum við að flytja það með okkur í tunnum. Það var held- ur ekki auðvelt að geyma mat. Við höfðum pínulítinn kælikassa sem gekk fyrir gasi. íbúamir í Voito era hálfhirðingjar og byggja lífsafkomu sína á kúm, geitum og kindum og akuryi-kju. Hver hefur sinn akur sem er þó ekki stærri en svo að ekkert er umfram til að selja. Við gátum því ekki keypt neinn mat af þeim. Þar var heldur enginn mark- aður eða mai'kaðstorg. Reyndar fóra sumir til Konsó og annarra staða og keyptu salt og kaffihýði til að búa til kaffi í skiptum fyrir kýr. Þegar við komum þekktust vai'la peningar. Þar era heldur engir bæ- ir með heilsugæslu eða skólum.“ Við töluðum fyrst við leiðtoga eða öldunga í þorpunum en mörg smáþorp eða þéttar bændabyggðir voru á sléttunni. Hver byggð hafði öldunga og við ræddum við þá um hvað þeir teldu vera sín vandamál og hvað stæði þeim fyi'ir þrifum. Ljosmynd/Guðlaugur Gunnarsson GUÐLAUGUR og Valgerður bjuggu í tjöldum í hálft ár áður en þau fluttu inn í moldarkofa. Þau náðu að kynnast fólkinu og það náði að kynnast þeim. Á meðal óþekkts þjóðflokks í Afríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.