Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ mm SEXmánuðir^_ FRITT 17B"k Matrix skjár á intemetinu Pardus Gull Pentiumll 300 Intel Pentium II Mendocino - 300 Mhz Intel BX (100 MHz) - ATX móðurborð 64 Mb SDRAM PC100, 10 ns minni 6,4 Gb Ultra DMA 33 harðdiskur 17" Sampo (711) Black Matríx skjár S3 Savage 8Mb SGRAM AGP 32x Samsung geisladrif Sound Ðlaster AWE 64v hljóðkort 240 wött 3D surround hátalarar 56,6 kbps mótald með faxi og símsvara Sex mánuðir á Internetinu FRÍTT Einn mánuður tölvunámskeið FRÍTT Keylronic lyklaborð og Microsoft mús Windows '98 stýrikerfi Höfuðtól með hljóönema fylgja frítt tilboð 139.900 eða 5.226 á mánuði* Pardus Silfur K6-II-3D 333 AMD K6-II-3D 333 Mhz örgjörvi 128 Mb SDRAM PC100,10 ns minni 6,4 Gb Ultra DMA 33 harðdiskur 17“ Sampo (711) Black Matrix skjár S3 Savage 8Mb SGRAM AGP 32x Samsung geisladrif Sound Blaster AWE 64v hljóðkort 240 wött 3D surround hátalarar 33,6 kbps mótald með faxi og símsvara Sex mánuðir á Internetinu FRÍTT Einn mánuður tölvunámskeiö FRÍTT Keytronic lyklaborð og net mús Windows '98 stýrikerfi Höfuðtól með hljóðnema fylgja frftt tilboð 129.900 eða 4.853 á mánuði* pardus X ISLENSKAR TÖLVUK aTölvusetrið Sfmi 568 6880 Fax 568 6885 Usthíisinu f Laugardal Engjateigf 17 105 Reykjavfk www.ts.is setríd@ts.is í DAG VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kvdtakjaftæði heitir ritsmíð Snorra Sig- urjónssonar lögreglufull- trúa er birtist í Morgun- blaðinu 29. október sl. Hann er orðinn leiður á umræðunni um kvótamálin og fullyrðir að hún sé runnin undan rifjum póli- tíkusa, bæði utan og innan Alþingis. Mesta furðu vek- ur þó sú fullyrðing lög- reglufúUtrúans um að gjafakvóti sé ekki til! Þeg- ar kvótahafar fóru að versla með kvótann í græðgi sinni, þá varð gjafakvótinn til og vegna þess að græðgin yfirféll þá í braskinu kom „sægreifa“ nafngiftin til. Lögreglufull- trúanum hlýtur að vera Ijóst, að þegar það óhappa- verk var unnið á Alþingi, að veita kvótahöfum heim- ild til að veðsetja fiskveiði- heimildimar að kröfu lán- ardrottna þá var endan- lega gengið frá gjafabréfi á veiðiheimildum til „sæ- greifanna“. Síðan þá er tómt mál um að tala að fiskurinn í sjónum sé þjóð- areign. Jón Hannesson, kt: 190921-3609. Þökk sé Gísla á Akureyri „NUR ein Bach“ var sagt um tónsnillinginn góða og aðeins er einn Gísli mál- snillingur á Akureyri. Já, þökk sé þér Gísli - ekki tökk - fyrir að umfjalla er- indi mín til þín svo mildi- lega í þætti þínum um ís- lenskt mál hér í Morgun- blaðinu 24. október. Að vísu segir í helgri bók: „Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? o.s.frv. (Mt. 6:13) En af því ég er á því að eitthvað sé til í orðunum svo megi brýna mjúkt jám (eða svoleiðis) að bíti, þá langar mig til að biðja þig, Gísli, að hugleiða nánar þetta með orðin „þökk“ og „skím“ og vera með í við- námi fyrir þessum orðum, a.m.k. öðm. Textar RÚV-sjónvarps, er styðja skal íslenska menningu, em útbíaðir í dönskuslettunni: takk, takk, takk. Dæmi: 8. októ- ber milli kl. 21 og 22: „Takk fyrir samvinnuna." Svar: „Ekkert að þakka.“ Hið flata, danska takk í stað hinna hljómgóðu þökk, þakkir, þakklæti. Að vísu á þ-ið okkar nokkuð í vök að verjast, einnig í prédikunarstólum kirkjunnar, og er þá fokið í flest skjól er hinir lærðu gerast svo linir. Svo er það „skímin“, sem er heilög athöfn í okk- ar kristna heimi. Hættum að skíra skip og skepnur, en gefum þeim nöfn. Gísli minn góður, ég man eftir þér beinskeytt- um fyrr á árum fyrir fall- beygingu heimsþekkts mannsnafns. Hvar er nú móður þinn? Látum ekki deigan síga þótt við gerumst silfiirhærðir. Lifðu svo ætíð heill í Guðs ffiði. Hermann Þorsteinsson. Athugasemd við grein GISLI hafði samband við Velvakanda vegna greinar Bjama Guðmundssonar sem birtist á bls. 38 mið- vikudaginn 4. nóvember þar sem segir: „Frægt er orðið, þegar Olof Palme forsætisráðherra Svía skipaði sér í fylkingar- brjóst þeirra sem for- dæmdu stríð Bandaríkja- manna í Víetnam." En hvar var Olof Palme þegar Rússar réðust inn í Afganistan? Þá var hann ekki að mótmæla. Fyrirspurn til Póstsins ERLA hafði samband við Velvakanda og vildi hún benda á að á Laugavegin- um, á móts við nr. 77 var hafður póstkassi. En þegar framkvæmdii- hófust á Laugaveginum var hann fjarlægður. Spyr Erla hvort ekki eigi að setja póstkassann upp aftur á þessum stað. V "" ..... ORÐSENDING FRÁ LÍFEYRISSJÓÐI VERKFRÆÐIN GA TIL SJÓÐFÉLAGA Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur sent sjóðfélögum sínum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. janúar - 31. júlí 1998. Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum hans í Lífeyrissjóð verkfiæðinga, eða ef yfirlitið er ekki í samræmi við frádrátt á launaseðlum, þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 30. nóvember nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyrissjóðsins geta dýrmæt réttindi glatast. GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðar- sjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga ffá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma- marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram ffá launþega, er viðkomandi lífeyrissjóður ein- ungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda bafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröf- una. Lífeyrissjóður verkfræðinga, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, sími 568 8504, fax 568 8834. Netfang: lvfi@isgatt.is — Veffang: www.centurm.is/lvfi .......-.... ............... ............. www.mbl.is SKAK Umsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á Fontys stórmótinu í Tilburg sem lauk á miðvikudaginn var. Frakkinn Joel Lautier (2.625) var með hvítt og átti leik gegn Rússanum Pet- er Svidler (2.710). 34. Dxd8! og svartur gafst upp, því 34. - Dxd8 er auðvitað svarað með 35. e7 og síðan vekur hvítur upp nýja drottningu. Indverjinn Anand sigraði örugglega á mótinu, en úrslitin urðu þessi: Anand Vh v. af 11 möguleg- um, 2. Leko, Ung- verjalandi 7 v., 3.-5. Sadler, Englandi, Kramnik og Zvjagíntsev, Rússlandi 6 v., 6.-7. Piket, Hollandi og Ad- ams, Englandi 5'/2 v., 8.-9. Svidler, Rússlandi og Van Wely, Hollandi 5 v., 10.-11. Topalov, Búlgaríu og Lauti- er, Frakklandi 4‘/2 v. og 12. Kortsnoj, Sviss 3!/2 v. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVISI Víkverji skrífar... SVARTA gullið, olían, hefur heldur betur fært auð í garð Norðmanna. Þeir hafa greitt upp allar erlendar skuldir og safnað digrum sjóðum til að mæta hugsan- legum mögrum árum í framtíðinni. Færeyingar hugsa einnig gott til glóðarinnar, en líkur benda til að olíu megi finna í landgrunni Færeyja. Árið 1981 gaf íslenzka iðnaðarráðuneytið út bækling, Set- lagarannsóknir, þar sem m.a. er drepið á setþykktarmælingar Westem Geophysical og Co. hér við land. Þar segir m.a.: „Setflákar þessir eru um 20 þús- und ferkílómetrar, en svæðið er ekki allt jafn athyglisvert. Vænleg- ast virðist svæðið næst landinu frá Skjálfanda vestur að mynni Eyja- fjarðar... Komið hefur í ljós, að Flatey á Skjálfanda liggur innan þessa svæð- is, þar sem hin þykku setlög hafa komið í ljós. Auk þess stendur eyjan á allmiklu grynningasvæði, sem nær frá meginlandinu og nokkuð norður fyrir Flatey...“ xxx SÍÐAN ER vikið að tilgátum um, hvemig Flatey hefur myndast: 1) Eyjan gæti verið gömul eld- stöð. Ef svo er myndi finnast undir henni gígtappi eða berggangur sem næði niður úr setlögunum. 2) Hún gæti hafa myndast vegna hraunstraums frá fjarlægri eldstöð. Ef svo er hvfldi hún alfarið ofan á setlögum sem fyrir vora. Þá segir: „Ef síðari tilgátan reyn- ist rétt, er mögulegt að rannsaka með bomnum hvar sem er í Flatey þau setlög, sem liggja undir eyj- unni.“ Líkur á olíufundum við íslands- strendur eru ekki taldar miklar. Svartagullið er því fugl í skógi. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að það sé einnig sjóður í setlögum! Það verður ekki amalegt að vera íslendingur ef svartagull í setlög- um nyrðra bætist við aðrar auð- lindir, fiskistofna og orku fallvatna. Kannski okkur takist þá að losna úr skuldasúpunni og vaxtafjötran- um! XXX SAMKEPPNI í smásöluverzlun hefur tryggt allt í senn: gott vöruúrval, hagstæðara verð, meiri kaupmátt launa og betri þjónustu við kaupendur. Kapphlaup Hag- kaups, Bónuss, 10-11 og fleiri fyrir- tæýa um hylli kaupenda (almenn- ings) tryggir betri almannahag en fákeppni fyrri tíðar, að ekki sé nú talað um „einokun“ einnar kaupfé- lagsverzlunar, eins og margur strjálbýlisbúinn mátti una við. Spumingin er einfaldlega sú, þegar samstarf þessara keppinauta eykst hröðum skrefum, hvort þeir renni fyrr en síðar saman í einn seljanda eða fákeppnisblokkir, kaupendum, almenningi, í óhag. Ekki má skorta á samkeppnina sem er bezta kaupmáttartrygging heim- ilanna í landinu. xxx FRJÁLS verzlun segir í forystu- grein: „Þegar eigendur Hagkaups keyptu helminginn í Bónus í ágúst 1992 var það trú flestra að Bónus léti undan verðstefnu sinni og hækkaði verðið. Sú varð ekki raun- in. Þróunin hefur orðið þveröfug: matvara hefur almennt lækkað í verði síðustu árin. Bæði Bónus og Hagkaup hafa aukið viðskipti sín á undanförnum árum vegna þess að neytendur hafa ekki hirt um eigna- tengslin heldur horft á verðmiðann og vöruvalið. Það er eftirtektarvert að Hagkaup og Bónus stofnuðu með sér innkaupafélagið Baug, sem nú heitir Aðföng, og hafa rekið það saman þrátt fyrir að vera í hat- rammri samkeppni á sama tíma. Því má spyrja sig hvers vegna sam- keppnin geti ekki áfram verið hatröm þrátt fyrir að 10-11 keðjan kaupi núna alla pakkavöru, um fimmtung af sölu sinni, af Aðfóng- um“? Það er nú svo, en áfram skiptir meginmáli að fólk fylgist vandlega með verðþróun í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.