Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VEL fer á með systur Guadalupe og Sjöfn Sigurðardóttur á deild K-1 á Landakoti. SYSTIR Dominga var að undirbúa hádegismat í prestshúsinu þegar Ijósmyndara bar að garði. SYSTIR Josefina var að Ijúka við að strauja síðustu skyrtuna og gerði það af mikilli natni. spænskumælandi og makar þeirra duglegir að mæta fyrir utan Islend- inga. Peii' sem hafa mætt á hátíðirn- ar lýsa þeim sem fjörmiklum, þar sem gítarspil og söngur eru í for- grunni, enda voru þær ekki lengi að draga fram hljóðfærin þegar Morg- unblaðið heimsótti þær kvöld eitt á heimili þeirra á Öldugötu 15. Spurð- Hvar er ísland? spurðu Margrétarsystur frá Mexíkó þegar þær voru beðnar að koma hingað til lands í fyrra. Nú hafa þær kynnst fólkinu og líkar vel og tvær þeirra starfa á Landakotsspítala. Teresusystur eru einnig af reglu sem hefur ekki starfað hér áður, Hildur Friðriksdóttir heimsótti bæði heimilin, en komst í raun ar hvort þær tækju gitarinn oft fram á kvöldin, sögðust þær aðallega grípa til hljóðfærisins inni í kapellu. Vilja íslenska nunnu Hefðbundinn dagur hefst klukkan 5 á morgnana, þegar þær vakna, en kl. 6 er klukkustundarlöng bænar- stund í kapellu hússins. Eftir morg- um að það er ekki í anda Móður Teresu að systurnar fjölyrði um starf sitt. Það eiga þær að vinna í kyrrþey. TÍU nunnur af tveimur nýjum systurreglum hafa bæst við þann hóp nunna sem fyrir voru hér á landi. Hin- ar nýju reglur eru Kærleiksboðberai-nir eða regla Móð- ur Teresu og Þernur heilagrar Mar- grétar Maríu Alacoque og þurfaling- anna eða Margrétarsystur. Ástæða þessa, er að Johannes Gij- sen biskup sá fram á að ekki yrði hægt að fá hingað ungar Jósefssyst- ur til að taka við af þeim eldri. Fór hann þá að kanna hjá öðrum reglum, hvort áhugi væri fyrir að koma til Is- lands. Það varð úr að fjórar Mar- grétarsystur komu hingað í fyrra- sumar; systir Dominga, sem er prí- orinna, systir Guadalupe, systir Rosalba og systir Josefma. Þær eru allar frá Mexíkó en hafa einnig starf- að í Bandaríkjunum og ein í Perú. Heimilið á íslandi er hið fyrsta af þessari reglu sem opnað var í Evr- ópu, en nú hafa einnig verið tekin í notkun heimili í Aþenu og í Róm. Aftur systur á Landakoti „Hvar er ísland?“ sögðu systurnar allar fjórar þegar þær voru beðnar að koma hingað og fóru beint í landa- bréfabók að leita. Þegar þær fengu að heyra eitthvað um landið segja þær að þeim hafí þótt spennandi að takast þetta verkefni á hendur. Enn- fremur lýsa þær yfir ánægju sinni með hvað Islendingar hafi tekið með opnum huga á móti þeim. Tvær systranna eru hjúkrunar- fræðingar og starfa á Landakotsspít- ala. Að sögn Önnu Birnu Jensdóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra var spítalinn strax reiðubúinn að ráða nýjar systur til starfa um leið og fólk heyrði að von væri á þeim. „Það var mikil ánægja með að fá aftur nunnur til starfa á spítalanum, enda höfum við alla tíð lagt mikið upp úr því að staðurinn haldi sögu sinni og þeim anda sem systurnar lögðu upp með. Sem dæmi höfðu þær krossa í öllum herbergjum og við höfum fylgt því, sem hefur mælst afskaplega vel fyrir hjá skjólstæðingum okkar. Einnig erum við með allar gömlu myndirnar uppi við, sem eru til. Systumar tvær vinna á mína ábyi-gð þar til þær hafa öðlast ís- lenskt hjúkrunarleyfi. Menntun þein'a er góð og þær standa alveg undir faglegum kröfum, þannig að þær fá hjúkrunarleyfið þegar ís- lenskan er komin í lag,“ segir hún. „Gamla fólkið elskar þær, enda eru þær ljúfar og þeim fylgir mikill friður. Þær eru eins og hvíth’ englar,“ bætir hún við. Systir Guadalupe, sem getur ágætlega bjargað sér á íslensku, seg- ir að gamla fólkið hafi verið að hrósa sér fyrir íslenskukunnáttuna. Um leið gerh’ hún grín að sjálfri sér og segir að það sé ekkert skrýtið, því sömu einföldu setningarnir séu sagð- ar dag eftir dag og til þess þurfi ekki mikla kunnáttu. „Þó að við getum ekki talað mikið þá getum við að minnsta kosti sagt fólkinu að Guð elskar það og hefur ekki gleymt því. Svo getum við brosað og það gerir heilmikið.“ Systir Guadalupe segir að starfs- fólk spítalans hafi tekið þeim systur Rosalba opnum örmum. „Það hlýtur að vera erfitt að vinna með fólki sem skilur ekki neitt í tungumálínu,“ seg- ir hún og vísar þá til þess þegar þær hófu störf, aðeins tveimur mánuðum eftir að þær komu til landsins síðast- liðið sumai’. íslendingar alvörugefnir en ekki lokaðir Systir Josefina sem ásamt systur Domingu sér um heimilishald og eldamennsku fyrir prestana og bisk- upinn, kveðst verða vör við, að ís- lendingar séu ekki eins lokaðir og gjarnan er sagt. „Þeir eru kannski alvarlegir á yfirborðinu en þegar maður fer að spjalla við þá eru þeir opnir og elskulegir. Þegar ég hitti fólk á götunni í fyrsta skipti heilsar það þegar ég heilsa, í næsta skipti brosir það og í þriðja skipti fer það jafnvel að tala við mann,“ segir hún. Helstu vandamál systranna hafa verið tungumálaerfiðleikar. Þær hófu strax nám í íslensku við kom- una, en hafa haft mismunandi tæki- færi til að æfa sig á talmálinu. Þannig standa systurnai’ á spítalan- um betur að vígi en hinar. Þær segj- ast hafa aðlagast mjög vel, en systir Dominga viðurkennir að fyrstu mán- uðirnir hafi verið sér erfiðh’. „Starf mitt hefur alltaf falist í því að fai’a út á meðal fólks og sinna þeim sem hafa þurft á því að halda. Þetta voru mjög mikil viðbrigði. Það er svo mikil þögn í prestshúsinu og sjaldan tæki- færi til að efla islenskukunnáttuna, því þar er aðallega töluð enska,“ seg- ir hún. Nú er hún farin að sinna 5-7 ára nemendum Landakotsskóla tvisvar í viku eftir að kennslu lýkur, sem henni er mikils virði. „Krakk- arnir skilja mig ekki og ég ekki þá, en það er allt í lagi. Það hlýtur að koma,“ segir hún og hlær. Tungumálakunnáttan hefur nokk- uð háð samskiptum þein’a við land- ann, en koma þeirra hefur verið mik- il lyftistöng fyiir spænskumælandi fólk sem býr hér, því í hvert skipti sem einhver hátíð er nota þær tæki- færið til að fagna og þar eru hinir NUNNUR af þremur reglum. Lengst til vinstri sést glitta í St. Jósefssystur, því næst koma Teresusystur og fyrir aftan þær eru Margrétarsystur. Myndin er tekin við minningarmessu um Móður Teresu, sem lést 1997.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.