Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ hana í góðu lagi. „Við pi-ófuðum hana áður en við byrjuðum að rífa bílinn, það er þýðingarmikið að geta sagt þeim sem ætlar að kaupa hana hvernig hún hafí unn- ið. Það sést ekki á vélum hvernig þær eru - þótt þær séu allar í „subbiríi" að utan geta þetta verið góðar vélar,“ segir Snæbjörn. Mjög misjafnt verð er á bílvélum, þessi er ekki nema kannski 25 þúsund króna virði. Dýrustu vél- arnar eru úr nýlegum japönskum bílum. „Þetta eru orðnar svo flóknar vélar - allar meh-a og minna tölvustýrðar. A síðustu tíu árum hefur sú breyting orðið að vélarnar hafa orðið æ flóknari svo ómögulegt er að verða að gera við þær sjálfur, allar í túrbínum, milli- kælingum og bara nefndu það,“ segir Björgvin. „Það er heilabox fyrir þetta og heilabox fyrir hitt, ef bíll fer á kaf í vatn eyðileggjast heilaboxin. Og það er ekki þannig með þessar „bílaheilasellur" að hinar sem eftir eru verði bara hæfari,“ bætir Snæbjörn við. Miklu auðveldara var sem sagt að gera við gömlu bílvélarnar. Allir „vessar" sem frá gömlum bílum koma, svo sem olía og fleira, eru settir í tunnur og geymdir. Ekki má láta slíka vökva fara í nið- urfóll. Oðru hvoru koma svo bílar frá fyrirtækinu Uppdæling og losa tunnurnar. Þeir Björgvin og Snæ- björn segjast stundum nota hanska við vinnu sína, en ekki nógu mikið þó. Ohrein olía hefur ekki neitt sér- staklega góð áhrif á húðina til lang- frama, þó segist Snæbjöm ekki hafa versnað neitt af sóríasissjúk- dómnum, sem plagar hann, í um- gengninni við olíuna. „Það er með sóríasis eins og hjónaband, maður verður bara að læra að lifa með þessu,“ segir hann. Eg spyr hvað konan hans segi við þeim óþrifnaði sem oh'an skapar. „Hún er nú ÞAÐ hringja margir í Litlu partasöluna. prentari," svarar hann að bragði. Snæbjörn hefur reyndar unnið við ýmislegt annað en varahlutaversl- un. Hann var lengi vel starfsmaður Iþrótta- og tómstundaráðs og seg- ist eiga boli frá nánast öllum mara- þonhlaupum, en hann annaðist m.a. tímatöku í hlaupum og gerir stund- um enn. Umboðin dýrseld á varahluti Nú er Subaru-bílnum lyft hátt í loft upp með lyftara og þá sé ég með eigin augum hinn ónýta öxul sem varð svo afdrifaríkur fyrir ör- lög bílsins. En það var kannski eins gott að svona fór því í ljós kemur að bílstjórasætið er farið að ganga niður úr bílnum svo kannski hefði bflstjórinn „pompað" niður á göt- una í einni bílferðinni, hefði bíllinn ekki verið rifinn. Öðru hvoru er hið nána samstarf þeirra Björgvins og Snæbjörns rofið með símhringing- um eða þá að viðskiptavinir koma inn og spyrja um aðskiljanlega varahluti. Eg tek nokkra þeirra tali, tveir ungir menn koma t.d. arkandi og vilja fá ljós. Þeir eru viðgerðaiTnenn og starfa sjálf- stætt. Annar þeirra segist orðinn vel kunnugur ýmsum partasölum. Samráð er haft við viðskiptavini um hvort þeir vilji notað eða nýtt, flestir vilja notaða varahluti, þeir eru miklu ódýrari. Svona ljós geta t.d. verið þrisvar sinnum ódýrari en ljós sem fást í bflaumboði. „Þau eru ekkert síðri,“ segir maðurinn. Hann kveður varahluti oft vera nánast óhugnanlega dýra hjá um- boðum. Sumir hafa leitt að því get- um að umboðin hafi bílana eins ódýra og unnt er en reyni aftur á móti að fá inn þeim mun meiri hagnað af varahlutasölu. Stór og stæðilegur maður kemur inn og vill fá þurrkuarma. „Þeir fóru íyrir viku og ég hef haft áhyggjur þegar konan er á bílnum svona, þetta er Rafalahillurnar kaffistofuna, framhjá símanum og tölvunni. I kaffistofunni er miklu notalegra en frammi í salnum hjá öllum varahlutunum. Rétt eftir að við setjumst kemur gestur - þó ekki sá með þurrkurnar sem ég er að bíða eftir. Hann segist vera að kaupa ná, og gamlan Volkswagen Golf af Litlu partasölunni. Eg hvái - nár, hvað er það - varla er þetta orð notað þarna í merkingunni lík? „Nei, nei - þetta er auðvitað nár undir kerru,“ segir maðurinn hissa á fávisku minni. Volkswagenbfllinn reynist kominn á sjálfræðisaldur ekki rétta veðrátt- an til þess að vera á þurrkulausum bfl,“ segir maðurinn, ég tek hjartanlega undir þau orð hans. Gráhærður maður vel klæddur kemur gangandi inn til þess að sækja bensínrör í Lancer-bfl. Hann segist ánægður með að hafa náð í bensín- rörið af því að ekki hafi verið til slík rör í umboðinu. „Eg kem þá bflnum af stað - en konan verður ekkert ánægð með það, hún vill nýjan bíl,“ segir maðurinn og hlær. í kaffistofunni Áður en vélin verður endanlega tekin úr Subarunum ákveða þeir Björgvin og Snæbjörn að nú sé kominn tími á að fá sér kaffi. Þeir eru svo almennilegir að bjóða mér kaffi með sér og ég elti þá inn í Upplýsingatækni og umhverfismál Markáætlun um rannsóknir og þróun Rannsóknarráð íslands auglýsir eftir umsóknum í markáætlun um rannsóknir og þróun á sviði upp- lýsingatækni og umhverfismála. Markáætlunin var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar 21. ágúst sl. og gerir hún ráð fyrir að 580 milljónir kr. verði til ráðstöfunar á árabilinu 1999 - 2004. Markmið Leitað er eftir umsóknum til verkefna í samræmi við yfirskriftir og efnislega lýsingu áætlunarinnar. Endanlegt val verkefna ræðst af mati á gæðum þeirra umsókna sem berast og metnar verða í innbyrðis samkeppni. Veittir verða styrkir til verkefna sem koma fyrirtækjunum til góða og leitt geta til þjóðfélagslegs og hagræns ávinnings, svo og verkefna sem stuðla að langtíma- uppbyggingu þekkingar hjá stofnunum og fyrirtækjum á sviðum áætlunarinnar. Form styrkja Verkefnastyrkir geta verið til allt að þriggja ára og numið allt að 7 m.kr. á ári til einstakra verkefna. Heimilt er að styrkja allt að 50% af heildarkostnaði einstakra þátttakenda. Rannsóknarráði er heimilt að veita styrki til forverkefna allt að 600 þ.kr. og styðja sérstakar aðgerðir eins og ráðstefnur og vinnufundi og bjóða erlendum vísindamönnum til fyrirlestrahalds eða tímabundinnar dvalar ef það er talið þjóna vel skilgreindum markmiðum áætlunarinnar. Upplýsingatækni - meginsvið • Upplýsingatæknileg aðlögun að menntun, menningu og tungu. • Upplýsingatækni innan stjórnsýslu og stofnana. • Notkun og þróun upplýsingatæknl innan fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu. • Öflugri upplýsingatæknifyrirtæki. • Fjarvinna í þágu byggðastefnu. • Fjarkönnun í þágu umhverfismála. • Upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs á íslandi. • Upplýsingatækni í þágu ísiensks menningararfs. Umhverfismál - meginsvið • Sjálfbær nýting auðlinda - sjálfbært efnahagslíf. • Hnattrænar umhverfisbreytingar og náttúrusveiflur. • Umhverfisvænt atvinnulíf. • Umhverfi, hollusta og heilsa. • Erfðaauðllndir íslands. Tvö umsóknarþrep Til 15. mars 1999 verður hægt að skila inn forumsóknum á einföldu formi þar sem verk- efni er lýst á þrem til fjórum blaðsíðum. Um- sækjendur fá skjót viðbrögð Rannsóknarráðs við forumsókn og aðstoð við frágang endan- legrar umsóknar, séu efni til þess. Forumsókn er ekki skilyrði fyrir umsókn í markáætlunina en eindregið er hvatt til þess að umsækjendur nýti sér boðið. Til og með 15. apríl 1999 verður hægt að skila endanlegum umsóknum ásamt nauðsyn- legum fylgigögnum. Mat á umsóknum Fagráð Rannsóknarráðs munu meta umsóknir. Að öðru jöfnu njóta umsóknir forgangs; • þar sem náin samvinna er milli þeirra sem stunda rannsóknir og ráða yfir viðeigandi sérþekkingu og þeirra sem hyggjast nota niðurstöðumar eða ætla sér að koma þeim á framfæri og markvisst stuðla að notkun þeirra; • þar sem mikils ávinnings er að vænta í Ijósi markmiða áætlunarinnar; • þar sem fleiri verkefni stuðla að samvirkni á viðkomandi sviði; • þar sem vísindaleg þjálfun og þáttur ungra vísindamanna er hluti af framkvæmd verkefnisins. RANNÍS Rannsóknaráð íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 5621320, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is • Tölfræði upplýsingatækni. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar Á heimasíðu Rannsóknarráðs http://www.rannis.is og á skrifstofu ráðsins Laugavegi 13, 4. h. (s. 562-1320), er hægt að nálgast umsóknareyðublöð og bækling með ítarlegri upplýsingum um markáætlunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.