Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 B 9 ÞÁ ER að þvo sér. og á nú að verða vinnubíll, hinn nýi eigandi er múrari. Hann verður að láta sér lynda fremur blakkan kaffibolla en ég fæ annan hvítan - nýt þess að vera eina konan á staðnum. Mér er þó veitt óbein samkeppni því uppi á veggjunum hanga tvö almanök sem prýdd eru myndum af hálfnöktum konum. Eg gef þeim homauga en horfi beint á Kristsstyttu á krossi sem hangir yfir kaffiborðinu. „Þið eruð mjög kristilegir hér,“ segi ég og dreypi á kaffinu. „Við fundum þennan kross í dóti úr bíl, það er að vísu brotin önnur höndin um úlnlið á styttunni, en okkur fannst eigi að síður rétt að hengja þetta upp,“ segir Snæ- björn. Nýr gestur kemur í gættina. Sá segist vera garðyrkjumaður. Eg spyr hvort hann selji mikið af blómum í partasölur. „Nei, en ég sel stundum hillur þangað,“ svarar maðurinn. Talið snýst eigi að síður stundarkorn um garðyrkju. Múr- arinn segist hafa stundað ræktun í sumarbústað og eitt sinn fengið þangað mann með haugsugu til að losa rotþró. „Ég spurði hann hvernig væri að hafa sitt lífsviður- væri af mannaskít en hann sagðist bara hafa góðar tekjur og engum kæmi við hvernig þær væru fengnar." Garðyrkjumaðurinn hlær og segir að móðir sín hafi stundum sagt þegar spurt var um vinnu hans á skólaárunum að „hann hafi haft sig upp úr skítnum á skítnum". Allir hlæja í kaffistof- unni nema handarbrotna styttan á krossinum og fáklæddu konurnar á almanökunum. Ég manna mig upp og spyr hvaðan í ósköpunum þessi almanök komi eiginlega, hvort þeir kaupi þau kannski sjálf- ir? „Nei, þetta eru auglýsingar frá fyrirtækjum sem við skiptum við, þetta er t.d frá N.P. varahlutum hf. og þetta er frá Mogganum - nei, annars, það er frá Vélum og skipum," segir Snæbjörn hrekkja- legur í framan. „Þeir vita hvað ykkur kemur,“ svara ég svolítið þurrlega. „Þeir senda okkur að minnsta kosti aldrei almanök með berum karlmönnum," segir Björg- vin og hlær. En nú er tími til kom- inn að snúa sér að alvarlegri mál- um. Við göngum fram í halarófu til þess að horfa upp á vélina tekna upp úr Subarunum og fullkomna þar með það eyðileggingarstarf sem framið hefur verið á þessum ógæfusama bíl. En kannski er ógæfa ekki rétta orðið heldur nyt- semi. Þegar að er gáð er það vissulega nytjastefna í verki að hirða varahluti úr illa förnum bíl- um og setja þá í aðra skárri svo þeir geti ekið lengur um göturnar. Mér er að minnsta kosti hlýtt til bílapartaviðskipta þegar ég er nokkru síðar sest upp í bílinn minn og horfi á þurrkurnar ham- ast á framrúðunni svo hratt að varla er hægt að eygja þær. Snjó- kornin eiga ekki lengur minnsta sjens til þess að bráðna á rúðu- glerinu og ég sé mæta vel allt sem í kringum mig er - þökk sé þeim Björgvini og Snæbirni hjá Litlu partasölunni og vini þeirra. Sameinaði lífeyrissjóðurinn ► Ársreikningur 1998 Helstu niðurstöður 1998 1997 Rekstrarreikningur í þúsundum króna í þúsundum króna IðgjöLd 1.642.817 1.399.923 Lífeyrir -792.460 -720.519 Fjárfestingatekjur 2.095.866 2.108.260 FjárfestingagjöLd -34.016 -26.741 Rekstrarkostnaður -47.617 -36.555 Aðrar tekjur 25.618 23.920 Önnur gjöld 2.376 -17.527 Matsbreytingar 360.220 515.994 Hækkun á hreinni eign á árinu: 3.252.803 3.246.754 Hrein eign i upphafi árs: 27.576.586 24.329.832 Hrein eign i lok árs til greiðslu lífeyris: 30.829.390 27.576.586 Efnahagsreikningur 31.12.98 Fjárfestingar 30.531.785 27.407.588 Kröfur 106.630 87.119 Aðrar eignir 213.986 160.890 30.852.401 27.655.597 Viðskiptaskuldir -23.011 -79.011 Hrein eign til greiðslu lífeyris: 30.829.390 27.576.586 Lífeyrisskuldbinding tiL greiðsLu Lífeyris 32.622.000 30.145.000 Endurmetin eign til greiðslu lífeyris 34.508.000 31.986.000 Eign umfram skuldbindingu: 1.886.000 1.841.000 Ýmsar kennitölur: Lífeyrisbyrði 48,2% 51,5% Kostnaður i % af iðgjöldum 1,2% 2,2% Kostnaður i % af eignum 0,1% 0,1% Kostnaður á hvern virkan sjóðfélaga 2.720 3.455 Raunávöxtun miðað við vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli 7,3% 8,4% Hrein raunávöxtun miðað við vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli 7,2% 8,2% Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár 7,7% 7,6% Meðaltat hreinnar nafnávöxtunar siðustu 5 ár 9,4% 10,0% Fjöldi virkra sjóðféLaga 7.214 7.105 FjöLdi lífeyrisþega 2.708 2.513 StarfsmannafjöLdi 13 11 ► Valkostir í lífeyrismálum Eignir að fullu á móti Árlega fer fram tryggingarfræðileg úttekt á stöðu sjóðsins og hefur hann frá upphafi átt að fullu eignir á móti skuldbindingum. Sameinaði lífeyrissjóðurinn er einn stærsti lífeyrissjóður landsins. Rekstur hans er óháður verðbréfafyrirtækjum og leitast er við að ávaxta sjóðinn sem best að teknu tilliti til áhættu. Sameinaði lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum sínum upp á ákveðna valkosti í lifeyrismálum. Með viðbótar- framlagi hefur sjóðfélaginn val um það hvort hann vill auka sérsparnað sinn í séreignardeild eða auka tryggingarlega vernd sína í valdeild sjóðsins þ.e.a.s. styrkja sérstaklega rétt sinn til ævilangs ellilífeyris, ævilangs elli- og örorkulífeyris, eða fjölskyldulífeyris. Lífeyrissjóður FéLagar í lífeyrissjóði sem byggir á samtrygg- ingu tryggja hverjir aóra eftir ákveðnum reglum og eru þvi í reynd félagar i tryggingafélagi. Ellilifeyrir er greiddur æviLangt. EftirLifandi maka og börnum er tryggður fjölskyLdulífeyrir vió fráfalL sjóðféLaga. Samtrygging sjóðfélaga tryggir þeim örorkuLífeyrir sem veróa fyrir langvinnum veikindum eða alvarLegu slysi. ALLir féLagsmenn aðildarféLaganna eiga rétt á aðild að sjóðnum óháð aldri, heilsufari eða kynferði. GreiðsLur úr samtryggingarsjóði mióast við það iðgjaLd sem sjóðfélagi greiðir. Samtrygging í lífeyrissjóði er nauðsyn öLLum. Hikið ekki við að hafa samband við skrifstofu sjóðsins og fá frekari upplýsingar um starfsemi hans. einumstað traustum einaði eyrissjóðurinn Suðurlandsbraut 30 • 108 Reykjavík • Sími: 510 5000 Fax: 510 5010 • Grænt númer: 800 6865 Heimasíða: http://www.Lifeyrir.rl.is Netfang: mottaka@lifeyrir.rl.is Stjórn Sameinaða lifeyrissjóðsins: 3. febrúar 1999 Benedikt Davíðsson, Guðmundur HiLmarsson, HaLlgrímur Gunnarsson, Ólafur H. Steingrimsson, Steindór Hálfdánarson, Örn Kjærnested, Jóhannes Siggeirsson framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.