Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 11
10 B SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 B 11 HONE-héraðið teygir sig yfir Rho- ne-dalinn á um tvö hundruð kíló- metra löngu svæði er hefst suður af borginni Lyon og nær til borgarinnar Avignon í suðri. Vín eru ræktuð á öllu svæðinu ef frá er skilinn um fjörutíu kílómetra kafli milli Valence og Montélimar. Það vínlausa svæði markar jafnframt skilin á milli norð- ur- og suðurhluta Rhone og er veru- legur eðlismunur á þessum tveimur svæðum. I norðri er dalurinn þröng- ur og vínekrurnar flestar á hæðum, skammt frá fljótinu tignarlega sem héraðið er kehnt við. Eftir því sem sunnar dregur verður landslagið flat- ara og vínekrurnar breiða úr sér yfir stærra svæði. Raunar breytist flest, loftslagið, vínið, maturinn, gróðurinn og menninginn. Þeim skilum sem þarna verða í víngerðinni má best lýsa sem skilun- um á milli Mið-Frakklands og Mið- jarðarhafshéraða Frakklands. Norð- urhluti Rhone einkennist af megin- landsloftslagi. Sumur eru heit en vet- ur svalir og kaldir. I suðrinu ríkir hins vegar Miðjarðarhafsloftslag, árstíðirnar eru ekki fjórar heldur tvær, sumar og vetur. Mistral-vind- urinn, kaldur og öflugur vindur er á upptök sín í Ölpunum, hefur einnig meiri áhrif í suðurhlutanum þar sem hann nær miklum krafti á sléttunum. Ahrif hans eru hins vegar ekki alslæm. Mistral-vindurinn gerir mönnum ekki einungis lífíð leitt held- ur er hann jafnframt einhver besta vörn vínbænda gegn ýmiss konar óværu er skemmt getur vínviðinn. Pöddurnar hreinlega fjúka í burtu og því óþarfi að úða plönturnar með eitri. Eitt einkennir þó Rhone í heild. Það eru rauðvín sem eru uppistaða framleiðslunnar. Má segja að Rhone hafi svipaða stöðu í franskri rauðvíns- framleiðslu og Loire-dalurinn í hvítvínsframleiðslu. Hann er megin- uppspretta rauðra neysluvína í Frakklandi. Fjölmargir þættir gera hins vegar að verkum að rauðvínin úr norðri eru mjög ólík þeim í suðri. Granít og flöguberg einkenna jarðveg norður- hluta Rhone sem og kalksteinn og járn. I suðurhlutanum er jarðvegur aftur á móti blandaðri og meira um leir og sand auk kalksteins. A ein- staka stöðum hefur jökulruðningur skilið eftir sig stórgrýtt svæði þar sem vínviðurinn vex upp úr grjótinu. Þekktustu dæmin um slíkt er að finna í Chateauneuf-de-Pape og Tavel. ^ í Chateauneuf-de-Pape og Tavel. rdáða Ijjarfg Það eru hins vegar ekki síst þrúg- urnai’ er gera gæfumuninn og ráða stílsmun, sem er á vínunum. I norð- urhlutanum byggjast vín yfirleitt á einni eða tveimur þrúgutegundum. I suðurhlutanum er algengt að fimm til sex þrúgutegundir séu notaðar og stundum fleiri. Það má að hluta rekja til loftslags- munarins. I svalara loftslagi nær ein þrúgutegund að veita allt sem þarf í lit, ilm, sýru og áfengi. I heitara loftslagi þarf fleiri þrúgur til að ná réttu jafnvægi og margbreytileika í bragði. Vín norðurhlutans eru í flest- um tilvikum stærri og tannískai’i en vínin úr suðurhlutanum. Þau eru oft látin þroskast í viðartunnum og vín- gerð er í höndum sjálfstæðra vín- framleiðenda, sem yfirleitt ráða ekki yfir mjög mörgum hektörum af ekimm á hverju svæði. I suðrinu er framleiðsla meiri í magni og vínsam- lög algengari. Mun minna er um eik- artunnur og meira um að vínin séu seld ung og fersk eftir tiltölulega stutta geymslu í risavöxnum stál- tönkum. Cote Rotie og áhrif Guigals Sé ekið í suðurátt í gegnum Lyon og Vienne fara fyrstu vínekrur Rho- ne-dalsins fljótlega að koma í Ijós þegar komið er að þorpinu Ampuis. I bröttum brekkum er snúa í suðaust- ur liggja vínekrur Cote Rotie, ein- hvers besta víngerðarsvæðis Frakk- lands. Cote Rotie er hins vegar lítið svæði og ná ekrurnar einungis yfir 180 hektara á 3,5 kílómetra löngu svæði meðfram þjóðveginum. Ein- ungis eru framleidd rauðvín í Cote Rotie og líkt og á öðrum svæðum í norðurhluta Rhone er einungis leyfi- legt að nota eina rauða þrúgu, Syrah. Samkvæmt gamalli hefð er hins veg- ar einnig leyfílegt að blanda vínin með hvítu Viognier-þrúgunni, en það hlutfall má þó ekki fara yfir tuttugu prósent. Þetta er eitt elsta vínrækt- arhérað Frakklands þótt menn gi’eini enn á um hverjir það hafi verið er hófu vínrækt á þessum slóðum. Samkvæmt sumum kenningum voru það Grikkir en aðrir hallast að því að Rómverjar hafi fyrst gróðursett vín- við í grennd við Ampuis. Víneknrr Cote Rotie skiptast í tvo hluta, Cote Brune og Cote Blonde. Samkvæmt þjóðsögum svæðisins átti valdamikill aðalsmaður er bjó á þess- um slóðum á miðöldum tvær dætur, aðra Ijóshærða, hina dökkhærða og var ekrunum skipt á milli þeirra. Þeir sem ekki trúa á þjóðsögur telja hins vegar að skýringuna á nafngift- inni sé að finna í jarðvegi víneki-- anna. A ekrum Cote Brune er jarð- vegurinn rauðleitur, sem má rekja til hás járnhlutfalls, en á ekrum Cote Blonde er hann ljósari þar sem kalk- steinn er fyrirferðarmeiri. Svæðin tvö gefa jafnframt af sér töluvert ólík vín. Vínin frá Cote Brune, eru dekkri, tannískari og þurfa töluvert lengri tíma til að ná þroska. Vín Cote Blonde eru ljósari, mýkri og fágaðri og ná þroska fyrr. Flest Cote Rotie vín eru blanda af Brune og Blonde en bestu vínin koma frá smærri ekrum innan þessara tveggja svæða. Ekki er hægt að fjalla um Cote Rotie án þess að minnast á Marcel Guigal er tók við stjórn fjölskyldu- fyrirtækisins E. Guigal af föður sín- um á sjöunda áratugnum. Líklega hefur enginn einn maður gert meira fyrir þetta víngerðarsvæði og raunar gætir áhrifa hans ekki bara um Rho- ne-dalinn allan heldur um víngerðar- heiminn í heild. Bestu vín Guigals eru einhver eftirsóttustu vín verald- ar og jafnvel þau einfaldari halda ávallt einstökum gæðum. Þegar rætt er við víngerðarmenn í Rhone kemur nafn Guigals óhjákvæmilega upp, hann er mælistika alls, viðmiðunin sem allir taka mark á. Vissulega gæt- ir stundum öfundai- en flestir eru þó á því að hann sé einhver öflugasti sendiherra sem héraðið eigi. Fyrirtækið sem Marcel Guigal tók við stjóm á á sínum tíma framleiddi hins vegar einungis þrettán þúsund flöskur á ári. Sú framleiðsla hefur margfaldast ár frá ári og nú nemur ársframleiðsla fyiirtækisins um þremur milljónum flaskna. Það var ekki síst á síðasta áratug sem fyrir- tækið blés út og náði að treysta stöðu sína er vínin voru uppgötvuð á hinum eftirsóttu mörkuðum í Japan og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að Guigal selji nú vin frá flestum svæðum Rhone þá eru það, þegar allt kemur til alls, Cote Rotie-vín hans sem standa upp úr og þá fyrst og fremst ekrurnar þrjár: La Mouline, La Landonne og La Turque. Ólýsanleg vín sem búa yfir þvílíkum fitonskrafti og dýpt að þau geta keppt við hvaða vín sem er í heiminum. Þegar ég smakkaði þessi vín með Guigal fyrir nokkru sagði hann að 35-40 ára geymsla væri „hæfileg". Það er því ekki ráð nema í tíma sé tekið, þ.e. ef mönnum tekst að komast yfir þessi vín á annað borð. Hvert þeirra býr yfir sínum eigin- leikum. La Mouline er fágaðasta vín Guigals og Viognier-hlutfallið er allt að 12%. Vínin frá La Landonne eru hins vegar þau öflugustu og þau eru alfarið framleidd úr Syrah-þrúgunni, dökk, djúp, reykt og krydduð. La Turque má síðan staðsetja á milli hinna tveggja og er Viognier-hlut- fallið um 7%. Síðastliðið haust var síðan sett á markaðinn nýtt vín, Chateau de Ampuis, sem Guigal vill staðsetja á milli einnar ekru vínanna og hins „venjulega" Cote Brune og Cote Blonde. Páfinn frá Condrieu Þegar ekrum Cote Rotie sleppir tekur við annað enn minna svæði, Condrieu. Brekkurnar verða enn brattari og líkt og í Cote Rotie eru þær á stöllum. Hér er eitthvert sér- stæðasta og sjaldgæfasta hvítvín Frakklands framleitt úr þrúgunni Condrieu sem gefur af sér heillandi, framandi og yfirþyrmandi vín sem öðru fremur einkennast af apríkós- um. Sérstaða Condrieu-vínanna er raunar svo mikil að erfitt getur verið að velja með þeim mat. Gæsalifur, hvítu kjöti og fiski í rjómasósu tekst hins vegar yfirleitt að standast þess- um vínum snúning. Viognier-þrúgan hefur verið ræktuð í Condrieu í tvö þúsund ár en til skamms tíma var hana hvergi annars staðar að finna. Upp á síðkastið hafa hins vegar vín- gerðarmenn gert tilraunir með Viognier á stöðugt fleiri stöðum í heiminum, með misjöfnum árangri þó. Syðst í Condrieu er síðan Chateau Grillet að finna, 3,8 hektara ekru sem hefur sína eigin appelation og er eina ekran í Rhone sem státar af því. Chateau Grillet hefur hins vegar varla staðið undir verði og orðstír á síðastliðnum árum. Víngerðin hefur staðið í stað og þegar hin eftirsóttu Chateau Grillet-vín eru brögðuð valda þau oftar en ekki vonbrigðum. Ekki vegna þess að þau séu „léleg“ í afstæðum skilningi heldur sökum þess að þau standa ekki undir vænt- ingum. Útsýnið yfir Rhone frá ekrum Grillet er mun magnaðra. Vilji menn njóta Viognier-þrúgunnai- til fulls ættu menn miklu fremur að veðja á hin frábæru Condrieu-vín Guigals eða þá vínin frá Georges Vernay, einhverjum áhrifamesta vín- gerðarmanni svæðisins, er nýlega var kallaður „páfinn frá Condrieu" í grein í blaðinu Libération. Vernay hefur verið óþreytandi talsmaður Condrieu-vínanna og hefur barið sveitunga sína áfram í því að efla framleiðsluna og sækja á nýja mark- aði. Vín hans eru enn meðal bestu hvítvína Rhone og þá ekki síst af ekr- unum Les Chaillées d’Enfer og Cot- eau de Vernon. Hið síðarnefnda er framleitt úr þrúgum af 60 ára göml- um vínvið og er uppskerumagnið 13,5 hektólítrar á hektara sem er langt undir meðaltali svæðisins og hinu leyfilega hámarki, 30 hektólítr- um. Hæð einsetumannsins Til að komast að næsta svæði er ekið um 30 kílómetra í suður frá Condrieu. Landslagið breytist nokk- uð á þessari leið, dalurinn breikkar og brekkurnar eru ekki jafnsvimandi brattar. Þegar komið er til bæjarins Tournon er stutt í ekrur svæðanna St. Joseph og Cornas, á vesturbakka Rhone. Líkt og annars staðar í Rho- ne eru það rauðu vínin sem hér eru fyrirferðarmest og enn er það Syrah- þrúgan sem er notuð. Vínin frá St. Joseph geta verið þokkalega stór en yfirleitt eru þau drukkin á meðan þau eru ung og ávaxtarík. Þau ná aldrei hæstu hæðum en eru oftar en ekki með bestu kaupum sem hægt er að gera í Rhone-vínum, þar sem verð þeirra er yfirleitt mjög sanngjarnt. Aðeins fyrir sunnan er svo að finna ekrur Cornas. Víngerð þar hefur því miður verið á undanhaldi eftfr því sem byggð hefur breitt úr sér, sem er miður því þetta eru með athyglis- verðari vínum Rhone, tannískir bolt- ar sem þurfa nokkur ár til að verða árennilegir. Nokkra athyglisverða framleiðendur er að finna í Cornas og má þá nefna sem dæmi Auguste Clape og Jean-Luc Colombo, sem þekktir eru fyrir afburðavín. Sé hins vegar ekið frá Tournon yf- ir Rhone til bæjarins Tain l’Hermita- ge á austurbakkanum, blasir þekktasta ekra Rhone-dalsins við á tígulegri hæð er gnæfir yfir bæinn. Hæðin ber heitið Hermitage og dregur nafn sitt af krossfara, Ga- spard de Sterimbourg, sem eftir glæsta sigra á trúleysingjum í aust- urvegi dró sig í hlé og gerðist ein- setumaður (á frönsku Ermit) á hæð- inni. Einungis þær ekrur er snúa í suður fá að kenna sig við Hermitage og er alls um 120 hektara að ræða er gefa af sér stórfengleg vín, jafnt rauð sem hvít. Rauðu vínin eru úr Syrah en þau hvítu yfirleitt blanda af þrúg- unum Marsanne og Rousanne. Hei-mitage-vínin eru stór, tvímæla- laust þau stærstu í Rhone. Þau eru nokkru þyngri en hin fáguðu Cote Rotie, einkennast af kryddi, steinefn- um, hnetum og ferskjum og eldast þau mjög vel. Þau bestu þurfa áratug eða tvo til að sýna sig til fulls. Bestu blettirnir innan Hermitage heita les Bessards, le Méal og les Greffíeu og tíu aðrir flokkast sem „deuxiem“ og er algengasta svæðið í þeim flokki Chante Alouette, en það gefur raun- ar af sér betri hvítvín en rauðvín. Fjórir framleiðendur eiga um 80% af Hermitage-ekrunni: Chapoutier, Jaboulet, Chave og Delas. Flaska frá einhverjum þeirra er undantekning- arlaust örugg fjárfesting og ekki spillir fyrir að tvö af betri vínum Heimitage eru fáanleg hér á landi, hið stórfenglega rauða la Chapelle frá Jaboulet (er dregur nafn sitt af kapellu uppi á hæðinni) og hið hvíta Chante-Alouette frá Chapoutier. Það er mikilfengleg sjón að horfa upp hæðina frá Tain en það jafnast þó ekki á við þá sjón er blasir við leggi menn á sig ferð upp á sjálfa Hermitage-hæðina. Auk útsýnisins blasir þá jafnframt við skýringin á því hvers vegna vínin á hæðinni bera af vínunum á sléttunum fyrir neðan. Grýttur jarðvegurinn myndar hita- pott og á heitum sumardegi er steikj- andi hiti uppi á Hermitage þótt venjulegt veður sé niðri í Tain. ► FRAKKLAND Marseille Cöfes du Rhöne AVIGNON Cöte-Ro Ue^ÞVIENNE Condrieu Cháteau-Grillet 1 daCurinn St.-Joseph, \ ' Crozes-Hermitage . •Hetmitage 1' riiP St.-Pérayo "Cornas P VALENCE IAMLEIÐSLUSVÆÐI fyricux f ] Cötes du Rhöne 0r6/ j Costiéres de Nímes ] Cötes du Ventoux ] Coteaux du Tricastin n montélimar ] Appellations du Diois Coteaux ] Cötes du Luberon y-; i ■ V Appellations du Diois ix du Tricpstin 'i J % öard NIMES ORANGE Cháteauneuf-du-Pape, Lirac . •Tavel Gigondas •Vaqueyras QCarpentras Cötes du Ventoux Calavon Cötes du Luberon □ öUr La Tour D'aigues Costiéres de Nimes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.