Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 B 5 Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason MYNDIN er tekin í júlí 1996 í tilefni þess, að 100 ár voru liðin frá því fyrstu St. Jósefssysturnar komu FLESTAR St. Franciskusysturnar eru í Stykkishólmi en einnig eru hingað til lands. Nú eru aðeins þrjár systranna eftir starfandi á íslandi. þrjár systur búsettar í Hafnarfirði. unmat fara tvær systranna til starfa á spítalann en hinar tvær í messu og halda síðan til daglegra starfa í prestshúsinu. Kl. 16.30 hittast þær aftur í 15 mínútna kærleiks- eða bænarstund. Síðan fara systir Gu- adalupe og systir Rosalba í messu og eftir kvöldmat lesa þær saman bæk- ur með trúarlegu efni eða spjalla saman. Fyrir utan þessa fóstu liði gera þær innkaup, fara til aldraðra og sjúkra og sinna öðrum störfum. A hverjum þriðjudegi kl. 18 er messa í kapellunni þein-a, sem er öllum opin. Flest systraheimilin eru fjölmenn- ari en hér og vegna fámennisins segja þær að samverustundirnar séu þeim mjög mikilvægar. Spurðar hvort von sé á fleiri Margi'étarsystr- um til landsins telja þær það ekki líklegt alveg á næstunni en kannski þegar frá líður, þar sem þörfln er mikil. „Við viljum helst fá Islending og biðjum á hverjum degi fyrir því að einhver íslensk stúlka vilji gerast nunna. Hver veit nema það gerist einhvern tímann?" segja þær von- góðar. Ákvörðun Móður Teresu að senda hingað systur Sex Teresusystur eru nú á Islandi, tvær frá Indlandi, tvær frá Filipps- eyjum, ein frá Frakklandi og ein frá Morgunblaðið/Kristinn GLEÐIN skín úr andlitum Margrétarsystra þegar þær skemmta sér við söng og hljóðfæraspil. F.v. systir Josefina, systir Dominga, systir Rosalba og systir Guadalupe. Systir Dominga sagði blaðamanni að í Mexíkó væri gítarinn oft notaður við messur og kirkjugestir syngju þá gjarnan með og hreyfðu líkamann í takt við tónlistina. Póllandi. Þær búa í Seljahverfí í Breiðholti og sinna meðal annars fá- tækum og umkomulausum þar og í Grafarvogi, auk þess sem þær heim- sækja reglulega söfnuðina á Vest- fjörðum. Að sögn Johannes Gijsen, biskups kaþólskra, var það ákvörðun Móður Teresu sjálfrar, að senda hingað systur til líknarstarfa, en hlutverk eða markmið Teresusystra er að sinna þeim allra fátækustu. Það kom því mörgum á óvart að þær skyldu koma hingað til lands, því íslending- ar hafa ekki talið sig í þeirra hópi. Systir Tanya, príorinna Kærleiks- boðberanna á íslandi, segir að fá- tæktin sé að sjálfsögðu ekki eins mikil hér á landi og til dæmis í Kalkútta. Aftur á móti eigi ákaflega Morgunblaðiö/Ásdís PÓLSKU Karmelsysturnar fara ekki út fyrir klausturmúrana og búa bak við rimla öfugt við fyrirrennara þeirra frá Hollandi. 50 NUNNUR ERU HÉR AÐ JAFNAÐI HÉR Á landi starfa og eiga heimili 48 nunnur af sex reglum. Á undanfómum áram hafa þær að jafnaði verið í kringum 50, þrátt fyrir að alltaf séu einhverjar að fara og aðrar að koma. Mismun- andi er eftir reglum hvaða áherslur eru í starfi systranna, en all- ar reglurnar eiga það sameiginlegt að stunda bænahald og sinna safnaðarstarfi með einhverju móti. Auk Teresu- og Margrétar- systra, sem getið er um hér í opnunni eru eftirfarandi reglusyst- ur: Systir Immaculata margir um sárt að binda vegna ein- manaleika og áfengisvandamála. Systurnar hafa sinnt hluta af þeim hópi inni á heimilum þeirra, en fara einnig á hverjum laugardegi niður í bæ og leita fólk uppi. Síðastliðið sumar voru þær með sumarskóla fyrir' þau börn í Selja- hverfi sem höfðu áhuga eða þörf fyr- ir að hafa samastað meðan foreldr- arnir voru í vinnu. Alls komu til þeirra milli 40 og 50 börn á mismun- andi tímum. Einnig sinna þær trú- fræðslu og öðru safnaðarstarfi og á hverjum sunnudegi kl. 17.30 er klukkustundarlöng bænastund í kapellu þeirra í Hjallaseli 14. Brenndi bréfin frá mömmu St. Jósefssystur St. Jósefssystur voru þær fyrstu til að setjast að á Islandi fyr- ir rétt rúmum 100 árum. Þær ráku tvo St. Jósefsspítala, annan í Landakoti en hinn í Hafnarfirði, einnig tvo skóla, í Landakoti og í Hafnarfirði, auk barnaheimilis í Hafnarfirði. Þegar þær voru flestar voru þær 40, en nú eru einungis þrjár eftir, systir Hen- rika, umsjónarmaður Landakotskirkju, systir Emanuelle og systir Eugenia, sem báðar sinna safnaðarstarfi og heimsækja meðal annars aldraða. Fyrir nokkrum árum ákváðu nokkrar systurnar að fara í móðurklaustrið í Danmörku en ein þeirra systir Vincencia er í fullu starfi á einu systraheimfianna þar í landi. St. Franciskusystur St. Franciskusystur era nú 14 hér á landi, þar af eru þrjár í Hafnarfírði, sem sinna safnaðarstarfi og trúfræðslu, en flestar eru í Stykkishólmi. Þær ráku til skamms tíma bæði prentsmiðju og barnaheimili auk þess að vinna á spítalanum. Nú starfa nokkrar þeirra á spítalanum en aðrar sinna safnaðarstarfi. Karmelsystur Hollenskar Karmelsystur komu hingað eftir stríð en sneru til baka til Hollands árið 1983. Þótt þær séu af sömu reglu og pólsku Karmelsystumar sem komu hingað ári síðar, var hol- lenska reglan ekki eins ströng. Nokkrai- systranna fóru til dæmis út fyrir veggi klaustursins til að gera innkaup og sinna erindum og þær notuðust ekki við rimla eins og þær pólsku. Þær fara aldrei út íyrir klausturmúrana, nema til að yfirgefa landið. Árlega hafa komið hingað ungai- Karmelsystur frá Póllandi, en þar sem klaustrið rúmar ekki vel nema 20 systur verður að senda einhverjar úr landi þegar fjöldinn er kominn þar yfir. í fyrra voru þær orðnar 23 þegar níu þeiraa fóra til Hannover í Þýskalandi til að opna klaustur þar. Er búist við að smám saman muni fleiri Karmelsystur koma í Hafnarfjörð. Starf þeiraa snýst fyrst og fremst um bænalíf og til þeirra leitar fjöldi fólks með fyrirbænir og aðstoð. Systurnai- reka einnig verslun í klaustrinu, þar sem seldir era ýmsir helgimunir, en auk þess selja þær fersk egg. Systur af reglu hinna líknsömu Þegar St. Jósefssystur hættu að starfa á spítalanum í Hafnar- firði komu hingað írskar systur af reglu hinna líknsömu (Sisters of Mercy), sem tóku við starfinu á spítalanum, auk þess sem ein þeirra kenndi í Landakotsskóla. Þær dvöldust hér í tíu ár en snera þá aftur til Irlands, fyrir utan eina, systur Immaculata, sem nú er komin yfir áttrætt. Hún hefur sinnt safnaðarstarfi á Akureyri síðastliðin ár. Ekki reyndist unnt að fá viðtal við Teresusystur, þar sem það var skoð- un Móður Teresu að þær ættu að vinna verk sín í kyrrþey. Aðeins í undantekningartilvikum hefur verið géfið leyfi til að fjölmiðlar fylgist ná- ið með störfum systranna. Hins vegar átti blaðamaður sam- tal við systur Stanislas frá Póllandi skömmu áður en hún fór af landi brott um áramótin 1997/1998. Hún var afskaplega kát, hló og lék á als oddi þegar hún sagði frá því að kvöldið áður hefði hún verið með smábrennu úti í garði. Það var ekki laust við að vottaði fyrir prakkara- legum glampa í augunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að vita með nokkurra daga fyrirvara að ég á að fara til annars staðar. Nú á ég að fara heim til Póllands, en ég veit ekki hvaða hlutverk mér er ætlað þar. Venjulega hefur verið hringt til mín og sagt sem svo: Þú átt að taka lest í kvöld, fara með henni hingað eða þangað og svo áfram á endastað. En núna fékk ég sem sagt undirbún- ing; Ég á tvær litlar ferðatöskur sem rúma allar eigur mínar og nú ætla ég að nota tækifærið og losa mig við það sem er óþarfi. Móðir Teresa sagði alltaf að manneskjan væri ekki fi'jáls á meðan hún burðaðist með veraldlegar eigur sínar. Sjálf átti hún bara eina pínulitla tösku. I einu af hennar mörgu ferðalögum var töskunni stolið frá henni. Hún varð svo ánægð, því þá fyrst fannst henni hún vera algjörlega frjáls. Ég brenndi meira að segja öll bréfin frá mömmu sem ég hef geymt í mörg ár, en ég ætla ekki að segja henni frá því. Hún sem skrifaði svo skemmtileg og lifandi bréf.“ Eitthvað á þessa leið var samtal okkar, en blaðamanni er minnis- stætt hversu glöð og ánægð hún var, jafnvel þegar hún sagði frá bréfun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.