Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 B 7 eyðir orðið í bílum og allt það sem fram getur farið í einum bfl. Eg reyni að ímynda mér öll þau samtöl sem í þessum bíl hafa átt sér stað. Eins og allir vita fara margir í bíltúra til þess að ræða erfið vandamál - það er ekki svo vitlaust - það er erfitt að hlaup- ast brott frá vandamáli úr bíl sem er á fullri ferð. Mörg pör hafa líka kysst sínum fyrsta kossi í aftursæti bíls og oft aka menn langa leið með aðra hönd á stýri en hina læsta um lófann á sinni heittelskuðu. En hvað svo sem fram hefur farið í þessum bíl er eitt víst - sögu hans sem einnrar heildar er nú lokið en hjá ýmsum hlutum hans tekur senn við önnur vist í ókunnugu um- hverfi - það er líklega hið eina framhaldslíf sem gamlir og „fótfún- ir“ bílar geta gert sér vonir um. Mennirnir sem eru að rífa bílinn taka því fjarri að þeir hafi nokkrar tilfinningar til þessa bíls eða ann- arra sem þeir rífa. „Þetta eru bara druslur - ef maður á annað borð hefur einhverjar tilfinningar til bíla eru þær bundnar við eigin heimilis- bfl,“ segja þeir. Treglega viður- kenna þeir að líklega myndu þeir finna svolítið til með gömlum og gegnum heimilisbíl ef rífa ætti hann á þennan hátt. Eg ákveð að nú sé kunningsskapurinn kominn á það stig að rétt að sé að við verðum „dús“. Snæbjöm Stefánsson reyn- ist hann heita dökkhærði maðurinn með skrúflykilinn en það var Björgvin Guðmundsson sem leitaði af sér allan grun hvað þurrkurnar mínar snerti. Hann segir mér að partasölumenn þurfi oft að liggja með varahluti mjög lengi - og suma lengur en aðra. Eg bendi á hillur fullar af kringlóttum jámhlutum og spyr hvort þetta séu þá mjög óvinsælir varahlutir. „Ekki myndi ég segja það, þetta era „altemator- ar“ eða rafalar í ýmsar bíltegundir, illt er að vera án þeirra," svarar Björgvin. Þótt ég viti ekki mikið um kramið í bflum veit ég þó að sá bíll fer ekki langt sem enginn rafall er í. Eg sé að þessir í hillunum era allir merktir með hvítu tússi til þess að vita hver er hvað, og Bíihurðastaflinn þannig er það með aðra varahluti - annað gengur auðvitað ekki, hugsa ég. Þeir félagar segjast sannarlega vera búnir að rífa marga bfla en mjög misjafnt sé hvað þeir borgi fyrir bfla til niðurrifs. Mestan feng kveða þeir vera í nýlegum bílum eða bílum sem mikið er til af, í þá seljast varahlutir best. Samhæft teymi Björgvin er að eigin sögn íyrr- verandi „bflagæi", hann keypti fyrsta bflinn sinn rúmlega 16 ára og fór strax að gera við hann sjálf- ur. Ráð og leiðbeiningar fékk hann frá reyndum mönnum úr fjölskyld- unni. Það er hrein unun að horfa á hann og Snæbjöm vinna saman - þeir eru samtaka eins og besta teymi í heilbrigðisstétt. Ef annar réttir fram höndina fær hann um- svifalaust réttan lykil, töng eða skrúfjárn. Þegjandi rífa þeir stykki eftir stykki úr Subaranum og nú virðist honum helst vera að blæða út, bláleitur vökvi seytlar úr vatns- kassanum niður í sundurskorinn plastbrúsa. Eg sannfrétti að þetta sé frostlögur og að hægt sé að fá einn heilan vatnskassa fyrir fjóra lélega hjá vatnskassafyrirtækjun- um. Sá úr Subarunum reynist við athugun því miður algerlega ónýt- ur. Ymislegt annað kemur upp úr dúmum, svo sem gamlar ryðþæt- ingar og fleira sem ekki var aug- ljóst við lauslega skoðun. Þetta kallar Björgvin „skítamix" og það er ekki laust við fyrirlitningu í rödd hans þegar hann bendir mér á þetta. Mjög mismunandi segja þeir félagar vera hvað bílar ryðga mik- ið, jafnvel þótt um sé að ræða bíla af sömu tegund og árgerð. Botninn á Subarunum er víst harla ryð- branninn, það er svona í þessum heimi - það er ekki alltaf allt sem sýnist. Það er ekki aðeins að þeir Snæ- bjöm og Björgvin kaupi bfla til nið- urrifs - þeir fá þá einnig gefins. Við sérhæfum okkur í Nissan-bíl- um.“ Og af hverju? „Það er mikið af þeim og dýrir varahlutir í þá frá umboðinu. Það gefur mögu- leika á að selja mikið. Stundum kemur fólk með afskráða bfla í skjóli nætur og skilur þá eftir fyrir utan partasöluna, jafnvel þótt búið sé að hafna þeim sem hugsanlegum kandídötum til niður- rifs. „Við reynum að hafa þokkalega upprað- að hér á planinu, en ef það koma skörð þá fyll- ast þau af gjafabflum jafnóðum. Þetta er ein- föld leið fyrir fólk til þess að losna við gaml- an bfl,“ segir Snæbjöm. Einstaka gamlan bíl gera þeir félagar þó við og selja síðan. „Hér eru margir bflar fyrir utan sem gert hefði verið við fyrir nokkram áram, en nú er þeir rifnir niður. Fólk er rétt búið að borga niður bflalánin þegar það fleygir bflun- um,“ segir Björgvin. Þeir félagar segjast reyna að rífa a.m.k. þrjá bíla á viku en era sam- mála um að þeir þurfí að vera fleiri. Flestir varahlutir fara til nýrra eigenda síðari hluta dags og í vikulokin. Þetta segja þeir mér meðan þeir skrúfa stuðarann af, það gengur ekki vel, þeir þurfa að taka á til að losa einhverja skrúfu. Eg spyr af hverju þeir noti bara ekki skrall á þetta og er með sjálfri mér mjög hróðug yfir að vita deili á skralli. Það er fyrirbæri sem notað er yfir t.d. kertatöng, en um þetta fræddist ég einu sinni í samtali við bifvélavirkja. En skrallið þykir ekki merkilegt hér - loftskrúflykill er í miklu meira áliti. Þjóðhagslega hagkvæmt Talið berst að nótuviðskiptum - megnið af viðskiptum féiaganna er nótuviðskipti. „Það er helst að fjöl- skyldan og æskuvinimir fái aðra fyrirgreiðslu. Annars finnst mér það undarlegt að það skuli þurfa að greiða virðisaukaskatt af þessum viðskiptum. Það var jú greiddur virðisaukaskattur af þessum bílum þegar þeir vora seldir fyrst. Þessir gömlu varahlutir era margskattað- ir,“ segir Björgvin. Snæbjörn bæt- ir við að fólk geri sér oft ekki grein fyrir hve mikið sparist í gjaldeyri með þessum bílapai’taviðskiptum. „Það er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta þessa bíla til hins ýtrasta.“ Þeir segja mér að um hundrað manns hafi atvinnu sína af við- skiptum með gamla varahluti í bfla og partasölumar á höfuðborgar- svæðinu séu ábyggilega ekki færri en þrjátíu. Sjálfir segjast þeir þekkja eða kannast við mjög marga í bransanum og vísa óhikað á aðra ef þeir eiga ekki einhvern varahlut sem beðið er um. „Ef ég á ekki hlutinn tekur það ekki neitt frá mér þótt annar eigi hann og geti selt, þetta er sjálfsögð þjón- usta við kúnnann," segir Björgvin. Nú er vélin í Subarunum að verða æ berskjaldaðri og senn líð- ur að því að hún verði rifin úr. Þeir Snæbjöm og Björgvin segja SJÁ NÆSTU SÍÐU Ráðstefna og sýning 18. febrúar 1999 kl. 9.00 - 18.00 á Hótel Loftleiðum 9:00 Innskráning 9:30 Setning: Haraldur Á. Hjaltason, formaður GSFÍ 9:35 Ávarp: Að stjóma á listrænum vettvangi Karl Ágúst Úlfsson, rithöfundur og leikari 9:45 ■■■■ Leadership: The role of the top manager in a I complex and changing business environment 11:20 jáBBlBjSBk Th® art of managing organization lifecycles - understanding how organizations grow and P Ian MacDougalI, Corporate Lifecycles Inc. 12:45 Hádegisverður - sýningarsvæði opið 14:00 - 16:30 Skipt í tvo þemasali 16:30 Leadership - viðbrögð við erindi Liisu Joronen Ian MacDougall Organization Lifecycles - viðbrögð við erindi Ian MacDougall Liisa Joronen 17:00 Léttar veitingar og sýningarsvæði opið til kl. 18.00 P 1 Listhlaup stjórnandans 14:00 Stjómandinn sem leiðtogi - samskipti við starfsmenn og stjóm Eyjólfur Sveinsson, Fijálsri fjölmiðlun hf. 14:45 Eru stjómunarhæfileikar meðfæddir? Er stjómun list eða vísindi? Óskar Magnússon, Baugi hf. 15:45 Að sjá fram í tímann - hlutverk stjómandans Frosti Bergsson, Opnum kerfum hf. 2 Lífshlaup fyrirtækisins 14:00 Frá fjölskyldu til hers: Að viðhalda sjálfsmynd fýrirtækis í ömm vexti Guðjón Már Guðjónsson og Kjartan Emilsson, Oz hf. 14:45 Að byggja upp sigurfyrirtækið Thomas Möller, Olís hf. 15:45 Frumkvöðlar - frá hugmynd til heimsmets Páll Kr. Pálsson, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins Skróning og nónari upplýsingar Sími 533-5666. Fax 533-5667. Tölvupóstur gsfi@gsfi.is. Heimasíða http://www.gsfi.is Síðasti dagur skráningar er mánudagurinn 15. febrúar. Verð Félagsmenn GSFÍ 18.900 kr. Aðrir 22.900 kr. Nemendur 4.900 kr. Fjórði þátttakandi frá sama fyrirtæki fær fría þátttöku. Innifalið í þótttökugjaldi: Vönduð ráðstefnugögn með útdrætti úr erindum allra fyrirlesara. Bókin Ný stjómlist, eftir Þorkel Sigurlaugsson. Hádegisverður. Kaffi og meðlæti. GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS SIÓVÁHjftALMENNAR EIMSKIP e rwik Traustur þáttur i tilverunni RARIK IUII Aaglýsligattefi térklltfir 1015.2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.