Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Alþjóðleg olíufyrirtæki hafa minnkað umsvif sín í Aserbaidsjan verulega að undanförnu Aserar vakna upp við vond- an draum Svarta gullið átti að færa Aserum mikil auðæfí á skömmum tíma, að því er stjórn- arherrarnir sögðu. En árangur olíuborana hefur valdið vonbrigðum, ofan á þau bætist verðlækkun olíu á heimsmarkaði. Olíu- Reuters TVÆR aserskar konur halda slæðum fyrir vit sín til þess að verjast menguninni í höfuðborginni Bakú. Á veggnum að baki þeim eru kosningaspjöld með myndum af forseta Aserbaídsjan, Heidar Alíjev. risarnir hafa því minnkað umsvif sín í Aserbaídsjan að undanförnu. Það boðar ekki gott fyrir fátæka þjóð, sem býr við ólýðræðislegt stjórnarfar. Heilsa forseta landsins, Heidars Alíjevs, kann að vera að bresta og landsmenn kvíða því framtíðinni. Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallar um áhrif olíunnar og Alíjev-fjöl- skyldunnar á aserskt samfélag. UPPGANGURINN í efna- hagslífi Aserbaídsjan hef- jir verið með ólíkindum á síðastliðnum fjórum ár- um. Hver olíurisinn á fætur öðrum hefur barið á dyr stjórnvalda í þeirri von að fá leyfi til þess að leita að og rannsaka olíulög undan ströndum landsins í Kaspíahafi. Stjórn Aserbaídsjans hefur ekki verið sínk á leyfin og gert allnokkra stórsamninga um vinnslu olíu úr sjó. Aætlað er að fjárfestingarloforð olíurisanna hljóði upp á samtals 40 milljarða Bandaríkjadala, sem eru u.þ.b. 2.850 milljarðar ísl. kr. En nú hefur komið á daginn að áætlanir um að úr Kaspíahafssvæðinu sé hægt að vinna 200 milljarða tunna af hrárri olíu voru byggðar á ofmati á framleiðslugetunni. Til að bæta gráu ofan á svart hefur heimsmark- aðsverð verið í sögulegu lágmarki undanfarið, eða um tíu dollarar tunnan. Þó hækkaði olíuverð í síð- ustu viku í kjölfar ákvörðunar helstu olíuríkja heims um að draga úr olíuframleiðslu. Gífurleg íjárfesting liggur í oliuiðnaðinum I fátæku landi eins og Aserbaídsjan þurfa stórfyriræki í raun að byggja starfsemi sína upp frá grunni, sem þýðir að eyða þarf gífurlegum upphæðum í innra starf, sem og að gera fyrirtækin starfhæf. í liðnum mánuði pakkaði fyrir- tækjasamsteypa, undir forystu Pennzoil, saman og hætti starfsemi eftir að olíuleit bar ekki tilætlaðan árangur, og tapaði þar með 22 millj- örðum ísl. kr. sem varið hafði verið til uppbyggingar. Önnur alþjóðleg samsteypa er sögð munu hætta starfsemi síðar á þessu ári. Einungis einn samstarfssamning- ur um olíuvinnslu hefur í raun getið af sér olíuframleiðslu. Það er Samn- ingur BP-Amoco við Aserska Olíu- félagið (AIOC), sem fjárfest hefur að jafnvirði 800 milljarða ísl. kr. í starfsemi sinni í Aserbaídsjan. En þar eru einnig boðaðar aðhaldsað- gerðir og starfsfólki verið sagt upp störfum. Fyrrverandi stjórnandi AIOC, Terry Adams, segir menn al- mennt sammála um að olíuleit og - vinnsla úr Kaspíahafi muni ekki skila tekjum nema a.m.k. 12 dollar- ar fáist fyrir olíufatið á heimsmark- aði. Fyrir nokkrum missenim var höfuðborginni Bakú líkt við gull- grafarabæ. Veitingastaðir, verslanir og þjónustufyrirtæki voru opnuð í tugatali og athafnamenn gerðu út á olíugróðann sem vænst var á hverri stundu. En andrúmsloftið í Bakú hefur breyst á liðnum mánuðum. Fjöldinn allur af útlendingum, sum- ir segja allt að 2.500 manns, hefur hætt störfum og yfirgefið borgina. Flókin „leiðslupólitík" Ekki eru allir svartsýnir á þróun olíuframleiðslu við Kaspíahaf. Bandaríkjastjórn hefur t.d. beitt sér mjög fyrir lagningu olíuleiðslu frá Kaspíahafi, vestur um Kákasus yfir Georgíu og suðausturhluta Tyrk- lands til hafnarborgarinnar Ceyhan við Miðjarðarhaf. Mark Parris, sendiherra Bandaríkjanna í Tyrk- landi, segir ótækt að byggja ákvarð- anir olíuframleiðslu og -leiðslur á verðspám til eins árs: „Nú er tími ákvörðunar í þessu máli. Við verð- um að horfa 30 ár fram í tímann en ekki 12 mánuði.“ Lagning olíuleiðslu frá Kaspía- hafi er stórpólitískt mál í Kákasus og Miðausturlöndum. Leiðin um Suðaustur-Tyrkland þykir t.d. ótrygg vegna hemaðar Verka- mannaflokks Kúrda og tyrkneska hersins á því svæði. Tyrknesk stjómvöld segjast geta tryggt ör- yggi olíuleiðslunnar en ekki eru allir tilbúnir að trú því. Ríkisstjórn Ge- orgíu vill að fyrirliggjandi olíu- leiðsla frá Kaspíahafi til Batúmí við Svartahaf verði endurbætt og siglt með svarta gullið úr höfn í Georgíu og um Sæviðarsund til erlendra hafna. Einnig hafa verið uppi hugmynd- ir um að leggja leiðslu frá Aserbaídsjan um Iran að ströndum Persaflóa, en slíkar hugmyndir hafa mætt mikilli andstöðu hingað til, a.m.k. á Vesturlöndum. En „leiðslupólitíkin" teygir anga sína víða. Hún snýst einnig um flutning jarðgass frá löndum Mið-Asíu, svo Túrkmenistan, Kasakstan og Ús- bekistan. Var rasað um ráð fram í Aserbaídsjan? Þessa er nú spuri, bæði í höfuðstöðvum olíurisanna og einnig meðal almennings. Aserar hafa til skamms tíma látið sér lynda þröngan kost, spillingu og ólýðræð- islegt stjómarfar, m.a. vegna lof- orða um olíuauðinn sem byði þeirra í náinni framtíð. Aróður stjórnvalda í þeim efnum hefur verið mikill og stöðugur frá því að Alíjev komst til valda. Vinsældir sínar á Heidar Alíjev ekki síst að þakka framgöngu sinni í samningum við olíurisana og því að hafa komið á friði með samn- ingum um vopnhlé við Armeníu í deilunni um Nagornó-Karabakh. Alíjev markar sérstöðu í sam- skiptum við grannríki Heidar Alíjev er gamall refur í stjórnmálum, fyrrverandi yfirmað- ur KGB í Aserbaídsjan og sat í stjórnarráði Sovétríkjanna á átt- unda áratuginum. Hann hefur nýtt reynslu sína og þekkingu á innvið- um Kremlar til hins ýtrasta 1 for- setatíð sinni i því augnamiði að treysta stöðu Aserbaídsjans á al- þjóðlegum vettvangi. Stjórnvöld í Aserbaídsjan hafa af- ráðið að taka ekki þátt í samvinnu Samveldis sjálfstæðra n'kja (CIS) á sviði öryggismála og ætla þess í stað að styrkja tengslin við Atlants- hafsbandalagið. Að sögn Vafa Gúlúzade, ráðgjafa forsetans um ut- anríkismál, vinnur það beinlínis gegn hagsmunum Aserbaídsjan að taka þátt í öryggissamstarfi CIS en stjómin hefur það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að NATO. Aserar hafa löngum sakað Rússa um að draga taum Armena í deil- unni um fjallahéraðið Nagornó- Karabakh, sem háð var blóðug styrjöld um á árunum 1992-1994. Armenar hafa haft héraðið á valdi sínu frá því að vopnahlé var samið vorið 1994 en allar tilraunir til frið- arsamninga hafa farið út um þúfur. Fyrirætlan Aserbaídsjan að freista innngöngu í NATO á að treysta landið í sessi gagnvart risunum tveimur í norðri og austri, Rúss- landi og íran. Enda hafa stjórnvöld í Tehran bruðgist ókvæða við tilboði Asera til Tyrklands og Bandaríkj- anna um að staðsetja herstöðvar í landinu. Þó ólíklegt sé að það verði geri er ljóst að stjórn Aserbaídsjan vill treysta öryggi landsins með samvinnu við Vesturlönd frekar en samstarfi við grannríki sín. Ættarveldi í uppsiglingu? Heidar Alíjev hefur hefur átt við vanheilsu að stríða á liðnum vikum og þurft að leita sér lækninga í Tyrklandi þess vegna. Fréttir af veikindum hans hafa gefið bolla- leggingum um hver væri hugsan- legur arftaki hans byr undir báða vængi í Aserbaídsjan. í umræðunni, bæði í fjölmiðlum í ríkiseigu og inn- an stjórnarflokksins, ber nafn II- hams Alíjevs hæst. Hann er, eins og nafnið bendir til, sonur Alíjevs for- seta og hefur undanfarin ár gegnt valdamiklu embætti varaformanns SOCAR, ríkisolíufélags Aserbaídsj- an. Ilham hefur hvorki persónutöfra né kjörþokka föður síns Heidars til að bera en hann er grein af meiði Alíjev-ættartrésins og þykir mörg- um stuðningsmönnum forsetans einboðið að sonur hans taki við embættinu að Heidar Alíjev gengn- um. Alíjev-fjölskyldan er frá hérað- inu Nakhítsjevan, sem liggur fyrir vestan Ai’meníu og er aðskilið frá öðru landsvæði Aserbaídsjans. Dagblað stjórnarflokksins, Nýja Aserbaídsjan, var ekkert að skafa utan af því er kostum Ilhams Alíjevs var lýst þar nýverið: „[Hann] ber erfðaefni Heidars Alíjevs föður síns, sem er eins og við öll vitum ekki venjulegur maður heldur faðir þjóðarinnar og leiðtogi hennar.“ Nokkuð hefur borið á II- ham í ríkisfjölmiðlunum að undan- förnu og er hann gjaman sýndur við hlið föður síns í opinberum er- indagjörðum. Heimildamenn innan Nýja Aseraídsjan segja flokksfor- ystuna styðja Ilham Alíjev sem eft- irmann fóður síns. Til umræðu er að setja á fót embætti framkvæmda- stjóra flokksins og skipa Ilkham í það á landsfundi í sumar, einungis til þess að treysta hann í sessi. Ilkham Alíjev hefur stöðu sinnar vegna tekið þátt í samningaviðræð- um við alþjóðleg olíufyrirtæki um olíuleit og tilraunir til borana á landgrunni Aserbaídsjans. Hann er 36 ára gamall og hlaut háskóla- menntun í Moskvu. Ekki ríkir þó einhugur innan stjómarflokksins um ágæti sonar forsetans og ýmsir innan hans búa sig undir átök um völdin falli forsetinn skyndilega frá. Haft er eftir vestrænum stjórnarer- indrekum í Bakú að Alíjev forseti muni ekki sleppa takinu af stjómar- taumunum meðan hann dragi and- ann. Hann hlaut rúmlega 90% greiddra atkvæða í forsetakosning- um í október 1998. Kosningamar fóra ekki lýðræðislega fram og ein- kenndust af svindli, að sögn alþjóð- legra eftirlitsmanna. Auður safnast á fárra hendur Ibúar Aserbaídsjan era tæplega 8 milljónir talsins og býr þorri þeirra í fátækt. Sárast er fátækt gamal- menna og um 600.000 manns sem urðu að flýja átökin í Nagomó-Kara- bakh á áranum 1992-1994. Fimm ár- um eftir að vopnahlé var samið búa flestir flóttamannanna í niðui'nídd- um byggingum, sem áður hýstu skóla eða aðra opinbera starfsemi, eða inni á heimilum ættingja í stærstu borgum landsins. Tæplega hundrað þúsund manns frá Nagomó-Karabakh hafast enn við i flóttamannabúðum við þröngan kost. Hinn almenni aserski borgari hefur lítið fundið fyrir hagsældinni sem olían er sögð færa landsmönn- um. Fáir stjómarherrar maka krók- inn og safna auði í krafti tengsla sinna við Heidar Alíjev forseta og fjölskyldu hans. Hefur því verið haldið fram að líkt og í Rússlandi muni efnahagslegur ábati af sam- stai'fi við erlend fyrirtæki líklega enda í vösum örfárra manna, en ekki í galtómum ríkissjóði Aserbaídsjans. Því muni svarta gullið færa fáum Aserum mikið ríki- dæmi en verða utan seilingar þorra þeirra. •Heimildir: Reuters, Financial Times, The Economist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.