Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bj artur og Oskarinn Hversdagurinn getur verið svo yndislegur í kvikmynd; hugleiðingar og athafnir venjulegs fólks, án ofbeldis og kúlnahríðar. Eitthvað sem maður gleymir ekki strax og komið er út í myrkrkið Bjartur í Sumarhúsum stígur á svið Þjóð- leikhússins í dag og hlýtur það að teljast til meiriháttar menn- ingarviðburða þegar þessi þrjóskasti maður íslenskra bók- mennta, sá sjálfstæðasti og jafn- vel stoltasti, lifnar við. Sjálfstætt fólk var gríðarlega umdeild bók á sínum tíma og skyldi engan undra; sumir ku jafnvel aldrei hafa fyrirgefið Halldórí Laxness. Máltækið segir að óft megi satt kyrrt liggja og víst var að mörg- um Islendingn- VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson um - ekki sísl bændum - fannst frásagn-. ir Halldórs v beinlínis ósmekklegar og bókin afskaplega vond. Engum dylst hins vegar í dag hversu stórkostlegt listaverk Sjálfstætt fólk er, enda með allra bestu verkum bókmennta- risans. Halldór Laxness er ein- stakur höfundur. Ekki ætla ég mér, amatörinn, að bæta neinu við það sem sérfræðingar hafa skrifað um þennan snilling, en gaman væri þó að birta eitt lítið dæmi. Lýsing, eins og þessi úr umræddri bók, á samskiptum Nonna litla og ömmunnar, er til dæmis óborganleg. Gott dæmi um hve Halldór er fyndinn og næmur á hugrenningar barns- ins. Drengurinn er á ferð á leggjum sínum um baðstofuna: „Hvaða déls ekkisens ófriður er a-tama, segir amman, en þessu svarar dreingurinn ekld um sinn, því amma tilheyrir öðru heimssviði, öðmm víðemum. En ef húifi skyldi segja eitthvað meira, þá er það í hæsta lagi norðlægur kafaldsslítandi. Ef þú getur ekki haft frið við sjálfan þig, þá er þér hollast að smakka vöndinn. Amma, segir dreingurinn þá. Þú ert ekki til. Þú ert bara veður í loftinu. Ég er á ferðalagi. Nú er lagið á þér, ansar amm- an. Skömm er að þér svona stór- um stráknum að vera með ónytju hugarflug um miðjan dag, og ekki orðinn prjónandi. Þá fellir dreingurinn niður all- ar orðræður við stórmenni í Firðinum, og segir: Hananú, þar er hann geinginn upp, - og kveður í fússi og ríður heimleiðis hvað af tekur eftir hinum krókóttu leiðum afturá- bak og áfram um baðstofugólfið. En á miðri leið nær amma hans í hann einsog óveður sem skellur á fyren varir uppá heiði, og þannig verður hann úti á heið- inni, hann er settur niður í rúmi ömmunnar með prjónana sína.“ Ekki er sjálfgefið að úr góðri bók verði gott leikrit, og fólk má ekki halda að það upplifi bókina beinlínis í leikhúsinu. - Þá er betra að rétta fólki bókina og bjóða því að gjöra svo vel að lesa, svo vitnað sé eftir minni og ábyrgðarlaust í Þjóðleikhús- stjóra í sjónvarpi í vikunni. Hér er um sjálfstætt verk að ræða, en tilhlökkun unnenda verka Nóbelsskáldsins; líklega allra sem áhuga hafa á leikhúsi, hlýt- ur að vera óvenjumikil að þessu En Bjartur er ekki sá eini sem verður í sviðsljósinu í kvöld. Ár- leg ljósadýrð gyllir loftin í Englaborginni við Kyn-ahafið þar sém Oskar Hollywoodsson verður í aðalhlutverkinu. Ymsir sérfræðingar velta því jafnan fyrir sér hvaða leikarar, leikkonur, leikstjórar, og fólk í ýmsum öðrum störfum, hljóti hinar eftirsóttu Óskarsstyttur. Og hvaða mynd verði valin best: Allt skiptir þetta gríðarlegu máli vegna fjárhags viðkomandi lista- verks. En ekki einungis þetta virðist skipta máli, ef marka má erlenda fjölmiðla. Ég komst að því á Netinu að það þykir frétt- næmt (eins og stundum á Is- landi, þegar fína fólkið á í hlut) í hvaða merkjafötum stjörnurnar mæta til leiks, hverjir farða þær og hverjir greiða þeim. Ég sá hins vegar hvergi nefnt hvaðan gleraugun þeirra eru, og þótti það miður... Kvikmyndir eru ein helsta skemmtun og afþreying fólks í dag. Ég hef á tilfinningunni að margir fari í bíó einungis til að fara í bíó, en ástæðurnar eru ef- laust margar. Sumir virðast sækja kvikmyndahúsin til þess að nærast - ef marka má skrjáf- ið í poppkornspokum og sæl- gætisbréfum; þar getur líka verið gott að hvíla lúin bein í draumalandinu - sérstaklega þegar leiðinlegar myndir eru sýndar, sem eru alltof, alltof margar í boði. Sumt af því sem sýnt er, sérstaklega úr smiðj- um Hollywoodfólksins, er í raun ekki boðlegt hugsandi fólki. Skárra er að sitja heima hjá sér og horfa út í myrkrið milli klukkan níu og ellefu á kvöldin en greiða aðgangseyri að sumu því sem framleitt er í Hollywood. Annað er auðvitað mjög gott, sumt frábært, en allt of oft er eins og það vilji gleym- ast að kvikmyndir eru ekki ein- ungis framleiddar á þessum eina bletti jarðarinnar. Hvers vegna þarf öll þessi byssuskot, allt þetta blóð, ofbeldi og óraunverulegar hetjur sem bjarga heiminum í hverri myndinni á fætur annarri - jafnvel í myndaröðinni I, II, III, IV og V? Hversdagurinn getur verið svo yndislegur í kvikmynd; hugleiðingar og at- hafnir venjulegs fólks, án of- beldis og kúlnahríðar. Myndir sem maður gleymir ekki strax og komið er út í myrkrið. Myndir sem eru ekki einungis augnabliks afþreying. Bjartur í Sumarhúsum átti ekki merkjaföt. Hann átti hins vegar stolt og þrjósku í meira mæli en aðrir menn. Mér segir svo hugur að áhorfandinn, sem gengur út í ísienska kvöldið eftir sýningu Þjóðleikhússins, gleymi ekki strax Bjarti, Ástu, ömm- unni og öðrum persónum sem runnu úr penna Halldórs fyrr á öldinni og hafa nú verið holdi klæddar. Best gæti ég trúað að hinn ei- lífi Bjartur yrði ofar en margar persónurnar sem koma við sögu í Hollywood í kvöld, yrði heims- mælikvarðanum margnefnda brugðið á þær. OLAFUR litlu samt fáum að ráða, aldrinum eigi vér breytum, en athöfnum sveigjum til dáða. Það er einstakt tækifæri og eftirsókn- arvert að rýna í lífs- hlaup Gissurar þessa aldraðra og árvakra manns. Stutt blaða- grein nær aðeins örfá- um stiklum. Miklu fremur getur það-orð- ið formáli að langri ævisögu, sögu sem enn er að gerast frá degi til dags. Níu áratugir eru of skammur tími. Sagan er ekki öll við lok þessarar greinar. Gissur var 2. í röðinni í hópi 12 systkina. Foreldrar hans voru Kristín Jóns- dóttir frá Gilsárvöllum, og Erling- ur Filippusson, skaftfellskrar ætt- ar, oftast nefndur gi-asalæknir, nátturulist er hann nam af móður sinni Þórunni Gísladóttur ljósmóð- ur. Þegar Gissur var 9 ára vorið 1918 fluttu foreldrar hans frá Borgarfirði eystra til Reykjavíkur. Að loknu barnaskólanámi braust hann áfram til náms í MR þrátt fyrir mjög knappan fjárhag. Að loknu súdentsprófi 1928 tóku við fjölbreytt störf hjá honum og nám. Háseti á síldarbáti, sjókortalagning, ski’if- stofustarf og fulltrúa- staða hjá bæjarfógeta í Yestmánnaeyjum, dómtúlknr hjá land- helgisbrjótum ög víð- ar, loftskeytanám, loftskeytamaðui’ á skipum Eimskipafé- lagsins á stríðsárun- um, skrifstofustörf hjá Ríkisútvai-pinu, rit- stjóri Sjómannablaðs- ins Víkingur, skrif- stofustjóri Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, starfsmaður Landsím- ans, kennari í 4 ár á Eiðum, stöðv- arstjóri endurvarpsstöðvar Ríkis- útvarpsins í 13 ár, en 1965 stöðvar- stjóri Pósts og síma í Neskaupstað og síðar í Siglufirði en síðustu árin umdæmisstjóri Pósts og síma á Seyðisfirði til 1977. Að lokum fór hann um tíma í hlutastarf hjá bæj- arfógetanum á Akureyri. Fyrri kona Gissurar var Mar- grét Mjallhvít Jóhannsdóttir, kjör- dóttir Kristjáns Linnet bæjarfó- geta. Börn þeirra eru: Jóhanna Unnur, Kristján Linnet, Erlingur Þór, Gissur Pétur, Ki’istín og Jón Örn. Þau slitu samvistir 1942. Síð- ari kona hans er Valgerður Óskarsdóttir og þeirra dóttir er Auður Harpa. Niðjafjöldi Gissurar fyllir níu tugi. Lífsferill og starfssaga þessa manns er á margan hátt sérstæð. Þegar hann sigldi á stríðsárunum með loftskeytatækin innsigluð tók hann til við langdrægasta æviverk- efni sitt. Hann notaði tímann og þýddi bækur, hverja á eftir annarri. Þeirri iðju hefur hann haldið stöðugt fram á þennan dag. Verkefnaval hans var mjög fjöl- breytt, skáldsögur, ferðalýsingar, tæknirit, læknisfræði, sagnfræði, margvíslegar fjölfræðibækur, út- varpsleikrit og smásögur. Að- spurður taldi hann að bókin Lyklar himnaríkis væri í hópi þeirra 155 bókartitla sem væru í mestu uppá- haldi hjá honum. Frummál þessara rita og bóka eni á dönsku, norsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku. Hann er heiðursfélagi í Rotary, mikill golfáhugamaður og sundiðk- un hans hefur verið dagleg síðustu 20 árin. Áhugamál hans eru mörg og lífsvirkni í mjög góðu standi. Að lokum skal sett fram kenning er fellur vel að hans lífshlaupi og við sem eram á aðfaraskeiði eftir- launatímans ættum að tileinka okkur. Að ná þeim aldri að komast á eftirlaun er að verða glaður í ann- að sinn, hið fyrra skipti að fá fasta vinnu, en hið síðara að fá sér frjálsa vinnu og tíma fyrir hugðar- efni sín. Hamingjuóskir til þín og fjöl- skyldu þinnar. Lifðu heill. Hjörtur Þórarinsson. FLUGUNNI kastað í kvöldsólinni. Með pínulítinn kjaft PÁLMI Gunnarsson tónlistarmaður hefur í samvinnu við Samver á Akureyri lokið við gerð fimm sjón- varpsþátta um stangaveiði. Svið tveggja þátta eru sjóbirtingsslóðir við Kirkjubæjarklaustur, hinir þættimir eru frá Hafralónsá, Haf- fjarðará og Vatnsdalsá. Samheiti þáttanna er „Á veiðislóðum" og verður fyrsti þátturinn sýndur í Ríkissjónvarpinu á sunnudaginn. Meðal þess sem fyrir augu ber era sérstæðar neðanvatnsborðstökur, m.a. af sjóbirtingum í Landbroti og sjóbleikjum á hrygningarstöðvum í Hafralónsá. Pálmi er enginn nýgræðingur í gerð stangaveiðiþátta. Áður hefur hann unnið syi-pu stuttra þátta sem sýndir voru á RÚV og veiðiþátta- syrpa Stöðvar 2, „Sporðaköst", var upprunalega unnin af Pálma. „Veiðiskapurinn skiptir miklu máli í þáttunum, en hann er ekki einráður. Ég legg í öllum tilvikum mikla áherslu á að kynna landið og sögu þess. Sjálfur hef ég ákaflega gaman af því og vil með þessu hvetja menn til að líta öðra hvoru upp úr hyljunum og spá í umhverfi sitt. Þá er ég með gesti í hverjum þætti og skoðanir þeirra og hug- myndir fá sitt svigrúm. Aðrir verða að dæma um þessa þætti, en sjálfur er ég ánægður með þá. Hefði ann- ars ekki látið þá frá mér,“ sagði Pálmi. Jarðarför sjóbirtinganna Fyrsti þátturinn fjallar um veiði- slóðir við Kirkjubæjarklaustur þar sem gestur Pálma er Sigurður Páls- son málari. „Sigurður er gjörkunnugur þarna um slóðir, hefur athugað háttu sjó- birtingsins gaumgæfilega og honum liggur ýmislegt á hjarta. Hann er einn af þeim sem vilja náttúrunni vel. Annars lentum við þarna í flipp- uðu dæmi. Við fórum með mynda- vélina ofan í djúpan hyl í Sýrlæk í Landbroti og þar kom ég auga á sjóbirtinga sem lágu í einkennileg- um stellingum. Þeir höfðu komið sér fyrir inni í smugum og glufum þannig að sporðarnir stóðu út og héngu líflausir. Það var meira að segja byrjað að falla á þá. Mér brá í brún, þetta var eins og að vera viðstaddur jarðarför þess- ara fiska. Þeir virtust hreinlega vera dauðir. Svo fór ég að pota í þá og þá kom annað á daginn. Þeir voru þá sprelllifandi og í toppstandi. Þetta var um haust og mér hefur helst dottið í hug að þeir hafi verið að spara kraftana fyrir hrygning- una. Hvað sem hér bjó að baki, þá var þetta afskaplega magnað og þessu náðum við á mynd.“ Annar þáttur er frá Vatnsdalsá og segir Pálmi þann þátt lýsa miklu ævintýri. Þar era gestirnir Kristján Kristjánsson KK, Hjalti Björnsson leiðsögumaður og myndlistaimað- urinn Tolli og þeir félagar lenda í óðum laxi, m.a. í Hólakvöm þar sem hver stórlaxinn af öðrum er veidd- ur. „Þetta var ótrúlegt ævintýi-i og við náðum m.a. frábærum myndum af yfirborðstökum," segir Pálmi. „Þá skoðum við í þriðja þætti þá harðneskjulegu og flottu á Hafra- Jónsá í Þistilfirði. Það var lítið af laxi þegar við vorum þar þannig að við snérum okkur mest að sjó- bleikju og náðum stórkostlegum myndum af hrikalegum bleikju- hængum berjast um hrygnurnar og ástarleikjum þeirra. Og þó lítið væri af laxi náðum við frábærri töku, frá a til ö, af snjöllum maðkveiðimanni taka lax með svokölluðu sjónrennsli. Ég er nú ekki hrifinn af maðkveiði, en það er gaman að sjá þetta svona frá sjónarhóli laxins," bætir Pálmi við. Með pínulítinn kjaft í fjórða þætti er sviðið Haffjarð- ará á Snæfellsnesi. Aðeins flugu- veiði hefur verið leyfð í Haffjarðará um langt árabil og aldrei hefur mannshöndin skipt sér af ræktun árinnar. Náttúran hefur verið látin í friði með það. Pálmi segir þáttinn einmitt taka mið af þeirri sérstöðu Haffjarðarár. „I þessum þætti mun- um við skoða hvar við erum staddir í málum sem viðkoma verndun villtra stofna laxa og silunga á ís- Iandi,“ segir Pálmi. Pálmi segir fimmta og síðasta þáttinn vera sitt af hverju. Gestir séu hjá sér á sjóbirtingsslóðunum, m.a. einn fremsti flugukastari heims, Mel Krieger. „Ég rabba við hann og þar má segja að orðatiltæk- ið „glöggt er gests augað“ sé inn- legg í þáttinn. Síðan fer þátturinn á nokkurs konar rokk og ról þegar ég tek fyrir hluti sem betur mættu fara hér á landi og legg áherslu á að hlutirnir eru alls ekki sjálfgefnir og það er eitt og annað sem er alls ekki í lagi. Ég kem m.a. inn á sleppingar hafbeitarlaxa í laxlausar ár, hafbeit á kostnað stórkostlegi’ar silungs- veiði eins og gert hefur verið í Rangánum, nefni aðeins Laxá í Að- aldal og fleira. Ég verð með pínuh't- inn kjaft," eru lokaorð Pálma Gunn- arssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.