Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Málað í þoku ^ Morgunblaðið/Golli FÉLAGAR í Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla fslands. Nemendaleikhúsið æf- ir nýtt íslenskt leikrit MYJVPLIST Gallerf Hornið MÁLVERK SESSELJA BJÖRNSDÓTTIR Sýningin er opin frá 10-23 og stendur til 24. mars. VIÐFANGSEFNI málara eru misjöfn og mismunandi en fyrst og fremst er málverkið þó alltaf rann- sókn á eigin eðli, samhengi lita og flata, forma, hlutfalla og línu. Hvort sem málverkið er hlutbundið eða óhlutbundið, fígúratíft eða afstrakt, er fengist við sömu grunnþættina, sömu eilífu viðfangsefnin. Málverk- ið er hugsun um þessa hluti. Það er ekki tjáning á hugsun ef við meinum með því að hugs- unin hafí í einhverjum skilningi ver- ið til fyrst, áð- ur en mál- verkið var til. Hugsunin er í málverkinu og verður til þegar það er málað. Það sem ræður síðan mestu um upplifun okkar af mál- verkinu er hvernig málaranum tekst til við þessa rannsókn sína, hvort í málverkinu er einhver hugs- un, einhver hugmynd sem við fáum greint og skilið og sem okkur finnst einhverju varða. Með öðrum orðum er það ábyrgðarhluti að mála mál- verk, ekki síður en að staðhæfa eitthvað með orðum. Líkt og orð eru málverk dýr og vandmeðfarin. Astæðan fyrir þessum hugrenn- ingum er að á sýningu Sesselju Björnsdóttur á Horninu virðist vanta herslumuninn á að hugsun verkanna gangi upp. Myndirnar átta sem hún sýnir eru allar af- straktverk, leikur með form, birtu og liti. Málverkin virðast kvikna af sjálfum sér og vera tilraun til að skoða hvað orðið getur til af ein- fóldum tilbrigðum við lit og fleti. Slíkt er að sjálfsögðu gott og bless- að; eins og að ofan var sagt eru rannsóknir af því tagi einmitt höf- uðviðfangsefni málverksins, sú rannsókn sem málarinn helgar vinnu sína. En hér er hugsunin of almenn og þokukennd til að hún skili sér á einhvem áhugaverðan hátt til áhorfandans. Hugsuninni í þessum verkum mætti kannski helst líkja við orð nýaldarspekinga eða dulhyggjumanna, hugtök sem virðast þrungin merkingu og fela í sér einhverja lausn, en em þegar betur er að gáð bara innihaldslaust orðagjálfur. Að þessu sögðu verður þó að bæta við að hér er ekki ætlunin að dæma Sesselju og myndir hennar alveg úr leik. Málverkin vitna um gott vald hennar á ýmsum þáttum málaralistarinnar og ekki síst um einlægan áhuga á eðli og möguleik- um málverksins. En ef vinna á úr þeim möguleikum verk sem hafa einhverju að miðla til áhorfandans verður að taka á verkinu af meiri festu og móta betur hugsunina sem fer í úrvinnslu efnisins. Jón Proppé ÆFINGAR eru hafnar á Ioka- verkefni Nemendaleikhússins. Það er nýtt Ieikrit eftir Einar Örn Gunnarsson, Krákuhöllin. Leik- stjóri er Hilmir Snær Guðnason. Leikmynd og búninga hannar Jór- unn Ragnarsdóttir og lýsingu Eg- ill Ingibergsson. Fyrirhugað er að frumsýna í lok apríl. I Nemendaleikhúsinu eru nem- endur á lokaári Leiklistarskóla íslands. Þeir eru Egill Heiðar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Har- aldsson, Jóhanna Vigdís Arnar- dótiir, Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefáns- son. Krákuhöllin er lokaverkefni Nemendaleikhússins í ár og jafn- framt síðasta leiksýning sem sýnd verður í Lindarbæ, leikhúsi Nem- endaleikhússins til tuttugu og fjögurra ára. I febrúar lauk tökum á sjón- varpsmyndinni Guð er til og ástin eftir Illuga Jökulsson í leikstjórn Hilmars Oddssonar. Um kvik- myndatöku sá Ólafur Rögnvalds- son. Myndin er samvinnuverkefni Ríkissjónvarpsins og Leiklistar- skóla íslands og verður sýnd í Sjónvarpinu um páskana. MYND nr. 6 „Á leiðinni upp“ eftir Sesselju Bjömsdóttur. Jógaleikfimi fyrir konur Kyrrð, friður, hlýlegt umhverfi, litlir hópar. Engin jógakunnátta nauðsynleg. Reyndur jógakennari. Jógaleikfími í Mjódd. Uppiýsingar í síma 587 7228 og 897 7225 ragnh@mmedia.is RagnheiSur Oladóttir Fyrirlestur um hönnun á Kjarvalsstöðum BRESKI hönnuðurinn Michael Young fjallar um verk sín í fyrir- lestri sem haldinn verður á Kjarvals- stöðum á morgun, mánudag kl. 22. Young tekur þátt í sýningu á verk- um þriggja hönnuða sem opnuð var sl. fimmtudag en ásamt honum sýna þeir Jasper Morrison og Marc New- son. Aðgangur er ókeypis. xVIörkinni 3 sími 588 0640 man.-tos. iau. 11-16 sun. 13-17 Árni Þórbergur Þórarinsson Þórðarson Nýjar bækur Ævisaga séra Arna endur- útgefín # ÆVISAGA Árna prófasts Þór- arinssonar eftir Þórberg Þórðar- son er endurútgefin í tilefni af því að hinn 12. mars sl. voru 110 ár lið- in frá því Þórbergur Þórðarson fæddist. „Ævisaga Árna prófasts Þórar- inssonar eftir Þórberg Þórðarson er ein helsta og frægasta ævisaga íslenskra bókmennta og meðal höf- uðrita Þórbergs. í þessari bók set- ur hann sig í spor skrásetjarans og lifir sig inn í viðburðaríka ævi hins aldna prófasts, sem Þórbergur kall- aði „síðasta fulltrúa íslenskrar frá- sagnarsnilli“. Séra Arni var faeddur árið 1860 og lést árið 1948. A ógleymanlegan hátt nær Þórbergur, ofvitinn úr Suðursveit, að skila minnisstæðum frásögnum og leiftrandi gamansemi séra Arna“, segir í fréttatilkynn- ingu. Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er gefín útí þremur bindum og kostar hvert þeirra 3.980 kr. Bækurnar eru unnar í Prentsmiðjunni Odda hf. Orðið er laust í London London. Morgunblaðið. ORÐIÐ er heitið á alþjóðlegri bókmenntaviku, sem er hafín í London og stendur til 28. marz. Á sjöunda tug rithöf- unda mun lesa upp úr verkum sínum víðs vegar um London, þar á meðal fimm nóbelsverð- launahafar í bókmenntum og fjöldinn allur annar mun koma fram á rösklega 350 bók- menntakynningum í bóka- verzlunum, bókasöfnum, leik- húsum, listamiðstöðvum, klúbbum og kvikmyndahúsum. Meðal rithöfundanna, sem fram koma, eru Joseph Heller, Germaine Greer, Michael Moorcock, Doris Lessing, Walter Mosley, Margaret Atwood, John le Carré, Nadi- ne Gordimer, Martin Amis, Sue Townsend, Simon Armita- ge, Terry Pratcherr og Ian McEwan svo einhver nöfn séu sett á blað. Tríó Björns Thoroddsen og Egill Olafsson í Hafnarborg TRÍÓ Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson koma fram á tónleikum í Hafnarborg á morgun, mánudag kl. 20.30, á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Með þeim tónleikum er lokið tónleikasyrpu vorann- arinnar í Hafnarfirði á vegum verkefnisins. Þá hafa Tríó Bjöms Thoroddsen og Egill Ólafsson flutt grunnskólanem- um dagskrá sem byggist á ís- lenska þjóðlaginu Ljósið kem- ur langt og mjótt og nefnist Heimsreisa Höllu. Söngsveit og Senjorítur í Hveragerðis- kirkju SÖNGSVEIT Hveragerðis og Senjórítur Kvennakórs Reykjavíkur halda tónleika í Hveragerðiskirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Stjórnandi Söngsveitar Hveragerðis, Margrét S. Stef- ánsdóttir, mun einnig syngja eingöng á tónleikunum. Stjórnandi Senjorítukórsins er Rut Magnúsdóttir. Ástríður Haraldsdóttir leikur á pínaó. Á efnisskránni eru lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Miðasala er við innganginn. Málmblásara- nemar í Há- teigskirkju MÁLMB LÁSARASVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Háteigskirkju í dag sunnudag kl. 17. Einleik- arar eru Guðmundur Vil- hjálmsson básúnuleikari og Toríi Þór Gunnarsson horna- leikari. Stjórnandi er Einar Jónsson. Á efnisskrá eru verk eftir Georg Friederieh Hándel, Hoagiand Howard Carmich- ael, Carl Theodorus Pachelbel, Remo Giazotto og Tomas Al- binoni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.