Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra fyrsta eintak bókarinnar um Sasha, við athöfn í í húsi Rauða krossins. Nýjar bækur • • Ollum 10 ára börnum gefín bókin Sasha • SASHA er eftir Öddu Steinu Björnsdóttur og kemur út í dag, 21. mars, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttafordómum. Teikning- ar eru eftir Höllu Sólveigu Þor- geirsdóttur. Þetta er fyrsta sagan af fjórum eftir Öddu Steinu sem allar koma út á þessu ári. Sögurnar fjalla um börn í Asíu og eru ætlaðar ungum lesendum. Markmið þeirra er að gefa lesendum innsýn í daglegt líf fólks í fjarlægum heimshlutum, fólks sem við kynnumst oft aðeins í gegnum myndir fjölmiðla af hung- ursneyðum, stríði og náttúru, segir í fréttatilkynningu. Sagan Sasha segir af íslenskum dreng sem kynnist jafnaldra sínum í fjallaþorpi í Kasakstan. Þar býr fólk við aðstæður sem eru gjörólfkar því sem sá íslenski hefur áður kynnst. En það kemur fljótt í jós að drengirnir eiga meira sam- eiginlegt en gæti virst við fyrstu sýn. I tilefni dagsins og þess að á þessu ári eru 75 ár liðin frá stofnun Rauða kross íslands fá öll íslensk börn sem nú sitja í 4. bekk grunn- skóla bókina að gjöf. Á morgun, mánudag, munu félag- ar í deildum Rauða krossins af- henda bókina í flestum grunnskól- umlandsins. Útgáfan er samstaifsverkefni Æskunnar ehf. og Rauða kross ís- lands. Bókin er 31 bls. Sönghópurinn Emil og Anna Sigga í Salnum A CAPELLA-sönghópurinn Emil & Anna Sigga heldur tónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, mánudaginn 22. mars kl. 20.30. Emil og Anna Sigga er skipaður þeim Ónnnu Sigríði Helgadóttur, mezzosópran, Sigurði Halldórssyni, kontratenór, Skarphéðni Þór Hjartarsyni, tenór, Sverri Guð- mundssyni, tenór, Bergsteini Björgúlfssyni, bariton, og Ingólfí Helgasyni, bassa. Ennfremur koma fram Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari Hildigunnur Halldórs- dóttir fiðluleikari. Á efnisskránni eru verk eftir ýmsa höfunda s.s. Lennon & Mc- Cartney, Gunnar Reyni Sveinsson, Þórhall Sigurðsson, NielHefty, Bruce Springsteen, Thelonius Monk og Egil Olafsson. Fyrri hluti dagskrárinnar verður einkum sam- ansettur af þjóðlögum frá Bret- landseyjum og Islandi. Seinni hlut- inn verður blanda af ólíkum verkum úr öllum áttum með léttu ívafi, segir í fréttatilkynningu. Sönghópurinn Emil & Anna Sigga hefur starfað frá árinu 1985 og verður því 14 ára í ár. Hann hef- ur haldið tónleika á eins til tveggja ára fresti, síðast ‘97. Að veiða físka og yrkja ljóð Ljóð hans fjalla mest um sjóinn og fólk sem býr nálægt sjónum enda er sjórinn hans stóra ást. Kristín Omarsdóttir hitti Karl-Erik Bergman, eitt kunnasta skáld Alendinga sem hefur litla trú á norrænu bókmenntasamstarfi. KARL-Erik Bergman er skáld og sjómaður frá Álandseyjum. Hann hefur róið til fiskjar og ort ljóð og skrifað sögur í meira en fimmtíu ár. Fyrir þremur árum kom út úrval af ljóðum hans á íslensku í þýðingu Áðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og heitir það: Ljóð á landi og sjó. Bergman var gestur Bókmenntahá- tíðar 1987. Bókin gefur góða mynd af skáldinu og yrkisefni þess, sem í fáum orðum mætti segja að væri: hafið, fiskveiðar, náttúran og nátt- úruöflin og ástin. Lífið sem lifað er í ljóðum Karl-Eriks virðist vera ein- falt en stórbrotið, ástin eldist á lík- an hátt og húðin í lófanum og hafið hrifsar til sín fólk í sömu hendingu og það gefur öðru fólki mat. Karl-Erik Bergman er nú stadd- ur á Islandi. Hann mun fjalla um bókmenntir á Álandseyjum og lesa úr verkum sínum í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8, i dag, sunnudag, klukkan 16. Pálína og Aðalsteinn Ásberg flytja tónlist og Anna S. Björnsdóttir les ljóð. Af þessu til- efni var hann spurður um líf sitt og störf: „Það hefur alla tíð hentað mér mjög vel að stunda sjó og skrifa skáldskap. Þegar lítið fiskast úr sjónum hef ég fiskað vel á hinum miðunum, í bókmenntunum, og fengið laun fyrir skriftir mínar. Og í brælu sit ég heima og yrki ljóð. Eg hef alltaf lifað tvöföldu lífi, staðið með annan fótinn við skrifborðið og hinn í bátnum.“ Að sögn Karl-Eriks er náttúran á Álandseyjum ólík náttúru íslands. Eyjamar samanstanda af sexþús- und og sex hundruð eyjum sem liggja í Eystrasalti, suðvestur af Finnlandi og því væri kannski nær að tala um heimsálfu en land. Sjór- inn í kringum eyjarnar er lítið salt- ur og því leggur hann á veturna og þá halda menn á veiðar út á ísinn. Sumrin em heit og haustin eru löng og mild. Morgunblaðið/Ásdís KARL-ERIK Bergman, skáld og sjómaður frá Álandseyjum, les úr verkum sínum í Gunnarshúsi, að Dyngjuvegi 8, í dag. Eyjarnar era frjósamar og sjá Finnlandi fyrir þúsundum tonna af eplum á ári hverju og ýmsu græn- meti, þar á meðal gúrkum sem vaxa þar án þess að þurfa þak yfir höfuð- ið. En sameiginlegt með íslandi er fámennið. Ibúar eyjanna era tutt- ugu og fimm þúsund og tungumál þeirra er sænska. Þó tilheyi-a eyj- arnar Finnlandi en hafa sjálfstjórn. Karl-Erik heldur áfram: „Eg þrífst hvergi nema á Álandseyjum en ég ferðast líka mjög mikið um heiminn. Þó sæki ég ekki yrkisefni mitt til ferðalaganna, það sæki ég á heimaslóðir mínar. Eg bjó í Svíþjóð í nokkur ár en þreifst þar ekki. Eg verð að vera sjálfstæður því ég læt ekki að stjórn annarra og gæti aldrei unnið með yfirmenn yflr mér. Það getur vel verið að þetta sé kállað að vera egósentrískur. Bókmenntirnar á Álandseyjum lifa betra lífi en fiskveiðamar því út- vegurinn varð fyrir stórslysi þegar gengið var í Evrópubandalagið, vegna þess hversu fiskverðið lækk- aði. En rithöfundarnir á Álandseyj- um sitja og skrifa fyrir hina tuttugu og fimmþúsund íbúa eyjanna og tvöhundruð og áttatíu þúsund sænskumælandi íbúa Finnlands. Hins vegar eiga rithöfundar eyj- anna mjög erfitt með að ná athygli bókaútgefenda í Svíþjóð. Þar er við- kvæðið: Það er svo margt skrifað í Svíþjóð, við viljum þetta ekki... Bók- menntir á Álandseyjum eiga því fyrir höndum lengri leið til hinna átta milljóna lesenda í Svíþjóð en þessa tvo tíma sem það tekur að sigla þangað. Því verð ég að segja að allt tal um norrænt samstarf í bókmenntum er rómantík en ekki raunveruleikinn. Ljóð mín íjalla mest um sjóinn og fólk sem býr nálægt sjónum. Það er sjór í öllum bókanna minna. Hann er mín stóra ást.“ Stundum er nauðsynlegt að fá eitthvað heitt í kroppinn. Þá er fátt notalegra og einfaldara en að hita sér góðan tebolla. Svarta teið frá Celestial Seasonings er sannur heimilisvinur og gott að vita af því í eldhússkápnum þegar gesti ber að garði. Það fæst í ýmsum tegundum, bæði sígilt te eins og Earl Grey og svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.