Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MQRGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norrænt sjónvarpsefni verður í boði 1 Bandaríkjunum frá og með næsta hausti Ríkissjónvarpið er aðili að sjónvarpsstöðinni RÍKISREKNU sjónvarpsstöðvarn- ar á Norðurlöndum, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og ís- landi, áætla að hefja útsendingar á samnorrænu sjónvarpsefni í Banda- ríkjunum 1. september næstkom- andi. Sjónvarpsstöðin „Scandinavi- an Channel“ mun einkum sjónvarpa fréttum, fréttatengdu efni og dæg- urmálum í áskriftarsjónvarpi sem ekki síst er ætlað að ná til Banda- ríkjamanna af norrænu ætterni. Ríkissjónvarpið er meðal stofnenda. Hugmyndin að fyrirtækinu mun vera komin frá norskum einkaaðila sem hafði áhuga á að ná til áhorf- enda af norrænum uppruna. Sá aðili mun hafa leitað til norrænu ríkis- stöðvanna eftir samstarfi og verður, ásamt Tele Nord (norska „landssim- anum“ sem nú stendur til að samein- ist þeim sænska), einn þein-a aðila sem koma að sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sjónvarps, er þessa dagana verið að ganga frá lögformlegum hliðum samkomu- lagsins. Ákveðið hafi verið að sjón- varpsstöðvarnar útvegi 250 klukku- stundir af efni á ári, nema Ríkis- sjónvarpið, sem leggi fram 40 klukkustundir. „Sextíu prósent af því efni sem stöðin mun senda út eiga að koma frá þessum norrænu stöðvum en fjörutíu prósent eru annað efni,“ segir Bjarni. Að sögn Bjarna mun meginhluti þeirra 40 klukkustunda af efni sem Ríkissjónvarpið útvegar verða með enskum texta. „Efnið verður fyrst og fremst fréttir, fréttatengt efni og dægurmálaefni en síðan annað efni eftir því sem sýningarréttur leyfir. Reiknað er með að einhver hluti efnisins, t.d. nýjustu fréttir eða fréttaþættir, verði sýndur ótextað- ur. Það gæti þannig orðið nokkurs konar samtímaspegill af því sem er að gerast hérna heima fyrir þá ís- lendinga sem búsettir eru vestra." RÚV fær hlutdeild í fyrirtækinu Ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti ótextaða efnið verður framreitt en hugsanlegt að dag- skrárþættir, eins og t.d. „Kastljós“, verði sýndir í heilu lagi. Bjarni áréttar þó að stærstur hluti efnisins verði með enskum texta til að ná til sem flestra. „Scandinavian Channel" borgar útlagðan kostnað Ríkissjónvarpsins en fyrir sýningarréttinn fær Sjón- varpið hlutdeild í fyrirtækinu. „Þetta er áskriftarsjónvarp og áætl- að er að það nái til um 30 þúsund heimila í fyrstu umferð en þeim fjölgi mjög hratt: Gert er ráð fyrir að rásin nái til um 100 þúsund heim- ila eftir 2—4 ár.“ En hver er ástæðan fyrir þátt- töku Sjónvarps? „Þetta samræmist að okkar mati hlutverki Sjónvarps- ins; að koma íslenskri menningu og viðhorfum á framfæri sem víðast. A meðan útlagður kostnaður er greiddur af „Scandinavian Chann- el“ teljum við þetta mjög til góða. Þetta er ein leið til þess að kynna menningu og þjóð á erlendum vett- vangi. Auk þess geta útsendingarnar hjálpað væntanlegum áskrifendum að halda íslenskunni við eða læra hana; þeim gefst kostur á að lesa enskan texta en hlýða á íslensku.“ Aðspurður hvort aðrir íslenskir aðilar eða sjónvarpsstöðvar muni hafa aðgang að áskriftarsjónvarp- inu segir Bjarni það óútkljáð mál. „Þetta atriði yrði rætt þegar ósk þar að lútandi bærist." Eldsvoðinn í Galleríi Borg Talið að um íkveikju sé að ræða RANNSÓKN tæknirannsóknar- deildar lögi’eglunnar í Reykjavík á eldsupptökum í Galleríi Borg aðfara- nótt 20. febrúar sl. hefur leitt í ljós að flest bendir til íkveikju. Eiganda íyrirtækisins og framkvæmdastjóra, Pétri Þór Gunnarssyni, hefur verið tilkynnt þessi niðurstaða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Ekkert viðvörunarkei’fi fór í gang þegar í galleríinu kviknaði og fékk slökkviliðið í Reykjavík fyrst vit- neskju um brunann frá vegfarendum sem áttu leið hjá. í samtali Morgun- blaðsins við Pétur Þór eftir eldsvoð- ann kvaðst hann telja að um 100 verk af 300 sem geymd voru í hús- næðinu væru gjörónýt. Niðurstaða lögreglu byggist á talsvert viðamikilli rannsókn á brun- anum og eldsupptökum. Málið verð- m- rannsakað áfram og ekki unnt að veita frekari upplýsingar um hvernig rannsókninni miðai' til að spilla ekki fyrir henni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Sævar Ciesielski ósáttur við höfnun Hæstaréttar um endurupptöku Vill að dómar- ar víki sæti HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað beiðni Sævars Ciesielskis um endur- upptöku Geirfinns- og Guðmundar- mála svokallaðra. Sævar hefur farið fram á við Hæstarétt að óvilhallir að- ilar fjalli um beiðni hans um endur- upptöku. Hæstiréttur hefur áður hafnað beiðni Sævars um endurupptöku málsins. Var það 15. júlí 1997 og komst hann að samsvarandi niður- stöðu. Sævar fór aftur fram á endur- upptöku og nú neitar Hæstiréttur henni á ný og segir ekkert nýtt hafa komið fram sem geti leitt til þess að málið verði tekið upp á ný. í bréfi sem Sævar sendi Pétri Kr. Hafstein, forseta Hæstaréttar, á mánudag fer hann fram á að skipaðir verði óvilhallir aðilar til að fjalla um beiðnina og þeir sem ^jölluðu um beiðnina nú víki sæti. „Ég get ekki fallist á þau sjónarmið Hæstaréttar að hafna skuli beiðni minni um end- urupptöku í annað sinn. Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson ásamt þér fjölluðu um málið á sínum tíma og eru þar af leiðandi vanhæfir til að taka afstöðu til málsins,“ segir meðal annars í bréfi Sævars til Pét- urs Kr. Hafstein. Sævar segir einnig að hann hafi bent á ný atriði sem Hæstarétti beri að taka tillit til. ■ Ekkert nýtt/12 Morgunblaðið/Kristján ^ Hr x i , I\ j A- " ^| Islandsflug fær nýja þotu ISLANDSFLUG hefur tekið á leigu til tveggja ára aðra Boeing- þotu og er hún af gerðinni 737-300 og verður notuð til skiptis í frakt- og farþegaflug. Hefur verið samið við DHL-hraðflutningafyrirtækið um flutninga milli Suður-Frakk- lands og Brussel fyrir þotuna. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, tjáði Morgunblaðinu að gengið hefði vei'ið frá samningum um verkefnið fyrir DHL virka daga. Væri nú unnið að því að fá verkefni fyrir þotuna út frá Brussel eða nálægum borgum um helgar og þá helst í farþegaflugi. Þrjár til fjórar flug- áhafnir þarf á þotuna og kvaðst Ómar gera ráð fyrir að bæði ís- lenskir og erlendir flugmenn yrðu ráðnir og hugsanlega nokkrir aðrir starfsmenn til viðbótar. Reka aðra þotu Islandsflug rekur aðra þotu, B 737-200, í frakt- og farþegaflugi frá íslandi. Flýgur hún virka daga frá Keflavík til Brussel með viðkomu í Englandi en er auk þess notuð í farþegaflug. Þá rekur fyrirtækið tvær ATR-vélar og kom önnur þeirra til landsins í gær eftir verk- efni í Noregi og Afríku frá áramót- um. Hin hefur verið notuð í innan- landsflugið og verða þær nú báðar notaðar í innanlandsáætluninni. í næstu viku byrjar Islandsflug að fljúga til Grænlands fyrir Græn- landsflug. Framtíð Akureyr- arvallar rædd FRAMTÍÐ Akureyrarvallar var rædd á fjölmennum borgarafundi sem Útvai'p Norðurlands og út- varpsstöðin Frostrásin efndu til í Sjallanum í gærkvöldi, en sem kunnugt er hafa Rúmfatalager- inn og KEA Nettó sótt um að byggja 12 þúsund fermetra versl- unarhúsnæði á lóð vallarins. Vinnuhópur á vegum skipulags- nefndar bæjarins hefur málið til umfjöllunar og íþrótta- og tóm- stundaráði bæjarins hefur verið falið að kanna hvað kostar að reisa ný mannvirki verði völlur- inn lagður niður. Gert er ráð fyr- ir að niðurstaða í málinu fáist innan skamms. Greinilegt var á þeim fundarmönnum sem tjáðu sig að um mikið tilfinningamál er að ræða en skoðanir eru mjög skiptar. ► VERIÐ í dag er að miklu leyti helgað alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Boston Seafood, sem haldin var í sfðustu viku. Nokkur íslenzk fyrirtæki voru á sýning- unni og seldi eitt þeirra tæki fyrir 20 milljónir króna. 4^l»UíÍ UJDUR Tillögur um breytingar á handboltaregium/C4 Skoskur leikmaður gengur í raðir Víkinga/C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.