Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 63 FÓLK I' FRÉTTUM MYNPBÖNP Nostalgísk nostalgía Amerískt krot (American Graffiti)_ Kvi kinyndat t;gu ml ★★★ Framleiðsla: Francis Ford Coppola. Lciksljórn: George Lucas. Handrit: George Lucas, Gioria Katz og Will- ard Huyck. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Ronny Howard og Paul Le Matt. 108 mín. Bandarísk. CIC mynd- bönd, mars 1999. Öllum leyfð. „AMERICAN Graffiti" var ein af vinsælustu kvikmyndum al- mennt dauflegs áttunda áratugar- ins. Flestir þeir sem stóðu að gerð þessarar frægu myndar, jafnt kvikmyndagerð- armenn sem leik- arar, urðu stór- stjörnur, sem seg- ir mikið um áhrif hennar og vin- sældir á sínum tíma. Þetta er látlaus en þétt saga, sögð frá sjónarhornum fjögurra vina sem þvælast um smábæ í Bandaríkjum á 6. áratugnum. Tónlist þess tíma er áberandi og mikilvægur hluti myndarinnar og streymir linnulaust frá útvarps- tækjum bílanna sem jafnframt gegna stóru hlutverki. Myndin var upphaflega gerð sem eins konar trega- og saknaðaróður til hoi’fíns tíma, sem er skýring þess hve vel hún stenst aldurinn. Hins vegar er trúlegt að yngri áhorfendur, sem ekki muna gullöld rokksins, hafi minna gaman af myndinni en þeir sem þekkja ilminn af brillíantíni af eigin raun. Guðmundur Ásgeirsson í föðurleit Þjófurinn (Vor)_________________ Drama ★★★ Framleiðandi: Igor Tolstunov. Leik- stjóri og handritshöfundur: Pavel Chukhrai. Kvikmyndataka: Vladimir Klimov. Aðalhlutverk: Vladimir Mas- hkov, Ekaterina Rednikova og Misha Philipchuk. (95 nu'n.) Frönsk-rúss- nesk. Skífan, mars 1999. Bönnuð inn- an 12 ára. AÐ síðari heimsstyrjöldinni lok- inni eiga Katya og sonur hennar Sanya engan samastað. Þegar móðirin kynnist myndarlegum her- manni fara þau að búa saman sem fjölskylda í litlu leiguherbergi. En brátt fer að bera á skuggahliðum fjöl- skylduföðurins sem reynist jafn hverflyndur og hann er heillandi. Þessi Ijúfsára saga um lítinn dreng sem fínnur langþráða föð- urímynd í manni sem reynist svikahrappur og flagari er í senn persónuleg harmsaga og endur- speglun Stalíntímans. Samband feðganna er tvímælalaust sterkasti þáttur sögunnar sem aðrir víkja dálítið fyrir en heildar- yfirbragð myndarinnar er engu að síður vandað og heillandi. Þá er eftirtektarvert hversu þroskaðan og eðlilegan leik hinn ungi Misha Philipchuk sýnir í hlutverki Sanya en hann á jafnframt góðan sam- leik með Vladimir Mashkov, sem Jeikur Tolyan. Heiða Jóhannsdóttir MÆÐGURNAR Rita Tushingham og Dora Bryan í VANDRÆÐAPILTURINN Tom Courtney leyfir Humuigsilmi, fyrsta stórvirki Richardsons. auðmannssyninum James Fox að ná forustunni í Einmanaleika langhlauparans. TONY RICHARDSON EINN þeirra ungu, bresku leikhús- manna sem kenndir voru við reiði, um og eftir 1960, var Tony Ric- hardson (1928-91). Og sá eini þeirra sem haslaði sér völl sem kvikmyndaleikstjóri. Uppreisnar- anda Richardsons má rekja til erf- iðra uppeldisára. A meðan síðari heimsstyrjöldin geisaði var hann, ásamt íjölda ungra Lundúnabúa, sendur í heimavistarskóla utan við borgina. Þar mátti hann hírast, nauðugur viljugur, uns hildar- leiknum lauk. Síðan Iá leiðin til Oxford, þar sem hann, meðfram náminu, var formaður og aðaldrif- íjööur leikhússlffsins við háskól- ann. Eftir brautskráningu var Ric- hardson umsvifalaust boðin staða við BBC. Það var til lítils, stefnan mörkuð á feril í kvikmyndum, þar sem hann hafði unnið með há- skólanáminu sem gagnrýnandi við tímaritið Sight aud Sound. Nú varð ekki aftur snúið. Richardson vakti fljótlega at- . hygli fyrir leikhúsuppfærslur verka „ungu reiðu mannanna", ekki síst á Horfðu reiður um öxl, sem kom, sá og sigraði heiminn. Þetta tímamótaverk er eftir leik- ritaskáldið John Osborne og hér hófst langvinnt og árangursríkt samstarf þessara merkismanna. Eftir vel heppnaðar uppfærslur í leikhúsinu tók við einn óvenjuleg- asti leikstjóraferill kvikmyndasög- unnar, sem hófst 1959, með kvik- myndagerð Osbornes á verki sínu. Richard Burton og Mary Ure fóru með aðalhlutverkin í myndinni, sem fékk góða dóma og þótti sýna kvikmyndalegt innsæi hjá Richard- son, þrátt fyrir leikhúslega með- ferð. Enn betur tókst til með The Entertainer (‘60), þar lék sir Laurence Olivier af rómaðri snilld hlutverk gamanleikarans Archie Rice. Hann var ekki ókunnugur hlutverkinu, hafði leikið það um árabil f London og á Broadway. Kvikmyndagerðin fékk slfkan ineðvind að 20th Century Fox bauð hinum unga hæfileikamanni að leikstýra kvikmyndagerð sögu Williams Faulkners, Sanctuary. Sem reyndist, Iíkt og fleiri verk rithöfundarins, ókvikmyndanlegt. Myndin féll kylliflöt. Richardson hraðaði sér heirn- leiðis og stýrði kvikmyndagerð Hunangsilms - A Taste of Honey (‘61). Að þessu sinni fór ekkert úr- skeiðis, enda markaði myndin upp- haf skammvinns blómaskeiðs leik- stjórans. Með The Loneliness of the Long Distance Runner (‘62) hélt hann sigurgöngunni áfram, sem endaði svo með sannkallaðri flugeldasýningu; Tom Jones (‘63), bestu mynd leikstjórans og sfgildu listaverki sem fékk metaðsókn og vann til allra helstu verðlauna kvikmyndaheimsins. Næst tók við annað Hollywood-verkefni, The Loved One (‘65), sem var heldur ekki sem verst. Byggð á satíru um útfararviðskipti eftir Evelyn Waugh, með stórleikara í hverju hlutverki. Eigi að síður varð hún upphafíð á niðurleið sem hélst nokkurn veginn til dauðadags, 1991. Richardson hafði lifað sitt fegursta. Næstu myndir; Ma- demoiselle (‘66), The Sailor from Gibraltar (‘67) og ekki síst stór- myndin The Charge of the Light Brigade (‘68), fokdýr og íburðar- mikil, allar voru þær aðsóknarleg- ir og listrænir skellir og vitnis- burður um eindæma hratt fall hæfileikamanns af toppnum niður á jafnsléttu. Ekki tók betra við. Ned Kelly (‘70) var mislukkaður Astralfuvestri með Mick Jagger í titilhlutverki sögufrægs raufara. Allt kom fyrir ekki, frægð söngv- arans og sögunnar, myndin kolféll á öllum sviðum. Um þetta leyti skildi Richardson við konu sína, Vanessu Redgrave, ástæðuna til- greindi hún margítrekað framhjá- hald, stórleikkonan og þokkadísin Jeanne Moreau kom víst við sögu. Richardson fékk sín tækifæri eft- ir þetta, m.a. í Hollywood, þar sem hann stýrði forvitnilegu landamæradrama með stórleikur- unum Jack Nicholson, Harvey Stórkostleg kvikmyndagerð Johns Osborne eftir metsölubók Henrys Fielding, undir hugmynda- ríkri og öruggri stjórn Richardsons á einstökum leikhóp úrvalslista- manna, er ódauðleg fyrsta flokks skemmtun. Nítjánda öldin blasir við í anda og útliti og sögupersónan sjarmerandi, óforbetranlegur galla- gripur, sem lendir í hinum kostuleg- ustu ævintýrum og kvennamálum áður en hann sest í helgan stein með sinni heittelskuðu. Að öðrum ólöstuðum er stórleikarinn Albert Finney hjarta myndarinnar, ber ægishjálm yfir aðra, ógleymanlegur öllum þeim sem sáu hann í Tónabíói um árið, á meðan það var Mekka kvikmyndalistarinnar á íslandi. Myndin hlaut fjölda verðlauna, m.a. Óskar sem besta mynd, fyrir leik- stjórn og handrit. Þá hélt maður, í sínum ungæðishætti, að Richardson gæti ekki gert mistök. THE LONELINESS OF THE LONG DISTANCE RUNNER (‘62) ★ ★★★ Seiðmögnuð, yfirborðsfelld en Keitel og Warren Oates. Myndin varð aðeins áhugaverðar umbúðir um ekki neitt. Gamlir aðdáendur vonuðu að Eyjólfur mundi hressast er hann fékk hina margslungnu og skemmtilegu metsölubók Johns Irv- ing, The Hotel New Hampshire (‘84), til meðferðar, en því miður, útkoman var hroðaleg. Síðasta verk Richardsons, Blue Sky (‘94), var vissulega hans besta í áratugi og færði aðalleikkonunni, Jessicu Lang, Oskarsverðlaunin. Að mínum dómi oflofuð mynd sem lá og ryk- féll f 4 ár áður en dreifingaraðilinn þorði að setja hana á markaðinn. Hvað varð af unga, reiða inann- inum Tony Richardson, hæfíleika- manniuum sem virtist hafa af svo miklu að taka á árunum uppúr ‘60? Af og til heyrðust sögur af sukksömu líferni, það er ekkert einsdæmi í skemmtanabransanum. Við, sem upplifðum hvert snilldar- verkið á fætur öðru, biðum og bið- um en ekkert gerðist í aldarfjórð- ung, þá féll hann úr alnæmi, þessi bráðsnjalli listamaður sem gufaði upp fyrir augunum á okkur. Eftir lifa Joely og Natasha, leikkonur eins og þær eiga ættir til, dætur hans og Vanessu Redgrave, og ör- fá snilldarverk í kvikmyndasög- unni. einn besti leikari Breta fyrr og síðar, fer óaðfinnanlega með hlutverk nem- anda af lægri stigum við skóla fyrir vandræðaunglinga. Gengur best á hlaupabrautinni, þar fær hann tæki- færi til að vega og meta sitt leiða líf, og að lokum ná fram hefndum á kerf- inu í endi sem gleymist ekki. Michael Redgrave sem skólastjórinn og James Fox (í einu sínu fyi-sta hlut- verki) sem aðalkeppinautur Court- neys í langhlaupunum standa einnig fyrir hugskotssjónum eftir öll þessi ár. HUNANGSILMUR („A TASTE OF HONEY“) (‘61) ★★★'A Enn ein eftirminnileg kvikmynda- gerð, að þessu sinni eftir tragikómed- íu Shelagh Delaney um tánings- stúlku, þungaða af völdum blökku- manns. Eina stuðninginn að fá frá samkynhneigðum vini. Grípandi og raunsæ innsýn í líf undirmálsfólks við afleitar aðstæður áður en um- hverfið gerðist umburðarlyndara. Vel unnar, skýrt mótaðar persónur kom- ast vel til skila. Ekki síst hjá Ritu Tushingham í aðalhlutverkinu, en leikkonunni gekk aldrei betur en undir öruggri handleiðslu Richard- sons. MYNPBOND Væmin rómantík Tónlist úr öðru herbergí (Music from Another Room) Kvi k ni yinla I <> j>iiiid ★y2 Framleiðsla: Brad Krevoy. Handrit og leiksljórn: Charlie Peters. Kvik- myndataka: Richard Crudo. Tónlist: Richard Kendall Gibbs. Aðalhlutverk: Jude Law, Jennifer Tilly og Gretchen Mol. 90 mín. Bandarísk. Háskólabíó, mars 1999. Öllum leyfð. HUGIVIYNDIN um sanna ást er þungamiðja þessarar kvikmyndar um ungan mann sem heillar fjórar konur í sömu fjölskyldunni upp úr skónum. Myndin er, í stuttu máli, al- veg agalega væmin vitleysa og varla hægt að mæla með henni nema við al- mestu aðdáendur rómantíkur. Hinn bresld Jude Law veldur ekki hlut- verki hins ofurtöfr- andi Danny og hreimurinn hans er tilgangslaus, ofnotaður og yfir- keyrður, þótt flestir aðrir leikarar standi sig þokkalega. Tilfinninga- semin fær að leika lausum hala svo að væmnin nær yfirhöndinni snemma og heldur velli alla mynd- ina. Sagan er nánast fullkomlega fyrirsjánleg, þannig að minnstu smátriði verða Ijós löngu áður en þau birtast á skjánum. En það versta við þetta allt saman er að þrátt fyrir einstaka góða spretti, er „Tónlist úr öðru herbergi11 einfald- lega.frekar leiðinleg mynd. Guðmundur Ásgeirsson. Hálfgerð vonbrigði Kveðjuskot (Pariing Shots)_________ (i a in a ii m y n il ★★ Leikstjórn: Michael Winner. Aðal- hlutverk: Chris Rea, Oliver Reed, John Cleese og Bob Hoskins. 90 mín. Brésk. Sam-myndbönd, mars 1999. Aidurstakmark: 12 ár. ÞAÐ ER áhrifamikill listi yfir leikara í þessari svörtu bresku kómedíu, sem lofar góðu um mynd- ina. Hún stendur hins vegar illa und- ir væntingum. Blóðugt uppgjör góðgjarns en lé- legs ljósmyndara við illmennin sem eyðilögðu líf hans, er uppistaða sög- unnar, en myndin nær aldrei al- mennilegu flugi. Hún er byggð upp sem ævintýralegur farsi, en er ekki næm nógu fýndin til að virka. Frá- bærir leikarar í aukahlutverkum, í kringum ekki-svo-frábæra aðalleik- arann Chris Rea, bjarga því sem bjargað verður og lyfta myndinni upp í neðra meðallag með því draga athyglina frá sundurlausri vitleys- unni í handritinu. Þessi olli því mið- ur hálfgerðum vonbrigðum. firnasterk mynd. Tom Courtney, Sæbjörn Valdimarsson Guðmundur Ásgeirsson. r PEYSUR SERTILB0Ð Pönnusett Fjölnotapottur 1990 DRVfll»flLLftR STÆBÐIR » BETBA VERÐ Aðeins Aðeins kr. 4890,- kr. 3790,- Quelle VERSLUN DALVEGI 2 • KÓPAVOGI SÍMI: 564 2000 SIGILD MYNDBOND TOM JONES (‘63) irkirk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.