Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters ÍTALSKIR herraenn í herstöð Atlantshafsbandalagsins í Makedorau. Óttast er að Serbar svari loftárásum bandalagsins með árásum á hersveitir þess í nágrannalöndunum. o Sombor Sremska Mitrovica 7 Sabac <Q> Pancevo B BELGRAD Pozarevac O' Valjevo Uzice/x CacaR O Ladjevici O Kremna Kraljevo SERBÍA Krusevac Niksik IISTINA ® o Podgorica Slatine Danilovgrad O ALBANIA MAKEDONIA HUGSANLEG SKOTMÖRK NATO Heimildir: IISS, NATO o = Helstu herstöðvar Serba Stækkað UNGVERJAL. KROATIA RUMENIA O- Raska Nis O \ Novi Pazar SVART- x' O 7^ Kursumlíia Pirot’. JALLALAND <7> Leskovac ADRIAHAF Efasemdir um gagn- semi loftárása NATO Reuters ÞÝSKUR tæknimaður kannar flugskeyti við orrustuþotu í NATO- herstöð á Italíu. Fjórtán þýskar orrustuþotur af gerðinni Tornado eru til taks í herstöðinni. Sérfræðingar efast um að loftárásir af hálfu Atlantshafsbandalags- ins dugi til að knýja Serba til að gefa eftir í deilunni um framtíð Kosovo-héraðs. Margir þeirra telja ólíklegt að hernaðaraðgerðirnar beri tilætlaðan árangur nema bandalagið verði tilbúið að fyrirskipa hermönnum að gera innrás í Serbíu. ERSVEITIR Atlants- hafsbandalagsins (NATO) búa sig nú undir stýriflauga- og sprengju- árásir á serbnesk skotmörk gefi Serbar ekki eftir í deilunni um framtíð Kosovo-héraðs. Bandalagið hefur nú um 400 herflugvélar til- tækar á svæðinu, meðal annars bandarískar sprengjuvélar af gerð- inni B-52, vopnaðar flugskeytum, auk herskipa og árásarkafbáta sem geta skotið stýriflaugum. NATO hefur hins vegar ekki í hyggju að senda hermenn til Serbíu, að svo stöddu að minnsta kosti. Ákveði NATO að hefja loftárásir á serbnesk skotmörk yrði megin- markmið þeirra að knýja Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands, til að binda enda á árásir serbneskra öryggissveita á al- banska aðskilnaðarsinna í Kosovo og samþykkja friðaráætlun, sem kveður meðal annars á um að hér- aðið fái víðtæka sjálfstjórn og að NATO sendi þangað 28.000 her- menn. Fréttaskýrendur telja þó ólík- legt að þetta markmið náist með því að gera aðeins loftárásir. Pat- rick Bishop sagði til að mynda í grein í The Daily Telegraph að tækist Atlantshafsbandalaginu að knýja Milosevic til að gefa eftir með loftárásunum einum yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerð- ist án þess að kjarnorkusprengjum væri beitt. Greinarhöfundurinn segir að til að sprenjuárásirnar beri tilætlað- an árangur þurfí Milosevic að vera sannfærður um að þær skaði hags- muni hans verulega og geti orðið til þess að hann missi völdin. „Ekkert bendir hins vegar til þess að staða júgóslavneska forsetans veikist verulega vegna aðgerða NATO. Þvert á móti gætu þær styrkt hann. í Serbíu er lítil sam- úð, jafnvel meðal frjálslyndra Serba, með málstað Albana í Kosovo. Þótt friðaráætlunin kveði aðeins á um sjálfstjórn héraðsins telja margir að það leiði óhjá- kvæmilega til sjálfstæðis." Bishop segir líklegt að almenn- ingur í Serbíu líti á árásir NATO sem stuðning við albanskra aðskiln- aðarsinna í Frelsisher Kosovo og það verði ekki til að skaða Milos- evic. Líklegt sé að forsetinn iíti einnig á það sem veikleikamerki af hálfu NATO að bandalagið skuli ekki vera tilbúið að senda hermenn til Serbíu. Trúverðugleiki NATO í veði Ósveigjanleg afstaða Milosevic hefur orðið til þess að Atlantshafs- bandalagið á einskis annars úrkosti en að standa við hótanir sínar um hernaðaraðgerðir í Serbíu. Að- gerðaleysi „gæti stórskaðað trú- verðugleika bandalagsins, einkum núna þegar við nálgumst leiðtoga- fund NATO í tilefni af 50 ára af- mælinu,“ sagði evrópskur stjórnar- erindreki. Samuel R. Berger, þjóðaröryggisráðgjafí Bandaríkj- anna, sagði að eitt af markmiðum loftárásanna yrði að „sýna að NATO er full alvara". Einn af ráðgjöfum Bandaríkja- forseta í öryggismálum sagði að Atlantshafsbandalagið gæti ekki setið aðgerðalaust hjá þegar átök blossa upp „í hjarta Evrópu". „Eg hygg að bandalagið sjálft yrði í hættu vegna þess að ef það getur ekki tekist á við alvarlega hættu í Evrópu þá er það í raun orðið gangslaust." Aðgerðir nauðsynlegar sem fyrst Sókn serbneskra öiyggissveita gegn aðskilnaðarsinnum í Kosovo að undanförnu hefur einnig orðið til þess að Atlantshafsbandalagið sér sig knúið til að láta til skarar skríða sem fyrst. „Við sjáum hersveitir Milosevic í mikilli sókn í Kosovo og við vitum að hann telur sig geta tortímt Frelsisher Kosovo sem uppreisnarafli innan viku,“ sagði háttsettur embættismaður hjá NATO. „Nú þegar Kosovo-Albanar hafa undimtað friðaráætlunina ber okkur siðferðileg skylda til að vernda þá og stöðva Milosevic." Öryggissveitir Serba hafa gert árásir á þorp og bæi í miðhluta Kosovo og sókn þeirra hefur færst nær Pristina, höfuðstað héraðsins. Talið er að Milosevic ætli sér að ná öllu héraðinu á sitt vald áður en til árása NATO kemur og Frelsisher Kosovo hefur veitt mótspyrnu, set- ið fyrir serbneskum hermönnum og orðið nokkrum þeirra að bana. „Þetta er allt að fara úr böndun- um,“ sagði vestrænn stjórnarerind- reki í Makedoníu. „Ef Atlantshafs- bandalagið ætlar að láta til skarar skríða þá verður að gera það mjög fljótlega." Átökin gætu breiðst út Með því að gera loftárásir á Ser- bíu tekur Atlantshafsbandalagið einnig þá áhættu að þær verði til þess að átökin í Kosovo breiðist út til nágrannalandanna. Atlantshafs- bandalagið óttast að takist Milos- evic að gersigra albönsku uppreisn- armennina í Kosovo geti straumur vopna og flóttamanna til Makedon- íu, Svartfjallalands og jafnvel Al- baníu leitt til ófriðar í nágranna- löndunum. Það gæti síðan orðið til þess að Tyi-kir og Grikkir drægjust inn í átökin. Atlantshafsbandalagið óttast hins vegar einnig að takist Kosovo- Albönum að knýja fram sjálfstæði með valdi verði það til þess að AJ- banar í nágrannalöndunum rísi upp og krefjist sameiningar við Alban- íu. Að sögn fréttaskýranda The Washington Post vonast þess vegna Bandaríkjastjórn og Atlants- hafsbandalagið til að koma á hern- aðarjafnvægi sem sjaldan næst í stríði. „Þeir vilja sem sagt drepa nógu marga Serba og eyðileggja stríðsvél þeirra nógu mikið til að koma í veg fyrir ósigur uppreisnar- mannanna, en ekki svo marga að uppreisnarmennirnir noti tækifær- ið og knýi sjálfír fram sigur.“ Hætta á mannfalli meðal óbreyttra borgara Þegar NATO hóf undirbúning hernaðaraðgerðanna gegn Serbum í október var gert ráð fyrir því að gerðar yrðu loftárásir í tvo daga og síðan yrði gert hlé á árusunum til að gefa Milosevic færi á að verða við kröfum bandalagsins. Árásun- um yrði síðan haldið áfram ef júgóslavneski forsetinn gæfí ekki eftir. Heimildarmenn innan NATO segja að hætt hafí verið við að gera hlé á árásunum þar sem það sé nú talið tilgangslaust vegna þver- móðsku Milosevic. I íyrstu yrðu einkum gerðar stýriflaugaárásir á loftvarnastöðvar og stjórnstöðvar Júgóslavíuhers og þeim síðan fylgt eftir með árásum flugvéla á fleiri skotmörk. Talsmenn Bandaríkjahers segja að búast megi við því að nokkrum NATO-vélum verði grandað eins og í Bosníu árið 1995 þegar Serbar skutu niður fjórar vélar, m.a. bandaríska F-16-herþotu. Líklegt er að NATO-vélunum stafí nú meiri hætta af serbneskum loft- varnaflaugum en í Bosníu fyrir fjórum árum þar sem Serbar hafa endurbætt þær með rússneskri tækni. Loftvarnimar í Serbíu eru einnig mun öflugri en í írak þar sem bandarískar og breskar her- þotur hafa haldið uppi nær dagleg- um árásum að undanfórnu. Geri herþotur NATO einnig árásir á júgóslavneskar skriðdreka- sveitir í Kosovo er hætta á að mannfall verði á meðal óbreyttra borgara ef Milosevic íyrirskipar þeim að leita skjóls í eða nálægt þorpum Albana þegar árásirnar hefjast. Árásir á NATO-hersveitir í ná- grannalöndunum? Serbar segjast ætla að verjast árásum NATO „af öllum mætti“. „Við getum ekki sigrað í þessu stríði gegn NATO en við getum valdið bandalaginu miklu mannfalli og leiðtogar þess gætu iðrast þeirr- ar ákvörðunar að ráðast á okkur,“ sagði aðstoðarsendiherra Jú- góslavíu í London, Miroslav Pajic, í gær. Serbar hafa meðal annai’s hótað að gera árásir á hersveitir Atlants- bandalagsins í Bosníu, Makedoníu og Ungverjalandi. Hartnær 12.000 hermenn frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi, Ítalíu og Þýska- landi eru í Makedoníu og Þjóðverj- ar hafa ákveðið að efla loftvarnir herstöðvar sinnar í landinu vegna þessarar hótunar Serba. Um 30.000 NATO-hermenn eru einnig í Bosníu og margir þeiiTa í herstöðvum sem Serbar gætu gert loftárásir á. Innrás gæti reynst nauðsynleg Wesley Clark hershöfðingi, yfír- maður hersveita NATO, hefur hót- að Serbum skjótum og hörðum árásum en embættismenn banda- lagsins hafa neitað því að gert sé ráð fyrir því að landher verði beitt beri loftárásirnar ekki tilætlaðan árangur. George Joulwan, fyrrverandi yf- irmaður hersveita NATO, kvaðst þó telja að NATO þyrfti að gera ráð fyrir því að þurfa að senda her- menn til Serbíu. Breski hershöfð- inginn sir Michael Rose tók undir það en kvaðst efast um að leiðtogar Vesturlanda væru reiðubúnir að ganga svo langt. „Ef menn hefja stríðsaðgerð verða þeir að vera undir það búnir að fara alla leið,“ sagði hann. „Sem stendur efast ég um að sprengjuárásir dugi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.