Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Benedikt Jóhannesson nýr stjórnarformaður Skeljungs Deilahartá flutningsjöfnun- arsjóð olíuvara BENEDIKT Jóhannesson var kjör- inn stjórnarformaður Skeljungs hf í kjölfar aðalfundar Skeljungs hf sem haldinn var í gær. Á fundinum til- kynnti Indriði Pálsson stjórnarfor- maður Skeljungs að hann gaefi ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn fé- lagsins. Sigurður Einarsson og Að- albjöm Jóakimsson, sem sæti áttu í varastjórn, ákváðu einnig að láta af stjómarsetu í Skeljungi. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, kom meðal annars inn á málefni flutningsjöfnunarsjóðs olíu- vara í ræðu sinni á aðalfundinum. Sagði Kristinn það vera skoðun Skeljungs hf að lögin um sjóðinn væru beinlínis hamlandi fyrir eðli- lega samkeppni í olíudreifingu. Benti hann á að það væri staðreynd sem ekki yrði á móti mælt að eitt ol- íufélaganna þriggja, Olíufélagið hf., ESSO, fengi á hverju ári tugi millj- óna króna frá vörslumönnum flutn- ingsjöfnunarsjóðs, umfram það sem félagið greiddi inn í sjóðinn. Pessu væri hins vegar alveg öfugt farið hjá Skeljungi. „I raun og vem má segja að Skeljungur hf. greiði með þessum hætti niður dreifingarkostnað Olíu- félagsins hf. Olíufélagið er, eins og menn sennilega vita, stærst ís- lensku olíufélaganna," sagði Krist- inn Björnsson. Kristinn Bjömsson sagði að á tímabilinu 1988-1997 hefðu umfram- greiðslur Skeljungs hf. til sjóðsins numið 372 milljónum króna, en á sama tíma hefði Olíufélagið fengið umframgi-eiðslur frá flutningsjöfn- unarsjóði að fjárhæð 496 milljónir króna. „Hér er því um gífurlegar fjár- hæðir að ræða sem hafa að sjálf- sögðu beinar afleiðingar á rekstrar- niðurstöðu olíufélaganna. Það er síðan kaldhæðnislegt að greina frá því, að formaður stjórnar flutnings- jöfnunarsjóðs er forstjóri Sam- keppnisstofnunar,“ sagði Kristinn Bjömsson. Forstjóri Skeljungs sagði að Skeljungur hf. hefði sent erindi til eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel vegna þessara laga um sjóðinn, og væri málið þar til meðferðar. Skeljungur höfðar mál Kristinn Björnsson sagði enn fremur að nýverið hefðu verið tekn- ar ákvarðanir í stjóm flutningsjöfn- unarsjóðs sem væru með þeim hætti, að Skeljungur gæti engan veginn við þær unað. Skeljungur hf. hefði því höfðað mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur til ógildingar á ákvörðununum. „Pessi lög eru leifar gamalla og úreltra viðhorfa í íslensku þjóðlífi. Morgunblaðið/Kristinn FRA stjórnarkjöri í Skeljungi hf. Indriði Pálsson, fráfarandi stjórnarformaður Skeljungs hf. og Benedikt Jó- hannesson, nýr stjórnarformaður Skeljungs, takast í hendur. 4A stærstu hluthafar Skeljungs hf. Hlutafé 23. mars 1999 (millj. kr.) Hlutfall The Shell Petroleum Co. 129,6 millj. kr. 17,1% Burðarás hf. 98,4] 13,0% H. Benediktsson hf. ]] 60,6 8,0% Sjóvá-Almennar hf. □ 40,5 5,4% Fjárf.sj. Búnaðarbankans 13 34,1 4,5% Tryggingamiðstöðin hf. 31,9 /Tf7\ 4,2% The Asiatic Petroleum Co. 26,6 ’/A 3,5% Lífeyrissj. verslunarmanna ; 23,7 WJ 3,1% Ólafur Björgúlsson 20,0 2,6% Lífeyrissj. Vestfirðinga ( 16,3 2,2% Samtals 10 stærstu hluthafar: 481,7 millj. kr. 63,9% 500 aðrir hluthafar 23.3. 1999: 273,7 millj. kr. 36,4% Samtals hlutafé: 755,4 millj. kr. 100,0% Morgunverðarfundur á Hótel Sögu Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu SAMKEPPNI OG EINKAVÆÐING í P Ó STFLUTNIN GUM • Hvar er samkeppni iyrir hendi í póstflutningum í dag? • Er samkeppni væntanleg í flutningi almenns pósts? • Verður viðhaldið sérleyfi á tilteknum sviðum póstflutninga? • Mun ríkið selja íslandspóst hf. til einkaaðila? FRAMSOGUMENN: Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis Einar Þorsteinsson, forstjóri íslandspósts hf. Bjami Hákonarson, iramkvæmdastjóri DHL - Hraðflutninga ehf. Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á ítamfæri fyrirspumum eða komið með athugasemdir. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða meö tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS 4 Það er eindregin skoðun mín, að þau beri að fella úr gildi,“ sagði Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs hf. Indriði Pálsson, fráfarandi stjórnarformaður Skeljungs, sagði meðal annars í ræðu sinni að sein- asta ár hefðu umfram flest annað einkennst af lágu heimsmarkaðs- verði á eldsneyti og harðri sam- keppni. Indriði fjallaði einnig um rekstr- arkostnað bensínstöððva á lands- byggðinni, sem á seinustu árum hefði versnað til muna. Afkoma stöðvanna byggðist mjög á viðskipt- um við ferðamenn og brygðist veðr- ið hefði það bein áhrif á reksturinn. Hefði það sést vel síðasta sumar, til dæmis á Austurlandi. Indriði sagði að þar sem fleiri en ein bensínstöð væri á sama stað hefðu sumar stöðvar reynt að skapa sér sérstöðu með lengri opnunartíma, en ættu þar í samkeppni við aðrar verslanir. „Þegar við bætast hertar kröfur um aðbúnað og umhverfisvernd, sem oft á tíðum kalla á mikla fjárfest- ingu er viðbúið að bensínstöðvum á landsbyggðinni muni fara fækkandi á næsta áratug,“ sagði Indriði. Indriði Pálsson kom einnig inn á fund helstu olíuframleiðenda sem haldinn var í Haag 12. mars síðast- liðinn, sem markaði nokkur tíma- mót. Þar var ákveðið að draga veru- lega úr olíuframleiðslu frá 1. apríl næstkomandi, eða um 1,7 milljónir tunna. „Svo virðist sem langvarandi ki-eppa í þessum iðnaði hafi þó haft þau áhrif að framleiðendur virðast samstiga í þessum aðgerðum og al- menn þátttaka ríkja bæði utan og innan OPEC bendir til þess að olíu- verðshækkanir séu á næsta leiti,“ sagði Indriði Pálsson. Á aðalfundi var kjörin ný stjórn Skeljungs hf. í stjórn voru endur- kjörnir Benedikt Jóhannesson, Gunnar Scheving Thorsteinsson og Hörður Sigurgestsson. Einnig voru þeir Gunnar Þ. Ólafsson og Harald- ur Sturlaugsson kjörnir í stjóm en þeir sátu áður í varastjórn félags- ins. Á aðalfundinum var einnig sam- þykkt að sætum í varastjórn yrði fækkað úr þremur í eitt. Margeir Pétursson var kjörinn í varastjórn. Strax á eftir aðalfundinum var hald- inn fundur í stjórn Skeljungs hf. og var Benedikt Jóhannesson kjörinn stjómarformaður, en Hörður Sigur- gestsson varaformaður stjórnar. Benedikt Jóhannesson sagði í samtali við Morgunblaðið að áhersl- ur hans sem stjórnarformaður Skeljungs hf yi-ðu þær sömu og ver- ið hefðu. Benedikt Jóhannesson er 43 ára að aldri, og er hann fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar hf. MBF hagnaðist um 196 milljónir MJÓLKURBÚ Flóamanna hagnað- ist um 196 milljónir króna af reglu- legri starfsemi árið 1998 og er það hækkun frá árinu á undan þegar hagnaðurinn nam 146 milljónum króna. í fréttatilkynningu frá Mjólkur- búinu segir að afkomubatinn skýrist m.a. af því að hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára séu að skila sér auk þess sem bætt gæði innlagðrar mjólkur skili sér í bættri nýtingu. „Ymsar endurbætur á framleiðslu- aðstöðu sem unnar hafa verið með samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna hafa skilað hagræð- ingu og verulega bættum rekstrar- árangri sem gerir það að verkum að hægt er að greiða í arð til framleið- enda um 89,3 m.kr. sem nemur 7,02% af innleggsviðskiptum og gerir u.þ.b. 2,25 kr. á innveginn lítra.“ Heildartekjur mjólkurbúsins námu 2.550 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um 198 m.kr., eða 8,4% á milli ára. Rekstrargjöld án fjár- magnsliða og skatta námu 2.408 m.kr. og hækkuðu um 167 m.kr., eða um 7,5% milli ára. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 142 milljón- um kr. Niðurstaða efnahagsreiknings er 2.119 m.kr. Eigið fé er 1.742 m.kr. eða 82,2% og hækkaði á árinu umm 72 m.kr., eða 4,3%. Veltufé frá rekstri var 235 m.kr. Ovíst um afkomu þessa árs Lagðar voru inn 39,7 milljónir lítra af mjólk í mjólkurbúið í fyrra, sem er aukning um 1,4 milljónir lítra frá árinu áður. Fjöldi innleggj- enda á svæðinu var í árslok 438 og fækkaði um 6 á árinu. í tilkynningunni segir að vegna mikillar aukningar innlagðrar mjólkur á seinni hluta ársins og í byrjun þessa árs eru birgðir að aukast nokkuð hratt og því er óvíst að búast megi við jafngóðri afkomu á yfirstandandi ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.